Tíminn - 21.12.1975, Blaðsíða 27
Sunnudagur 21. desember 1975.
TÍMINN
27
KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR —
ÞREYING
ofurlitið út i öfgar, en þar er þó
meir handriti um áð kenna en
tæknivinnu.
Rýnin innsýn.
bað má telja til fremstu kosta
þessarar myndar, að hún gægist
ofurlitið inn um dyrnar i bæjar-
samféiagi þvi sem ókindin ræðst
á og sýnir okkur nokkuð af þeim
viðbrögðum, sem óhjákvæmileg
virðast vera hjá mannlegum ver-
um — viðbrögð sem við oftast
skömmumst okkar ofurlitið fyrir
og viljum helst gleyma eftir á.
Sérstaklega er þar athyglisvert
hvernig sýnt er mat á mannslif-
um, við verðum að þekkja mann
til að lif hans verði okkur pening-
um dýrmætara.
Þá er og athyglisverð sú mynd
sem dregin er upp af hákarla-
veiðimanninum Quint, svo og
sögutilvisun sú sem hann verður i
myndinni.
Að öðru leyti visast til fyrri
orða, ágætis afþreying, en ekki i
sérflokki.
Hrósverö viöbrögð.
Ekki verður þó frá gengið, án
þess að koma til forráðamanna
Laugarásbiós hrósi, sem þeir
vissulega eiga skilið, fyrir við-
leitni þeirra til að sýna okkur nýj-
ar myndir.
Frumsýning Ókindarinnar i
Laugarásbió var jafnframt frum-
sýning myndarinnar i Evrópu og
tiltölulega fáir mánuðir eru siðan
hún var frumsýnd i USA.
Þetta er framtak, sem aðrir
kvikmyndahúsaeigendur ættu að
taka sér til fyrirmyndar, ekki sið-
ur en framtak Laugarásbiós i
samstarfi sinu við Borgarbió á
Akureyri nú.
t
GAMLA BÍÓ:
r
ÆVINTYRI
HATTAR
Jólamynd Gamla Biós i ár er
teiknimynd frá Walt Disney, og
að þessu sinni er viðfangsefnið
ævintýri alþýðuhetjunnar brezku,
hans Hróa Hattar.
Teiknarar og hugmyndafræð-
ingar Disney kvikmyndaversins
hafa tekið þessar viðlesnu barna-
bókmenntir og staðfært þær til
dýrarikisins og ekki er að efa, að
gaman má hafa af.
Kvikmyndin fjallar að sjálf-
sögðu um viðureign hetjunnar við
Jóhann prins hinn illa, með hæfi-
legu ivafi um ástir Hróa og hinnar
fögru Marian. Þarf ekki að rekja
það nánar hér, þar sem kænska
og vopnfimi útlaganna, svo og
grimmd og heimskuleg græðgi
kúgaranna, eru flestum kunn af
bók.
Stjórnendur myndgerðar voru
þeir Milt Kahl, Ollie Johnston,
Frank Thomas og John Louns-
bery, framleiðandi og kvik-
myndastjóri Wolfang Reither-
man.
Raddir sögupersóna eru fengn-
ar að láni hjá hinum og þessum
leikurum, meðal annars þeim
Brian Bedford, sem leggur til
röddHróa Hattar, Peter Ustinov,
sem talar fyrir munn Jóhanns
hins illa, Phil Harris, sm hefur
umsjón með litla Jóni og Monica
Evans, sem leggur til rödd
Marian.
Þær teiknimyndir, sem Gamla
Bíó hefur áður sýnt frá Walt
Disney, hafa yfirleitt verið með
þvi bezta sem völ hefur verið á i
kvikmyndahúsunum hér á
hverjum tima. Vonandi er þessi
jafn vönduð, og gerð af jafn miklu
hugmyndaauðgi og hinar fyrri
myndir, þvi þá er tryggð hin
bezta skemmtun fyrir hvern og
einn.
TÓNABÍÓ:
PASSER
OG MAFÍAN
BORGARBÍÓ AKUREYRI:
MANNAVEIÐAR UM ALPA
fyrir kynlifsskort i efni hennar —
þrátt fyrir að Dirch Passer lék
þar aðalhlutverk.
Þessi mynd hét „Mafian og
ég”, og fjallaði hún um samskipti
danska grallarans Passers við
stærstu glæpareglu heims.
Nú mun okkur gefast kostur á
að sjá framhald af kvikmynd
þessari, þvi jólamynd Tónabiós
verður einmitt annar kapitulinn i
viðureign þessari og ber hún
nafnið, „Mafian, það er lika ég”.
beir, sem sáu fyrri myndina
minnast þess, að i lok hennar
gengu Passer og Guðfaðirinn i
íóstbræðralag og ákváðu að
starfa saman i stað þess að berj-
ast. Væntanlega fjallar þessi
þáttur framhaldsflokksins um
þetta samstarf og má búast við
nokkrum stimpingum.
Það er verst hvað framhalds-
kvikmyndir hafa sterka tilhneig-
ingu til að þynnast út og verða
leiöinlegar, þvi Passer hefur
þarna hitt á gott efni, sem honum
lætur ágætlega að vinna ur.
Vonandi er þessi kapituli jafn
góður og sá fyrri.
NÝJA BÍÓ:
SKÓLALÍF
Það er ekki ýkja oft, sem
frændum okkar — og fyrrum
kúgurum — Dönum tekst að
framleiða gamanmyndir, sem
kitla verulega hláturstaugar ts-
lendinga. Að minnsta kosti ekki
án þess að hafa ástalif i brenni-
punkti, þvi einhvern veginn virð-
istsem svo að þessar frændþjóðir
hafi ekki annan húmor sameigin-
legan en kynlifshúmor.
Fyrir nokkru var þó sýnd kvik-
mynd ein i Tónabiói, sem óneitan-
lega var glettilega fyndin, þrátt
fyrir danskan uppruna sinn, þrátt
PAHÚSANNA í ÁR
Reykjavik. sýni með þessu for-
dæmi. sem vert væri að aðrir
fylgdu eftir.
Ef til vil! megum við eiga von á
að i framtiðinni verði frumsýn-
ingar kvikmvnda hér ekki ein-
göngu bundar við Revkjavikur-
húsin. heldur fari fram hingað og
þangað um landið, eftir hentug-
leikum hverju sinni.
Væri þab vel.
Jólamynd Nýja Biós ber heitið
„Skólalif i Harvard”, en á frum-
málinu nefnist hún ,,The Paper
Chase”.
Kvikmynd þessi fjallar, eins og
nafniðbermeð sér,um lifog leiki
stúdenta i Harvard háskólanum,
einkum þó baráttu verðandi laga-
spekinga, sem berjast við að ná
prófi.
Kvikmynd þessi hefur fengið
mjöggóðadóma erlendisog þykir
sýna nokkuð vel háskólalif i
Bandarikjunum,án þess að falla i
gagnrýnisstellingar fyrir gagn-
rýninnar sakir. Hún sýnir
nemendur, sem og kennara, sem
menn, i mannlegu umhverfi, og
tekur á vandamálum þeirra af
skilningi, en ekki kreddufestu.
Erlendir gagnrýnendur hafa
sett mynd þessa i flokk með „The
Graduate”, Goodbye Columbus”,
Sumer of ’42” og „The last
picture show”.
Einkum hefur John Houseman
hlotið góða dóma fyrir túlkun sina
á háskólaprófessornum Kings-
field — skurðgoðinu og ógnvaldin-
um, sem svo reynist aðeins
venjulegur maður.
Einnig hefur þó Timothy
Bottoms vakið hrifningu i hlut-
verki Hart,laganemans, en önnur
aðalhlutverk eru i höndum Lind-
say Wagner, sem leikur Susan,
unnustu Hart, Graham Beckel,
sem leikur Ford og James
Naughton, sem leikur hinn tauga-
veiklaöa Kevin.
Leikstjóri myndarinnar er
James Bridges.
Að minnsta kosti eitt kvik-
myndahús á landsbyggðinni,
Borgarbió á Akureyri, ætlar að
brjóta sig undan ægivaldi
reykvisku húsanna um þessi jól
og taka kvikmynd til frumsýning-
ar, i stað þess að leigja þegar
notaða.
Kvikmynd þessi er gerð af Clint
Eastwood, sem jafnframt leikur
aðalhlutverk hennar, og ber hún
nafnið „EigerSanction”,en hefur
á islenzku máli hlotið heitið
„Mannaveiðar”.
Kvikmynd þessi er um margt
athyglisverð, ef til vill þó einkum
fyrirdirfsku Eastwood, sem þrátt
fyrirerfið og hættuleg atriði, not-
aði aldrei staðgengil meðan á
töku myndarinnar stóð.
Söguþráður myndarinnar á sér
staö i ölpunum og meðal þess
sem söguhetjan verður á sig að
leggja, er fjallganga upp snar-
brattan klett, Eiger, og er ekki að
efa, að þar getur lika spennandi
atriði.
Það sem athyglisverðast er þó
við sýningu á mynd Eastwood, er
sú stabreynd, að hún skuli frum-
sýnd á Akureyri, í stað þess að
fara hina venjubundnu leið um
gimöld Reykvikinga fyrst. Kvik-
myndin er flutt inn af Laugarás-
bió, sem siðar mun taka hana til
sýninga sjálft.
Verður ekki annað sagt en að
þessi tvö kvikmyndahús, Borgar-
bió á Akureyri og Laugarásbió i