Tíminn - 21.12.1975, Blaðsíða 28
28
TÍMINN
Steingervingar
hafi ennþá veriö fyrir ofan 0
gráður Celsfus.
Krókskeljalögin er yngsta deild
hinna eiginlegu Tjörneslaga. Þau
eru kennd við krókskel, Serripes
groenlandicus, og má rekja þau
frá Hallbjarnastaðaá til
Höskuldsvikur. Krókskeljalögin
eru að mestu gerð úr sjávarseti,
en efst i þeim eru þunn surtar-
brandslög. Neðst i lögunum gjör-
breytist sædýrafánan. Kulvisu
tegundirnar, sem voru til staðar i
Bdru- eða Tíguiskeljaiögunum,
hverfa að mestu, en i þeirra stað
koma tegundir, sem lifa við svip-
aðan sjávarhita og nú er f hafinu
hér við land. Nokkrar kulvisar
tegundir ná þó upp i Krókskelja-
lögin, t.d. Solen ensis og Cyrto-
daria angusta. Sjávarhiti hefur
þvi triilega verið eitthvað hærri
en nú er.
Það virðist liggja nokkuð beint
við að skýra þessar miklu breyt-
ingar á sædýrafánunni einfald-
lega sem merki verulegrar kóln-
unar strax i byrjun isaldar. Áður
en lengra er haldið þurfum við
samt að átta okkur á þvi, hvaða
nýjar tegundir koma inn i lögin og
einnig hvaðan þær koma. 1
Krdkskeljalögunum hafa fundizt
um það bil 80 tegundir snigla og
samlokna og það er athyglisvert,
að sumar þessar tegundir eru
ekki þekktar úr eldri jarðlögum
við Atlantshaf. Við nánari athug-
un kemur í ijós, að rúmlega fjórð-
ungur þeirra tegunda, sem finn-
ast i Krókskeljalögunum, virðist
upprunninn i Kyrrahafi, þvi að
þar — og ekki annars staðar —
hafa þær fundizt i eldri jarðlög-
um. Virðist því sem miklir sæ-
dýraflutningar hafi att sér stað úr
Kyrrahafi i Atlantshaf um þetta
leyti. Hafa jarðfræðingar sett
þetta i samband við opnun
Beringssunds, þegar sjór flæddi i
fyrsta sinn gegnum sundið.
Meðal tegunda, sem þátt tdku i
þessum flutningum, má nefna
jafnalgengar tegundir og beitu-
kóng, hafkóng, halloku, krókskel,
redduskel og bergbúa. Að
minnsta kosti 125 tegundir sælin-
dýra af Kyrrahafsuppruna hafa
komizt yfir i Atlantshaf um það
leyti sem Krókskeljalögin mynd-
uðust. Hins vegar hefur aðeins
verið hægt að sýna fram á, að 16
tegundir hafi komizt úr Atlants-
hafi yfir i Kyrrahaf um þetta
leyti. Þessi mikli munur þarfnast
skýringarogmábenda á tvennt. 1
fyrsta lagi lifðu fleiri tegundir i
Kyrrahafi og þvl átti sér aðallega
stað jöfnun yfir i Atlantshaf. 1
öðru lagi Iiggja straumar á
grunnsævi, fyrir norðan Ame-
riku, frá Beringssundi yfir i
Atlantshaf.
Þær breytingar á sædýralifi,
sem hér hafa verið ræddar, koma
& BækwT
m
mym— ¦*,"-—
t ^*^ '
i-m ¦
HAUSTSKIP
eftir Björn Th. Björnsson. Ein sérstæðasta bók ársins. Hún opn-
ar ný og áöur óbekkt sögusvið Islandssögunnar, hún greinir frá
þjóðinni týndu þegar valdsmenn seldu almúgafólk mansali,
eins og réttlausa þræla. Björn fer hér á kostum sem rithöfundur.
I SUÐURSVEIT
eftir Þórberg Þórðarson. Hér er að finna í einni bók æskuminn-
ingar Þórbergs, sem áður komu út i þrem bókum — Steinarnir
tala, Um lönd og lýði og Rökkuróperan — en auk þess f jórðu bók-
ina, sem nú er prentuð í fyrsta skiptið.
VATNAJÖKULL
texti eftir Sigurð Þórarinsson með myndum Gunnars Hannes-
sonar er fróðleg og afar falleg bók um þessa undraveröld frosts
og funa. Hrikaleiki einstakrar náttúru, sem hvergi er að finna
nema á íslandi, er aðalsmerki bókarinnar.
LEIKRIT SHAKESPEARE VI
i þýðingu Helga Hálfdánarsonar. Snilldarþýðingar Helga eru j
löngu landskunnar. 1 þessu bindi eru leikritin: Rikharður þriðji, !
Óþelló, Kaupmaður i Feneyjum.
YRKJUR
eftir Þorstein Valdimarsson. Sjöunda ljóðabók þessa skálds nrun
verða hinum mörgu lesendum hans ærið fagnaðarefni.
DAGBÆKUR ÚR ISLANDSFERÐUM 1871-1873 MiííÍ
eftir William Morris. Höfundur, enskur rithöfundur og stjórn- 18711011111873
málamaður, var mikill aðdáandi Islands og segir i bók þessari |jj|
frá tveim ferðum sinum hingaö. . fSLANOSFERÐUM
EDDA ÞÓRBERGS
kvæðabók Þórbergs Þórðarsonar. Þar er að finna flest það sem
Þórbergur orti bundnu máli, — skaJdskap.ur.sem engan á sinn
lika.
s.aaaMS
EDDA
X Vérvitumei
; hvers biöja ber
:«
FAGRAR HEYRÐI EG RADDIRNAR
Safn islenskra þjóðkvæða. „Hér getur að ltta þjóðina með von-
um hennar og þrám, draumum bæ,ði illum og góðum, sigrum og
ósigrum, sorg og gleði. Tærari skáldskap-errsumar visur í þess-
ari bók er ekki að finna á islensku."
VÉR VITUM El HVERS BIOJA BER
útvarpsþættir eftir Skúla Guðjónsson á Ljótunnarstöðum. Skúli
er löngu þekktur fyrir ritstörf sin. Hér getur að Hta urval á út-
varpsþáttum hans.
KYNLEGIR KVISTIR
eftir Maxim Gorki i þýðingu-Kjartans ólassonar. Þetta eru þætt-
ir úr dagbók skáldsins, sem bera mörg helstu einkenni endur-
minningarhans.
RAUÐI SVIFNÖKKVINN
eftir Ólaf llauk Simonarson og Valdisi "Óskarsdóttur. Þetta er
einskonar opirtberunarbók i ljóðum og myndum — einkar hag-
lega samsettum ljósmyndum teknum á þjððhátiðajjiri.-
A þessu ári hafa ennfremur komið út nýjar prentanir að BRÉFI
TIL LARU og OFVITANUM. Aðeins fáein'eintök eru eftir af
ÆVISÖGU SÉRA ARNA ÞÖRARINSSONAR, tSLENSKUM
AÐLIog FRASÖGNUM.
vvi^
1AXIW COHKI
KVNLEGIB
RVISTIB
Aí. <><; SILNNIS'G
einnig fram i jarðlögum annars
staðar við Atlantshaf, t.d. við
Norðursjó og Miðjarðarhaf, en
við Norðursjó er koma hafkóngs
og krókskeljar talin marka byrj-
un isaldar. Á Tjörnesi virðist hins
vegar aðgengilegastað timasetja
þessi merkilegu tímamót, þ.e.
byrjun isaldar og aðskilnað hinna
stóru meginlanda Asiu og Ame-
rfku. Svo er hraunlögunum fyrir
að þakka, en með segulstefnu-
rannsóknum á Tjörnessvæðinu
hefur verið sýnt fram á, að frá
mótum Tigul- og Krdkskeljalaga
muni vera um það bil 3,3 milljónir
ára.
1 Furuvikurlögunum, sem hvila
á hinum eiginlegu Tjörneslögum,
hafa engir steingervingar fundizt.
Hins vegar eru i Furuvik tvö
jökulbergslög og eru þetta elztu
menjar jökuls á Tjörnesi. Ofan á
jbkulbergslögunum eru basaltlög,
sem rekja má norður i Breiðuvik.
Breiðavikurlögin, yngsta set-
syrpan á Tjörnesi, er um það bil
125 m á þykkt og gerð á vixl úr
jökulbergi og sjávarseti með
skeljum. Jökulbergslögin eru að
minnsta kosti fjögur, en á milli
þeirra er vfðast sjávarset og
sums staðar hraunlög, en hvort
tveggja er myndað á hlýskeiðum
á isöld. Sædýrafánan i setlögun-
um iBreiðuvik er svipuð nUtimai
fánunnivið Island og þær tegund-
ir, sem hafa fundizt i lögunum,
lifa nvi hér við land, nema hörpu-
diskategund ein, Chlamys breida-
vikensis, og samlokutegundin
Cyrtodaria angusta. Þessar tvær
tegundir eru i rauninni útdauðar.
Þá skal einnig bent á gest af
norðurslóð. Jökultodda — Port-
landia arctica— hefur fundizt á
tveim stöðum i Breiðavfkurlög-
unum, en hún er óþekkt i eldra
sjávarseti á Tjörnesi og lifir nú i
köldum sjó norður i höfum. í
Breiðuvik hefur hún á báðum
stöðum fundizt svo að segja beint
ofan á jijkulbergi og hefur þvi
sennilega lifað við jökuljaðarinn i
vfkinni. Nokkuð hefur fundizt af
plöntuleifum neðst I Breiðavikur-
lögunum, einkum frjókornum.
Ber mest á elri, viði og mjaðar-
lyngi. Litið er um frjókorn af
birki og barrtrjám og hafa tæp-
lega verið barrskógar á þessum
slóðum á myndunartimanum
fyrir 2,5 til einni milljón árum.
Steingervingar i islenzk-
um kvarterlögum
Yngsta timabil jarðsögunnar
nefnist kvarter og er það talið
hefjast fyrir um það bil 3,3
milljón árum. Timabilið skiptist I
tvö mjög mislanga tima, Isöld og
nútima, en nútimi er talinn byrja
fyrir 10.000 árum. Þessi skipting
er a.ð mörgu leyti hentug en hinu
er ekki að neita, að margir álita,
að isöld rfki i rauninni ennþá og er
þeim sjálfsagt nokkur vorkunn.
Sunnudagur 21. desember 1975.
A isöld voru miklar sveiflur I
loftslagi og skiptust á skeið með
helköldu loftslagi — jökulskeið —
og svonefnd hlýskeið með lofts-
lagi svipuðu þvi sem nú er. Lofts-
lagssveiflur þessar hafa markað
greinileg spor i jarðlög Isaldar,
gosberg, sem setlög, en saga
veðurfars og þróun lifsins siðustu
ármilljónir er skráð I þessar jarð-
lagamyndanir, einkum setlögin.
A jökulskeiðum breiddust jökl-
ar yfirstör svæði, sem núeru auð,
og jökulskildir huldu landið. Ekki
er vist, að ísland hafi nokkurn
tima verið allt undir jökli. Hitt er
liklegra að smá svæði, einkum i
fjöllum á Norðurlandi, hafi verið
islaus.
Yfirleitt er heldur auðvelt að
þekkja í sundur jarðmyndanir frá
isöld og nútima. Jarðlög frá isöld
bera þess venjulega merki, að
jökull hafi farið yfir þau, annað
hvort á meðan þau voru að mynd-
asteðaþá siðar. Þá er og gerlegt
að þekkja isaldarlög frá jarðlög-
um blágrýtismyndunarinnar, þar
sem loftslag á myndunartima
þeirra var mjög á annan veg. Að
vísu runnu hraun i hlýskeiðum og
vissulega likjast sum þeirra
hraunlögum frá tertier, en á
ijökulskeiðunum hlóðust einnig
upp mörg móbergsfjöll, aðallega
við gos undir jökli. Móbergsfjöllin
eru fyrst og fremst mynduð á is-
öld og heldur er litið um móberg I
eldri og yngri jarðmyndunum. Þó
hefur fundizt tertiert móberg, t.d.
I'Mókollsdal I Strandasýslu, þar
sem hraunkvika hefur komið upp
i vatn, sennilega I stórri öskju,
fyrir meira en 7 milljón árum.
Einnig má benda á það, að mó-
berg er nú byrjað að myndast i
Surtsey, sem hlóðstuppisjófyrir
um það bil 10 árum.
Setlög frá isöld eru af ólíkum
uppruna. Ár- og vatnaset ásamt
sjávarseti er varðveitt frá hlý-
skeiðunum, jökulárset frá lokum
jökulskeiða og jökulruðningur frá
sjálfum jökulákeiðunum. 1 jökul-
ruðningi er venjulega nokkuð um
jökulnUið grjót og lagskiptingin
oftast ógreinileg, enda ægir þar
öllu saman. Slikúr ruðningur
hvflir oft á jökulrispuðu undir-
lagi. Isaldarset, hverju nafni sem
það kann að nefnast, er yfirleitt
samanlimt og orðið að föstu
bergi: leir- og sandsteini, völu-
bergi eða jökulbergi.
Setlög frá isöld eru betur varð-
veitt hér á landi en viða annars
staðar, þar sem hraun hafa runn-
ið yfir þau og verndað fyrir sliti
og eyðingu.
Jarðlög frá nútima eru með
ýmsu móti: hraunlög, öskulög,
ár- og vatnaset ásamt sjávarseti.
Það sem fyrst og fremst einkenn-
ir lögin er að jökull hefur ekki
farið yfir þau og yfirleitt eru set-
Iög frá nútima litt samanlimd og
ekki tiltakanlega hörð.
Löngum var álitið, að jökul-
skeiðin hefðu verið 4 eða 5, en
nýrri rannsóknir benda til þess,
aðþau hafi verið mun fleiri. Sum-
ir nefna töluna 10, en aðrir telja
þau jafnvel hafa verið 20 til 30,
þ.e. allt að þvi eitt á 100.000 ára
fresti. Jökulskeiðin hafa verið
nokkuð mislöng og sama máli
gegnir um hlýskeiðin. Siðasta
MÁL OG MENNING — HEIMSKRINGLA
Utdauðar skeljar, OYRTODARIA ANGUSTA, úr Tíörneslögunum.