Tíminn - 21.12.1975, Blaðsíða 34
34
TÍMINN
Sunnudagur 21. desember 1975.
Spilið sem
ALLIR ÞURFA
að eignast
Monopoly — Matador
spilið er eitt vinsælasta spiiið
í heiminum í dag.
Verður þú næsti heimsmeistari í
AAatador/Monopoly?
FÆST í NÆSTU BÚÐ
Magnús E. Baldvinsson
Laugaveg 8 - Reykjavík
Viðskiptavinum vorum er vinsamlegast
bent á, að vegna vörutalningar og endur-
skipulagningar á varahlutalager verður
varahlutaverzlun okkar lokuð dagana 29.,
30. og 31. desember og 2. janúar.
Opnum aftur mánudaginn 5. janúar 1976.
Um leið óskum við öllum viðskiptavinum
vorum
gleðilegra jóla og
farsæls komandi árs
VARAHLUTAVERZLUN
iilillii 11 f 1
Leikið lausum hala
Ný bók eftir
Flosa Ólafsson
Flosi Ólafsson hefur sent frá
sér nýja bók, hina þriðju i röð-
inni, ef átt er við frumsamdar
bækur. Þar að auki hefur hann
þýtt fræga erlenda bók, sem
kom út á vegum Almenna bóka-
félagsins i haust.
Flosi ólafsson er þjóðkunnur
maður af leiklistarstörfum,
bæði i Þjóðleikhúsinu og eins við
rikisfjölniiðlana. Þar að auki
hefur hann skrifað i Þjóðviljann
það sem hann nefnir viku-
skammta. — Það eru hugvekj-
ur, sem birtast á laugardögum,
og þar tekur hann fyrir þá við-
burði er hæst ber — eða lægst
fara. Þessir vikuskammtar
Flosa þykja sumir vera sniðug-
ir, og aldrei eru þeir verulega
leiðinlegir, nema þegar Flosi er
normal.
Þá er óperan Ringulreið eftir
Flosa Ólafsson (og Magnús
Ingimarsson). Óperan gekk
fremur illa, hana vantaði
herzlumuninn til þess að ná vin-
sældum.
Flosi ólafsson tjáir sig ein-
kennilega. Ef til vill hefur
Ringulreið gengið hetur, ef
þorskstofnarnir hefðu verið
minna ofveiddir og búið hefði
verið að leysa lifsgátuna um
sjóðakerfið. tslendingar
skemmta sér fremur illa, þegar
lágt verð er á mjöli og flökum,
þá kemur svartsengi i svip
þeirra og þeir verða varir um
sig.
Þriðja bók Flosa Ólafssonar
berheitið Leikið lausum halaog
kaflarnir, eða þættirnir, eru
rúmlega þrjátiu. Flosi kemur
vfða við, og meðal kaflaheita
eru Timburmenn, Prestagrín,
Union Camenbert, Fálkaorða,
Simaprisar, Litasjónvarp,
'íþróttahreyfingin,' Norður-
landaráð og Gæsir. Við hvern
kafla hefur hinn ágæti teiknari,
Árni Elvar gert myndir af
mikilli kúnst.
Vikuskammtar Flosa ólafs-
sonar eru<llir byggðir upp með
svipuðum hætti. Flosi nálgast
viðfangsefni sitt með sérstökum
aðferðum, oft mjög frumlegum,
ogyfirleittenda þeir á visu. Það
er greinilegt, að Flosi hefur nú
náð betri tökum á skömmtun-
um, þeir eru markvissari og
skemmtilegri lesning en við eig-
um að venjast hjá dagblöðun-
um. Það er hugsanlegt, að
blaðamenn geti verið skemmti-
legir öðru hverju, það geta allir,
en annað mál er nú það að vera
skemmtilegur einu sinni i viku
fyrir borgun, eins og Flosi
Ólafsson hefur orðið að vera —
árið inn og árið út. Þessir þættir
eru sérstakur heimur, það er
heimur Flosa Ólafssonar, og
þar liður hátiðlegu fólki illa.
Á kápusiðu stendur: „Verkið
spannar það, sem þótt hefur
broslegast á árinu sem er að
liða, þótt éf til vill megi með
nokkurri yfirlegu og visinda-
legri nákvæmni finna einhverja
alvöru leynast i grfminu.”
Ekki erurh við hér sammáia
þessum orðum. Þvert á móti eru
þættir Flosa nú rikari af samúð
og dulinni alvöru en þeir voru
áður. Þetta eraðvisufalið undir
gáoka og gálgahúmor, en er þar
samt. Þetta er siður en svo eins-
dæmi. Unnt er að benda á hlið-
stæður, þar sem djúp alvara og
réttlætiskennd skin gegnum
spott og spé. Má þar vitna til
. leikarans Charles Chaplin, sem
ekki var aðeins alltaf að
skemmta okkur, heldur lika að
segja okkur til syndannao-g hinn
bitra sannleika. Það er þess
konar undirtónn, sem við grein-
um oft hjá Flosa. Hann birtist
t.d. i þessari visu um Rithöf-
undasambandið:
„Magnast rithöfunda raun
við rýran kost þeir lifa.
Ef að þeir fá engin laun
þeir ætla að hætta að skrifa.”
Það er naumast á þvi nokkur
vafi, að þriðja bók Flosa Ólafs-
sonar er sú bezta, er hann hefur
frá sér sent. Undirritaður ætlaði
aðeins að „blaða í henni”, og
svo fór að hún var lesin spjald-
anna á milli, og má þvi taka
undir það, sem hann Bjarni
Baukur sagði, þegar hann varð
undir i' slagsmálunum:
„TAKIÐ ÞIÐ DJÖFULS
MANNINN OFAN AF MÉR
ÁÐUR EN ÉG DREP HANN",
en þarna fjallar Flosi um
viðskipti íslendinga við ofur-
eflið.
Jónas Guðmundsson
Strókurinn hans Ármanns
Ár m a n n K r .
Einarsson:
Afastrákur.
Barnasaga.
Bókaforlag Odds
Björnssonar.
Teikningar eftir Þóru
Sigurðardóttur.
Mörgu ungu fólki mun þykja
góðar fréttir þegar Armann Kr.
Einarsson sendir frá sér nýja
bók. Hér er afastrákur sögu-
hetjan og er sagan frá fyrstu
æviárum hans eftir að hann
kemst á kreik. Þetta er Reykja-
vikurbarn sem á heima hjá
móður sinni og forelddrum
hennar. En afi er fæddur i sveit
og þar er frændfólk og tengslin
eru ekki slitin.
Þetta er allt ósköp algengt og
hversdagslegt. Svo er öll þessi
saga. 1 þvi liggur styrkur henn-
ar. í hversdagsleika og við-
burðaleysi á hið unga fólk sorg
sina og gleði. Svo fábreytt er lif-
ið ekki að hvergi reyni á. Von-
brigði og sorg, huggun og traust
og gleði heyrir til hversdags-
leikanum og af þvi er jafnan
saga ef sá fer með sem kann að
segja.
Höfundur segir söguna af
næmum skilningi á söguhetj-
unni og er þar stundum gripið á
viðkvæmum atriðum. Ilann
kann lika skil á hinum eldri per-
sónum, stolti afans og lang-
ömmunnar og hve sveinninn
ungi er öllu þessu fólki mikils
virði.
Hér er söguefni sem svo til
allir þekkja. Afabörnin eru
mörg á landi hér. t þessari sögu
er ekkert kynslóðabil. Oft mun
þess ekki gæta fyrr en hinir
ungu ná hærri aldri. Þó er mikil
spuming hvort það sé ekki
undirbúið og til þess stofnað
strax á aldri þessarar sögu-
hetju. En þó við sleppum öllum
heimspekilegum hugleiðingum
vitum við að börn eru skemmti-
leg og þeir, sem hafa gaman af
bömum ættu að hafa yndi af
stráknum hans Ármanns.
H.Kr.
Hlýjar kveðjur
Hlýjar kveðjur
Jón Þórðarson
frá Borgarholti:
Á fleygri stund.
Ljóð.
Fjölvaútgáfan.
Þetta er litið og snoturt ljóða-
kver, 78 bls. Höfundur yrkir eins
ogtizka var i æsku hans en hann
tekur nú að reskjast. Rimið er
lipurt og hnökralaust, hugsunin
greindarleg, yrkisefnin þjóðleg
og sótt i eðlilegt mannlif.
Rómantisk átthagatryggð og
ræktarsemi á þar heima:
— Úr bikar þinna blóma
ég bergi nýjan þrótt.
A samhljóm hafs og heiða
ég hlýði ljúfa stund.
— t heiði himintóna
á hjartað draumalund.
Samferðamanna er minnzt
með hlýju og sarnúð, ýmsar
. ljúfar minningar bundnar rimi.
Þó eru þessi eftirmæli viður-
kenning með nokkuð sérstökum
hætti:
Margur var auðugri i anda
og átti sér styrkari lund,
en — þú varst svo laginn að
. láta
ljósið falla á þitt pund.
Jón Þórðarson er hvorki
frumlegur né mikið skáld en
hann er hlutgengur fulltrúi
þeirrar Ijóðhefðar sem heyrði til
islenzkri alþýðumenningu
framan af öldinni. Stakan, þeg-
ar hann hugsar heim i London i
sólmánuði, gæli verið einkunn
hans.
Næturdjúpsins litla ljós,
láttu geisla þi’na
bláúm fjöllum, brekkurós
bera kveðju mina.
Sú kveðja er yfirlætislaus, al-
úðleg og hlý.
H.Kr.