Tíminn - 21.12.1975, Blaðsíða 13
Sunnudagur 21. desember 1975.
TÍMINN
13
Athvarfið bezta hjá ektamakan-
um.
m >
Þvotta-
birnir
s
I
Sædýra-
safnið
BH-Reykjavik. — Þvottabirnir
eru komnir i Sædýrasafnið i
Hafnarfirði. Karl og kerling, ekki
ýkja stórvaxin og fremur mein-
leysisieg, þrátt fyrir „bófa-
grimurnar” um augun, sem ein-
kenna þessi gæfu og skemmtilegu
dýr.
Þegar okkur Timamenn bar að
garði i gær, hnipruðu þvottabirn-
irnir sig saman úti i horni og virtu
okkur fyrir sér af mikilli tor-
tryggni. Þau hjúfruðu sig hvort
upp að öðru, karldýrið talsvert
stærra, og fengust ekki til að yfir-
gefa öryggi hornsins, þrátt fyrir
girnilegustu brauðbita, sem
freistuðu þeirra úti á miðju gólfi
búrsins.
Þvottabirnirnir verða til húsa
við hliðina á ljónabúrinu, og njóta
þar nágrennis sjimpansanna.
Vonandi leiðistþeim ekki f návist
þeirra æringja.
»---------------------->
Það vekur jafnan athygli, þegar
island eignast nýja rikisborgara.
— Timamyndir: Gunnar
Gulag-
eyjarnar
— I. bindi, eftir
A. Solsjenitsyn
komið út á
íslenzku
GULAG-EYJARNAR 1918-1956
eftir Alexander Solsjenitsyn,
fyrsta bindi, er komið út i þýðingu
Eyvindar Erlendssonar og Ás-
geirs Ingólfssonar úr rússnesku.
Útgefandi er Siglufjarðarprent-
smiðja hf.
Um bók sina segir höfundur
m.a.: ,,I bók þessari finnast
hvorki imyndaðar persónur né
tilbúnir atburðir. Fólk og staðir
er nefnt réttum nöfnum. Séu nöfn
skammstöfuð, eru til þess eigin
ástæður. Séu þau alls ekki nefnd,
er það vegna þess að nöfn falla úr
minni, — en allt var það einmitt
svona. Með kvöl i hjarta hef ég
geymt handrit þessarar bókar um
árabil: Skyldan við þá lifandi var
þyngri á metunum en skyldan við
þá látnu. En nú, (sept. 1973) þeg-
ar handritið hefur fallið i hendur
öryggislögreglunni, á ég ekki
annarra kosta völ, en að koma
bókinni fyrir sjónir almennings.”
Sovézki rithöfundurinn og
sagnfræðingurinn Roy Medvedev
skrifar: „Enginn þeirra, sem
komst lifs af úr hinu hræðilega
eyjahafi fangabúða og fangelsa
Stalinstimans, er sami maður á
eftir. Og ég held, að þeir verði
ekki margir, sem geta staðið upp
að loknum lestri GULAG-eyj-
anna, og verið hinir sömu og við
upphaf lesturs bókarinnar. Þess
vegna get ég ekki komið auga á
neina bók, hvorki i rússneskum
bókmenntum né heimsbók-
menntunum sem er sambærileg
við þessa bók Solsjenit&yns....”