Tíminn - 21.03.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.03.1976, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur 21. marz 1976 Ingólfur Davíðsson: i > ' ’ ' I Byggt og búið í gamla daga 115 Á Guðmundarstöðum I Vopnafirði t heybindingu á GuðmundarstöOum. Tekiö I reipin Gunnar Andrésson ljósmynd- ari hefur léö i þáttinn nokkrar myndir, sem hann tók á Guö- mundarstöOum I Vopnafiröi sumariö 1968. A Guömundar- stööum er stórt og myndarlegt bárujárnsklættimburhús, byggt um eða eftir aldamót. Stefán Asbjarnarson bóndi sést i for- grunni. Bakvið hann sést i bæjardyrnar. Er ibúðin þar til hægri meö stofu i lofti, en skáli til vinstri. Lengst til vinstri sér i enda á hlöðu og nær hún bakvið ibúöarhúsið. Þaö er þurrviðri og verið aö binda heyv Tvö við bindinginn, bindingsmaður og „meðhjálp” eins og algengast var. Sumir bundu þó einir. Á I. mynd er búið að leggja söxuð föngin á reipin. Bindingsmaður tekur i, reipin renna liðugt gegnum hagldirnar, konan heldur við og gætir þess að þau renni ekki til baka. Á mynd II. velta þau bagganum við og bregða endum reipanna um hann. A III. mynd sést hnýttur hnútur og lykkjur. Þá er lokið að binda baggann, en eftir að taka utan af, þ.e. nema burt lausa heyið yzt. Siðan var böggunum oftast lyft á klakk og þeir flutt- ir heim i hlöðu á hestum. En stundum var hentugt að bera stöku bagga stuttan spöl I hlöð- una, og var honum þá lyft á karlmannsherðar, eins og IV. mynd sýnir, eða maður snaraði honum á bak sér. Man ég vel öll þessi vinnubrögö frá unglings- árum minum og tók þátt i þeim. Seinna komu kerran og vagn- inn. Það var erfitt verk að binda hey, enda jafnan unnið við það af kappi, en skemmtilegt þótti það og gerðarlegt. Nú eru heykvislir ograkstrar vélar aö mestu komnar f stað hrifunnar. Sláttuvélin leysti orf og ljá af hólíni og loks hefur vél- binding haldið innreið sina. Súg- þurrkun er mikil framför, en ekki hefur hún þó að öllu getað komið istað gömlu heyþurikun- araðferðarinnar. Reyndar eru nýjar aðferðir og allt horfir þetta til bóta. Bundinn hnútur og lykkjur Bagganum velt og reipinubrugðið „Látið upp á burðarmanninn”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.