Tíminn - 21.03.1976, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.03.1976, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Sunnudagur 21. marz 1976 Hársnyrting a bringuhárum! Enn ætlar Niarchos að kvænast Hinn 66 ára gamli, stórau&ugi skipakóngur Niarchos, mun i mai' kvænast Mariu Gabriellu prinsessu, dóttur fyrrverandi konungs i ttaliu, Umberto. Hún er 31 árs gömul. Þetta mun verða 6. hjónaband Niarchosar. Forverar prinsessunnar i hjónarúminu voru m.a.: Char- lotta dóttir bilakóngsins Henry Fords og Tina Onassis.Hér sjáið þið mynd af Mariu Gabriellu, sem verða mun drottning i oliu- skipastórveldinu. Nýjasta tizka á sviði tilhalds karlmanna er það, að þeir láta lita hárin á brjósti sér og meirað segja láta þeirsetja „perman- ent” i hárbrúskinn, segir i ame- risku timariti. A meðfylgjandi myndum sjáum við fyrst hvar verið er að bera lit á hárprýði herramanns, að nafni James McCarthy, siðan sjáum við þar sem „permanent-rúllurnar” hafa verið settar i hann, en af þvi að hann er irskur að ætt, þá lét hann klippa og snyrta brjóst- kassaprýði sina i likingu við hvitsmárann irska (shamrock). Helzt sagðist James McCarthy hafa viljað láta lita hárið i lit við smárann — sem sagt grænt — en hann féll vist frá þvi. Nú eru kúrekastígvélin vinsælust Til skamms tima sást þessi tegund skófatnaðar ekki mjög viða. Kúrekar og hirðingjar notuðu helzt þessistigvél, hetjur villta vestursins þeystust um slétturnar i þeim, Jón væni (John Wayne) klofaði yfir breiðtjaldið sinum frægu fótum og þar með er það nær upptalið. En nú hefur þessi tizka haslað sér völl á malbikinu. Það er boðið upp á svona stigvél eins og við sjáum hér i öllum helztu tizkuverzlunum. Þau eru til i miklu úrvali bæði fyrir karla og konur, gerð úr leðri, mis- munandi litu og oft með ein- hverju útflúri. Og þessi támjóu með hönkunum likjast vist þeim upprunalegu mest. Annars er óþarft að fara mörgum orðum um þau, þvi núorðið ættu flestir að kannast við þau hér á landi. vi DENNI DÆMALAUSI — Við fundum skrúflykilinn. Nú verðum við að finna eitthvað, sem við getum notað hann á.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.