Tíminn - 21.12.1975, Blaðsíða 32

Tíminn - 21.12.1975, Blaðsíða 32
32 TÍMINN Sunnudagur 21. desember 1375. JÓLASVEINAR Langt uppi i fjöllunum býr hún Grýla, ,,en hennar bóndi Leppalúði liggur við sjó”. öll börn kannast við þessi hjón: ,,Karlinn undir klöppun- um, sem klórar sér með löppunum og ber sig eft- ir krökkunum — á kvöldin.” Ogkerlinguna sem er ,,gráðug eins og örn, ,,en svo vandfædd hún vill ei nema börn”. Og eins og segir i visunni ,,hún vill ei börnin góð, heldur þau, sem hafa miklar hrinur og hljóð. Þau, sem löt eru á lestur og söng, þau eru henni þægilegust þegar hún er svöng.” Sagt var hér áður fyrr, að hvert sinn sem barn grenjaði af óþekkt — og hver sem væri — þá heyrði Grýla það sam- stundis, þvi að eins og þið sjáið á myndinni hef- ur hún sex eyru og heyrir svo vel, að það er engu likara en hún sé með hlustunartæki af fullkomnustu gerð. Og svo þegar hún heyrði i óþekktarormun- um,sem grenjuðu i frekju og óþekkt, þá lagði hún af stað með 15 hala og 100 belgi á hverj- um hala — til að sækja óþekku börnin. Það var eina nótt fyrir nærri 2000 árum að Grýla vaknaði með and- fælum. Henni varð þá litið út og sá hún þá himininn opinn og marga, marga engla, svifa um. Geisladýrðin var svo mikil, að Grýla gat engu auga haldið opnu, og hefur hún þó þrjá hausa og augnfjöldi hennar er eftir þvi. Grýla heyrði englana syngja: „Ég flyt yður mikinn fögnuð þvi i dag er yður frelsari fædd- ur.” Margt fleira sungu englarnir, en Grýla var svo hrædd, að hún skildi ekki hvað þeir sögðu. Hún þorði varla að draga andann. Hún hafði aldrei á ævi sinni orðið svona hrædd, og var hún þó orðin mörg þúsund ára gömul. Leppalúði karlinn hennar varð lika hrædd- ur, og þau lágu bæði i hnipri þangað til birtan og ljóminn hafði dvinað og söngurinn hljóðnaði. Þetta var fyrsta jóla- nóttin, og Grýlu varð mikið um þetta. Hún fór að rifja upp hvað englarnir höfðu sungið um þann sem kominn er i heiminn til að frelsa mennina, og þá einkum og sér i lagi litlu börnin. — Þetta er laglegt, TÓMSTUNDAHUSIÐ % SÍMI 21901 LAUGAVEGI 164 yurfT bílabrautin er sú bílabraut, sem hvað mestum vinsældum hefur náð. Meginástæðan er sú að endalaust er hægt að stækka brautina sjálfa og hægt er að kaupa aukahluti til stækkunar og endurnýjunnar. Hægt er að búa til likingar af öllum helztu bilabrautum heims. Um 1 5 mismundandi gerðir bíla er hægt að kaupa staka auk margra skemmtilegra aukahluta. hugsaði Grýla, þá verð- ur liklega litið um óþekk börn á næstunni. Ég verð að reyna að fá púkana mina til að að- stoða mig. Og svo æpti Grýla: Glennupúkar, glennupúkar! komið þið til min. Þeir voru 14 og eru stundum kallaðir börnin hennar Grýlu Hún kallaði: — Komið þið hingað öll til min: Leppur, Skreppur, Næja, Tæja, Lápur, Skrápur, Nipa, Tipa, Loki Poki, Lang- leggur og Leiðinda-- Skjóða, Völustallur og Bóla! Allir púkar skriðu hver út úr sinni holu og svo stökkva þeir til Grýlu, svo að hælarnir skellast upp i rass á þeim. — Nú eigið þið að fara að kenna börnunum að vera vond og óþekk, sagði Grýla. Svo tók hún sig til og hrærði i stórum potti, sem hún sauð ein- hvern óþverra i, en á meðan stukku púkarnir um hellisgólfið, æptu og spörkuðu og létu eins illa og þeir gátu. Það fannst grýlu gaman. Siðan tók hún skjóður og fyllti af óþverran og sagði þeim að reyna að maka honum á börnin, þá yrðu þau óþæg og frek. Svo var púkunum „þvegið” upp úr for og óhreinindin af hellis- gólfinu og klæddir i svört og ljót skinnföt, og svört skinnhetta er dregin á höfuð þeim. Svo setti Grýla óþverrann úr pottinum á skinnbelgi, og hver fékk sina skjóðu og svo skammaði hún þá af stað en þeir svöruðu illyrðum og gáfu Grýlu langt nef (eins og þið sjáið á myndinni) og fóru svo til byggða. í byggðinni er fólk um þetta leyti árs að undir- búa allt fyrir jóla- hátiðina. Allir eru önn- um kafnir, og börnin reyna að hjálpa til og vera góð og þæg, þvi að þeim er sagt að annars komi Grýla með pokana sina, eða jólasveinarnir, sem séu svo vondir og hrekkjóttir. Þá voru grýlupúkarnir kallaðir jólasveinar, þegar þeir komu i byggðina, og nöfn þeirra voru þá allt önnur. Þa heita þeir: Stekkjarstaur, Gilja- gaur, Stúfur, Þvöru- sleikir, Pottasleikir, Askasleikir, Hurða- skellir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Glugga- gægir, Gáttaþefur, Ket- krókur og Kertasnikir. Stekkjarstaur, Gilja- gaur og Stúfur kenna börnunum að skrökva, segja ljótt, berja, æpa o.s.frv. Þeir kenna þeim lika letina. Þvörusleikir, Pottasleikir og Aska- sleikir, Bjúgnakrækir og Ketkrókur kenna þeim að sleikja, og taka það sem þau eiga ekki,fá þau til að kasta mat sin- um og heimta annað o.s.frv. Hurðaskellir kennir þeim að ganga illa um, skella hurðum kasta fötunum sinum einhvers staðar og týna og glopra hlutunum Skyrgámur kennir þeim að borða ósiðlega með Deutsche Weihnachts- gottesdienste Am 24. Dczember um 14 Uhr wird im Dom zu Reykjavik ein evangelischer Weihnachtsgottesdienst abgehalten. Séra Thórir Stephensen predigt. Am 26. Dezember um 17 Uhr zelebriert Bischof Dr. H. Frehen einen katholischen Weihnachtsgottesdienst in der Domkirche Landakot. Botschaft der Germania Bundesrepublik Islandisch-deutsche Deutschland Kulturgesellschaft Við óskum viðskiptavinum okkar um land allt gleðilegra jóla og farsæls og heillaríks komandi árs og þökkum viðskiptin á árinu, sem senn erá enda Páll Þorgeirsson & Co. Ármúla 27 Simar 86-100 og 34-000 /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.