Tíminn - 21.03.1976, Side 23
Sunnudagur 21. marz 1976
TÍMINN
23
1U1IDM i1 n ■ i j ! II1111 1111 ii TnTf|f:j
H iJi
nM IDam
1 flliillil ii te
LEIKFÉLAG Seltjarnarness var
stofnað 13. október 1971. Fyrsti
formaður félagsins var Sigurður
Sigmundsson, síðar Jón Jónsson,
en núverandi formaður er Guðjón
Jónatansson.
Félagið sýndi árið 1972 einþátt-
ungana Jóðlif eftir Odd Björnsson
og Sköllóttu söngkonuna eftir Ion-
esco. Leikstjórar voru Hákon
Waageog Ingunn Jensdóttir. Árið
1973 barnaleikritið Gosa eftir Jó-
hannes Steinsson, Geimfarann
eftir Hreiðar Eiriksson árið 1974,
og með það leikrit fór 4 manna
leikflokkur til Alandseyja i tilefni
10 ára afmælis sambands
finnsk-sænskra áhugaleikara.
Leikstjóri við tvö siðasttöldu
verkin var Jón Hjartarson, sem
jafnframt var kennari á fram-
sagnarnámskeiði. Hefur félagið
efnt til fimm framsagnarnám-
skeiða, og notið þar leiðsagnar
MW ~ iS r., ..:r ■X&*' /f^nl j ii i
t Jím1
Wk % W .||i: 'W 1 f
rfHlauptu af þér hornin" á Seltjarnarnesi
Péturs Einarssonar, Hákons
Waage, Jóns Hjartarsonar og
Ingunnar Jensdóttur.
19. febrúar s.l. kom finnskur
leikflokkur frá Braga Dramaten i
Helsinki i boði Leikfélags Sel-
tjarnarness, og hafði hér 4 sýn-
ingar i félagsheimilinu við ágætar
undirtektir. Einnig tók félagið á
móti og liðsinnti finnska leik-
flokknum Tilateatteri frá Hel-
sinki árið 1974.
Félagið hefur undanfarin 3 ár
séð um skemmtiatriði á Seltjarn-
arnesi 17. júni i samvinnu við
Iþróttafélagið Gróttu.
Núverandi verkefni félagsins
nefnist „Hlauptu af þér homin”
(Come Blow Your Horn) og er
eftir bandariska leikritaskáldið
Neil Simon. Höfundurinn hefur
samið fjöldann allanaf leikritum
og sjónvarpsþáttum, og hafa
mörg verka hans verið kvik-
mynduð.Hefur Simonbæði hlotið
Emmy og Tony verðlaunin fyrir
verk sin.
Hlauptu af þér hornin er gam-
anleikur i þremur þáttum. Leik-
stjóri er Helgi Skúlason, en leik-
mynd gerði Steinþór Sigurðsson.
Leiktjaldasmiði og allan annan
undirbúning hafa félagsmenn
unnið sjálfir, en nokkur fyrirtæki
hafa lánað leikmuni og búninga.
Leikendur i þessu verki eru:
Jóhann Steinsson, Hilmar Odds-
son, Jón Jónsson, Jórunn Karls-
dóttir, Þórunn Halldórsdóttir,
Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir
og Guðjón Jónatansson.
Leikfélagið hefur mikinn hug á
að fara með leikinn til nærliggj-
andi byggðarlaga.
Frumsýning á gamanleiknum
Hlauptu af þér hornin verður i
Félagsheimili Seltjarnarness
þriðjudaginn 23. marz n.k. og
hefstkl. 9 e.h. næstu sýningar þar
á eftir verða á fimmtudagskvöld
og sunnudagskvöld.
ER
KVEIKJAN
í LAGI?
KVEIKJUHLUTIR
i flestar tegundir
bíla og vinnuvéla
frá Bretlandi og
Japan.
NOTIÐ
tAÐBESTA
131U<
Skipholti 35 ■ Símar:
8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæöi • 8-13-52 skrifstofa
H
w