Tíminn - 21.12.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 21.12.1975, Blaðsíða 11
Sunnudagur 21. desember 1975. TÍMINN n JHJI jji!! ll,, SmMmm í trú og kærleika Þorsteinn Briem: Himinn i augum Kirkjuræður útgefandi Hallgrims- deild Prestafélags fs- lands Umsjón með útgáfu sr. Jón E. Einarsson. Þetta ræðusafn er eins og hús- postillurnar gömlu að þvi leyti, að hér er prédikun fyrir hvern helgidag þjóðkirkjunnar árið um kring, með viðeigandi guð- spjalli að ræðutexta. Þessar ræður eru þvi margar að meira eða minna leyti um þau atriði guðspjallanna, sem kirkjan hefur mjög haldið fram i boð- skap sinum og byggt kenningu sina á. Það er engin nýlunda, að bæk- ur um slikt efni komi út hér. Tveir núlifandi fyrirmenn þjóð- kirkjunnar eiga slik ræðusöfn og ritgerða, nýlega komin út. A ég þá við Um ársins hring eftir Sigurbjörn biskup, útgefið árið 1964, og frá Haustnóttum til há- sumars eftir Björn Magnússon prófessor, útgefið 1965. Þó að annað form sé þar á að nokkru, eru allar þessar bækur um undirstöðu kristins boðskapar i samtið okkar. Þess gætir auðvitað i ræðu- safni sr. Þorsteins um sumar ræðurnar, hvenær þær voru fluttar. Eðlilega visar hann til þess sem þá var og sótti á hugi manna. Þetta gerir þó ekkert til. Flest á það enn við, þó að sumu hafi svipað frá i bili. Sé eitthvað sem myndar baksvið þessara prédikana liðið hjá, svo að það heyrir sögunni til, þá ætti ræðan að hjálpa til skilnings á sögunni. Það er ekki mikil guðfræði eða trúfræði i þessari bók, en mikil trú. Ræðan um kvöldmál- tið Drottins er þar gott dæmi. Höfundur fer ekki að þrefa um lútherskan, kaþólskan eða kal- vinskan skilning á altarissakra- mentinu. Hann nefnir það sem átakanlegasta dæmi um deilur ' og ófrið i kristninni innbyrðis. En til skilningsauka gerir hann grein fyrir þvi, hvernig sam- eíginleg páskamáltið var Gyðingum heilög athöfn, bræðralagstákn, trúarsam- félagstákn, tákn þakkar- gjörðarinnar fyrir gjafir guðs og tákn hinna sameiginlegu minninga um vernd og varð- veizlu drottins. Sr. Þorsteinn var vel að sér i guðfræði. Hann gerir sér oft far um að skýra umhverfi þess, sem guðspjöllin greina frá. En þótt hann væri merkur og glögg- ur trúfræðingur, var hann fyrst og fremst trúmaður. 1 prédikun sinni á boðunardegi Mariu tekur hann að visu afstöðu með kenningunni um meyjarfæðing- una, en hún er honum ekki aöal- atriði. Fyrir honum er Kristur mesta kraftaverkið. Hvernig sem menn meti það, að heilög ritning segir að Jesús Kristur sé I heiminn kominn fyrir sérstakt og einstætt kraftaverk, og hvernig sem menn vilji afgreiöa kraftaverkasögurnar almennt, er þó eftir og yfir þær hafið kraftaverk kraftaverkanna, Jesú sjálfur, afstaða hans til guðs og manna, lif hans og fórn. Slik var trú séra Þorsteins. Það væri freistandi að fara hér að vitna i einstakar ræður. Sr. Þorsteinn á erindi við samtið okkar. Hér má nefna, auk þess sem áður er sagt, hvernig hann talar um byrði kærleikans, lykil himnanna, sigur i ósigri, Surts- helli vantrúarinnar, eða að afla sér eilifra vina. Hér er gripið til nokkurra ræðuheita. En svo mætti lengi telja. Og skyldi ein- hver halda, að þetta sé eitthvað, sem ekki varði daglega lifsbar- áttu, kjaramál eða afkomu manns og velfarnaðar gæti hann reynt að gripa niður i upp- haf ræðunnar Þegar náungans veggurbrennur.erminum hætt. Hún byrjar svona: „Ég hef ef til vill áður sagt yður sögu um ungan mann, ekki gamla. Hann varð fyrir þvi happi eða óhappi, að honum tæmdist arfur, er nam nokkrum þúsund- um. Hann átti heima I fjölmenni, og þegar hann hafði fengiö féð handa á milli, varð honum gott til félaga. Vinirnir vildu skemmta hon- um og hann þáði það. Þeir leigja bifreið og draga aö föng. Þeir fylgja honum I sumargistihús. Þeir leigja þar herbergi og halda sér. og vinin- um dýrar veizlur. Eftir nokkurra daga veizlu- fagnað vaknar hinn nýriki, ungi maður úr vimu sinni. Hann er þá orðinn einn, þvi að veizluföngin eru þrotin og arfur- inn ekki lengur til. Og þá skilja vinirnir hann eftir meö skömm- ina og skaðann. Maður nokkur ferðaðist frá Jerúsalem til Jerikó og féll i hendur ræningjum, sem ílettu hann klæðum og börðu hann og fóru siðan burt og skildu hann eftir hálfdauðan. Aldir eru á milli. En eru ekki sögurnar svipaðar?” Hér verður staðar numið. Sr. Þorsteinn taldi, að guð væri minnkaður, ef hann yröi að fullu skiljanlegur mannlegum huga. Hann vissi lika, að lifið og hið mikla undur þess væri minnkað, ef mannlegur skilningur ætti allskostar við það. Hins vegar vissi hann og fann, að vissa þætti úr lögmáli eiliföarinnar og kærleikans er okkur auöiö að skilja. Og það var honum nóg. Bók eins og þessi hefur þann kost, að það þarf ekki að lesa hana alla i einu. Hver ræða fyrir sig er sérstök heild. En það má lika lesa hana alla i einni lotu, þó að þess þurfi ekki. Þessi bók er vitnisburður þess, hvernig kristindómur var > boðaður fyrir miðju þessarar aldar. En hún á jafnframt erindi við þá, sem með opnum huga vilja meta og móta lifsskoðun sina og lifsstefnu. Og enda þótt menn eigi ekki samleið með trú höfundar, munu þó allir dóm- bærir menn viðurkenna, að margt er þar velsagt, satt, rétt og timabært. H.Kr. BRflun RAF-, BORÐ- OG VASA- KVEIKJARAR seldirá sérstöku KYNNINGARVERÐI i söludeild okkar. Braun gas fyrir alla Braun kveikjara fyrirliggjandi. BRAUN-UMBODIÐ: Ægisgötu 7 Simi sölumanns 1-87-85 Raftækjaverzlun islands h.f. BRflun KRON DOMUS • LIVERPOðL 8 MATVÖRUVERSLANIR OG BYGGINGAVÖRUVERSLUN Kaupfélag Reykjavikur og nágrennis rekur 8 matvöru- verslanir viðs vegar i Reykjavik og Kópavogi. Byggingavöruverslun KRON er að Hverfisgötu 5?. Vöruhúsið DOMUS, Laugavegi 91, selur búsáhöld, gjafa- vörur, heimilistæki, fatnað, leikföng, skó, sportvörur o.fl. Liverpool, Laugavegi 18a, selur gjafavörur, búsáhöld, raf- magnstæki, leikföng og sportvörur. Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis gætir eingöngu hagsmuna viðskiptavina sinna KRO KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.