Tíminn - 21.03.1976, Blaðsíða 33

Tíminn - 21.03.1976, Blaðsíða 33
Sunnudagur 21. marz 1976 TÍMINN 33 fyrir þau komið. Að siðustu sagði hann frá þessari fyrirhuguðu ferð þvert yfir Afriku. Hann bað svo frænda sinn að reyna einhvern veginn að útvega þeim far frá Sansibar til Hawaii. — Songo fór með bréfið i pósthúsið. Þetta kvöld fengu þau Árni og Berit sina fyrstu kvnnineu af hitabeltis- nóttinni. Á minútunni kl. 18 — það er kl. 6 siðdegis — varð sólarlag, og að liðnum örfáum minútum var skollið yfir svarta- myrkur. Hinar mildu, löngu rökkurstundir þekkjast ekki i hitabelt- inu og eins er um birt- inguna. Þar skiptist á skær og bjartur dagur og niðdimm nótt. Nú var þá komin nótt, niðdimm nótt. Songo út- vegaði systkinunum kvöldmat. Þau fengu brauð og smjör, banana og alls konar ávexti, sem þau höfðu aldrei bragðað áður, og auk þess te. (Mjólk var ekki hægt að fá i Matadi og það sýndi sig siðar, að litið var um hana i þess- um Kongolöndum). Systkinin voru svo þreytt eftir allt, sem þau höfðu gegnum gengið þennan dag i Matadi, að þau lögðust strax til hvildar, er þau höfðu matazt, en þeim gekk illa að sofna. Matadi, sem nú er allstór borg, var árið 1912 aðeins litið kauptún i skógarjaðri á bakka Kongofljóts. — Hinn villti frumskógur lá á þrjá vegu að borg- inni og meðfram henni i norðurátt streymdi fram hið breiða, mikla fljót á leið til hafsins. Nú, þegar nóttin féll yfir niðdimm, vaknaði allt til lifsins i frumskóginum. Það skilur enginn, sem aldrei hefur átt nótt i nágrenni hitabeltis- skóganna, hversu und- arlega hljóma hinar margþættu raddir skóg- arins eiga, sem á hverri nóttu mynda hinn mikla hljómleik frumskóg- anna. Árni og Berit höfðu fengið tvö samliggjandi herbergi. Hitinn var óþolandi. Songo hafði sagt þeim, að strax og þau hefðu afklæðzt, skyldu þau smeygja sér undir flugnanetið, sem hann hafði strengt yfir rúmin, og festa netin vel undir dýnuna, annars skriðu alls konar skor- dýr upp i rúmið með þeim. Nú lágu þau þarna, hvort i sinu rúmi undir netinu og störðu út i myrkrið. Og þótt myrkr- ið væri biksvart, var þar margt að sjá. Fyrst og fremst voru það eldflugurnar. Þessi litlu sjálflýsandi skor- dýr sveimuðu um her- bergin eins og smáblys. tJr hverju horni lýsti eins og maurildi af alls konar skorkvikindum, sem skriðu úr fylgsnum sinum, þegar myrkrið féll yfir. Það var eins og hvisl og suð og kurr úr hverju homi. Inn um opna gluggana barst hávaðinn úr skóginum. Þar lét hæst i öpunum og páfagaukunum, og frá fljótinu heyrðist gargið i hegranum og fleiri vað- fuglum, sem héldu sig i sefinu við fljótsbakkann og skræktu ámátlega. öðm hverju hljóðnaði allt og systkinin stirðn- uðu upp af hræðslu, er eitthvert af hinum stóru rándýrum skögarins rak upp sitt hræðilega öskur. Oft fannst þeim það svo nærri, að þau héldu, að rándýrin væru að læðast undir gluggunum. Já, nú voru þau i hita- beltinu, en þó aðeins i jaðri þessa mikla meg- inlands, sem þau ætluðu að fara að ferðast i gegnum. Hvernig skyldi ferðin ganga. Þau höfðu sannarlega breytt stefnu. 1 stað þess að fara i vesturátt yfir At- lantshafið til Ameriku, ætluðu þau nú i austur- átt yfir Afriku. — Berit ógnaði þetta ferðalag. — En svefninn og þreytan fékk loks yfirhöndina. Hin ókunnu hljóð skóg- arins héldu ekki lengur vöku fyrir henni. Hún leið inn á land draum- anna, og þar var allt svo milt og blitt. Hún heyrði rislið i læknum við selið heima i Noregi. Hafur- inn jarmaði og bjöllu- kýrin, hún Skrauta, baulaði, og mamma stóð i dyrum selkofans og kallaði til hennar. — Berit brosti blitt i svefn- inum. Kaupið bílmerki Landverndar ÍVeriurnK Í889róður) ^JandfQj^f Til sölu hjá ESSO og SHELL benslnafgrelðslum og skrifstotu Landverndar Skólavörðustíg 25 Ml«^11111119ll Samvinnulrygginga er: Trygging á innbúi gegn tjóni af völdum eldsvoða og margra annarra skaðvalda. Ábyrgðartrygging Bætur greiðast fyrir tjón, sem einhver úr fjölskyldunni veldur öðru fólki, sbr. nánari skilgreiningar í skilmálum tryggingarinnar. Örorku og/eða dánartrygging heimilisfólks við heimilisstörf. SAMVINNli rKYGGINr.AR GT. ÁRMÚLA3- SÍMI 38500 SAMVINNUTRYGGINGAR ERU GAGNKVÆMT TRYGGINGAFÉLAG. ■(: :gg x&i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.