Tíminn - 21.12.1975, Blaðsíða 29

Tíminn - 21.12.1975, Blaðsíða 29
•i<wlmwsb .l'S i'.f’jf.hiinnif'í ’/f r/fT Sunnudagur 21. desember 1975. TÍMINN 29 hlýskeið er talið byrja fyrir 120.000 til 130.000 árum og Ijúka fyrir um það bil 70.000 árum. Þá byrjar siðasta jökulskeið, sem stóð i 60.000 ár, en þvi lauk aðeins fyrir 10.000 árum. Hér hefur þegar verið rætt um isaldarlög á Tjörnesi og stein- gervinga i þeim og er nú mál að huga að öðru. í Mýrdal i Vest- ur-Skaftafellssýslu eru flest fjöll úr móbergi. Á nokkrum stöðum i móberginu, t.d. i Höfðabrekku- heiði, Skammadalskömbum og Pétursey, hafa fundizt molar úr leir- og sandsteini með skeljum. Svipaðir molar eða hnyðlingar hafa fundizt á Surtsey og Heima- ey,t.d. i nýja hrauninu og einnig i Sæfjalli. En hvaðan eru molar þessirkomnir og hvernig stendur á þeim, m.a. á aðeins 10 ára gam- alli eyju? Skýringin er ekki langt undan. Setmolarnir hafa brotnað úr gosrásum, þegar hraunkvika brauzt gegnum jarðlögin, og síð- an hafa þeir borizt upp með gos- efnunum. Við djúpborun á Heimaey árið 1964 komu i ljós um það bil 640 m þykk setlög undir eyjunni og sethnyðlingarnir i Mýrdal og á Surtsey benda til þess, að allþykk setlagamyndun liggi undir hluta af Suðurlandi og landgrunninu þar. 1 hnyðlingnum frá Mýrdal ber nokkuð á útdauð- um samlokum og sniglum, en fánan virðist skyldust fánunni i Krókskeljalögunum á Tjörnesi. Setið, sem mýrdælsku hnyðling- arnireru úr, er þvi trúlega mynd- að snemma á isöld, en móbergið, sem þeir finnast i, er að sjálf- sögðu talsvert yngra. t hnyðling- unum á Heimaey og Surtsey er aftur á móti dæmigerð nútima- fána, en frá Surtsey hafa nú verið ákvarðaðar um það bil 50 tegund- ir sædýra. Virðist þvi setið yngj- ast í suður. Á Snæfellsnesi að norðanverðu, frá Grundarfirði og úl i Ólafsvik, má rekja allt að þvi 50 m þykk setlög neðarlega i fjöllum. Þekkt- ustu opnur i þessi lög eru i Bú- landshöfða og Stöð. I Búlands- höfða liggja setlögin á tertieru, jökulrákuðu blágrýti i um það bil 130 m hæð yfir sjó. Neðst er blanda af sjávarseti og jökul- ruðningi en jökullinn hefur greinilega gengið i sjó fram og hrært saman sjávarseti með skeljum og sinum eigin ruðningi. 1 laginu hafa fundizt samlokuteg- undir, sem lifa i köldum sjó: jökultodda, trönuskel, lambaskel og rataskel. Ofan á þessu lagi kemur leirset. með hlýrri fánu, nútimategundum, eins og nákuð- ungi, kræklingi og kúfskel. Stein- gervingarnir i setinu i Búlands- höfða sýnaokkur þannig ótviræða hækkun sjávarhita og má þvi fastlega gera ráð fyrir, að hér sé um að ræða lög frá byrjun hlý- skeiðs. Samkvæmt kali-argon aldursákvörðun á hrauni, sem liggur ofan á setinu, er það að minnsta kosti einnar milljón ára gamalt. t Stöð hefur setið með nú- timafánunni ekki fundizt, en i þess stað eru skálöguð óseyrarlög nokkuð gróf, og sandsteinn mynd- aður i fersku vatni. t sandsteinin- um eru viða blaðför: viðir, lyng og elri. Litið er um frjókom af birki eða barrtrjám i setinu og hafa tæplega verið barrskógar á svæðinu, þegar setið myndaðist. Komið hefur i ljós, að 70 m þykkt setlag i Bakkabrúnum i Vi'ðidal i Vestur-Húnavatnssýslu, mun vera af svipuðum aldri og setið i Búlandshöfða og Stöð. t þvi er nokkuö um blaðför og virðist flóran mjög áþekk flórunni i hlý- skeiðslaginu á Snæfellsnesi. Ennfremur hefur svipuð flóra fundizt i 120 m þykku setlagi i Svinafellsfjalli i Oræfum. Er sú flóra tæplega yngri en frá næst- siðasta hlýskeiði, en er hugsan- lega eldri eða frá þriðja siðasta hlýskeiði. Hins vegar undirstrika segulmælingar á hraunlagi, sem setið hvilir á, að það getur varla verið eldra en 700.000 ára. Við Elliðavog koma fram setlög undir Reykjavikurgrágrýtinu svonefnda. t Háubökkum er neðst finkomaður leirsteinn með skelj- um: halloku, gljáhnytlu og smyrslingi. Lag þetta er greini- lega myndað i sjó, en ofan á þvi hvilir skálagaður sandsteinn, sem sennilega er árset að upp- runa, Jökulbergslag hvilir á sandsteininum, en ofan á völu- bergslagi, sem virðist liggja á jökulberginu, er um 20 sm þykkt lag af surtarbrandi. I honum hafa fundizt fræ og aldin af ýmsum nú- lifandi plöntutegundum ásamt frjókomum af birki, viði og ýms- Sethnullungur (hnyðlingur) með skeljum á Surtsey. um jurtum. Elri hefur hins vegar ekki fundizt i þessum lögum, sem em talin vera frá næstsiöasta hlý- skeiði. Það er þvi hugsanlegt, að elri hafi dáið út hér á landi á þriðja siðasta jökulskeiði. Slang- ur af skordýrum hefur fundizt i surtarbrandslaginu og virðist eingöngu um núlifandi bjölluteg- undir að ræða. Lög frá siðasta hlýskeiði eru varðveitt við norðanverðan Foss- vog og á Seltjarnarnesi. Lögin hvila á jökulrákuðu Reykjavikur- grágrýtinu. Þau eru að mestu gerð úr sjávarseti, leirsteini með sædýraleifum, aðallega samlok- um og sniglum. Tegundirnar lifa allar hér við land i dag og virðist sjávarhiti á myndunartimanum hafa verið svipaður og nú er. Litum nú sem snöggvast yfir farinn veg. Elztu gróðurleifarnar, sem þekktar eru frá isöld, eru i neðri hluta Breiðavikurlaganna. Þegar þau mynduðust fyrir um það bil tveim milljónum árum var lauf- og barrskógurinn að mestu horfinn, en elri, viðir, birki og fura voru einu skógartrén. Þá hverfur furan og kemur ekki aft- ur, enda finnast ekki merki um hana i yngri lögum eins og i Bakkabrúnum eða Svinafelli. Fyrir einni ármilljón hafa þvi vaxið hér skógar af elri, birki og viði. Elri virðist svo deyja út á þriðja siðasta jökulskeiði, en þá og á næstsiðasta jökulákeiði mun hafa verið kaldast á isöld. Á tveim siðustu hlýskeiðunum hefur birki verið eina skógartréð og gróður orðinn svipaður og nú er. Kulvisu trén, sem uxu hér á tertier, hafa dáið út i frosthörkum fyrstu kuldaskeiðanna og ekki átt afturkvæmt vegna einangrunar landsins, sem var þegar orðin eyja i úthafinu i byrjun isaldar. Gróður á isöld hefur siðan smám saman færzt i núverandi horf. Is- lenzka isaldar- og nútimaflóran hefur greinilegan evrópskan svip, en við munum eftir þvi, að is- lenzka tertierflóran virðist hins vegar skyldust nútimaplötum i austanverðum Bandarikjunum. Af þeim 440tegundum háplantna, sem nú lifa hér á landi, finnast um 97% i Evrópu, en aðeins er unnt að telja 10 ameriskar teg- undir. Landdýraleifar, aðrar en bjöll- urnar i Elliðavogslögunum, hafa ekki fundizti hlýskeiðslögum hér á landi. Aftur á móti hafa viða fundizt leifar sædýra, einkum samlokna og snigla. Kulvisu teg- undirnar, sem voru i Tjörneslög- unum, hverfa i Breiðavikurlöguh- um og virðist þvi sjávarhitinn hafa lækkað allverulega þegar i byrjun isaldar. Á myndunartima Breiðavikurlaganna er sælin- dýrafánan orðin svipuð þeirri, sem við þekkjum við Island i dag. Steingervingar frá isöld benda til þess, að loftslag og sjávarhiti á hlýskeiðunum hafi verið likt og nú er. Hins vegar var miklu kaldara á jökulskeiðunum og hefur með- alhiti þá sennilega verið 5—10 gráður Celsius lægri en nú og snælina á stundum legið allt að þvi 1000 m neðar. Er siðjökultimi hófst fyrir rúmlega 15.000 árum tók jökla siðasta jökulskeiðs að leysa, þeg- ar loftslag fór aftur að hlýna. Jafnframt hækkaði yfirborð sjávar ört, svo að láglendið, sem kom undan jöklunum, fór undir sjó og á það hlóðst sjávarset. Sið- an reis landið úr sæ, þegar jökul- farginu létti, en landlyftingin varð miklu hægari en sjávar- borðshækkunin. Hæstu sjávar- mörk virðast af svipuðum aldri, um 11.000 ára. Landið hefur ekki alls staðar risið jafn mikið, t.d. eru hæstu f jörumörk i Árnes- og Rangárvallasýslum i um það bil 110 m hæð, en i 90 m hæð i Borgar- firði. I sjávarsetinu eru vfða sam- lokur og sniglar, sem grafizt hafa i lögin og bera þau viðast sama svip og nútimaskeljar við strendur landsins. Þó hefur fund- izt jökultodda i setlögum lágt yfir sjó i Saurbæ við Gilsfjörð, en hún er eina tegundin i siðjökultima- lögunum, sem ekki lifir hér leng- ur. Fyrir um það bil 5000 árum, þ.e. á miðjum nútima, mun Is- land hafa verið fullrisið. Einustu menjar um hærri sjávarstöðu frá þessum tima eru nákuðungslögin við Húnaflóa og tsafjarðardjúp. Þau virðast um það bil 5000 ára gömul og finnast upp i 5 m hæð yfir sjó. Fánan i lögunum er dæmigerð strand- fána, en einkennisdýr laganna er nákuðungur, eins og nafnið sýnir. Nákuðungs varð fyrst vart við norðurströndina upp úr 1920 og virðist þvi sem sjávarhiti hafi verið nokkru hærri á myndunar- tima nákuðungslaganna en hann var á siðustu öldum, og svipaður þvi sem hann er i dag. Litið er þekkt af hryggdýraleif- um úr lögum frá siöjökultima og nútima. Þó hefur fundizt jaxl úr isbirni i 13.000 ára gömlum set- lögum i Röndinni við Kópasker. Ennfremur hafa fundizt rostungsbein, hauskúpur, tennur og rifbein, i fornum marbökkum lágt yfir sjó á svæðinu frá Faxa- flóa til Húnaflóa. t um það bil 10.000 ára gömlum sandsteini við Elliðaár hjá Reykjavik fannst fyrir nokkrum árum fótspor eftir sundfugl, sem markast hefur i mjúkan sandinn. Tungubein úr þorski hefur fundizt við Hellis- holtalæk i Hrunamannahreppi i leirlögum i 75 m hæð yfir sjó. Að lokum skal hér minnst litil- lega á islenzku nútimaflóruna. Löngum var álitið að á siðasta jökulskeiði hafi allt lif tortimst hér á landi, en siðar, er jökla tók að leysa, hafi landnám lifvera hafizt að nýju. Nú er hins vegar talið sennilegra, að hluti islenzku flórunnar hafi hjaraö af á jökul- lausum svæðum, einkum i fjöllum á Norðurlandi. Svæði þessi eru nefnd miðsvæði, þvi að þar finn- -ast nokkrar plöntutegundir, sem ekki vaxa annars staðar á land- inu. Aðstæðurnar gætu hafa verið svipaðarog nú i Esjufjöllum,sem eru jökulsker i Breiðamerkur- jökli. Þar lifa um það bil 100 teg- undir háplantna að þvi er virðist góðu lifi. Þegar landið losnaði undan jöklunum breiddist gróð- urinn út frá jökulskerjunum, en þar að auki bárust til landsins fræ yfir hafið, með vindi, hafstraum- um, fuglum og rekis, þegar svo bar undir. Frjórannsóknir á islenzkum mómýrum sýna, að skipta má gróöurfarssögu landsins frá þvi er jökla tók að leysa i afmörkuð skeið. Ekki verður þó farið frekar út i þá skiptingu hér. Siðasta skeiöið hefst við landnám, en þá fjölgar grasfrjóum samtimis þvi aö birkifrjóum fækkar. Maður og sauðkind eru komin til landsins og veizlan mikla er hafin. Hallbjörg fær viður kenningu fyrir mólverk BH—Reykjavlk. — Hallbjörg Bjarnadóttir, söngkona, hefur seinustu árin verið búsett i Bandarikjunum, og átt heimili i New York. Hún hefur um nokkurt skeið lagt stund á málverkagerð og getið sér hið bezta orð. Nýlega sýndi hún verk sin á samsýningu listamanna i New York og hlaut verðlaun fyrir eina mvnd sina, sem hún nefndi „Bliða vor”, og hefur hún nú skrifað vini sinum og gömlum undirleikara hérlend- is, Jónatan Olafss. bréf þar að- lútandi, þvi að málverkið gerði hún undir áhrifum frá lagi Jóna- tans með sama nafni. Hallbjörg hætti að syngja fyrir nokkrum árum, missti röddina, að hún sagði, en hana hefur hún nú endurheimt og býst við þvi að fara að láta aftur kveða að sér á Ilallbjörg og Nat King Cole, er þau komu fram saman fyrir nokkrum árum. skemmtanasviðinu. Eftirhermur nennar og söngur bar hróður hennar viða um heiminn. Hallbjörg er væntanleg heim til Islands i vor. og vonandi sér hún sér fært að ..troða upp" og skemmta löndum sinum enn einu sinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.