Tíminn - 21.03.1976, Blaðsíða 30

Tíminn - 21.03.1976, Blaðsíða 30
30 TÍMINN Sunnudagur 21. marz 1976 Kosningar brezka blaðsins NAAE: Zeppelin víðast hvar á toppnum Brezka tónlistarblaðið New Musical Express efnir árlega til skoðanakönn- unar meðal lesenda sinna um beztu hljómsveitina, plötuna o.s.frv. Nýlega birti blaðið úrslit i þessari kosningu, og birtir Nú-timinn hér niðurstöðurnar að hluta. Hljómsveitin Led Zeppelin og meðlimir hljóm- sveitarinnar virðast nú eiga mjög miklu fylgi að fagna i Bretlandi, og bera úrslitin þess glöggt vitni. Led Zeppelin var kosin bezta hljómsveitin, Robert Plant bezti söngvarinn, Jimmy Page (myndin hér til hliðar er af honum) bezti gitarleikarinn, og jafnframt bezti hljóðstjórnunarmaður, John Bonham annar bezti trommuleikarinn, John Paul Jones þriðji bezti bassa- leikarinn og plata þeirra Physical Graffity, sem út kom á sl. ári, var kosin bezta LP-platan. Þessi kosning er þvi mikill sigur fyrir hljómsveitina. Sigrún Harðardótfir — gefur út LP-plötu 1 LOK aprilmánaðar er væntanleg LP-plata með söngkonunni Sigrúnu Harðardóttur, og mun platan bera heitið „Shadow Lady”. öll lögin á plötunni eru eftir Sigrúnu, svo og textar, sem eru á ensku. Platan var tekin upp I Hljóðrita hf. i Hafnarfirði á s.l. sumri og hausti, og stjórnuðu Tony Cook og Böðvar Guð- mundsson upptöku á plötunni. Um hljóðblöndun 'sáu Hrólfur Gunnarsson, trommuleikari Júdasar, Böðvar Guðmundsson og Sigrún Harðardóttir. Útgefandi plötunnar er hljómplötuútgáfan Júdas hf. — Söngvari — 1 ROBERT PLANT 2 Paul Rodgers 3 Roger Oaltrey 4 Pavid Bowie 5 Bob Oylan 6 Jon Anderson 7 Freddie Mercury 8 Rod Stewart 9 John Lennon 10 Neil Young — Söngkona — 1 JONI MITCHELL 2 Linda Ronstadt 3 Kiki Oee 4 Oiana Ross 5 Patti Smith 6 Emmylou Harris 7 Maddy Prior 8 Maggie Bell 9 Olivia Newton John 10 Janis Ian — Hljömsveit — LED ZEPPELIN 2 Who 3 Yes 4 Eagles 5 Queen 6 Pink Floyd 7 Roiling Stones 8 Roxy Music 9 Little Feat 10 Steely Oan — Nýtt nafn — 1 BRLCE SPRINGSTEEN 2 Patti Smith 3 Or. Feelgood 4 Be Bop Oe Luxe 5 Sailor 6 Nils I.ofgren 7 Outlaws 8 Pavlov’s Oog 9 Tubes 10 Little Feat — LP-plata — 1 PHYSICAL GRAFITTI 2 A Night At The Opera 3 Wish You Wcre Here 4 The Who By Numbers 5 Blood On The Tracks 6 Ommadawn 7 Atlantic Crossing 8 Young Americans 9 Original Soundtrack 10 Malpractice and Hissing Of Summer Lawns — Gítarleikari — 1 JIMMY PAGE 2 Steve Howe 3 Brian May 4 Eric Clapton 5 Pete Townshend 6 Rory Gallagher 7 Phil Manzanera 8 Joe Walsh 9 Ritchie Blackmore 10 Wilco Johnson — Hljómborðsleikari — 1 RICK WAKEMAN 2 Keith Emerson 3 Patrick Moraz 4 Elton John 5 Tony Banks 6 John Paul Jones 7 Eddie Jobson 8 Jon Lord 9 Rick Wright 10 Ian McLagan — Ýmis hljóðfæri — 1 MIKE OLDFIELD 2 Andy Mackay 3 Ian Anderson 4 Itoy Wood 5 Eno — Bassaleikari — 1 CHRIS SQUIRE 2 John Entwistle 3 Paul McCartney 4 John Paul Joncs 5 John Oeacon 6 Jack Bruce 7 Roger Waters 8 John Wetton 9 Boz Burrell 10 Geezer Butler — Trommuleikari — 1 KEITII MOON 2 John Bonham 3 Carl Palmer 4 Ginger Baker 5 Paul Thompson 6 Roger Taylor 7 Bill Bruford 8 Simon Kirke 9 Phil CoIIins 10 Ian Paice — Hljóðstjórn — 1 JIMMY PAGE 2 Eddie Offord 3 lOcc 4 RoyThomas Baker 5 Pink Floyd 6 Phil Spector 7 Oavid Bowie 8 Glyn Johns 9 Glus Oudgeon 10 Tom Dowd — Country — 1 EAGLES 2 Emmylou Harris 3 Tammy Wynette 4 Tanya Tucker 5 Olivia Newton John 6 Johnny Cash 7 John Denver 8 Ozark Mountain Oaredevils 9 Commander Cody 10 Linda Ronstadt — Soul/Reggae — 1 BOB MARLEY /WAILERS 2 Stevie Wonder 3 Average White Band 4 Stylistics 5 Oavid Bowie 6 Labeile 7 K.C. & Sunshine Band 8 Hot Chocolate 9 Earth Wind and Fire 10 Isley Bros — Þjóðlagatónlist — 1 STEELEYE SPAN 2 Fairport Convention 3 Chieftains 4 Richard/Linda Thompson 5 Jack The Lad 6 Ralph McTeil 7 Bob Dylan 8 Billy Connolly 9 Paul Simon 10 Alan Stivell JAZZ 1 WEATHERREPORT 2 Chick Corea/Return To Forever 3 George Mclly 4 Ian Carr’s Nucleus 5 Oscar Peterson 6 Count Basie 7 Mahavishnu Orchestra 8 Miles Oavis 9 Jean Luc Ponty 10 Billy Cobham Bítlarnir saman aftur? Nú eða LIKURNAR fyrir þvi að Bftlarnir leiki saman aftur, a.m.k. einu sinni, hafa stórlega aukizt eftir yfirlýsingu George Harrisons, fyrrum gltarleikara Bftlanna, þess efnis að hann sé reiöubúinn að koma fram með hinum Bitlunum á einum hljóm- leikum. George Harrison hefur fram til þessa neitað með öllu að taka þátt i þvi, að Bitlarnir lékju saman á ný, en hins vegar voru Paul McCartney, John Lennon og Ringo Starr fyrir löngu búnir að gefa viíyrði sitt fyrir þvi, að Bitlarnir kæmu saman á ný. En allt strandaði á George, þar til fyrir nokkru, að honum snerist hugur — og eru nú góðar likur á þvi, að poppunnendur og fleiri fái tækifæri til að sjá þessa frægu fjórmenninga enn einu sinni saman á sviði. Fáir hafa látið það hvarfla að sér, eftir að Bitlarnir siitu sam- starfinu, að þeir myndu nokk- urn tima leika saman aftur og átti einstrengingsleg afstaða George Harrisons mestan þátt i þvi. Auðjöfur npkkur, bandariskur að þjóðerni, Bill Sargent, hefur boðið Bitlunum 30 milljónir aldrei Bandarikjadala fyrir það eitt að koma fram á einum hljómleik- um, en það samsvarar rúmum 5 milljörðum isl. kr. — Ef hinir vilja koma fram á einum hljóm- leikum, þá mun ég ekki standa i vegi fyrir þvi. Ég ætla ekki að neita minum hluta af þessari upphæð, sagði George Harrison i viðtali við brezkt tónlistarblað fyrir nokkru. Þrátt fyrir þessa breyttu af- stöðu Harrisons er enn» óvist, hvort af þessum hljómleikum verður. Það má ekki gjeyma þvi, að Bltlarnir hafa ekki verið neinir perluvinir siðan upp úr samstarfi þeirra slitnaði, og áð- ur en þeir koma fram á þessum hljómleikum, munu þeir þurfa að hittast, ræða um lögin sem flytja skal, æfa þau o.s.frv. Þá má fastlega gera ráð fyrir þvi, að þeir muni hætta við þessa hljómleika, ef þeir telja að Bltlaimynd almennings muni skaðast við þessa hljómleika. Brezka tónlistarblaðið New Musical Express sagði eftir yfirlýsingu Harrisons, að likurnar fyrir hljómleikum þeirra væru 50 á móti 50 — og annað hvort yrði af þessu á ár- inu, eða aldrei!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.