Tíminn - 21.03.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.03.1976, Blaðsíða 9
Sunnudagur 21. marz 1976 TÍMINN 9 sakamálasögu? Ef til vill hefur systirin átt þátt i þvi að Agatha varð að tilkynna nokkrum dögum seinna, að ópiumhylki hefði horfið úr skápnum, sem hún hafði lykla- völd yfir. Rannsókn var gerð, sem leiddi ekkert i ljós. Næst þurfti Agatha á leynilög- reglumanni að halda. En hann mátti alls ekki vera i köflóttum frakka og reykja pipu eins og Sherlock Holmes! HUn litaðist um meðal þeirra, sem unnu á sjúkrahúsinu. Belgiskur flóttamaður vakti at- hygli hennar. Hann hafði mjög litið hár á höfðinu, og það litla sem það var, var litað. Hann kom oflátungslega fram við vinnu- félaga sina og tróð i sig súkkulaði, eins og hann væri aligæs. Þar að auki var hann litill vexti. Agatha kallaði hann i spaugi Herkúles — á frönsku Hercule. Þannig átti söguhetja hennar að lita út. Með þessu hafði hún upp- götvað hinn bráðsnjalla leynilög- reglumann, Hercule Poirot, sem átti eftir að koma mikið við sögu I sakamálasögum hennar. A meðan hún bjó til spennandi morðsögu þar sem horfinn eitur- skammtur kom við sögu, gekk hún um akra og engi i nágrenni Chartres og tautaði stöðugt fyrir munni sér. — Þannig varð fyrsta skáld- saga min til, á gönguferðum. Mér var alveg sama, þó að fólk sem mætti mér, héldi að ég væri ekki með öllum mjalla. 1919 fæddist Rosalind, dóttir Agöthu. A sama ári var fyrsta skáldsagan tilbúin. Hún hafði ekki eitrað fyrir fórnarlamb sitt með ópium, heldur strychnin. Til þess að vera örugg, lét hún morðingjann lika blanda brómi i teið. Nokkuö mikið eitur fyrir eitt morð. Það fannst lika fyrstu sex útgefendunum, sem hún sendi handritið. Christie höfuðsmaður, er var kominn úr striöinu án þess að fá frekari skrámur, leigði „villu” að nafni „Styles” i London, og Agatha var ekki sein á sér og lét fyrstu skáldsögu sina heita „Dularfulli atburðurinn i Styles”. Sjöundi útgefandinn, sem hún sendi handritiö, John Lane, átti sem svaraði 17,000,00 kr. hand- bært, og hann keypti söguna. Hún kom út 1920 og vakti enga sér- staka athygli. Agatha lét það ekki á sig fá. Hún myrti áfram, oftast meö eitri, stundum i rúminu, en alltaf mjög mannlega. Það var lítiö um að blóð flyti, enda koma svo leiðinlegir blettir eftir þaö! 1926 kom sjöunda bók hennar úr: „Morðið á Roger Ackroyd”. Nokkrum vikum eftir að bókin kom út, var hún komin á lista metsölubókanna. Agatha Christie hafði slegið i gegn, allir töluðu um hana. En hún átti bráðlega eftir að verða að umtalsefni i blöðum af allt öðru tilefni. Þann 7. desember sama árs kom eftirfarandi tilkynning frá lögreglunni í enskum blöðum: SAKNAÐ: Frú Agatha Christie (35), grönn, ljóshærð, gráeyg. Siöast sást til hennar á föstudag- inn, þegar hún fór frá heimili sinu i Berkshire. Hún var i gráu pilsi, grænni blússu, gráum prjóna- jakka og var með grænan flauels- hatt. A hægri baugfingri bar hún platinuhring með perlu. Hver get- ur gefið upplýsingar um hvar hún heldur sig eða hvar hún hefur sézt? Daginn eftir rekast fótgangend- ur i Surreyfylki á stóran bil, sem er tómur, en i framsætinu liggja skór og kápa. Köllum fólksins er ekki svarað. Skammt frá er litiö stöðuvatn. Hefur verið framið morð? Það kemur i ljós, að Agatha Christie er eigandi bilsins. Lög- reglan f Surrey hefur einhverja mestu leit i sögu Englands. 550 lögreglumenn taka þátt i henni og ganga gegnum akra og engi hundruðum saman með spor- hunda. Bilar aka með gjallarhorn gegnum götur þorpanna, og 15 þúsund sjálfboðaliðar hjálpa til — Max og ég heilluðumst hvort af öðru. Ég hafði aldrei kynnzt þvi að vera jafn samgróin nokkr- um manni. Þremur mánuðum eftir að þau hittust, giftust þau, og skyndilega byrjar hún að skrifa á ný. Hún finnur upp nýja persónu til viðbótar við belgiska leynilög- Matthew Pritchard á örlátustu ömmu I heimi. Hann fær allar tekjur ai leikritinu „Músagildran”. Til þessa hefur hann feneið fvrir bað um 330 milljónir króna. Hann erfir einnig hluta af 3,5 niilljörðunum. sem amma hans fætur eftir sig. við að leita ifljótum og dæla vatni úr tjörnum. Meira að segja flug- vélar eru sendar til Surrey. Christie höfuðsmaður segist ekkert geta sagt um hvarf konu sinnar. Vinnustúlkan veit heldur ekki mikið: — Frú Crhstie steig upp i bilinn og sagði við mig: — Ég verð i burtu i nótt. Þér heyrið frá mér á morgun! Milljónir fylgjast daglega með nýjustu atburðunum i málinu i dagblöðunum. 18. desember situr tónlistar- maðurinn William Blakeley við morgunverðarborðið i litlu hóteli i Harrogate. A borðinu við hliöina á honum liggur opið dagblað. — Má ég aðeins lita á blaðið, segir Blakeley við nágranna sinn 1 blaðinu var mynd af Agöthu Christie, en hann hafði séð sömu manneskjuna i hótelinu undir nafninu Teresa Neele. Hafði hún fylgzt af athygli með leitinni að skáldkonunni. — Sjáiöþér, hafði hún sagt fyrir nokkrum dögum, þegar mynd kom i blöðunum af Christie höfuðsmanni. — Aumingja maðurinn. Og hann litur svo ljúf- mannlega út! Blakeley lét lögregluna i þorp- inu vita. Við athugun skilrikja Teresu Neele varð augljóst, að hún var Agatha Christie. — Konan min hafði misst minn- iðumstundarsakir, segir Christie höfuðsmaður. Hann getur ekki um merkingu dulnefnisins, sem hún hafði tekið sér: Teresa Neele er ung stúlka frá Kapstadt, sem höfuðsmaðurinn er i tygjum við. Hann ætlar aö skilja hennar vegna. Scotland Yard tekur við mál- inu. Agatha Christie er sett i geö- rannsókn. Hún segist ekki muna eftir flóttanum eða neinu, sem komið hefur fyrir. Læknarnir segja: — Greinilega minnisleysi, orsakaðaf alvarlegu andlegu áfalli. Það fór ekki hjá þvi, að sumir héldu, að útgefandi hennar hefði sett þetta á svið sem auglýsinga- brellu, en hvað sem um það má segja, fór hún á hressingarhæli, eftir að hún hafði skilið við mann sinn. Húnsagðium endalok ástar sinnar: — Það er hræðilegt, i ellefu ár var ég svo hamingju- söm! 1 f jögur ár leit út fyrir að ferill Agöthu Christie væri á enda. Það var ekki fyrr en 1930, að hún var búin að ná sér svo vel, að hún treysti sér til að fara i ferð til Mesópótamiu, sem hafði verið áætluð lengi. Það var örlagarik ferð, þvi að i Mesópótamiu hitti hún fornleifafræðinginn Sir Max E.L. Mallowan, sem var 13 árum yngri en hún. Hann var i visinda- leiðangri Sir Leonard Wooley, sem fékkst við uppgröft i eyði- mörkinni i námunda við Bagdad. Þetta var ást við fyrstu sýn. reglumanninn Poirot — Miss Marple. Hún er einkennandi ensk kona, sem kominn er vel af unglingsaldri og virðist gera mikið veður út af hlutunum. Eftir þetta ná allar skáldsögur hennar heimshylli. „Morð i Austurlandahraðlestinni”, „Moröið i presthúsinu”, „Dauði i háloftunum” og svo árangur reynslu hennar með manni sinum i Austurlöndum — „Morð i Meso- pótamiu”. Hún skiptir nú árinu venjulega i þrjá hluta. A vorin og sumrin fer hún i fornleifaleiðangra með manni sinum. Þeir byrja oftast nær i Irak, en þau keyptu sér hús þar til endurminningar um fyrstu fundi þeirra. Agatha Christie tekur þátt i starfi manns sins, grefur, endur- bætir og tekur myndir af fomleif- um. Hún vinnur aðeins við skriftir sakamálasagna á haustin og veturna. — Viðhöfum sömu áhugamálin og það sameinaði okkur. Okkur þótti báðum mjög gott að borða og hugsuðum ekkert um það hvort maturinn væri fitandi. A timabili söfnuðum við húsum eins og aðrir safna frimerkjum. Það eina, sem Max gat aldrei sann- fært mig um, var það að höfugt búrgundarvin væri betra en vatn eða mitt hjartfólgna Earl-Grey te. Agatha Christie hafði ekki gaman af að skrifa„en hún skrif- aði. Oftast nær á sveitasetri sfnu, sem er i stil önnu drottningar, og allir þeir sem lesa sögur hennar kannast við. Húsgögnin eru þung, úr mahoni og eik, stólarnir em mjúkir og arinhillan er full af styttum, postulini og smádóti. Þegar hún var spurð af þvi, hvort maðurhennar truflaði hana ekki við skriftirnar, svaraði hún hlæjandi: — Þvert á móti, ég þarf á hon- » ODYR OG GOÐUR Bráðnar vel og því hentugur til matargerðar. Byggjum upp borðum Bragðgóður á brauði, enda gerður úr Gouda og Óðalsosti. Skerið hann helst með strengskera. ost. ,*'-// >-,} K; i >*' '1 < \ {’ < /'V 'i x • > (O tur urorku léttir lund

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.