Tíminn - 21.03.1976, Blaðsíða 37

Tíminn - 21.03.1976, Blaðsíða 37
Sunnudagur 21. marz 1976 TÍMINN 37 • / KVIKMYNDIR — KVIKAAYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — Snörp og lláskólabió: Nashville Leikstjórn: Robert Altman Aðalhlutverk: David Arkin, Bar- bara Baxley, Ned Beatty, Karen Black Ronee Blakley Timothy Brown, Keith Carradine, Geraldine Chaplin, Shelley Du- vall, Allen Garfield, Henry Gib- son og fleiri. Já, það verður ekki ofsögum sagt af Bandarikjunumog ibiíum þeirra. Þar gerist flest, fyrir- góð ódeila Hvað varð um máttarstólpa Bandaríkja? finnst flest og þrifst flest. Meir að segja Nashville. tbúar Nashville eru önnum kaf- ið fólk. Það vaknar á morgnana, sofnar þegar liður á nóttu og finn ur sér éitthvað til dundurs timana þar á milli. Það hefur sinar skoðanir, sinn smekk og sinn lifs- stfl, si'n gleðiefni og sinar sorgir. Með öðrum orðum, ákaflega venjulegt fólk i venjulegri borg. Eða, er ekki svo? Nashville er ein af miðstöðvum þjóðlagaiðnaðar Bandarikjanna i dag. Þar búa margar af „country ” stjörnum rikjanna og þangað sækja æ fleiri. Þegar myndin hefst er einn dáðasti söngvari staðarins, Haven Hamilton, að syngja inn á nýja hljómplötu, einn af ættjarðar- söngvum sinum, kosningabarátta nýs stjórnmálaflokks, Við- reisnarflokksins, er i fullum gangi, og ibúar Nashville búa sig þar að auki undir að taka á móti einu af eftirlætum sinum, söng- konunni Barbara Jean, sem dvalizt hefur á sjúkrahúsi eftir slæman bruna. Þegar i upphafi myndarinnar eru sett fram ákaflega andstæð öfl, sem greinilega eiga sér þó nokkra samsvörun. Hver einstak- lingur er kannaður til nokkurrar hlitar. hverju fyrirbrigði gerð nokkur skil og þannig gefin inn- sýn i lif borgarinnar, með mót- sögnum sinum og samkeppni. Allt er fallegt á yfirborðinu. Hvort heldur það er hvitklædd og sakleysisleg suðurrikjameyja, eða smávaxin þjóðlagahetja i glitklæðum.Skrautljósin glitra og allir elska alla af öllu hjarta. Þó er þegar i upphafi myndar- innar einhver undirtónn, sem ekki fellur með öllu að glans- myndinni. Mótsögnin milli áröðurs Viðreisnarflokksins, sem byggist á því að landinu hafi verið stefnt í voða með óstjórn, og söngs hetjunnar Hamilton, „Við hljótum að hafa gert eitthvað rétt, siðustu tvö hundruð ár”, gefur okkur tóninn og lagið fylg'r honum. Hver af öðrum birtast ibúar og goð Nashville á tjaldinu, hreinir og stroknir. Þeir eru máttar- stólpar hins bandariska þjóð- félags, enda greinilegt, að þeir gera sér það ljóst. En einn af öðrum verða þeir einnig að falla. Þegar nánar er að gáð, er veröld þeirra ekki sú, sem þeir vilja vera láta og þegar glansinn er af, skin i beinin ber. 1 myndarlok stendur einn maður uppi sem maður, þokka- lega heilsteyptur og hugsandi um fleira en sjálfan sig. Það er ef til vill tilviljun, ef til vill boöskapur, að hann er hinn eini úr Nashvilleaðlinum, sem ekki er fallegur, sléttur, felldur og snyrtilega til fara. Það er erfitt að lýsa mynd þess- arri til nokkurrar hlítar án þess að leggja út i langlokur, Hún er gifurlega efnismikil og hefur góða yfirferð, auk þess að vera löng. Að sumu leyti er taka myndar innr og uppbygging ekki með öllu ósvipuð töku og uppbyggingu „American graffiti”, sem Laugarásbió sýndi á sinum tima, en þó er hér ekki á ferðinni nein eftirliking. Þvert á móti, þar sem Nash- ville er fyrst og fremst róttæk og leikandi ádeila, þar sem graffiti var afturhvarf til hins góða sem glatað er. Nashville er með beztu mynd- um, sem undirritaður hefur séð. Sem grinmynd hefur hún margt að bjóða, sem ádeila allt. Það er einungis von min, eftir að hafa séð hana, að fólk það sem byggir Bandariki N-Ameriku hafi ekki allt til að bera sömu eigin- leika og ibúar Nashville. Þess má einnig geta, að sem söngvamynd er Nashville einnig góð, —HV KVIKAAYNDA- HORNIÐ Umsjónarmaður Halldór Valdimarsson Þar upplýstust ósköpin: Billy theKidvar raefill Stjörnubió: Litli óhreini Billy Leikstjórn: Stan Dragoti Aðalhlutverk: Michael J. Pollard, Lee Purcell, Richard Evans, Dran Hamilton, Willard Sage, Charles Aidman, Josip Elic, Ronnie Graham. Billy the Kid hefur löngum verið talinn með helztu útlaga- hetjum bandariskum. 1 hugum barna og unglinga var hann jú af- brotamaður, en’yfir minningu hans hvildi samt einhver reisn, hrokafullur og ódrepandi kjark- ur. Þaðereftilvillekkifjarrilagi að lfkja honum að sumu leyti við Fjalla Eyvind, að minnsta kosti hvað aðdáun siðari tima varðar. Nú er af sú tið og Billy the Kid má skriða ofan i moldargröf sina, grúfa sig i fjalabotn kistunnar og skammast sin. Það hefur sumsé komizt upp um strákinn Tuma. Undanfarin ár hafa Banda- rikjamenn, með góðri aðstoð Itala skorið upp herör gegn glamurminningum úr Villta vestrinu. Hafa þeir beitt öllum til- tækum ráðum til að leiðrétta þann misskilning, sem rikt hefur, að þar hafi lifað og barizt hetjur, sem ástæða var til að hreykja. in dregin af fótum hans og f jar- ræna heiðursmannsblikið þurrkað úr augunum. Þess i stað var honum úthlutað skitugum og rifnum lörfum, forugum tramphnöllum og lævisu lydduaugnaráði, sem helzt ekki mætir andlitum, ef hnakka er völ. Vestrið varð ekki lengur sólböðuð slétta, með litlum, snyrtilegum húsaþyrpingum hér og þar og hestvögnum i póst- flutningum. Vestrið varð að forarpytti, þar sem menn og hundar veltust i drullunni — þar sem hver póstvagn hefði sokkið, ef ekki vegna botnleysis aursins, þá af skömm. Og nú hafa þeir svift hulunni af einum útlaganna enn. Billy var ekki heiðarlegur drengur, sem vegna ósanngirni mannanna og erfiðra staöhátta villtistaf vegi laganna. Hann var ekki rjómabliður sunnudags- drengur undir harðri skel og hann gaf ekki fátækum af tak- mörkuðum auði sinum. Onei. Billy the Kid var skúrkur. Rytjulegur, illa siðaður, latur, ósvifinn, illa þefjandi, sálsjúkur höggormur. Hann var meir að segja ljótur. Hvað ætli við segðum, ef svona væri farið með hann Fjalla-Eyvind? Eitthvað ljótt? Billy the Kid kom ungur i fylgd móður sinnar og stjúpföður til bæjarins Coffeeville I Kansas- fylki. Þar kemst hann i kynni við Berle og Goldi og lærir undir- stöðuatriði þess lifs, sem hann æ siðar lifði. Berle er fyrirvinna þeirra þriggja þar til hún leggst endan lega á bakið. Goldie og Billy nota tima sinn til þess að nema undir- stöðuatriði þeirra listar að lifa á byssunn-jg hnifnum. Myndin endar þar sem sagan af Billy the Kid hefur yfirleitt byrjað. Honum tekst að verða mannsbani og áer, að þar er at- vinnugrein, sem honum fellur vel við. 1 auglýsingum um mynd þessa segir, að hún sé afburðagóð og raunsæ. Ekki er það ef til vill ná- kvæm lýsing. Afburðagóð er hún ensan veginn og raunsæ ekki nema að þvi leyti að forin á göt- unni og skiturinn á andliti Billy eru ekta. Það er einkennileg árátta að kalla sýningu á nei- 1 einni svipan var glitklæðunum svift af kúrekanum, glansstigvél- kvæðum eiginleikum raunsæja, einvörðungu af þvi hún sýnir hið neikvæða. Annars skal ekki um það dæmt, hvort hún sýnir Billy i ,,réttu" ljósi. Enda sh'kt með öllu málinu óviðkomandi. Eins og fyrr segir, er mynd þessi engan veginn afburðagóð. en engu að siður er nokkuö gaman að henni. Billy er hressandi skúrkur, sem með algeru samvizkuleysi sinu og kæruleysi gefur umhverfi sinu svip. Samband hans og Berle er einnig þægilega notalegt. Til þess að kvarta um eitthvað má ef til vill segja að myndin sé ekki sérlega vel gerð, en staðreyndin er sú að hún gerir ekki verulegar kröfur til shks. Sem sagt: hressandi og „drulluskltug" afþreying. Viö að horfa á hana fær maöur útrás fyrir þessa kjánalegu löngun til að sulla i drullupollum, skvetta krapaelgnum á bila og skriöa i moldarflögum, sem einhvernveg inn hefur loðað við mann siðan i barnæsku. Hvað ætli áratugirnir veröi orðnir margir þegar drullu- pollarnir hætta að freista? KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — | KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR * *

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.