Tíminn - 21.12.1975, Blaðsíða 20
20
TÍMINN
Sunnudagur 21. dcsember 1975.
Ekki er það ætlun min að
hafa langan formála aö þessu
greinarkorni, sem á að fjalla um
steingervinga i islenzkum jarö-
lögum. Uppistaðan íþvi, sem hér
fer á eftir, var flutt i tveim út-
varpserindum á liönu sumri, en
erindin voru þannig úr garði gerð,
aö nauðsynlegt reyndist að gera á
þeim nokkrar smávægilegar
breytingar. Hvort þær eru til bóta
skal hins vegar látið ósagt.
Margir kannast vel við staðar-
nöfn eins og Brjánslækur, Trölla-
tunga, Þrimilsdalur, Tjörnes,
Bakkabrúnir, Svinafell og Foss-
vogur, ogmörgum verður tiðfarið
á þessa staði I sífelldri leit að ein
hverju nýju — blaðfari, kisilrunn-
um trjábol eða fornri skel. En
steingervingar eru ekki aðeins
safngripir, þó að margir þeirra
séu fallegir á að lita, þvi að þeir
geta einnig gefið okkur margvis-
legar upplýsingar, t.d. um aldur
jarðlaga, gróðurfar, dýralif -og
loftslag fyrri tima.
Steingervingar eru leifar dýra
og plantna, sem finnast i jarðlög-
um. Mót eða för eftir trjáboli,
laufblöð eða skeljar eru jafnt
steingervingar og leifar liffæra,
sem jarðlögin kynnu að hafa
geymt. Spor eftir fugl eða annað
dýr, sem varðveitzt hefur i fornu
jarðlagi, er einnig steingerving-
ur. Hins vegar er hvorki steinkol
né olia talið til steingervinga, þó
að hvort tveggja sé af lifrænum
uppruna. Til þess að unnt sé að
tala um steingerving verður eitt-
hvað af sköpulagi eða innri bygg-
ingu lifverunnar að vera varð-
veitt.
Harðir likamshlutar, eins og
skeljar og bein, varðveitast bezt I
jarðlögum. Þannig verður skilj-
anlegt hvers vegna flatormar,
sem ekki hafa neina harða lik-
amshluta, hafa aldrei fundizt
steingerðir, þó að til séu um það
bil 9000 núlifandi tegundir. Oft er
upprunalega efni lifverunnar al-
veg horfiö, en i þess stað komið
annað efni. t.d. kisill i stað viðar i
viðarsteini. Nafnið steingerving-
ur er aldrei meira réttnefni en
þegar slikt á sér stað.
Jarðlög hafa sifellt verið að
myndast og molna niður, setlög
hafa sezt á sétlög, bergkvika
hefur brotizt upp á yfirborð jarð-
ar og orðið að hrauni eða mó-
bergi, jarðlagastaflar hafa um-
turnazt og orðið að fellingafjöll-
um. Allt þetta má lesa úr jarðlög-
unum,enþóhvergi i heild, þvi rof
og jarðskorpuhreyfingar hafa i
sifellu truflað upphleðsluna og
skapað eyður. Það er þvi nauð-
synlegt að rekja og bera saman
járðlög á mörgum aðskildum
svæðum til þess að fá yfirlit yfir
jarðsöguna.
Óumdeilanlega hafa steingerv-
ingar verið eitt bezta hjálpartæki
jarðfræðinga við jarðsögulegar
rannsóknir, enda verður aldurs-
munur jarðlaga ekki alltaf lesinn
eftir skipun eða stöðu laganna
sjálfra. Einkum hafa steingerv-
ingar sjávardýra komið að miklu
gagni, enda hafa og höfðu mörg
þeirra mikla landfræðilega út-
breiðslu. Ammonshorn og grap-
tólitar eru ágæt dæmi um dýr,
sem lifðu i öllum heimshöfum,
enda voru þau sund- og svifdýr og
þvl íitt háð botninum.
Mikil þróun hefur átt sér stað
hjá plöntum og dýrum frá fyrstu
tið til okkar daga og margar teg-
undir eru nú útdauðar með öllu.
Einstaka ættkvislir og tegundir
lifa venjulega I stuttan tima jarð-
sögulega séð og þess vegna er
hentugt að nota steingervinga til
þess að finna aldursmun jarðlaga
og rekja saman jarðmyndanir á
aðskildum svæðum. Jarðsögu-
taflan er til orðin á þennan hátt og
við tökum eftir þvi, að nöfn
stærstu timaeininganna, jarð-
sögualdanna, miðast við þróun
lifvera, upphafsöld, frumlifsöld,
fomlifsöld, miðlifsöld og nýlifs-
öld.
Einkennissteingervingar ein-
kenna ákveðin jarðlög og þurfa að
vera algengir i þeim, en fágætir
eöa helzt ekki til staðar I eldri og
yngri jarðlögum. Þeir þurfa einn-
ig að hafa mikla landfræðilega út-
breiðslu og vera auðþekkjanlegir
öðrum en sérfræðingum.
Ýmsar tölur hafa verið uppi um
aldur jarðarinnar, en elzta berg,
sem enn hefur verið aldursgreint,
er gneis við Godthaab á Vest-
ur-Grænlandi, en það reyndist
vera 4000 milljón ára gamalt.
Aldur loftsteina og tunglgrjóts, á-
samt fyrrnefndri aldursákvörð-
un, virðist gefa til kynna að
jöröin sé aö minnsta kosti 4500
milljón ára gömul.
Jarðsögutöflunni er skipt i ald-
ir, eins og áður sagði, öldunum i
tlmabil, timabilunum I tlma og
timunum i skeið. Gert er ráð
fyrir, að upphafsöld ljúki fyrir
um það bil 3000 milljón árum og
frumlifsöld fyrir 600 milljón ár-
um. Steingervinga fer fyrst að
gæta að ráði neðst á fornlifsöld,
þ.e. fyrir 600 milljón árum, og eru
þar komnir fulltrúar flestra fylk-
inga hryggleysingja. Fornlifsöld
er talið lokið fyrir 220 milljón ár-
um og þá tekur miðlifsöld við, en
henni lýkur fyrir um það bil 65
milljón árum. Þá byrjar nýlifsöld
og er henni skipt I tvö tlmabil,
tertler, sem er eldra, og kvarter,
en það er talið hefjast fyrir rúm-
um 3 milljón árum. Tertiertima-
bilinu er siðan skipt i 5 tlma,
paleósen, eósen, óííigósen, mió7
sen og pliósen, en nöfn þessi eru1
úr grlsku og miðast við fjölgun
milifandi lindýrategunda i setlög-
um mynduðum i sjó. Kvarter-
tlmabilinu er á sambærilegan
hátt skipt i pleistósen eða Isöld og
hólósen eða niitlma, en hann er
talinn byrja fyrir 10.000 árum.
Steingervingar i islenzk-
um tertierlögum
Jaröfræðilega séð er Island
ungt land, enda allt myndað á ný-
ttbr.giosla jar&myndana I berggrunni islands: 1) blágrýtismyndun frá tertler: 2) Isaldarlög eldri en
700.000/a^a (grágrýtismyndun): 3) isaldarlög yngrien 700.000ára (móbergsmyndun).
Hfsöld. Elzta jarðmyndun lands-
ins er blágrýtismyndunin, sem er
hluti af stóru blágrýtissvæði, er
myndaðist við mikil eldsumbrot á
Norður-Atlantshafinu á tertler.
Islenzka blágrýtismyndunin nær
áöallega yfir tvö svæði, annars
vegar Vestur- og Norðurland frá
Hvalfirði til Bárðardals, og hins
vegar Austurland frá Þistilfirði
til Skeiðarársands. Samkvæmt
jarðlagahallanum mun elzta berg
á landinu vera við norðanvert
Isafjarðardjúp, i Borgarnesi, i
Fjörðum og i Gerpi. Lögunum
hallar inn að miðju landsins og
við finnum sifellt yngra berg i átt
að gosbeltunum.
Löngum var álitið, að blágrýtið
á Islandi væri af sama aldri og
blágrýtismyndanirnar á Vestur-
og Austur-Grænlandi, i Færeyj-
um, á Skotlandi og Irlandi. Rann-
sóknir siðari árabenda hinsvegar
til þess að svo sé ekki.
Kali-argon-aldursákvarðanir á
hraunum sýna, að blágrýtið á
Austur-Grænlandi og i Færeyjum
er urn 60 milljón ára gámalt, en
islenzka blágrýtið ekki eldra en 20
milljón ára.
Blágrýtismyndunin islenzka er
að mestu leyti gerð úr hraunlög-
um, einkum blágrýti, eins og
nafniðgefur til kynna. Meginhlut-
inn hefur hlaðizt upp i sprungu-
gosum, en einnig hefur gosið tals-
vert i eldkeilum og dyngjum. Eld-
stöðvarnar sjálfar eru sjaldan
varðveittar, en aðfærsluæðar
þeirra eru vel þekktar sem
basaltgangar, er skerast i gegn-
um lögin. Á milli hraunlaganna
eru vfða misþykk millilög úr seti
og gosmöl. Sum þessara laga eru
vatna- og árset að uppruna, en
rauðleit sand- eða leirlög úr eld-
fjallaösku og gjalli virðast þó
algengust. í þeim slðarnefndu er
vlða talsvart af koluðum plöntum
og er þvi' hugsanlegt, að hér sé á
stundum um fornan jarðveg að
ræða. Efnaveðrun hefur losað um
járn, sem litar lögin rauð, en slik
veörun getur aðeins átt sér stað I
röku loftslagi og hlýrra en nú er
hér á landi. A nokkrum stöðum er
rauði liturinn þannig til kominn,
aö glóandi hraun hafa rauðbrennt
efsta hluta undirlagsins. Eins og
þegar hefur verið gefið i skyn, á
þessi skýring ekki viö nema um
hluta af rauðu millilögunum, t.d.
er við Óshllðarveg, milli Bolung-
arvikur og Hnlfsdals, margra
metra þykkt rautt millilag og er
fráleitt, að hitaáhrif hraunsins,
sem lagðist ofan á það, hafi ein
átt þátt í að lita það rautt.
Millilögin I islenzku blágrýtis-
mynduninni er að mörgu leyti
mjög merkileg, m.a. vegna þess
að viða i þeim finnast leifar
plantna og jafnvel dýra, sem lifðu
hér á landi fyrir meira en 3
milljón árum, þ.e. á t'ertiertima-
bilinu. Sumar leifarnar eru svo
vel varðveittar að greina má þær
til ættkvísla eða jafnvel tegunda
og hafa rannsóknir á þessum leif-
um gefið margvislegar upplýs-
ingar um loftslag, gróðurfar og
jafnvel dýralif hér á landi á
myndunartima blágrýtislaganna.
Vlkjum nú að þeim steingerv-
ingum, sem fundizt hafa i is-
lenzku blágrýtismynduninni,
þvi að þeir hafa frá ýmsu að
segja. Tek ég þá fyrst plöntuleif-
ar, siöan ferskvatns- og landdýr
og að lokum veröur minnst á sæ-
dýraleifar i Tjörneslögunum
(sbr. næsta kafla).
Plöntusteingervingar eru bezt
varðveittir I millilögum blá-
grýtismyndunarinnar á Vest-
fjörðum og eru helztu fundarstað-
irnir i Þórishliðarfjalli i Selárdal,
i Surtarbrandsgili við Brjánslæk,
við Tröllatungu og Húsavikur-
kleif I Steingrimsfirði og I Mó-
kollsdal i Kollafirði I Stranda-
sýslu. Vel varðveitt blaðför hafa
einnig fundizt i millilögum sums
staðar I Borgarfirði, t.d. kringum
Hreðavatn og .yið Stafholt. Enn-
fremur hafa fundizt allvel varð-
veitt blaðför I Selárgili fyrir ofan
Illugastaði I Fnjóskadal. Litið
hefur fundizt af vel varðveittum
gróðurmenjum i blágrýtismynd-
uninni á Austurlandi og ákvarð-
anleg blaðför, aldin eða fræ hafa
ekki fundizt þar.
Áður en við ræðum frekar um
plöntuleifar I millilógum skulúm
við aðeins staldra við sjálf hraun-
lögin, þvi að þau geyma einnig
menjar um þann gróður, sem
klæddi landið á tertier, og þegar
betur er að gáð eru slíkar menjar
alls ekki eins sjaldgæfar og halda
mætti. Af slikum menjum eru
holur eftir trjáboli og greinar al-
gengastar, en hvergi eru þær jafn
greinilegar og I Kotagili i Skaga-
firði. Stundum má sjá far eftir
börkinn á holuveggjunum, eink-
um þar sem börkurinn hefur
sprungið og kvika troðizt inn i
sprungurnar, sem oft mynda rétt-
hyrntnet. Glóandi hraun hefur þá
runnið yfir skóginn og trén hafa
kolazt án þess að brenna strax,
enda eru holur þessar aðallega
neðst i hraunlögum, þar sem
litið súrefni hefur komizt að til
þess að viðhalda bruna. Siðan
eyðast trén og er þá tvennt til, að
eftir standi holan eða hraun
treðst inn i rörið og myndar
hraunafsteypu af trjábolnum.
Slfkar afsteypur eru nú þekktar
frá Húsavikurkleif i Steingrims-
firði og I óslandi i Hornafiröi.
Einum möguleika má ekki
gleyma, hart efni eins og kisill
getur sezt i tréð áður en það eyð-
ist. Þá varðveitist formið ó-
skemmt og má t.d. oft telja ár-
hringi i kisilrunnum stofnum en
allmikið virðist af þeim hér á
landi i hraunlögum blágrýtis-
myndunarinnar.
í millilögum er viða surtar-
brandur, en hann er upphaflega
mór, sem hefur kolazt. Venjulega
eru surtarbrandslögin heldur
þunn, sjaldan meira en einn met-
ri á þykkt. Steinbrandur er lag-
skipturog myndaðuriír smágerð-
um jurtaleifum, en viðarbrandur-
inn, sem er annað afbrigði surtar-
brands, er myndaður úr trjábol-
um. I viðarbrandi eru stofnarnir
orðnir flatir vegna jarðlagafargs-
ins, en viðargerðin er samt varð-
veitt. Greining eftir viðargerðinni
hefur verið framkvæmd á viðar-
brandi frá Vestf jörðum og virðist
risafura vera algengasta tréð i
lögunum.
1 leirlögum, sem fylgja surtar-
brandinum hafa beztu gróðurleif-
arnar fundizt, trjástofnar og
blaðför, aldin og fræ, ásamt smá-
sæjum frjókornum og gróum.
Jurtaleifarnar eru einkum varð-
veittar i leir- eöa sandkenndu
vatnaseti, t.d. i Surtarbrandsgili
hjá Brjánslæk. Fyrir 14 til 15
milljón árum hefur verið vatn,
þar sem nii er Surtarbrandsgiliö