Tíminn - 21.03.1976, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.03.1976, Blaðsíða 5
Suiiimdagur 21. niarz li)76 TÍMINN 5 Skipafloti mun hylla Bandaríkin á sjálfstæðisafmæli þeirra Freigáturnar munu liðast upp eftir Hudson ánni, kyrrlátar og tigulegar eins og svipir liðinna alda. Háreistar með snjóhvit segl og blaktandi fána. I kjölfar þeirra kemur svo afar mikill skipafloti, sem i verða seglskip af öllum gerðum og stærðum, herskip frá mörgum löndum og yfir 5000 bátar fyrir áhorfendur. bessi forvitnilegi atburður mun eiga sér stað fjórða júli næst- komandi og er þáttur i hátiðar- höldum Bandarikjamanna vegna 200 ára afmælis sjálf- stæðis landsins. betta er talið athyglisverðasta samansafn seglskipa, siðan dagar sjóræn- ingjaskipa liðu undir lok. Undirbúningur að þessu hófst fyrirfimm árum, og er nú alveg að komast á lokastíg, en um þrjátiu þúsund sjómenn og landkrabbar hafa tekið þátt i honum. Kostnaður er áætlaður rúmar sjötiu milljónir banda- rikjadala, og munu erlend riki að mestu leyti standa straum af honum. Flotinn mun safnast saman þriðja júli rétt neðan við VerrazanoNarrows brúna en kl. 10 f.h. þann fjórða júli verður akkerum létt og þjóðhátiðarflot- inn heldur af stað með freigát- urnar i fararbroddi. Farið verður 35 km leið upp ána og þarlagztviðakkeriá nýjan leik. barna verða til sýnis herskip frá 22 löndum. Tundurspillar flugvélamóðurskip, birgðaskip, aðstoðarskip, beitiskip og kaf- bátar, auk seglskipanna, sem taka þátt i mikilli hersýningu, sem bandariski sjóherinn stendur fyrir. bá verður fjöldi báta, sem siglir með áhorfendur milli skipanna, svo þeir geti virt þau fyrir sér. Á þilfari risastórs birgðaskips fylgjast háttsettir embættismenn, þingmenn, rikisstjórar, borgarstjórar — og væntanlega forsetinn sjálfur — með atburðunum, og feikilegur mannfjöldi mun fylgjast með þessu af brúm, húsaþökum og úr nærliggjandi skýjakljúfum. Einnig verður þessu sjónvarpað beint út um gjörvallan hnöttinn i gegnum gervihnött. Athyglis- verðasti þáttur sýningarinnar er að öllum likindum talinn þátttaka seglskipanna. Freigát- urnar með fullum seglum verða fjórtán að tölu, og eru fengnar frá ýmsum löndum. bær eru allar þri- eða fjórmastraðar. Lengd þeirra er frá 186,6 fetum upp í 370 fet og verða mannaðar sjálfboðaliðum. Við sjáum hér átta af segl- skipunum, sem taka þátt i sýningunni, en þær eru talið frá vinstri: 1. Eagle, sem jafnframt er flaggskip flotans (Bandarik- in), 2. Danmark (Danmörk) 3. Sagres (Portúgal), 4. Dar Pomoraza (Pólland), 5. Esmeralde (Chile) 6. Nippon Masu (Japan) 7. Gorch Foch (Vestur-býzkaland) og 8. Christían Radich (Noregur). Einnig er hér mynd sem sýnir leiðina sem farin verður og alla staðhætti. Spuyten, DuyviHl WASHINGTON £= BRIDGE IBRONX UBERTY I. Alþjóðleg skipasýning \OP SA1L76/ V .. .. • ( OMM EMORATJNG OUR MARITIMF HERITAGE ' 4. júlí 1976 NEW JERSEY . GOVERNORS L} BROOKLYN ■ Siglingaleiðin P7| Sýningarsvæði VA sjóhersins Svæði áhorf- endabátanna Brottfarar -^staður STATEN ISLAND VERRAZANO- NARROWS BRIDGE Auka skipalægi við Sandy Hook ý

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.