Tíminn - 21.03.1976, Blaðsíða 10

Tíminn - 21.03.1976, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 21. marz 1976 Vor, sumar, haust og vetur i Hfi Agötu Christie: Unga dre.vmandi slúikan (til vinstri), fullþroska konan gift i annaö sinn og orðin miiljónamæringur (efsta myndin), heimsfrægur rithöfundur, öðluð af Eiizabetu drottningu, og að lokum hin vitra gamla kona, sem brosir eins og sá sem þekkir lifið. um að halda. Ég les öll handritin fyrir hann. Hánn bendir mér á galla, eins og ef ég t.d. hef gert lausnina of auðvelda. Sem forn- leifafræðingur hefur hann næma tilfinningu fyrir sakamálum, þvi að það þarf svipaða gáfu til að leita uppi fornminjar. Agatha Christie lætur lesendur sina yfirleitt hafa töluvert fyrir þvi að finna hinn seka. Smáatriði skipta oft miklu máli. t einni bóka hennar spyr leynilögreglumaður- inn Hercule Poirot til dæmis! — Vantar ekki blaðið með deginum ... á veggalmanakið? Þjónninn gengur yfir herbergisgólfið til að svara spurningunni. Það sem meginmáli skiptir i þessu atriði er ekki blaðið úr veggalmanakinu, heldur vill Poi- rot ganga úr skugga um hvort þjónninn er nærsýnn.... Eftir 1930 voru sakamálasögur Agötu Christie gjaldgengar meðal heldra fólksins. Stjórn- málamenn eins og Anthony Eden og hershöfðingjar eins og Eisen- hower lásu bækur hennar. Hún var dæmd titlinum „Lafði brezka heimsveldisins”. Winston Chur- chill forsætisráðherra skrifaði i viðurkenningarskyni i gestabók hennar. — Siðan á dögum Lucrezia Borgia hefur engin kona átt slikan frægðar feril með afbrot- um eins og þér! Hún ætlaði samtaldreiað verða frægur rithöfundur. Þegar hún aðstoðaði mann sinn við að grafa upp assyriska keisrarasetrið Kal- chu i Nimrud-salnum i trak, sagði hún: — Ekkert stórkostlegra getur komið fyrir i minu lífi. Fundurinn var stórmerkilegur, þarna fannst hásætið, vopn og skartgripir. 1951 varð Mary, amma Elisa- betar n áttræð. Enska útvarpið spurði hana i þessu tilefni, hvaða efni hún óskaði eftir að flutt yrði. Hún svaraði um leið: — Leikrit eftir Agötu Christie! Skáldkonan lét ekki segja sér það tvisvar. Það hittist lika vel á — þetta var um vetur. Hún steig upp i baðkerið sitt frá viktori- anska timabilinu og borðaði epli i fjórar klukkustundir. Alltaf þegar hún hugsaði upp eitthvað sérstak- lega óhugnanlegt, borðaði hún epli. An baðkersins og eplanna gat hún ekki hugsað sér að setja „skemmtilegt morð” á svið. Hún hafði látið gera brúna mahoni- hillu við baðkerið i þessum til- gangi. Einn morgúnn: i ilmandi bað- vatni, og sex hálfþroskuð epli nægði til að skapa frumhugmynd- ina að sögunni „Þrjár blindar mýs”. Þá steig hún upp úr bað- kerinu og byrjaði að skrifa með þremur fingrum á ritvélina — sjötiu þúsund orð, sem urðu met- sölubók. Það tók hana yfirleitt þrjár vik- ur að skrifa slikt verk. Stundum lauk hún þvi á sex dögum. Hún gaf sér góðan tíma fyrir verkið, sem skrifað var til heiðurs gömlu drottningunni. Samt sem áður efaðist hún um árangurinn. Ef til vill var það þess vegna, að hún varsvo höfðingleg við barna- barn sitt Matthew Pritchard, að hún gaf honum allar tekjur, sem fengjust fyrir leikritið, sem nú var búiðað fá nafnið „Músagildr- an”. Bókin hafði fengið misjafna dóma. En hvað vita gagnrýnend- ur hvað fólkið vill? „Músagildran” gengur alla vega enn i 41 landi. 1 London einni hafa meira en 4,6 milljónir séð hana. Gizkað er á að barnabarnið Matthew hafi fengið sem nemur 330 milljónum króna fyrir „Músa- gildruna”. Gamla konan hugsaði aldrei um peninga. Hún skrifaði fram til dauðadags 85 bækur og 17 leikrit. Brezka hagstofan áætlaði eignir hennar þrjár og hálfan milljarð króna. Fyrir skömmu keypti Metro-Goldwyn-Mayer kvik- myndaverið sjónvarpsréttindi allra bóka hennar fyrir 650 milljónir króna. Agatha Christie hristi höfuðið og sagði: — Haldið þér að fólk vilji sjá þetta bull? Fólk vill það. Agatha undraðist það, þvi að hún var aldrei ánægð með verk sin. Þegar kvikmyndin, sem gerð var eftir sögu hennar „Morð i austurlandahraðlest- inni” var frumsýnd, sat hún óró- leg i heiðursstúkunni, og gat ekki trúað þvi að Elizabetu drottningu hefði likað myndin vel. Siðustu mánuðina sem hún lifði, gerði lærbrot henni lifið leitt. Matthew Prichard, sem er núna 32 ára sagði: — Hún átti aðeins eina ósk, nýja fætur. Uppáhaldsefni hennar var hið fullkomna morð. — Ef ég skrifa enn eina bók, sem ég vona að Guð forði mér frá, gerist morðið þannig: „Morð- inginn s'töðvar lyftu á efstu hæð og lætur fórnarlambið, sem er alvarlega hjartaveikt skriða á fjórum fótum upp alla stigana upp á sjöundu hæð! Agatha Christie lézt 12. janúar úr ellihrumleik. Hún sagði einu sinni i gamni að eftirfarandi gæti staðið á legsteini hennar: — Agatha gat ekki stillt sig um að myrða. Megi hún samt sem áður hvila i friði. (Þýtt og endursagt MM.) Eggjaframleiðendur Hinir gömlu, góðu timar eru komnir aftur og Teigur býður aftur upp á landsins beztu hænuunga — nýtt norskt kyn. Aukin framleiðsla. Tryggið ykkur unga hið allra fyrsta. TEIGUR S.F. Mosfellssveit. Simi 91-66130. Mf.. VARAHLLUTIR Notaöir varahlutir i flestar gerðir eldri bíla t.d. Land/Rover, Peugot, Rambler, Rússajeppa, Chevrolet, Volkswagen station. Höfðatuni 10 ■ Sími 1 -1 3-97 ni BÍLA- PARTASALAN Opid fró 9 6,30 alla virka daga og 9 3 laugardaga Eftirleikur, ESPANA-75 ÞAÐ ÆTLAR ekki að verða endasleppt hvernig hlutir hafa týnzt frá frimerkjasýningunni ESPANA-75. Nú er danska ut- anrikisráðuneytið komið i málið og leitað er frimerkja fyrir 100.000.00 kr. danskar, i eigu dönsku póststjórnarinnar. Þann 14. april sl. vor pökkuðu tveir starfsmenn danska pósls- ins þessum frimerkjum suður i Madrid og innsigluðu sending- una og útfylltu öll eyðublöð. Áður hafði tollurinn á Spáni kynnt sér, að allt væri eins og það ætti að vera og siðan lagði pakkinn af stað. En hann hefur ekki komið fram ennþá og eng- inn virðist geta fundið út hvar hann hefur glatazt. Fyrir grænlenzku póststjórn- ina er þetta þó enn alvarlegra mál, en merki þeirra hafa ekki heldur komið fram. 1 pakkan- um, sem þeir sendu eru m.a. merki, sem nú eru uppseld, ef þessi pakki finnst ekki. Og hverjum á að selja uppseldu merkin ef þau nú finnast? Aksel Christiansén, sendi- herra Dana i Madrid, hefur haft nóg að gera siðan sýningunni lauk. Fyrst að leita að söfnum sýnenda, sem ekki fundust fyrst eftir lokun sýningarinnar, og nú að verðmætum póststjórnanna. En þetta á ekki aðeins við Dani, þó svo við fáum þessar fréttir þaðan. 1 eitt islenzka safnið vantaði siðu meö tveim verð- mætum umslögum, en sem betur fer ekki meira. Medaliur til tslands voru afgreiddar vit- laust, brons i' stað silfurs. Þegar kvartað var, var þvi borið við, að prentvilla hefði verið i verð- launaskrá. Þegar sýnandi kynnti sér að svo hafði ekki ver- ið, heldur hafði verið gefið út leiðréttingablað við verðlauna- skrána og þetta ekki leiðrétt, auk þess sem formaður dóm- netndar staðfesti silfurverð- launin, var enn á ny skrifað og beðið um leiðréttingii. Þvi hefur ekki verið svarað ennþá. ARPHILA-75 Ekki hefur frétzt, að neitt hafi týnzt á Arphila-75, en þess i stað voru frimerki fyrir milljónir eyðilögð i sólbaðinu, sem þar var. Merki, sem létu lit i sól, geta allir gert sér i hugarlund hvernig farið hafa. Auk þess var þurrkurinn svo mikill, að heilar arkir, —,og það i tveim tilfellum þær einu sem þekktar eru i heiminum, — rifnuðu niður i einstök frimerki þegar þær urp- ust i hitanum. Þá fyrst komu Frakkarnir upp um það, hversu vel þeir eru tæknivæddir til að fást við frimerki. Þeir settu stóra bala með vatni undir fri- merkjarámmana, til að auka rakann og uppgufunin orsakaði að frimerkin limdustkyrfilega á siðurnar. Af þessu höfum við þó lært. Sýnið ekki sunnan Þýzka- lands! Sigurður H. Þoi'steinsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.