Tíminn - 21.12.1975, Blaðsíða 14
14
TÍMINN
Sunnudagur 21. desember 1975.
AEG
4 GERÐIR • International
Synchron Plus
Sixtant S
Special
Fást í raftækjaverzlunum i Reykjavík,
víða um land BRAUN-UMBODID
oq RAFTÆK JAVERZ LUN
hjá okkur ^ —'IÍSLANDS HF
Símar 1-79-75/76
Ægisgötu 7 — Reykjavík
Slmi söljmanns 1-87-85
Að þroska sjálfsmat
og sjálfstraust
nemendanna
Jólagjöf
KARLMANNA
í ÁR
Pétur segir Agnari til, og Njáll fylgist nieö.
— er undirstaða verkmenningar og verkmenntunar á hvaða
sviði sem er, segir Pétur Th. Pétursson kennari við
Víðistaðaskóla í Hafnarfirði
BRÆÐURNIR ORMSSON %
LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820
Þeir Haukur og Jóhann kunna þetta bersýnilega.
— Nemendurnir fá að
velja, hvaða hlut þeir búa
til, og allt að 90—100%
hvernig hann á að verða í
laginu. Kennarinn ræður
hins vegar, hvaða atriði
skal læra við gerð smíði-
stykkisins, hvaða efni er
notað til smíðanna og loks
afmarkar hann stærð
smiðisgripsins.
Við erum staddir i Viðistaða-
skóla i Hafnarfirði, og það er
smiðakennarinn, Pétur Th. Pét-
ursson, sem er að útskýra fyrir
okkúr, hvernig náminu er háttað i
kennslustundum hjá honum, en
Pétur hefur ákveðnar hugmyndir
um það, hvernig smiðakennslu
skuli háttað á barnaskólastigi, og
á hvern hátt hún nær bezt til nem-
andans og kemur honum að
mestu gagni.
— Það, sem ég legg höfuðá-
herzluna á, er að nemendurnir
komi hæfari út úr náminu, hæfari
til að finna út á eigin spýtur
hvernig beita á áhöldunum, nám-
ið sé markvisst og þeir þekki for-
sendur þess. Það eru slikir þættir
i kennslunni, sem mér finnst
þurfa að leggja meiri áherzlu á i
þjóðfélaginu almennt. Þeir eru
undirstaða verkmenningar og
verkmenntunar, á hvaða sviði
sem er. Það er verið að sóa
næmúm árum, þegar von er til að
ná einhverjum árrangri, eigin-
lega út i hött, i stað þess að þroska
sjálfsmat og sjálfstraust hinna
ungu nemenda með þvi að kenna
þeim undirstöðuna, sem er for-
senda þess að geta tekið að sér
langtima verkefni.
Þeir eru iönir strákarnir i
bekknum, og þaö fer vel um þá.
Stofan er björt og hreinleg, öllu
haganlega fyrir komið, áhöldum
raðað niður, sérstakt vinnuborð
fyrir teikningarnar, og hver hefur
sinn bekk til að vinna við. Það
leynir sér ekki, að þeir eru búnir
að tileinka sér skilning á efni og á-
höldum, og þótt eitt og eitt sagar-
blað hrökkvi, stafar það ekki af
þvi að þeir viti ekki, hvernig á að
beita söginni, en kraftarnir eru
miklir og svo vantar æfinguna,
ennþá.
— Arangurog ánægja nemend-
anna helzt i hendur, segir Pétur
TVÍHRAÐA — FJÖLHRAÐA —
MARGAR STÆRDIR
FJÖLBREYTT ÚRVAL FYLGIHLUTA
Ákeföin hjá Agnari leynir sér ekki.
við okkur, þegar búið er að skipta
um blað i einni söginni. Þess
vegna er alveg nauðsynlegt að
gera nemendurna meðvitandi um
kosti þess að kunna að nota verk-
færin og aðra verktækni, þegar
lögð eru fyrir þá þreytandi verk-
efni. Með þvi móti halda þeir
betur út, auk þess sem þeir skilja
tilganginn með náminu, og verða
fúsari til að leggja á sig ýmislegt
vandasamara, sem of oft er af-
greitt með afsökunum eins og:
,,Ég get það ekki” eða „Þetta læri
ég aldrei”.
Strákarnir eru komnir misjafn-
lega langt. Einn var að ljúka
verkefni sinu og nú þarf hann að
gera vinnuteikningar að nýju.
Það þarf að gera strax. Hér má
engan tima missa.
— Teikningarnar auðvelda
Texti: BH
Myndir: GE
handverk, sem vilja vefjast fyrir
þeim, sem ekki skilja eðli hlut-
anna, sem þeir eru að handleika.
Sumir, sem hafa takmarkaðan
skilning á verki, hafa oft á tiðum
sömu hæfileika og hinir, sem eiga
auðveldara með að skilja það, og
þá veröur að veita þeim tækifæri
til að sjá sjálfa sig vinna bug á
erfiðleikunum, þroska með þeim
þekkinguna á sjálfs sin getu.
— En nú finnst manni allir
strákar hljóti að hafa áhuga á
smiðum og handavinnu umfram
annað námsefni?
— Það má vera, svarar Pétur,
en strákar hafa fyrst og fremst á-
huga á verkefnum, sem þeir ráða
við. Kunnátta eykur nefnilega
alla möguleika. Það er aug-
ljóst, að með þvi að kenna nem-
endunum strax á barnaskólaaldri
tæknina, sem liggur að baki verk-
efnunum, visa þeim á eðli efnisins
og þjálfa þá i að útfæra og fram-
kvæma sinar eigin hugmyndir frá
upphafi til enda, með öllum þeim
vandamálum, sem þessu fylgja,
— meðan nemendurnir eru reglu-
lega móttækilegir fyrir kennsl-
unni — þá aukast möguleikar
nemendanna til hvers konar
starfa strax i unglingadeild, og
gerir þeim kleift að ráða við ýmis
erfið og vandasöm verkefni siðar,
auk þess sem þetta auðveldar
þeim val á lifsstarfi og gerir„þá
hæfari til að takast slikt á herð-
ar.
Þeir eru átta, strákarnir i
bekknum, og nú fer að liða að þvi
að kennslustundinni sé lokið, Það
er allt skipulagt, nema áhuginn.
Þeir fást ekki til að hætta. Pétur
verður nokkrum sinnum að brýna
raustina til að fá þá til að átta sig.
Það verður lika að ganga al-
mennilega frá. svo að bekkurinn
fái ekki minus, en það er engin
hætta á þvi, með þessa stráka,
þótt ekki séu þeir háir i loftinu.
Þeir eru lika stoltir af smiðis-
gripunum sinum og trana þeim
óspart framan i okkur, enda eru
þeir laglega gerðir — en hitt
skiptir þó liklega meira máli, að
þeir skuli vita hvernig þeir gerðu
þá og geta það aftur, ef á þarf að
halda.
Þegar þeir hafa kvatt og dyrnar
lokazt á eftir þeim, sýnir Pétur
okkur lurkana og dolkana, en það
er ekki viðlit að gera sér grein
fyrir hlutunum, fyrr en þeir eru
búniraðlæra aðtálga. Og það eru
furðulegustu hlutir, sem myndazt
hafa i höndum unglinganna und-
an dolkinum: kertastjakar,
skringilegir karlar, brýr og skip.
— Þaö þarf svo örlitið til að
koma þeim af stað, segir Pétur
við okkur. Ég reyni að ráða sem
minnstu, þeir verða að ráða gerð-
inni og ferðinni sjálfir. Þetta er
spurningin um val og árangur, að
þroska nemandann til að vera
sjálfstæðan i starfi og öðru.
— En þetta byggist að mestu á
kennaranum og áhuga hans, ekki
satt?
— Jú, sérstaklega til að byrja
með. Það skiptir svo miklu máli
að ná strax til nemandans, kenna
honum strax að umgangast hlut-