Tíminn - 21.03.1976, Blaðsíða 32

Tíminn - 21.03.1976, Blaðsíða 32
6. Litlu siðar kom Signor Grimaldi. — Þessi litli, skirtni maður leit út eins og skrautlegur páfugl. Hann var i brúnum stig- vélum, i grænum sokk- um, gulum silkibuxum, hvitum jakka, blárri , skyrtu, með rautt bindi og með geysilega barða- stóran hatt. Auk þess hafði hann borið ilmandi smyrsl i hárið, sem lykt- aði um langa vegu. Hann hafði skreytt sig með þremur stein- hringjum, en breiðu sorgarrendurnar voru óhreyfðar undir hverri nögl. Eins og áður var hann mjög elskulegur, og skjall og kjassmæli runnu af vörum hans eins og dýsætt hunang. Grimaldi fullvissaði þau um, að hann hefði allar áætlanir um ferðir til Ameriku. Þvi miður yrðu engar ferðir næstu mánuði, og það liti helzt þannig út, að enginn möguleiki yrði til að komast þangað sjóleiðis beint frá Matadi. En samt skyldu þau ekki gefa upp alla von. Hann hefði einmitt i huga aðra ferðaáætlun fyrir þau, sem hann vildi hvetja þau til að fara eftir. ,,Þið eruð nú hér við mynni Kongofljótsins, en það á upptök sin inni i miðri Afriku”, útskýrði Grimaldi. ,,Upp eftir Kongo ganga skip og meðfram fljótinu eru sums staðar járnbrautir alla leið upp að borginni Kangolo. Þaðan er ekki mjög langt eftir sæmi- legum leiðum til Tanganyika. Yfir vatnið eru reglulegar ferðir með gufuskipum, og frá austurbakka vatnsins liggur járnbraut alla leið til Dar-es-Salem við Indlandshaf, rétt fyrir sunnan Sansibar. Þegar þangað er komið, er enginn vandi að fá skipaferðir austur yfir Indlandshaf og þaðan áfram til Hawaiieyja. Ég hef reiknað það út, að fyrir 320 sterlings- pund geti ég útvegað alla farmiða til Sansi- bar. Þá eigið þið eftir 80 sterlingspund, og ætti það að duga ykkur fyrir daglegum útgjöldum. 1 kvöld skuluð þið skrifa frænda ykkar á Hawaii bréf og segja honum, hvaða leið þið komið, svo að hann geti séð um ferð fyrir ykkur frá Sansibar”. Þetta var aðalefni ræðu þeirrar, sem Grimaldi flutti yfir þeim systkinum, með miklu málskrúði og smjaðurs- legu skjalli. Þessi ferða- áætlun virðist i fljótu bragði einföld, en þó ævintýraleg, einkum þó fyrir þau systkinin, sem höfðu reynt svo margt érfitt i sjóferðum sinum, og fengið alveg nóg af þeim i svipinn. Þessi ferðaáætlun var þó i mörgum atriðum röng og beinlinis búin til i sviksamlegum til- gangi. Fyrst og fremst var á þeim timum engin fær leið frá Kangolo til Tanganyika. Þessi leið, sem er um 250 km. vega- lengd, var þá, og allt fram til ársins 1930, al- ger vegleysa, sem ein- stöku arabiskir þræla- ræningjar eða þræla- kaupmenn brutust yfir, en alls engin ferða- mannaleið. Járnbrautin yfir það svæði, er þá var nefnt Þýzka-Aust- ur-Afrika, var ekki kom- in lengra en til Tabora, og þaðan eru um 350 km. til Tanganyika. Yfir vötnin voru heldur eng- ar fastar gufuskipaferð- ir, heldur aðeins segl- bátar og eintrjánings- bátar þarlendra manna, sem enga áætlun höfðu. En Grimaldi var sam- vizkulaus svikari. Hann gaf út fallega farmiða, bæði rauða, bláa og gula og hefti þá snyrtilega saman, og stimplaði þá og undirritaði fyrir gufuskipafélög, sem ekki voru til og járn- brautarfélög, sem aldrei höfðu verið stofnuð. Einu farmiðarnir, sem ekki voru falsaðir, voru farmiðar með jámbraut og gufuskipi frá Matadi til Kongolo. Hvort far- miðahefti kostaði 160 pund, en af þvi voru gildir farmiðar aðeins fyrir 60 sterlingspund. Hitt voru falsaðir miðar. En það datt þeim syst- kinum ekki i hug. Þau litu bara á þessi snotru farmiðahefti, með marglitum farmiðum, stimpluðum og undir- rituðum, og sáu i hilling- um þessa löngu ferð þvert yfir Afriku, sem virtist svo auðveld eftir þessari ferðaáætlun. Er þau höfðu rætt þetta um stund sin á milli, ákváðu þauað taka þessu tilboði Grimalda, og þó fannst þeim, eða einkum Berit, maðurinn hálfglæfra- legur, en að hann væri slikur svikari, er siðar reyndist, datt hvorugu þeirra i hug. Þau geymdu pening- ana eins og áður i leður- belti innanklæða, og sögðu þvi Grimalda, að þau yrðu að fara inn til sin að ná i peningana og báðu hann að biða á meðan. En þegar Berit fór að afklæða sig, fannst henni allt i einu að einhver horfði á sig. Hún gekk fram að dyrunum og leit inn i skráargatið. Þá sa hún beint inn i auga á ein- hverjum, sem var að skyggnast inn i herberg- ið. Vitanlega var það GLUGGA-OG HURÐAPETTINGAR med innfræstum ÞÉTTILISTUM GUNNLAUGUR MAGNÚSSON (Dag- og kvöldsimi). húsasmidam. SIMI 165 59 Sunnudagur 21. marz 1976 Anton Mohr: Árni og Berit Ævintýroför um Afriku Grimaldi, sem vildi sjá, hvort þau ættu meiri peninga en þau gáfu upp. Án þess að segja nokkurt orð, tróð Berit vasaklútnum sinum upp i skráargatið og hélt svo áfram að afklæða sig. Siðan töldu þau 320 sterlingspund handa Grimalda og létu svo 200 pund i hvort belti, en skiptu svo á milli sin þeim 80 sterlingspund- um, sem þau ætluðu að bera laus á sér. Þegar Grimaldi hafði veitt peningunum mót- töku, sagði hann syst- kinunum, að nú vildi svo heppilega til, að þau gætu lagt upp i ferðina strax i fyrramálið. Þetta var rétt. Áætlunarskip- ið, sem þau áttu að ferð- ast með fyrsta áfang- ann, lagði einmitt upp morguninn eftir. Það var lika áhugamál Grimalda að þau færu sem fyrst burtu, svo að svik hans kæmust siður upp. Hann áleit, að þeg- ar þau væru komin langt áleiðis, yrði erfiðara að koma fram ábyrgð á hendur sér fyrir svikin. Þegar Grimaldi var að fara, kom Songo inn. Á sinni barnalegu ensku skýrði hann frá þvi, að sér hefði skilizt, að Árni og Berit ætluðu að ferð- ast þvert yfir Afriku til Sansibar. Nú vildi hann spyrja, hvort hann mætti ekki fara með þeim og vera þjónn þeirra i ferðinni. Ekkert kaup vildi hann fá, en farmiða fyrir sig yrðu þau að greiða. Ef hann aðeins kæmist burt frá Matadi, þá væri honum alveg sama, hvert hann færi. ,,Mig mikið leiður i Matada. Ég burt héðan vil. Mig fylgja meistara Árna á heimsenda”. Berit ákvað strax, að þau skyldu taka boði Songos. Henni hafði strax fundizt þessi góð- legi negradrengur svo aðlaðandi, og þótt þau systkinin hefðu ekki lengi dvalið i hitabelt- inu, voru þau strax kom- in að raun um, hve erfitt var að ferðast á þessum slóðum og allt annað en i heimalandinu, Noregi. Það hlyti að vera ómet- anlegt hagræði fyrir þau að hafa með sér mann, sem skildi yfirleitt mál innfæddra manna og þekkti siði og hætti landsmanna. Árni var þessu samþykkur og bað því Grimalda um far- miða fyrir Songo. Nú var þessi italski svika- hrappur svo kænn, að hann sá, að það gat vel verið áhætta að falsa farmiða fyrir Songo. —- Negrastrákurinn gat vel sýnt félögum sinum þessa fölsku farmiða, og þá gátu öll svikin komizt upp. Hann sagði þvi, að svona i hasti gæti hann aðeins útvegað Songo farmiða til Kongolo, það er þann hluta leiðarinn- ar, sem farseðlarnir voru ófalsaðir. Hann sagði, að þau gætu svo keypt framhaldsfar- seðla i Kongolo fyrir Songo, fyrir það, sem þá væri ófarið af ferðinni. Nú er þvi þannig farið i Mið-Afriku i hitabelt- inu, að þar er aðeins um tvö farrými að ræða, hvort sem er i skipum eða járnbrautarlestum, annað fyrir Evrópu- menn, sem er 1. far- rými, og hitt fyrir svert- ingja, sem telja mætti 3. eða 4. farrými. Farseðill fyrir Songo var þvi mik- ið ódýrari en fyrir þau Árna og Berit. Hann kostaði ekki nema 5 sterlingspund alla leið til Kongolo. — Songo varð alveg frá sér num- inn af gleði, er hann handlék farseðilinn, þennan rauðleita miða, sem veitti honum tæki- færi til að komast burtu frá Matadi. Hann hóf að dansa villtan negradans til að sýna gleði sina, og i lokin stakk hann sér nokkrum sinnum koll- hnýs á gólfinu af barns- legri kátinu. Strax og Grimaldi var farinn, settist Árni niður og fór að skrifa frænda sinum á Hawaiieyjum. í bréfi þessu sagði hann greinilega frá Titanic-slysinu, láti mömmu sinnar og öllu þvi, sem siðar hafði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.