Tíminn - 21.12.1975, Blaðsíða 18

Tíminn - 21.12.1975, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 21. desember 1975. M$nn og mákfni Vaxandi starf við afgreiðslu fjárlaganna A flugi yfir Reykjavík. Vaxandi starf Eins ogað venju hefur vinna i sambandi við fjárlagafrumvarpið sett meginsvip á störf Alþingis siöustu vikurnar. Undirbúningur og afgreiðsla fjárlaga verður meira starf með ári hverju. Astæðan er sú, að starfssvið rikis- ins hefur stöðugt verið að færast út á siðari áratugum. Hinar sam- eiginlegu þjónustugreinar, sem rikiö hefur annazt svo að segja frá upphafi, eins og heilbrigðis- mál og skólamál, verða lika stöð- ugt fjölbreyttari og umfangs- meiri. Af þessu leiðir að f járlaga- vinnan eykst með ári hverju. Þetta er nauðsynlegt að menn hafi i huga, þegar verið er að tala um, að seint gangi vinnan viö fjárlögin, og það fært á reikning fjármálaráðherra, fjárveitinga- neftidar eða Alþingis. Þar eru fyrst og fremst að verki hinar miklu þjóðfélagslegu breytingar, sem hafa verið og eru að gerast. Þær hafa m.a. i för með sér, aö svokölluð þjónustustarfsemi sem að verulegu leyti fellur undir hið opinbera, er alltaf að færast i vöxt. Viö þessa útþenslu á verkefnum rikisinshefur þaðsvobætzt nú, að sökum óvenjulegra fjárhags- erfiðleika, þarf að sýna aukna að- gæzlu. Það hefur að sjálfsögðu gert fjárlagavinnuna enn erfið- ari. Vöxtur ríkis- kerfisins Mjög hefur verið rætt um það aö undanförnu, að nauðsynlegt sé að hamla meira gegn hinum öra vexti rikisbáknsins svokallaða og draga úr útgjöldum rikisins. Svo velfellur slikur áróður mörgum i geð, að risið hafa upp stórir flokk- ar, eins og Glistrup-flokkurinn i Danmörku, sem þykjast hafa þetta að höfuðmarkmiði. Það er vitanlegasjálfsagtaðsýna fyllstu aðgætni i þessum efnum og spyrna við fótum eftir þvi sem hægt er. Hitt verða menn svo jafnframtað gera sérljóst, að hér er verið að glima við sjálfa þró- unina, sem fylgir i kjölfar vax- anditækni, viðtækari uppgötvana ognýrra viðhorfa I menningar-og félagsmálum. Spitalar krefjast meiri tækja og fullkomnari en áður, skólastarfið krefst nýs og betri aðbúnaðar, svo aö aðeins tvennt sé nefnt. Atvinnuvegirnir þarfnast meiti visindastarfsemi og upplýsinga, ef þeir eiga ekki að dragast aftur úr. Kröfurnar um sameiginlega þjónustu vaxa allt- af og koma oft ekki siður frá þeim sem halda fram einkarekstri en rikisrekstri. Þannig liggja nú fyr- ir Alþingi óskir frá iðnrekendum um stóraukna rannsóknastarf- semi og ráðunautastarfsemi, likt og átthefur sér stað hjá landbún- aöinum um áratugi. Þetta gæti vafalaust orðið þessari mikil- vægu atvinnugrein að miklu gagni, en það kostar peninga og yrði dýrt i framkvæmd, ef þaö ætti að koma að fullu gagni. Flest bendir þó til þess, að þeir skattar, sem hið opinbera innheimti vegna sllkrar starfsemi, myndu skila sér margfalt aftur, beint og óbeint, I þjóðarbúið. Tilfærsla 1 umræðunum um skattamál gætir þess alltof oft, að gefiö sé i skyn, að rikið sé eins konar ófreskja, sem leggi háar álögur á borgarana en láti litið i staðinn. Þeir sem þannig tala og skrifa, sleppa oftast að geta þess, að i mörgum tilfellum eru skattarnir ekki annað en tilfærsla. Það er verið að færa fé frá þeim, sem betur mega, til hinna sem hallari fæti standa. Þetta gildir t.d. um útsvarsálagið, sem nú er lagt á vegna trygginganna. Það er byggt á þvi, aö réttlátara sé að leggja á skatt með þessum hætti, heldur en að láta t.d. þá, sem liggja sjúkir og óvinnufærir á spftölum, greiða þar sérstakt legugjald. I raun réttri má segja, að allir skattar, sem eru lagðir á vegna trygginga og heilbrigðis- mála.séuekkiannaðen tilfærsla, en hér er um að ræða hvorki meira né minna en 35% af rikisút- gjöldunum. Þdttur stjórnar- andstöðunnar Þótt vafalaust megi finna sitt- hvað að störfum stjórnarmeiri- hlutans I sambandi við meðferð og afgreiðslu fjárlaganná, bætir þaö ekki hlut stjórnarandstöð- unnar, en óhætt er að segja, að hún hafi aldrei verið neikvæðari og aðsópsmeiri en nú. Stjórnar- andstæðingar hafa hamazt gegn allri sparnaðarviðleitni af hálfu meirihlutans, og þeir hafa barizt hatramlega gegn allri nýrri tekjuöflun, sem reynzt hefur óhjákvæmileg, ef halda á uppi brýnustu framkvæmdum og eðli- legri tilfærslu milli rikra og fá- tækra, heilbrigöra og sjúkra i landinu. Ef farið heföi verið að ráöum og tillöguflutningi stjórn- arandstöðunnar hefði orðið stór- felldur tekjuhalli á fjárlögunum, með þeim afleiðingum, að verk- legar framkvæmdir hefðu alveg setið á hakanum, og draga hefði orðiö stórlega úr réttlátri aðstoð viö þá, sem höllum fæti standa i lifsbaráttunni. Ef lýsa ætti stefnu eða stefnu- leysi stjórnarandstöðunnar i sambandi við afgreiöslu fjárlag- anna, einkennist framganga hennar á þeim vettvangi af and- stöðu við allan sparnað og alla nýja tekjuöfiun, án þess að benda á nokkur önnur úrræði. Dæmi um lélegri og úrræðaminni stjórnar- andstöðu á fjármálasviðinu er áreiðanlega ekki aö finna i allri þingsögunni. Hlaupizt fró óbyrgð Það er rétt hjá Þjóðviljanum, að bæði sjúkratryggingar og elli- og örorkutryggingar voru veru- lega auknar I tið vinstri stjómar- innar, enda ástæða til, þvi að þessum málum hafði ekki verið sinnt sem skyldi á siðari valdaár- um viðreisnarstjórnarinnar. En það er ekki nóg að auka trygging- ar, heldur verður jafnframt að afla fjár til að mæta þeim. Þetta verður enn vandasamara og erfiðara, þegar fjárhagserfiðleik- ar koma til sögu, eins og átt hefur sér stað siðustu misserin. Það gerðu hinir nýju ráðamenn Alþýðubandalagsins sér lika ljóst, þegar þeir komu i veg fyrir að hægt væri að mynda nýja vinstri stjórn sumarið 1974. Það var augljóst, að miklir fjárhags- legir erfiðleikar voru þá fram- undan, og þvi var það ráð þeirra, að Alþýðubandalagið ætti að skerast úr leik og vera utan stjórnar, i þeirri von, aö það gæti hagnazt á stjórnarandstöðu á erfiðum timum. Þeir Lúðvik Jósefsson og Magnús Kjartans- son vildu gjarna halda vinstri stjórninni áfram, en fengu þvi ekki ráðið vegna hinna nýju manna, sem voru að taka völdin. Stjórnarandstaða hefur hins veg- ar ekki reynzt Alþýðubandalag- inu eins fengsæl og óróaöflin inn- an þess gerðu sér vonir um, og nú vilja þau gjarna komast i stjórn aftur, jafnvel helzt með erkióvin- inum, Sjálfstæðisflokknum! Þess vegna má nú iöulega lesa i Þjóð- viljanum, að beita eigi afli verka- lýðshreyfingarinnar til að fella rikisst jórnina. Það hefur orðið hlutverk Fram- sóknarflokksins, siðan Alþýðu- bandalagið hljóp úr rikisstjórn, að vinna að þvi að tryggingar væru sem minnst skertar, þrátt fyrir sivaxandi fjárhagserfið- leika. Þetta hefur verið allt annað en vandalaust verk. 1 sambandi við gerð fjárlaganna nú kom i ljós, að afla þyrfti nær tveggja milljarða króna aukinna tekna, ef halda ætti þeim i óbreyttu horfi. Um það gat verið að ræða að skerða þær, sem þessu munaði en þaðhefði imörgum tilfellum bitn- að mest á þeim, sem sizt skyldi. Niðurstaðan var sú, að hækka nokkuð gjöld fyrir lyf og sérfræði- lega læknishjálp, en þó innan þeirra marka, að sé miðað við kaupgjald, verða þessar greiðslur litlu meiri en þegar trygginga- málin heyröu undir ráðherra Al- þýðubandalagsins. Til þess að komast hjá frekari skerðingu trygginga, hefur verið gripið til þess ráðs að hækka útsvarastig- ann um eitt stig og láta það renna til trygginganna. Hér er um tekjuöflun að ræða, sem helzt leggst á menn eftir efnum og ástæðum. Þannig greiðir maður, sem hefur þrjár milljónir kr. i tekjur, þrisvar sinnum meira en hinn, sem hefur eina millj. kr. i tekjur. Hér er þvi um að ræða þá tekjuöflun, sem tvimælalaust kemur réttlátast niður.eins ogá stendur. Um hækkun tekjuskatts- ins var ekki að ræða, enda er það nú krafa hinna svonefndu verka- lýðsflokka, að hann verði afnum- inn að mestu. Ekki hefði hækkun söluskatts verið hagkvæmari hin- um láglaunuðu. Urræðaleysi Þjóðviljinn reynir nú eftir megni að gera þessa nýju tekju- öflun vegna trygginganna tor- tryggilega. En hver eru úrræði Alþýðubandalagsins? Það hefur ekki bent á aörar leiðir til tekju- öflunar. Það hefur ekki bent á leiðir til að draga úr rikisútgjöld- unum. Þvert á móti telur það, að alltof mikið sé dregið úr ýmsum útgjöldum, t.d. framlögum til verklegra framkvæmda. Ef tekið væri mark á þessari gagnrýni Al- þýðubandalagsins, yrði niður- staðan ekki önnur en sú, að gripa yrði til stórfelldrar skerðingar á tryggingunum. Um afstöðu Alþýðuflokksins þarf ekki að ræða i þessu sam- bandi. Þess er nægilegt að minn- ast, að siðustu árin, sem hann sat i rikisstjórn, var stöðugt verið að rýra kaupmátt ellilifeyris og ör- orkuböta. Þvi tekur enginn alvar- lega, þótt hann látist fylgjandi auknum tryggingum nú. Svo langt er Alþýðuflokkurinn kom- inn frá uppruna sinum. Þorskastríðið Fyrir Breta væri það hyggileg- ast að hætta þorskastriðinu fyrr en seinna. Hitt er þó liklegra, að þeir neyni að þráast og halda þvi áfram I lengstu lög. A.m.k. er ráðlegast fyrir Islendinga að búa sig undir það. Þvi verður að reyna að herða mótspyrnuna á miðunum, en gæta þess samt, að þar er við ofurefli að etja. Af hálfu íslendinga verður fyrst og fremst um að ræða aukinn skæru- hemað i ýmsum- myndum en skæruhemaður hefur oft gefizt smáþjóðum vel. A alþjóðlegum vettvangi verður jafnframt að herða sóknina gegn Bretum eftir megni. Leita verður skilnings jafnt hjá þjóðum vestan tjalds og austan i Evrópu á málstað íslend- inga. Alveg sérstaklega ber að leita siðferðilegs stuðnings þriðja heimsins, þvi að tslendingar em hér raunverulega ekki að vinna fyrir sig eina, heldur allar þjóðir, sem eru beittar ofriki erlends valds, er reynir i skjóli úreltrar hefðar og ofbeldis að leggja undir sig náttúmauðæfi þeirra. Fyrst og siðast verður svo að stefna að þvi, að hafréttarráðstefnan viðurkenni óskoraðan rétt þjóða til 200 mflna efnahagslögsögu. Ef Bretar halda svo áfram ásiglingartilraunum sinum, verð- ur að taka stjórnmálasambandið við þá til meðferðar. A fundi þing- flokks Framsóknarmanna, sem haldinn var á Hallormsstað haustið 1973, var samþykkt að veita Bretum viðvörun um, að yrði ásiglingum haldið áfram, myndi verða slitið stjórnmála- sambandi við þá. Þessi ályktun er að sjálfsögðu enn i fullu gildi. — þþ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.