Tíminn - 21.03.1976, Blaðsíða 27
Sunnudagur 21. marz 1976
TÍMINN
27
Stjörnuklkirinn, sem Magnús Benjaminsson smiöaöi til þess aö
auövelda sér timamælingarnar, sem hann haföi meö höndum.
ar. Það verkstæöi var annálað
fyrir smíðar slnar og viðgerðar-
þjónustu, Guðmundur var mikill
snillingur, og mér er sagt, að þeir
sem lærðu hjá honum hafi bor-
ið af öðrum um hagleik. Þessi
stimpill er úr stórri skipsvél.
Þegar stimplarnir voru orðnir
slitnir, var brugðið á þaö ráð, i
stað þess að kaupa nýja frá út-
löndum, að búa þá til hér heima.
Þá var steyptur nýr stimpill og
siðan renndur, og vélarnar gengu
vist engu miður með þessum
heimagerðu stimplum en þeim
aðfengnu.
A bakvið stimpilinn, — þarna út
við vegginn — er annar hlutur og
af næsta ólikum toga. Þaðer lik-
an af brú.
Það var ekki fyrr en undir sið-
ustu aldamót, sem menn fóru að
smiða býr hérá landi, svo að heit-
ið gæti. Þessi brú var á Skiðadals-
á, en eins og menn vita er Skiða-
dalur afdalur Svarfaðardals.
Gisli Jónsson á Hofi, sem margir
kannast við, sá um að smiða
brúna á Skiðadalsá árið 1896. Svo
var til ætlazt, að hún gæti flutt
bæði menn og hesta, en á þeim
tima munu fáir hafa kunnað að
reikna verkfræðilega út burðar-
þolbrúa. Gisla datt þá það snjall-
ræði i hug að smiða litið likan af
brUnni, eins og hann hugsaði sér
hana, og láta siðan fullvaxinn
karlmann standa i likaninu. Og
þar sem nú likanið þoldi þunga
mannsins, þótti mönnum einsýnt
að hin raunverulega brú hlyti að
þola mann og hest. Það er svo
ekki að orðlengja, að brúin var
Stimpill úr stórri skipsvél.
Hann er smiðaður i vélaverkstæöi
Guðmundar J. Sigurössonar á
Þingeyri. —Timamynd Gunnar.
smiðuð, stóð i marga áratugi og
gegndi hlutverki sinu með prýði.
— Þvi miður týndist þetta upp-
haflega likan, en seinna smiðaði
Gisli annað, nákvæmlega eins, og
það er það, sem við sjáum hér.
Svo nefndir séu aðrir sérstakir
smiðisgripir, má vekja athygli á
byssu, sem hangir hér uppi á
vegg. Hún er smiðuð af Jóni
Ólafssyni á Ólafsfirði, ekki sér-
lega gömul, smiðuð 1952, en
frábærlega vel gerð og falleg,
enda hefur Jón smiðað fleiri byss-
ur um dagana.
Lamirnar úr „barónsfjósinu” við Barónsstig I Reykjavik.
Islendingar hafa lika spreytt
sig dálitið á hljóðfærasmiöi. Hér
er orgel eftir Einar Jónsson frá
Laxárdal i Hrunamannahreppi,
og fiðla, sem hann smiðaði lika.
Einar Jónsson var faöir Sigurðar
E. Hliðar dýralæknis, og hljóm-
listarmaður góður.
Þá eru hér nokkrar prófsmiðar
— sveinsstykki. Þar má nefna
skiptilykil einn mikinn, sem Páll
Jónsson smiðaði, en hann var
járnsmiður og þótti mjög fær i iðn
sinni. — Margir kannast við fyrir-
tækið Helgi Magnússon & Co. Hér
er prófsmið Helga Magnússonar
járnsmiðs, sem þetta verzlunar-
fyrirtæki er kennt við. Smlðis-
gripurinn er snittklúbbur, og hér
er lika eftir hann forkunnarvel
gerð járnreizla og koparlamir,
sem eitt sinn voru fyrir „baróns-
fjósinu” við Barónsstíg, en það
fjós byggði baróninn á Hvitár-
völlum.
Uppi á veggnum hanga nokkur
meistarabréf, þar á meðal Astu
málara, en saga hennar kom út
núna fyrir jólin, og þvi mun hún
mörgum i ferskara minni en ella.
Hún lærði i Þýzkalandi, og þvi er
meistarabréf hennar þýzkt.
Þarna hanga einnig gömul
sveinsbréf ýmissa manna og i
ýmsum greinum.
Hér er lika sveinsstykki Þor-
steins á Skipalóni, hins þekkta
manns. Hann var aðallega húsa-
smiður, lærði iðn sina i Dan-
mörku, og smiðaði mörg hús
norðan lands, þar á meða! nokkr-
ar kirkjur. Sum þessara húsa
standa enn, enda voru þau með
vönduðustu byggingum sins tima.
En sveinsstykkið, sem ég nefndi,
er dálitill saumakassi, sem Þor-
steinn smiðaði og gaf konu sinni.
Þarna erlika skrá eftir Magnús
Þórarinsson á Halldórsstöðum i
Laxárdal. Hún er meira til
skemmtunar og augnayndis en
daglegra nota, þvi að það er ekki
hægt að nota hana i hurð. Þetta er
eins konar gestaþraut, og
ekki heiglúm hent að fá hana til
þess að ljúka sér upp, en framúr-
skarandi smiðisgripur eigi að siö-
ur.
Rennibekkur er hér, mikill og
vandaður, eftir Egil nokkurn
Halldórsson, sem á sinum tima
bjó á Reykjum á Reykjabraut i
Húnavantssýslu. Egill nam iðn
sina i Kaupmannahöfn, eins og
fleiri, um hans daga. Hann var
sonarsonur Ámunda smiðs, hins
mikla kirkjusmiðs á Suðurlandi,
en i þeirri ætt eru margir smiðir
og snjallir. — Rennibekkinn
smiðaði Egill árið 1856 og gróf
nafn sitt i hann, i koparinn.
Ef til vill hafa Islendingar ekki
verið mjög miklir uppfinninga-
menn, þegar á heildina er litið, en
þó voru þeir ekki gersneyddir
þeim hæfileika.
Þarna er tappafræsari, smiðað-
ur af Kristjáni Sigurðssyni á
Akureyri. I honum voru smiðaðir
tappar, sem ætlaðir voru i sildar-
tunnur, en fyrir þann tima varð
að smiða þá alla i höndunum. Það
hefur þvi munað miklu, þegar
vélin kom til sögunnar og hægt að
framleiða þúsundir tappa á dag.
Hér er lika svokölluð ljágrind
eða „rakstrarkona”, sem Sigurð-
ur ólafsson á Hellulandi mun
hafa fundið upp. Hún létti mikið
rakstur, einkum i votlendi. Enn
fremur er hér kambatöng, sem
Sigurður fann lika upp. Hún var
notuð til þess að beygja tennur i
ullarkamba, sem voru talsvert
mikið smiðaðir hér á landi, en
mjög seinlegt var að beygja tenn-
urnar i' höndunum.
Enn langar mig að minnast á
gamlan iðnaðarmann, Teit Finn-
bogason, sem lengi bjó i Teits-
húsi, eða Smiðshúsi, i Reykjavik.
Þaðhúsernú komiðupp að Arbæ.
Teitur var bæði járnsmiður og
dýralæknir. Hér eru tveir hlutir
eftir hann, hurðaskrár frá leik-
fimihúsi menntaskólans og skrúf-
stykki, sem var sveinsstykki
Teits. Það er vandaður og fallega
gerður gripur.
Stefán Eirikssonvar i rauninni
fyrsti myndskeri okkar, eftir að
hinni gömlu úrskurðarhefð lauk.
Spjaldið til vinstri við dyrnar
þegar inn er komið, er sveins-
stykki Stefáns. Dætur hans gáfu
safninu þennan grip, ekki alls
fyrir löngu.
Þjóðminjavörður hefur lokið
máli sinu, en við höldum áfram
að ganga um salinn og virða fyrir
okkur smiðisgripi og verkfæri
genginna kynslóða.
— VS.
Tveir lilutir, sem gegna næsta óliku hlutverki. Annars vegar er
orgel, smiðaö af Einari Jónssyni, Laxárdal I Hrunamannahreppi, —
hann smiðaöi einnig fiölu —hins vegar er byssa, smiðuð af Jóni Ólafs-
syni á Ólafsfirði. — Báöir bera gripirnir vott um hæfni þeirra, sem
smiöuðu, þótt notagildiö sé ekki hiö santa. —Timam.Gunnar.
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
LANDSPÍTALINN.
AÐSTOÐARLÆKNAR. Tveir að-
stoðarlæknar óskast til starfa á
Svæfingar- og gjörgæzludeild spital-
ans. Annar frá 1. júni n.k. og hinn
frá 1. júli n.k. og er ætlast til að þeir
starfi i eitt.ár. Nánari upplýsingar
veitir yfirlæknir. Umsóknir er
greini aldur, námsferil og fyrri störf
ber að senda skrifstofu rikisspital-
anna fyrir 10, mai n.k.
HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Óskast
til starfa á LYFLÆKNINGADEILD
(3-B), BARNASPÍTALA HRINGS-
INS og HJÚKRUNARDEILDINA
við Hátún, svo og til afleysinga á
aðrar deildir. Nánari upplýsingar
veitir forstöðukonan, simi 24160.
KLEPPSSPÍTALINN.
HJÚKRUNARFRÆÐINGUR Og
SJÚKRALIÐAR óskast til starfa hið
fyrsta á Vifilsstaðadeildina. Nánari
upplýsingar veitir forstöðukonan,
simi 38160.
HJÚKRUNARFRÆÐINGUR óskast
til starfa á næturvaktir á Flóka-
deild. Upplýsingar veitir forstöðu-
konan, simi 38160.
Reykjavik, 19. marz 1976.
SKRIFSTOFA
RÍKISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5,SÍM111765