Tíminn - 21.03.1976, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.03.1976, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 21. marz 1976 FÁEIN ORÐ TIL HÁKONAR BJARNASONAR SKÓGRÆKTARSTJÓRA Þriöjudaginn 3. febrúar siðast liðinn fluttir þú erindi i hljóðvarp- ið, þar sem þú gerðir gróöureyö- ingu að umræöuefni. Þar taldir þú, aö gróið land hefði minnkað um aö minnsta kosti helming að flátarmáli siðan á landnámsöld, og eftirtekjan þó til muna meiri. Nú værieftirtekjan af gróna land- inu ekki nema sem svaraði 1/5 hluta þess, sem hún var á land- námsöld. Taldir þú sauðkindinni að miklu leyti um aö kenna, hvernig gróðurfari lands okkar hefði hrakað. Þetta getur allt verið satt og rétt, þvi ég hef ekki hugmynd um það. Og með fullri virðingu fyrir þér, Hákon Bjarnason, álít ég, að þú hafir ekki hugmynd um það heldur. Ég held, að enginn núlif- andi maður viti, hvernlg landið leit út þegar forfeður okkar komu hingaö fyrst. Enginn maður veit einu sinni með vissu, hvort i fornsögum okkar stendur, að landið hafi ver- ið viði eða viði vaxiö á milli fjalls og fjöru. Þótt þar standi, að það hafi veriö viði vaxið, þá veit eng- inn nú, hvaða merkingu forn- menn lögðu I orðið viður. Sumir nú á dögum kalla t.d. fjalldrap- ann við, og hafi mikill hluti gróðurlendis landsins verið vax- inn fjalldrapa, þá telja sumir hannheldurlélegabeitarjurt, yfir sumartimann að minnsta kosti. Svoereitt enn. Margir fræðimenn draga I efa sannleiksgildi Islend- ingasagnanna. Ef eitthvað er bringlað I þeim, þá gat frásögnin af gróðurfari landsins á land- námsöld bringlazt eins og annað. Annars ætlaði ég ekki að ræða þetta við þig, heldur segja þér frá reynslu minni af sauðfjárbeit á gróið og ógróið land. Fyrst ætla ég þó að segja þér frá ferð, sem ég fór i.Kverkfjöll og Hvannalindir, fyrir fáum ár- um. Þá var ég nýbúinn að lesa Sögu Fjalla-Eyvindar eftir Guð- mund Guömundsson. Þar segir, að Mývetningar hafi komið i Hvannalindir 1880 og talið þár næga haga sumarlangt fyrir 200 fjár. Segir einn þeirra, Jón Stefánsson, að hann hafi ekki séð annað eins engi. Ég átti von á að sjá þarna við- lent og þroskamikið gróðurlendi, en mér brá heldur en ekki i brún, að sjá þessa bletti meðfram Lindaánni, litla og með svo veik- byggðum gróðri, að ef tjaldað er þarna á grasinu, þótt ekki sé nema eina nótt, deyr gróðurinn gjörsamlega, ogsvart flag veröur eftir. Sá ég nokkur merki þess þarna. Ég tel, að nú myndi ekki nokkur maður, sem umgengizt hefur sauðfé, telja að I Hvanna- lindum væri nægur hagi sumar- langt fyrir 20 fjár, hvað þá 200, svo virðist mér gróðurinn þarna hafa minnkað frá 1880. Hér er ekki sauðfénu um að kenna, þvi þangaö kemur engin kind. í þessari ferð komum við I svo- nefndan Arnardal, sem er æði- langt sunnan við Möðrudal. Þar er viðáttumikiö gróið land, en heldur sýndist mér gróðurinn þroskalitill og veikbyggður. Það vakti athygli mina, að skammt frá gangnamannaskýli, sem þarna er, var ofurlitiö giröingar- hólf með dökkgrænu kafgrasi. Ég hélt, að þetta væri einhver til- raunareitur. Helzt datt mér i hug, að hér væri verið að athuga, hvaða áhrif algjör friðun hefði á gróöurinn. Þó fannst mér ein- kennilegt, að hlið, sem var á þessu girðingarhólfi, stóð opið. Datt mér helzt i hug, að grindin heföi fokið úr þvi, og hugsaði ekki meira um þaö. A heimleiðinni komum við i Möðrudal. Af tilviljun átti ég tal við heimamann þar. Datt mér þá allt i einu I hug að spyrja hann um, hvers konar tilraunareitur væri þarna frammi i Amardal. Fyrst vissi maðurinn ekkert, hvað ég var að fara, og sagöist ekki vita um neinn tilraunareit þar fremra. Þegar ég sagði hon- um, að ég ætti við girðinguna hjá gangnamannaskýlinu, áttaði hann sig strax og sagði, að þarna væri hýst fé og hestar i öllum leit- um á haustin. Af þessu getur hver sem vill dregið sinar ályktanir. Þá sný ég mér að sauöfjár- og hrossabeit hér i Sigluvlk á Sval- barðsströnd. Þegar ég kom hingað árið 1944, var allstór girðing neðan vegar, og náði hún frá Sigluvikurtúni að túni Litla-Hvamms sem er næsti bær við Sigluvik að sunnan. Meginhluti landsins innan þess- arar giröingar var flagmóar með bláberja- og krækjuberjalyngi i lautum á milli þúfna og grastodd- um hér og þar, en ofan brattar brekkur með melum og flagmó- um á milli. Var þetta land búið að vera alfriðaöi 15til 20 ár, en hafði ekkert groið upp. Upp úr 1950 var ég búinn að rækta allt, sem rækt- anlegt var innan þessarar girð- ingar.Fórégþá aðbeita túnið, og hef haldiö þvi áfram siðan fyrst meö sláturlömbum á haustin, þá ánum meöan hægt er, slöan ganga hross á þessu landi siðari hluta vetrar og að lokum beiti ég lambám þarna á vorin frá þvi snemma i mal og þar til um miðj- an júni. Fyrstu árin, sem ég var hér var féð innan við 100 á fóðr- um, en nú er það um 300 og búið að vera það I æðimörg ár. Fljótlega eftir að ég fór að beita fénu I áðurnefnt hólf, tók ég eftir HOTEL — VEITINGAHÚS t nágrenni Reykjavikur er hótel og veitingahús i fullum rekstri til sölu. Mjög arðbær rekstur fyrir fjölskyldu eða tvo samhenta aðila. Þeir sem áhuga hafa fyrir kaupum þessum leggi nafn og heimilisfang sitt inn á afgreiðslu blaðsins merkt: Hótel og Veitingahús fyrir 30. þ.m. ski-doOMP ine 1976 FRÁ BOMBARDIER í KANADA Þáer hann loksins kominn stærsti og sterkasti sleðinn i flotanum. 65 hestafla vél tvö 15" belti eitt skiði eða framhjól Tilvalinn fyrir björgunarsveitir og sem vinnutæki. Gísli Jónsson & Co. hf. Sundaborg — Klettagörðum 11 — Simi 86644 þvl að holtin fóru að gróa upp og nú er svo komið að þau eru öll með kafgrasi seinnipart sumars og I melana er lika kominn gróð- ur, þó að það gangi hægar en með holtin, hins vegar er allt lyng horfið. Nokkru eftir að ég kom hingað I Sigluvik tók ég lakasta hlutann af áðurnefndu landssvæði og girti það af handa hestum. Fyrsta sumarið hafði ég þar 3 hesta frá júlibyrjun þar til um miöjan ágúst, en þá varð ég að taka þá úr girðingunni þvi ég sá ekki betur en þeir stæðu I sveltu. Siðastliöið sumar hafði ég I girðingunni 7 hesta frá um miðjan :maí þar tii um miðjan september og auk þess 12 trippi um hálfsmánaðar tima. Nægur hagi var þó eftir i girðingunni. Arið 1948 girti ég ca. 2 hektara lands og gróðursetti þar trjá- plöntur á næstu árum. Hluti þess- arar landsspildu voru flagmóar, en auk þess graslágir, og smá- melar. Þrátt fyrir algjöra friöun þess a lands i nær 30 ár get ég ekki séð að það hafi gróið neitt upp. Þar sem graslendi var er nú þykkur sinuþófi, en flagmóarnir og melarnir eru nákvæmlega eins og þeir voru, þegar ég girti land- ið. Ég hef aldrei borið neinn áburð á þetta land, og veit ég að þess er einmitt þörf. Mitt álit er, að friðun og sáning 1 örfoka land nái ekki tilætluöum árangri, nema áburðargjöf fylgi i kjölfarið. Það nægir ekki að bera einu sinni á, heldur þarf að halda þviáfram meðeins til þriggja ára millibili, annars visnar gróöurinn og deyr með tlmanum. Að lokum ætla ég að minnast á afréttarlönd okkar Svalbarðs- ströndunga, en þau eru I vestan- verðri Vaðlaheiði eins og mörg- um er kunnugt. Ég hef um æðimörg afréttar- lönd farið, en hvergi séö i nálægt þvi eins margt fé á ekki stærra svæði og hér er um að ræða. Þetta er samdóma álit allra, sem ég hef talað við, og þeir eru orðnir margir. Þrátt fyrir þetta kemur ekki lakara, heldur jafnvel vænna fé af þessari afrétt en úr öðrum sveitum til Kaupfélags Sval- barðseyrar. Tii viðmiðunar er þó fé sem gengiö hefur á öörum af- réttum Þingeyjarsýslu, og eru þær alls ekki eins þétt setnar. Þrátt fyrir þessa miklu sumar- beit i Vaðlaheiði virðist mér gróðri landsins slður en svo hafa hnignað. Fyrir um það bil 20 ár- um áttu Svalbarðsströndungar fjölda fjár I réttum I næstu sveit- um. Núkomaþar ekki nema örfá- ar kindur. Aftur á móti fjölgar stöðugt þvi fé, sem aðrar sveitir eiga hér. Þrátt fyrir þessa fjölgun fjár I landinu — og að búið er að taka stór svæði til ræktunar af bezta bithaganum, virðist féð vera sizt lakara nú en undanfarin ár, t.d. hafði einn bóndi hér næst- um 20 kg. meðalvigt siðastl. haust, og hefur þó að heita má hverja á tvílembda. Margir hafa spurt mig I hverju það liggi, að Svalbarðsströndung- ar hafi svo vænt sláturfé, sem raun ber vitni um, þrátt fyrir þessi miklu landþrengsli. Finnst mörgum þetta ljótara sauðland en sums staöar annars staðar, þar sem fé verður ekki eins vænt. Ég hef litlu getað svarað öðru en þvl, aö sennilega sanni þetta kenningu Benedikts frá Hofteigi, en hann segir einhvers staöar eitthvað á þessa leið: „Eftir þvi sem fleira búfé er I landinu verð- ur landið betra”. Þaö getur vel veriö aö sauöfé eyðileggi gróður og valdi upp- blæstri einhvers staðar á landinu um þaðget égekkertsagt, þó mér viröistþað ekki gera þaö, þar sem ég þekki til. En það er annar skaðvaldur gróðurs, sem benda má á. A ég þar við andvaralaustferöafólk og þó sérstaklega bilana. Maður sér varla svolyng- eða grasbrekku að fleiri eða færri hjólför séu ekki i henni. Þarna hafa bilarnir verið látnir spóla þar til allur gróður er dauður I hjólförunum. Svo kemur uppblásturinn I kjölfarið. Skrifað I febrúar 1976, Valdimar Kristjánsson’, Sigluvik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.