Tíminn - 21.12.1975, Blaðsíða 40
Sunnudagur 21. desember 1975.
HEJSéumÆMVR
Á ENSKU í ._-utw ^-v
VASABROTI
SÍSIÓMJK SUNDAHÖFN M rm— ^T~gW ¦ '
t ' 3B Tntr
o
r * * í
fyrir aóóan mat
^ KJÖTlÐNAÐARStÖÐ SAMBANOSINS
Ðl
Undarleg tilfinning að ff.d
allt í einu eldgos beint
fyrir framan nefið á sér
segir Hannes Hilmarsson, vaktmaður í Kröflu
Gsal-Reykjavlk — Ég hef aldrei
séð eldgos fyrr og það fylgir þvi
hálf undarleg tilfinning að fá allt i
einu eldgos beint fyrir framan
nefið á sér, sagði Hannes
Hilmarsson, vaktmaður við
Kröfluvirkjun i samtali við Tim-
ann igær.enhannvarvið Kröflu i
gærmorgun, er eldgosið hófst,
ásamt félaga sinum, Snorra
Snorrasyni, sem einnig er vakt-
maður. Þeir félagar héldu kyrru
fyrir uppi við Kröflu i gærdag,
enda var ekki talið, að virkjunin
væri i hættu að svo komnu.
— Það var um tiuleytið, að við
fundum fyrstu jarðhræringarnar
og þær héldust stöðugt fram til
hálf tólf, en skömmu siðar hófst
gosiö og sáum við þá strax mikinn
gosmökk. Er jarðhræringarnar
höfðu staðið i u.þ.b. hálftima og
ekki virtist ætla að verða neitt lát
á þeim, höfðum við samband við
Jdn Armann Pétursson I Reyni-
hlíð og lýstum jarðhræringunum.
Hann sagði strax, að þetta benti
til eldgoss.
— Hafið þið farib upp að gos-
stöðvunum?
— Skömmu eftir hádegið litum
við á þær. Við komumst u.þ.b.
hálfa leiðina I bíl, en frá stöðvar-
hUsinu hér og að Leirhnúki eru
um 3 km. Viö gengum upp á dállt-
inn kamb og sáum þá gos-
stöðvarriar mjög greinilega.
Gosið er I nokkuð langri sprungu,
sennilega 2—300 metra langri, og
gýs upp Ur potti I miðri sprung-
unni. Þar srfzt eldurinn mjög vel
og gosmökkurinn er mikill.
— Virðist þér gosiö hafa fær&t I
vöxt?
— Já, ofurlitið og merki ég það
aðeins af mekkinum, sem hefur
aukizt dálitið siðustu stundar-
fjórðunga.
Að sögn Hannesar rennur
hraun úr sprungunni i átt frá
Kröflu. — Samkvæmt þvi, sem
við höfum heyrt, er okkur engin
hætta búin eins og sakir standa,
en eldgos eru óUtreiknanleg eins
og menn vita, og þvi getur allt
breyzt hvað þetta áhræri i einni
svipan.
Hannes sagði, að eftir hádegið I
gær hefðu menn frá Almanna-
varnanefnd Mývatnssveitar
komið upp eftir og litið á gos-
stöðvarnar. — Þeir sögðu, að gos-
sprungan lægi I sömu stefnu og I
gosinu, sem hér varð á 18. öld, en
þá gaus hér I fimm ár, sagð
Hannes. •
Að lokum sagði Hannes, að
jarðhræringarnar héldu áfram,
en þær væru þó ekki stöðugar.
Hann kvaðst halda, að styrkur
jarðskjálftanna væri á bilinu milli
2-3 á Richterskvarða.
Gos úr Leirhnúk stóð í fimm ár
JH-Rvik - A fyrri hluta
átjándu aidar urðu mikil og lang-
vinn eldgos I Mývatnssveit, og
voru einmitt langæjust gosin i
Leirhnúk. Þessi eldgos hófust
með miklum jaröhræringum að-
faranótt 17. dags maimánaðar
1724, og um dagmál gaus upp
öskumökkur rétt vestan við
Kröflu, þar sem nú heitir Vlti.
Lék allt á reiðiskjálfi, og rigndi
vikri, sandi og brennisteinsösku
yfir nágrenni, og fólk allt flUði bæi
sunnan og austan við Mývatn.
Þetta varð skammvinnt gos,
þótt Viti spýtti úr sér gufumekki I
mörg ár. 1 ársbyrjun 1725 voru
sifelldir jarðskjálftar I Mývatns-
sveit og 11. janUar hófst gos I
Leirhnúk, og er það skemmst af
þvl að segja, að þessu gosi linnti
ekki fyrr en 1729. Myndaðist þar
löng gigaröð, sem nær frá Gæsa-
dalsfjöllum suður að svonefndum
Þríhyrningi. Þetta sama ár, 1725,
varð til röð sex smágiga vestan
við Jarðbaðshóla.
19. april sama ár hófust gos I
Bjarnarfiagi með miklum jarð-
skjálftum, og sprakk þá jörð viða.
Þessar hræringar héldu áfram
sumarlangt og fram á haust, en
harðasti jarðskjálftinn kom 8.
september, og þornaði þá Laxá i
bili. Ekkikom veruleg hraunleðja
I Bjarnarflagi, en grjótflug var
F.ldeontm i Mýtmtmsveh linnir rkki. — f.eirhnúkur.
Látlaus eldgas í Mývatitssveit
mikið og öskufall og tdk fyrir
veiði i Mývatni.
21. ágúst 1727 magnaðist á ný
gosið I LeirhnUksgigunum og
rann þá mikið hraun norður með
Gæsadalsfjöllum. Aðfaranótt 18.
dags aprilmánaðar voru enn
mjög ákafir jarðskjálftar og
klukkan tvö um nóttina
myndaðist enn nýr glgur I Leir-
hniiksröðinni og fjórum klukku-
stundum slðar myndaðist gigur,
sem heitir Brunaborg I Hrossa-
dal, dalverpi norður af Bjarnar-
flagi. 1 sömu andrá gaus einn glg-
anna I Bjarnarflagi, og rann
hraun Ur honum heim undir stekk
I Reykjahllð. Enn tveimúr dögum
síðar opnaðist eldgjá i Dalfjalli
við Reykjahlíðarsel, og hneig
hraun Ur henni niður hlíðina á
breiðu svæði.
Arið 1729 færðist gos Ur Leir-
hnUksgigum stórlega I aukana, og
6. jUIImánaðar um sumarið rann
hraun Ur þeim niður I byggð, og
flUði þá prestur staðarins, sér Jón
Sæmundsson, bæinn ásamt fólki
sínu, og þrjú bændabýlin I ná-
grenninu eyddust: Stöng, Fagra-
nes og Gröf. Hraunið hélt áfram
Teikningar úr Lýsing Islands
eftir Þorvald Thoroddsen.
framrás sinni alla leið Ut I Mý-
vatn. 27. ágúst þetta sumar
gerðist sá atburður, sem mjög
hefur verið á orði hafður, að
hraunið rann I kringum Reykja-
hllðarkirkju og stöðvaðist þar.
Stóð kirkjanþar I hraunkrikanum
llkt og I kviuiri I meira en tvö
hundruð ár. — Málverk af siðustu
kirkjunni, sem þar stóð, er til
eftir Höskuld Bjórnsson.
Hraunrennslið stöðvaðistseint i
septembermánuði þetta hausl.
En miklu lengur rauk úr gigunum
eins og nærri má geta.
Loks er talið, að goshrina hafi
komið Ur LeirhnUksgígum 10. jUH
1946, og enn lagði upp Ur þeim
svælu árið 1747.
Jarðfræðingar telja, að þessi
Mýyatnsgos hafi verið vægi sam-
anburði við mörg eldgos önnur á
landi hér. En þau stóðu svo lengi,
að sérstakt er, auk þesssem eldur
kom upp óvenjulega mörgum
stöðum á sama svæöi.
Fni gmitiiðvunum í Mývafnssvrit.
Eldgos í Mývatnssveit