Tíminn - 21.12.1975, Blaðsíða 23
Laugardagur 20. desember 1975.
TtMINN
23
Metsöluhöfundur
sendir frá sér bók
Holdið er torvelt oð
Snjólaug Bragadóttir
frá Skáldálæk
Holdið er torvelt að
temja.
Skáldsaga úr Reykja-
vikurlifinu.
Bókaútgáfan örn og
örlygur
Fjórða bók höfundar.
tslenzkar bókmenntir eru i
hálfgerðum ógöngum um þetta
leyti, og þegar rætt er sérstak-
lega um skáldsöguna sem slika,
þá hafa þjóðin og skáldin ekki
fundið hvort annað. Bækur ung-
skáldanna, sem nú eru orðin
miðaldra eða meira, hreyfast
ekki i búðum og verk þeirra
liggja óhreyfð að kalla i söfnum
landsins og bókageymslum.
Samt hefur skáldsagan lifað
sinu lifi. Einkum i fjölmiðlun-
um, þar sem bækur og skáld,
sem enginn skilur, né hefur
bryna þörf fyrir að hitta, eru
hafin til skýjanna og þannig
hefúr hinn harði massi, þjóðin
og skáldin verið brotinn i tvennt
á hné sérfræðinganna.
SU kenning að það eitt séu
góðar bókmenntir, sem enginn
vill heyra né sjá nema örfáir
sérfræðingar, virðist nú vera að
ganga sér til húðar. Andstæðan,
sem til skamms tima hefur bor-
ið hið niðrandi heiti afþreying-
arbókmenntirvirðist nú vera að
ná sér á strik, og jafn ágætir
höfundar og Vésteinn Lúðviks-
son og Jökull Jakobsson hafa
látið sig hafa það að taka ekki
við hreinum forskriftum úr
kölkuðum hvelfingum sérfræð-
temja
inganna. Þeir hafa skrifað bæk-
ur handa fólkinu, sem tekið
hefur þeim fengins hendi og
hefur lesið þær upp til agna.
Þriðji höfundur hinnar nýju
kynslóðar er ung blaðakona,
Snjólaug Bragadóttir frá
Skáldalæk. Hún hefur nú sent
frá sér fjórðu skáldsöguna, og
til marks um áheyrnina, sem
hún hefur hlotið hjá þjóðinni er,
að fyrsta saga hennar Nætur-
staður kom út hjá Erni og
örlygi árið 1972 seldist upp i
stóru upplagi. Það er mjög
sjaldgæft, þar sem um
byrjendaverk var að ræða.
Næturstaður var saga úr
Reykjavikurlifinu, nútimasaga
full af gleði og mannlegum
tilfinningum.
Næstabók Snjólaugar Braga-
dóttur var Ráðskona óskast i
sveit— má hafa með sér barn.
Hún hlaut einnig ágætar viðtök-
ur hjá þjóðinni. Upplagið seldist
upp á skömmum tima.
Áriö 1974 kom enn skáldsaga
frá hendi Snjólaugar: Allir eru
ógiftir i verinu og það fór á
sömu leið. Bókin seldist upp á
nokkrum dögum.
Nýjasta bók Snjólaugar
Bragadóttur frá Skáldalæk heit-
ir Holdið er torvelt að temja.
Hún er gefin út i 5000 eintökum
og er enginn islenzkur höfundur
gefinn út i svo stóru upplagi á
íslandi nema ef vera skyldi
nóbelsskáldið Halldór Laxness.
Venjulegt upplag á skáldsögum
er nú 800-1800 eintök af þvi er
fróðir menn hafa sagt mér. Auk
þess hafa tvær bækur Snjólaug-
ar nú verið endurprentaðar, eða
komu nú i II. útgáfu, þ.e. Ráðs-
kona óskast i sveit og Allir eru
ógiftir I verinu.
Nýja skáldsagan Holdið er
torvelt að temja er nú svo til
uppseld, eða verður það liklega
um það leyti sem þessar linur
kom fyrir almenningssjónir og
þá hafa selzt um 15.000 eintökaf
þrem seinustu bókum Snjólaug-
ar Bragadóttur — og segi menn
svo að bókin sé deyjandi á
Islandi.
Hoidið er torvelt að temja er
Reykjavikursaga og er rituð af
leiftrandi fjöri og þekkingu á lifi
fólksins, sem hún fjallar um.
Lýsingar á umhverfi eru
trúverðugar. Þetta er saga um
hópaf listafólki, viðhorfum þess
og draumum. Sem sé saga um
listamenn, sem enginn vili
viðurkenna, nema þessi ákveðni
hópur, sem þeir tilheyra.
Aðalpersóna sögunnar er
Ragna ung stúlka, sem er teikn-
ari, og smabýliskona hennar
Fia, sem er trúlofuð skáldinu
Palla, sem yrkir og setur kvæð-
in i kassa og ekkert er gefið út.
Hann er aðeins viðurkenndur
sem skáld af hópnum.
Aðal karlpersóna sögunnar er
skáld, sem kemur utanlands frá
og Ragna er kunnug frá fornu
fari. Skáldið kemur með kær-
ustumeö sértil Islands og út frá
bessu spinnst sagan, og byltist i
farvegi sinum, ellegar streymir
áfram lygn og dularfull en nóg
um það.
Sá einn er skáld, er lýsir þjóð
sinni, hefur gáfaður maður
sagt. Þessi orð eru mjög hag-
stæð fyrir skáldkonuna
Snjólaugu Bragadóttur, sem
lika hefur fundið þjóð sina —
stærri lesendahóp en nokkur
annar Islenzkur höfundur.
Það er á fárra færi að skrifa
slika bók. Nútimasögu af ungu
fólki. Til þess þarf náin kynni af
daglegu lifi, ástum og vonbrigð-
um. Viðhorfum og heimspeki
hins daglega lifs. Aðeins sá get-
ur dregið upp trúverðuga mynd
úr þessu umhverfi, sem notast
við lifandi fyrirmyndir.
Fram til þessa hafa það eink-
um verið skólastjórar, sem rit-
uðu samtimasögur af ungu fóiki
með þeim hroðalegu afleiðing-
um, sem siglt hafa i kjölfarið,
þar til nú, að komnir eru fram
Siglfirðingabók.
Ársrit Sögufélags
Siglufjarðar.
Ritnefnd:
Gunnar Rafn
Sigurbjörnsson
Sigurjón Sigtryggsson
Gisli Sigurðsson.
1. árg.
Þetta bókarkorn kynnir sig
nokkuð af þvi sem hér stendur.
Við sjáum að til er Sögufélag
Siglufjarðar og þetta á að vera
ársrit.
Efni þessa rits er eins og eðli-
legt venjulegt er um slik ársrit
ýmiss konar fróðleiksmolar
sem varða Siglufjörð og þá sögu
sem þar hefur gerzt.
Næst á eftir formála er grein
eftir Jón Þ. Þór um Snorra
Pálsson. Er það ekki vonum
fyrr að birt er æviminning þess
manns, þvi að hann var tvi-
mælalaust einn af merkustu
brautryðjendum I atvinnulifi
þjóðarinnar á nitjándu öld og
nægir þar að nefna sildveiðar og
niðursuðu. Fer vel á þvi að hans
sé minnzt i fyrsta ársriti Sögu-
ágætir höfundar, sem segja sög-
ur um hið daglega mannlif, sem
lifað er á tslandi.
Hér aö framan var minnzt á
bækur tveggja virtra höfunda,
þeirra Vésteins Lúðvikssonar
og Jökuls Jakobssonar, sem
„gefið hafa skit” f sjónarmiðin
sem voru að gera Islenzku þjóð-
ina ólæsa með öllu. Min frægð
kemur að utan, segir ein af
persónum Halldórs Laxness.
Þeirra frægð og frægð Snjólaug-
ar Bragadóttur kemur frá þjóð-
inni sjálfri, það gerir allan mun-
inn.
Gáfaðir menn segja að skáld-
sagan, allur skáldskapur sé i
stöðugri endurskoðun. Það
hefur skáldskapur ekki verið á
íslandi þar til nú. Hann hefur
verið einsog dautt hlutafélag
um sildarfabrikku, sem ekki
sýnir reikninga árum saman.
En nú er breytinga von.
Jónas Guðmundsson.
félags Sigiufjarðar þvi að hann
má kalla föður staðarins.
Snorri Pálsson dó réttra 43
ára og var það mikill skaði.
Ætla má að sitt hvað hefði farið
öðruvisi ef hann hefði enzt 20 ár-
um lengur.
I þessu riti er minnzt nokk-
urra einstaklinga, norðlenzkrar
hákarlaútgerðar og sildariðnað-
ar. Auk þess er þar gömul grein
um félagslifið i Siglufirði 1924.
Hún virðist skrifuð fyrir liðandi
stund sem þá var fremur en
hárnákvæm heimild fyrir siðari
tima.
Þá eru i bókinni siglfirzk tið-
indi 1971 og 1972 og hefur Jónas
Ragnarsson tekið þau saman.
Er að sjálfsögðu ætlazt til þess
að ársritið verði þannig annáll
Siglufjarðar eftir þvi sem timar
liða. Þvi ættu forsjálir menn og
fyrirhyggjusamir að gæta þess
að ná sér I þennan fyrsta árgang
svo að þá vanti hann ekki ef
framhald verður á útgáfunni.
Það er eflaust rétt sem segir i
þessari bók að „mikið er til af
alls konar fróðleik, sögum úr
Siglufirði og nágrannabyggð-
um, sem ákjósanlegt er að
birta”. Þar hafa lika verið fleiri
þjóðkunnir menn en Snorri
Pálsson. — H.Kr.
Siglfirðinga
nordííIende
Plötuspilari, kasettu-segulband
magnari og útvarpsstillir
Verö a allri samstæöunni ca. 132.850,- Þessi framleiösla
NORDMENDE verksmiöjanna gefur yöur kost á margri
anægjustund. l einu og sama tækinu er aameinaö: magn
ari kasettu-segulband og utvarpsplötuspilari, auk þess
fylgja 2 hátalarar og 2 hljóónemar.
Stereo 6005 SCP — 30 watta
hifi hljómburður í stereo
Tveir hátalarar fylgja
Hvort sem þér viljiö hlusta á uppáhaldsplötuna eöa útvarpið, og kannske
taka þáttinn upp á segulband um leið.... allt þetta og margt fleira býöst
yóur í einni samstæóu.
Fallegt utlitog hannaðtil aðtaka sem minnstpláss.
Skipholti 19 - símar 23800 & 23500
Klapparstíg 26. — Sími 19800.