Tíminn - 21.03.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.03.1976, Blaðsíða 7
Sunnudagur 21. marz 1976 TÍMINN 7 Þetta er ekkert sérstakt tilboð, heldur eðlileg benzíneyðsla á 50 ha GOLJF sem keyrður er á leyfilegum hámarkshraða á sæmilegum vegi, en ef þér akið í borgarumferð þá er eyðslan um 8 I. 'er ekki aðeins sparneytinn, hann er rúmgóður 5 manna bíll með stórt farangursrými og stórar lúgudyr að aftan. er með diskahemla að framan, Radial dekk, hita í afturrúðu, rafknúna rúðusprautu. öryggisgler, Rúllu-öryggisbelti, höfuðpúða á framsæti, hlífðarpönnu undir vél, sterkari höggdeyfum, þvottekta leðurlíki á sætum, hurðaspjöldum og toppi. GOLF\>axi aðeins eina uppherzlu á ári eða við 1 5 þús. km. akstur. Nú er það GOLF, sem slær í gegn. HEKLAhf. Laugavegi 170—172 — Sími 21 240 Kennarar vilja vinnustöðvun, ef ekki næst samkomulag EFTIRFARANDI ályktun var einróma samþykkt á fjölmenn- um, sameiginlegum trúnaðar- mannafundi i Félagi gagnfræða- skólakennara, Stéttarfélagi barnakennara i Reykjavik og Sambandi sérskóla i Reykjavik 18. marz: „Trúnaðarmannafundur Stétt- arfélags barnakennara i Reykja- vik, Félags gagnfræðaskólakenn- ara i Reykjavik og Sambands sérskóla i Reykjavik ályktar: 1. Fundurinn lýsir stuðningi við afstöðu og tillögur B.S.R.B. i samningsréttarmáli opinberra starfsmanna. 2. Lokafrestur sá, sem nú hefur verið ákveðinn, verði notaður til að reyna til þrautar sam- komulag um frumvarp um ný kjarasamningslög án gerða- dóms um aðalkjarasamning, sem rikisstjórnin flytji og tryggi frámgang á þessu þingi. 3. Fundurinn fordæmir þau vinnubrögð, sem fram hafa komið af hálfu rikisins, að rifta frágengnum samkomulags- þáttum og hindra á lokastigi framgang málsins með nýjum skilyrðum. 4. Náist ekki samkomulag, heitir fundurinn á alla opinbera starfsmenn að sýna samstöðu i máli þessu með vinnustöðvun um land allt, eftir nánari ákvörðun forustu B.S.R.B.” Bókavörður Starf forstöðumanns Bæjarbókasafns Kópavogskaupstaðar er laust til umsókn- ar. Laun samkvæmt 25. launaflokki. Umsóknarfrestur til 21. april n.k. Upplýsingar gefa: Bókafulltrúi rikisins simi 25000. Formaður bókasafnsstjórnar simi 42725 og undirritaður i sima 41570. Kópavogi 18. marz 1976 Bæjarritarinn i Kópavogi. 7 lítrar á 100 km. Fjórðungsmót sunnlenzkra Rangdr- bökkum hestamanna ó MÓ-Reykjavik. — Fjórðungsmót sunnlenzkra hestamanna verður haldiðá Rangárbökkum við Hellu 26.-27. júni i sumar. Þó mun margt manna og hrossa verða komið á bakkana fimmtudaginn 25. júni, þvi þá verða stóðhestar skoðaðir og dæmdir, en næsta dag ver.ða kynbótahryssur dæmdar. Þá er fyrirhuguð opin gæðinga- keppni fyrir börn á aldrinum 10 til 15 ára. I þá keppni mega börnin mæta með hesta, sem þau hafa þjálfað að mestu leyti sjálf. Þó má ekki mæta með hesta i þessa keppni, sem unnið hafa til verð- launa á landsmótum eða fjórð- ungsmótum. Gæðingakeppni á fjórðungs- mótinu verður tviskipt, og má hvert féiag senda einn hest i hvorn flokk fyrir hverja 50 félaga. Dæmt verður með spjaldadómi, og verður hver hestur eindæmd- ur. Hlutkesti ræður, ef hestar verða jafnir i einkunn til verð- launa. Þá verða á mótinu fjölbreyttar kappreiðar, og verða veittir eign- arpeningar i verðlaun fyrir fyrstu hrossin i hverri grein, auk þess sem peningaverðlaun verða i boði. Keppnisgreinar verða: 1500 m brokk, 250 m stökk, 350 m stökk, 800 m stökk, 250 m skeið og 1500 m stökk. Búið er að tryggja næga beit fyrir ferðahross beggja vegna Rangár. Einnig eiga að vera næg tjaldstæði við mótssvæði. Fjórðungsmótsnefnd er þannig skipuð: Björn Sigurðsson, Gusti, form., „Ef inni er þröng, taktu hnakk Plnn *>g nest” Bergur Magnússon, Fáki, gjald- keri, Guðmundur Þ. Gislason, Loga, ritari, Ingólfur Bjarnason, Smára, Jón Bjarnason Hrossa- ræktarsambandi Suðurlands, Halldór Einarsson Sörla, Magnús Finnbogason, Geysi, og fer hann jafnframt með störf fram- kvæmdastjóra til að byrja með.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.