Tíminn - 21.12.1975, Síða 20

Tíminn - 21.12.1975, Síða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 21. dcsember 1975. Sunnudagur 21. dcsember 1975. TÍMINN STEINGERVINGAR ÍSLENZKUM JARÐLÖGUM Ekki er þaö ætlun min aö hafa langan formála aö þessu greinarkorni, sem á aö fjalla um steingervinga i islenzkum jarö- lögum. Uppistaöan í.þvi, sem hér fer á eftir, var flutt i tveim út- varpserindum á liönu sumri, en erindin voru þannig úr garöi gerð, aö nauösynlegt reyndist að gera á þeim nokkrar smávægilegar breytingar. Hvort þær eru til bóta skal hins vegar látið ósagt. Margir kannast vel við staðar- nöfn eins og Brjánslækur, Trölla- tunga, Þrimilsdalur, Tjörnes, Bakkabrúnir, Svinafell og Foss- vogur, og mörgum verður tiðfarið á þessa staði I sifelldri leit aö ein hverju nýju —blaðfari, kisilrunn- um trjábol eða fornri skel. En steingervingar eru ekki aðeins safngripir, þó að margir þeirra séu fallegir á að lita, þvi að þeir geta einnig gefið okkur margvis- legar upplýsingar, t.d. um aldur jarölaga, gróðurfar, dýralif ^og loftslag fyrri tima. Steingervingar eru leifar dýra og plantna, sem finnast i jarðlög- um. Mót eða för eftir trjáboli, laufblöð eða skeljar eru jafnt steingervingar og leifar liffæra, sem jarðlögin kynnu að hafa geymt. Spor eftir fugl eða annað dýr, sem varðveitzt hefur i fornu jarðlagi, er einnig steingerving- ur. Hins vegar er hvorki steinkol né olia talið til steingervinga, þó að hvort tveggja sé af lifrænum uppruna. Til þess að unnt sé að tala um steingerving verður eitt- hvað af sköpulagi eða innri bygg- ingu lifverunnar að vera varð- veitt. Harðir likamshlutar, eins og skeljar og bein, varðveitast bezt i jarðlögum. Þannig verður skilj- anlegt hvers vegna flatormar, sem ekki hafa neina harða lik- amshluta, hafa aldrei fundizt steingerðir, þó að til séu um það bil 9000 núlifandi tegundir. Oft er upprunalega efni lifverunnar al- veg horfið, en i þess staö komiö annað efni. t.d. kisill i stað viðar i viðarsteini. Nafnið steingerving- ur er aldrei meira réttnefni en þegar slikt á sér stað. Jarðlög hafa sifellt verið að myndast og molna niður, setlög hafa sezt á setlög, bergkvika hefur brotizt upp á yfirborð jarð- ar og orðiö að hrauni eða mó- bergi, jarðlagastaflar hafa um- turnazt og orðið að fellingafjöll- um. Allt þetta má lesa úr jarðlög- unum,enþóhvergi i heild, þvi rof og jarðskorpuhreyfingar hafa i sifellu truflað upphleðsluna og skapað eyður. Það er þvi nauð- synlegt að rekja og bera saman jarðlög á mörgum aðskildum svæðum til þess að fá yfirlit yfir jarðsöguna. Óumdeilanlega hafa steingerv- ingar verið eitt bezta hjálpartæki jarðfræöinga við jarðsögulegar rannsóknir, enda verður aldurs- munur jarðlaga ekki alltaf lesinn eftir skipun eða stöðu laganna sjálfra. Einkum hafa steingerv- ingar sjávardýra komið að miklu gagni, enda hafa og höfðu mörg þeirra mikla landfræðilega út- breiðslu. Ammonshorn og grap- tólitar eru ágæt dæmi um dýr, sem lifðu i öllum heimshöfum, enda voru þau sund- og svifdýr og þvi litt háð botninum. Mikil þróun hefur átt sér stað hjá plöntum og dýrum frá fyrstu tiö til okkar daga og margar teg- undir eru nú útdauðar með öllu. Einstaka ættkvislir og tegundir lifa venjulega i stuttan tima jarð- sögulega séð og þess vegna er hentugt að nota steingervinga til þess að finna aldursmun jarðlaga og rekja saman jarðmyndanir á aðskildum svæðum. Jarðsögu- taflan er til orðin á þennan hátt og við tökum eftir þvi, að nöfn stærstu timaeininganna, jarð- sögualdanna, miðast við þróun lifvera, upphafsöld, frumlifsöld, fomlifsöld, miðlifsöld og nýlifs- öld. Einkennissteingervingar ein- kenna ákveðin jarðlög og þurfa að vera algengir i þeim, en fágætir eöa helzt ekki til staðar i eldri og yngri jarðlögum. Þeir þurfa einn- ig aö hafa mikla landfræðilega út- breiðslu og vera auðþekkjanlegir öðrum en sérfræðingum. Ýmsar tölurhafa veriö uppi um aldur jarðarinnar, en elzta berg, sem enn hefur verið aldursgreint, er gneis við Godthaab á Vest- ur-Grænlandi, en það reyndist vera 4000 milljón ára gamalt. Aldur loftsteina og tunglgrjóts, á- samt fyrrnefndri aldursákvörð- un, virðist gefa til kynna að jöröin sé að minnsta kosti 4500 milljón ára gömul. Jarðsögutöflunni er skipt i ald- ir, eins og áður sagði, öldunum i timabil, tlmabilunum i tima og timunum i skeið. Gert er ráð fyrir, að upphafsöld ljúki fyrir um það bil 3000 milljón árum og frumllfsöld fyrir 600 milljón ár- um. Steingervinga fer fyrst að gæta að ráði neðst á fomlifsöld, þ.e. fyrir 600 milljón árum, og eru þar komnir fulltrúar flestra fylk- inga hryggleysingja. Fornlifsöld er talið lokið fyrir 220 milljón ár- um og þá tekur miðlifsöld við, en henni lýkur fyrir um það bil 65 milljón árum. Þá byrjar nýlifsöld og er henni skipt i tvö timabil, tertier, sem er eldra, og kvarter, en það er talið hefjast fyrir rúm- um 3 milljón árum. Tertiertima- bilinu er siðan skipt i 5 tlma, paieósen, eósen, óiíigósen, mió7 sen og pliósen, en nöfn þessi eru1 úr grisku og miðast við fjölgun núlifandi lindýrategunda i setlög- um mynduðum i sjó. Kvarter- timabilinu er á sambærilegan hátt skipt i pleistósen eða isöld og hólósen eða nútima, en hann er talinn byrja fyrir 10.000 árum. Steingervingar i islenzk- um tertierlögum Jarðfræðilega séð er Island ungt land, enda allt myndað á ný- lifsöld. Elzta jarðmyndun lands- ins er blágrýtismyndunin, sem er hluti af stóru blágrýtissvæði, er myndaöist við mikil eldsumbrot á Norður-Atlantshafinu á tertier. Islenzka blágrýtismyndunin nær aðallega yfir tvö svæöi, annars vegar Vestur- og Norðurland frá Hvalfirði til Bárðardals, og hins vegar Austurland frá Þistilfirði til Skeiðarársands. Samkvæmt jarðlagahallanum mun elzta berg á landinu vera við norðanvert Isafjarðardjúp, i Borgarnesi, i Fjörðum og i Gerpi. Lögunum hallar inn að miðju landsins og við finnum sifellt yngra berg i átt að gosbeltunum. Löngum var álitið, að blágrýtið á tslandi væri af sama aldri og blágrýtismyndanirnar á Vestur- og Austur-Grænlandi, i Færeyj- um, á Skotlandi og Irlandi. Rann- sóknir sfðari árabenda hinsvegar til þess að svo sé ekki. Kali-argon-aldursákvarðanir á hraunum sýna, að blágrýtið á Austur-Grænlandi og i Færeyjum er um 60 milljón ára gámalt, en islenzka blágrýtið ekki eldra en 20 miiljón ára. Blágrýtismyndunin islenzka er að mestu leyti gerð úr hraunlög- um, einkum blágrýti, eins og nafnið gefur til kynna. Meginhlut- inn hefur hlaðizt upp i sprungu- gosum, en einnig hefur gosið tals- vert i eldkeilum og dy ngjum. Eld- stöðvarnar sjálfar eru sjaldan varðveittar, en aðfærsluæðar þeirra eru vel þekktar sem basaltgangar, er skerast i gegn- um lögin. Á milli hraunlaganna eru vfða misþykk millilög úr seti og gosmöl. Sum þessara laga eru vatna- og árset að uppruna, en rauöleit sand- eða leirlög úr eld- fjallaösku og gjaili virðast þó algengust. I þeim síðarnefndu er viða talsvart af koluðum plöntum og er þvi' hugsanlegt, að hér sé á stundum um fornan jarðveg að ræöa. Efnaveðrun hefur losað um járn, sem litar lögin rauð, en slik veðrun getur aðeins átt sér stað i röku loftslagi og hiýrra en nú er hérá landi. Á nokkrum stöðum er rauði liturinn þannig til kominn, aö glóandi hraun hafa rauðbrennt efsta hluta undirlagsins. Eins og þegar hefur verið gefið i skyn, á þessi skýring ekki viö nema um hluta af rauðu millilögunum, t.d. er við Óshliðarveg, milli Bolung- arvikur og Hnifsdals, margra metra þykkt rautt millilag og er fráleitt, að hitaáhrif hraunsins, sem iagðist ofan á það, hafi ein átt þátt í að lita það rautt. Millilögin i islenzku blágrýtis- mynduninni er að mörgu leyti mjög merkileg, m.a. vegna þess að viða i þeim finnast leifar plantna og jafnvel dýra, sem lifðu hér á landi fyrir meira en 3 milljón árum, þ.e. á t'ertiertima- bilinu. Sumar leifarnar eru svo vel varðveittar að greina má þær til ættkvisla eða jafnvel tegunda og hafa rannsóknir á þessum leif- um gefið margvislegar upplýs- ingar um loftslag, gróðurfar og jafnvel dýralif hér á landi á myndunartima blágrýtislaganna. Vfkjum nú að þeim steingerv- ingum, sem fundizt hafa i is- lenzku blágrýtismynduninni, þvi að þeir hafa frá ýmsu að segja. Tek ég þá fyrst plöntuleif- ar, siðan ferskvatns- og landdýr og að lokum verður minnst á sæ- dýraleifar i Tjörneslögunum (sbr. næsta kafla). Plöntusteingervingar eru bezt varðveittir i millilögum blá- grýtismyndunarinnar á Vest- fjörðum og eru helztu fundarstað- irnir i Þórishliðarfjalli i Selárdal, i Surtarbrandsgili við Brjánslæk, við Tröllatungu og Húsavikur- kleif i Steingrimsfirði og I Mó- kollsdal i Kollafirði i Stranda- sýslu. Vel varðveitt blaðför hafa einnig fundizt i millilögum sums __ staðar f Borgarfirði, t.d. kringum ■' Hreðavatn og.við Stafholt. Enn- fremur hafa fundizt allvel varð- veitt blaðför i Selárgili fyrir ofan Illugastaði i Fnjóskadal. Litið hefur fundizt af vel varðveittum gróðurmenjum i blágrýtismynd- uninni á Austurlandi og ákvarð- anleg blaðför, aldin eða fræ hafa ekki fundizt þar. Áður en við ræðum frekar um plöntuleifar i millilögum skulúm við aðeins staldra við sjálf hraun- lögin, þvi að þau geyma einnig menjar um þann gróður, sem klæddi landið á tertier, og þegar betur er að gáð eru slikar menjar alls ekki eins sjaldgæfar og halda mætti. Af slikum menjum eru holur eftir trjáboli og greinar al- gengastar, en hvergi eru þær jafn greinilegar og i Kotagili i Skaga- firði. Stundum má sjá far eftir börkinn á holuveggjunum, eink- um þar sem börkurinn hefur sprungið og kvika troðizt inn i sprungurnar, sem oft mynda rétt- hyrnt net. Glóandi hraun hefur þá runnið yfir skóginn og trén hafa kolazt án þess að brenna strax, enda eru holur þessar aðallega neðst i hraunlögum, þar sem litið súrefni hefur komizt að til þess að viðhalda bruna. Siðan eyðast trén og er þá tvennt til, að eftir standi holan eða hraun treðst inn i rörið og myndar hraunafsteypu af trjábolnum. Slikar afsteypur eru nú þekktar frá Húsavikurkleif i Steingrims- firði og I Óslandi i Hornafirði. Einum möguleika má ekki gleyma, hart efni eins og kisill getur sezt i tréð áður en það eyð- ist. Þá varðveitist formið ó- skemmt og má t.d. oft telja ár- hringi i kisilrunnum stofnum en allmikið virðist af þeim hér á landi i hraunlögum blágrýtis- myndunarinnar. I millilögum er viða surtar- brandur, en hann er upphaflega mór, sem hefur kolazt. Venjulega eru surtarbrandslögin heldur þunn, sjaldan meira en einn met- ri á þykkt. Steinbrandur er lag- skiptur og myndaður úr smágerð- um jurtaleifum, en viðarbrandur- inn, sem er annað afbrigði surtar- brands, er myndaður úr trjábol- um. I viðarbrandi eru stofnarnir orðnir flatir vegna jarðlagafargs- ins, en viðargerðin er samt varð- veitt. Greining eftir viðargerðinni hefur verið framkvæmd á viðar- brandi frá Vestfjörðum og virðist risafura vera algengasta tréð i lögunum. I leirlögum, sem fylgja surtar- brandinum hafa beztu gróðurleif- arnar fundizt, trjástofnar og blaöför, aldin og fræ, ásamt smá- sæjum frjókornum og gróum. Jurtaleifarnar eru einkum varð- veittar i leir- eöa sandkenndu vatnaseti, t.d. i Surtarbrandsgili hjá Brjánslæk. Fyrir 14 til 15 milljón árum hefur verið vatn, þar sem nú er Surtarbrandsgilið Ctbr.eifisla jarfimyndana I berggrunni Islands: 1) blágrýtismyndun frá tertfer: 2) Isaldarlög eldri en 700.000/á‘ra (grágrýtismyndun): 3) fsaldarlög yngri en 700.000ára (móbergsmyndun). hjá Brjánslæk, Jurtaleifar bárust út i vatnið og féllu til botns og grófust I botnleöjuna. I vatninu liföu örsmáir kisilþörungar. Vafalaust hafa margir veitt þvi athygli, að flögur úr gilinu eru hvitar á annarri hliðinni, en svartar á hinni. Eggert Ólafsson tók eftir þessu og gat um það 1772, að svo væri sem finkomótt eld- fjallaaska hefði fallið á blöðin. Siðar hefur komið i ljós, að hvita skorpan er samsett úr örsmáum kisilþörungaskeljum. Þær sitja á blöðunum og reyndar öllum stærri flötum, en að sjálfsögðu hafa þær lika fallið ofan: á setið á milli, en blandast saman við það | tiltölulega fljótlega. Að lokum hefur vatnið við Brjánslæk grafizt undir hrauni, enda má sjá brota- berg og stuðlað blágrýti ofan á setinu, þar sem kvikan hefur storknað hraðar og sprungið upp, þegar hún rann út I vatnið. Við Tröllatungu hefur einnig verið vatn einhvern tima seint á tertier og jurtaleifar boriztút I það. Hluti af þessu vatni hefur grafizt i miklu vikurgosi I nágrenninu. I Þrimilsdal upp af Hreðavatni hefur verið svo mikið af kisilþör- ungum i vatninu, sem jurtaleif- arnar bárust út i, fyrir um það bil 7 milljón árum, að setið er hvitt á litinn. Þess er enginn kostur hér að nefna alla þá plöntusteingerv- inga, sem hafa verið ákvarðaðir úr millilögum blágrýtismyndun- arinnar, þ.e. úr islenzkum jarð- lögum eldri en 3 milljón ára, en tala ættkvisla er þegar orðin yfir 50. Mest ber á laufblöðum, en einnig er allmikið af barrtrjám. Sennilega hefur landið verið vax- ið barrskógi með laufskógaflák- um inn á milli. Frjórannsóknir og greining viðarbrands virðist benda til þess. Af barrtrjám hafa m.a. fundizt: fura, greni, þinur, lerki, fenjatré og risafura. Af lauftrjám hafa m.a. fundizt: elri, birki, viðir, ösp,hesliviður, beyki, humlabéyki, hlynur, eik, álmur, platantré, vænghikkoria, hikkoria, vinviöur, kastania, kristþyrnir, valhnot, túlipantré, magnólia, lárviður og Sassafras, en þaö er af lárviðarætt. Þessar plöntur virðast skyldastar núlif- andi plöntusamfélagi i laufskóga- beltinu i austurhluta Bandarikj- anna, frá New York fylki og suður til Mexlkóflóa. Þessi ameriski laufskógur er leifar af skógi, sem óx á tertiertimabilinu miklu norð- ar á noröurhveli en nú. Skógur þessi var Utbreiddur umhverfis allt pólsvæðiö, en nú finnast leifar hans f austanverðum Bandarikj- unum, á afmörkuðum svíeðum á vesturströnd Bandarikjanna, i Litlu-Asiu og i Austur-Asiu. Sundrun hans á fyrst og fremst rætur sinar að rekja til isaldar- innar, sem olli þvi, að plönturnar neyddust til þess að flytjast suður á bóginn og sumar þeirra áttu ekki afturkvæmt til fyrri vaxtar- staða, t.d. Islands. Út frá samanburði við loftslag i bandariska laufskógabeltinu virðist mega draga nokkrar á- lyktanir um loftslag á Islandi á tertier. Meðalhili kaldasta mán- aðarins hefur trúlega verið meiri en 0 gráður Celsius og meðalhiti hlýjasta mánaðarins hefur tæp- lega verið undir 15 gráður Celsfus. Meðalhiti ársins gæti hafa verið 9—10 gráður Celsius. Ekki er gott að segja til um úr- komumagn, en úrkoman hefur sennilega verið nokkuð jöfn ailt árið. Til samanburðar skal jjess getið hér, að meðalsumarhiti var i Sty kkishólmi árin 1931—1960 rétt rúmlega 9 gráður Celsius og vetr- armeðalhiti 4-0,3gráður Celsius. Steingervingar ferskvatnsdýra og landdýra hafa sjaldan fundizt hér á landi, enda geymast dýra- leifar heldur illa i jarðlögum á kalksnauðum blágrýtissvæðun- um og leysast fljótlega upp. Af ferskvatnsdýrum hafa fundizt smásæ svipudýr og örsmáar stoð- nálar úr svampdýrum innan um plöntuleifarnar i Surtarbrands- gilinu við Brjánslæk. Vatnaflær hafa fundizt i setinu i Mókollsdal og sennilega einnig i Langavatns- dal. Þá skal hér getið nýs fundar, sem virðist mjög merkilegur. I Selárgili fyrir ofan Illugastaði i Fnjóskadal hefur Oddur Sigurðs- son, jarðfræðingur, nýlega fundið setafsteypur af samlokum, sem sennilega eru ferskvatnstegund- ir. Mikið er um plöntuleifar i set- inu og kisilþörungar, sem i þvi eru, virðast hafa lifað i fersku vatni, en ekki söltu. Samlokurnar hafa ekki verið ákvarðaðar enn- þá, svo að öruggt sé, en eitt er vist, ferskvatnssamlokur hafa ekki fundizt annars staðar i milli- lögum á Islandi. Leifar landdýra eru sjaldgæf- ar i jarðlögum á Islandi. Þó hefur verið getið um bjöllutegund eina úr lögunum i Surtarbrandsgili við Brjánslæk og skjaldlýs á bjöllu- lyngsblöðum úr lögunum við Tröllatungu. Hvort tveggja er þó mjög óáreiðanlegt, en endurskoð- un hefur ekki reynzt möguleg, þar sem eintökin virðast týnd. I Mó- kollsdal hafa hins vegar nýlega fundizt skordýr og eru sum þeirra svo vel varðveitt, að jafnvel teg- undagreining er gerleg. Hér er bæði um að ræöa hármý og blað- lús. Blaðlúsin tilheyrir tegundinni Longistigma caryae — stóru hikkóriblaðlúsinni — en hún finnst nú lifandi i áðurnefndu laufskógabelti i austurhluta Bandarikjanna. Fundur þessara blaðlúsateg- undar i islenzkum tertierlögum er að mögu leyti mjög merkilegur. 1 fyrsta lagi er hér um að ræða elzta eintak núlifandi blaðlúsar tegundar, en lögin i Mókollsdal eru sennilega um það bil 7 milljón ára gömul. I öðru lagi er hér fundin ein stærsta blaðlús, sem þekkt er, en framvængirnir eru 8—9 mm langir. I þriðja lagi er tegundin athyglisverð vegna þess að hún hefur þá sérstöðu innan ættar sinnar að lifa á margs kon- ar lauftrjám: beyki, hikkoriu, kastaniu, eik, hlyn, ösp og mjað- arlyngi, svo að eitthvað sé nefnt. Þar sem nokkrar þeirra plantna, sem blaðlúsin lifir á, finnast i setlögunum i Mókolls- dal, þ.e. hlynur, beyki og væng- Ilraunafsteypa af tré f Húsavfkurkleif I Steingrfmsfirfii. 21 Far eftir hlynblafi úr setlögunum i Surtarbrandsgili hjá Brjánslæk. Blafifarifi er hvitt aö sjá, enda þakifi þunnu lagi af kisiiþörungaskeljum. hikkoria, er sennilegt, að sam- bandið milli plöntu og blaölúsar hafi verið það sama á tertier- timabilinu i Mókollsdal og það er i dag i austurhluta Bandarikj- anna. A það hefur verið bent, að is- lenzkar tertierplöntur virðast skyldastar plöntum i laufskóga- beltinu i austurhluta Bandarikj- anna. Blaðlúsin virðist ennfrem- ur gefa til kynna fánuskyldleika milli þessara svæða. Það er þvi sennilegt, að einhvers konar landsamband hafi verið yfir Atlantshafið á þessum tima og blöndun átt sér stað á flóru og fánu Norður-Ameriku og Islands, eða nánar tiltekið milli Islands og nyrðri hluta Norður-Ameriku, þar sem skógurinn óx á tertier- timabilinu. Tjörneslögin A Tjörnesi eru þrjár aðalset- syrpur: elztogsyðst eru Tjörnes- lögin sjálf, þá koma Furuvikur- lögin og yngst eru Breiðavikur- lögin. I syrpum þessum skiptist á árset, vatnaset, hraunlög, jökul- berg og sjávarset, en sjávarset frá tertier þekkjum við ekki ann- ars staðar á Islandi. Tjörneslögin, elztu syrpuna á Tjörnesi, má rekja um 6 km leið i sjávarbökkunum frá Köldukvisl til Höskuldsvikur á vestanverðu nesinu. Lögunum hallar allt að þvi 10 gráður i NV, en þau eru viða sprungin og sprunguveggir hafa hér og þar gengið til, svo að ekki er auðvelt að segja með ná- kvæmni um heildarþykkt lag- anna. Þó hefur mönnum reiknazt til, að hún sé um 500 m. Tjörnes- lögunum er skipt i þrjár deildir og hefur hver deild sina einkenpis- skel. Tvær neðstu deildirnar eru taldar til tertiers, en sú efsta til kvartertimabilsins, sem spannar siðustu þrjár ármilljónir. Neðst og eizt eru Báruskelja- lögin, en þau eru kennd við sam- lokutegund eina Tapes aureus, sem nú lifir ekki norðar en i Norðursjó. Miðdeild laganna. Tigulskeljalögin, eru kennd við tigulskeljategund eina, Mactra arcuata.sem nú er útdauð. 1 báð- um þessum tertieru deildum Tjörneslaganna skiptast á sjávarset, myndað á grunnsævi. og surtarbrandur. Svæðið hefur þvi ýmist verið ofan eða neðan sjávarmáls á myndunartiman- um. Lindýrategundirnar, sem fundizt hafa i Báru- og Tigul- skeljalögunum, eru flestar þekkt- ar úr álika gömlum og jafnvel eldri jarðlögum annars staðar við Atlantshaf. Hins vegar lifa marg- ar þeirra nú eingöngu i talsvert hiýrri sjó en nú er hér við land. t.d. ekki norðar en i Norðursjó. Sjávarhiti hefur þvi trúlega verið allt að þvi 5 gráður Celsius hærri. þegar lögin mynduðust, en nú er; Frjórannsóknir, sem gerðar hafa verið á surtarbrandi úr Tigul- skeljaiögunum, benda til þess. að loftslag hafi verið mun mildara en nú er, en hinu er ekki að neita. að margar kulvisar tegundir, sem eru þekktar úr eldri tertierlögum á tslandi, virðast horfnar. Tilvist kristþyrnis bendir þó til þess. að meðalhiti kaldasta mánaðarins I'ramhald á bls. 28 Blafilnsin úr tertieru millilöguuuni I Mókollsdal i Strandasýslu

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.