Tíminn - 21.03.1976, Blaðsíða 15

Tíminn - 21.03.1976, Blaðsíða 15
Sunnudagur 21. marz 1976 TÍMINN 15 Að rækta náttúruna og sjálfan _ • í Gufudalssveit eru nú j I O n'u kæir ' ^Y99^' e'nn ' Þorskafirði, einn í Djúpadal, þrír i Gufudal, einn á Skálanesi og þrír í Kollafirði sinar. Gufudalshreppur er um margt meö einangruöustu sveit- um hérá landi. Fólkið er fátt. Þar var farskóli lengur en á nokkrum öðrum stað Ilandinu, eða þangað til i vetur aðein þremenninganna, Sigrún Harðardóttir tók að sér skóiahaldið. Rafmagn er ekki á bæjunum þrem sem eru I Kolla- firði. Og samgöngur eru mjög takmarkaðar yfir veturinn. En þrátt fyrir að margt sé þarna ólikt þvi sem þau áttu áður að ijúli í sumar fluttust tvær ui.g- ar konur og ungur maður að Kietti í Koilafirði I Gufudals- hreppi i Austur-Barðastrandar- sýslu. Unga fólkið er allt borgar- búar og var algerlega óvant sveitalifi, þegar það hóf búskap. Þau höfðu öll þrjú verið að veltaþvi fyrirsérsittihverju lagi að þau iangaði til að fara að stunda landbúnað og vissu ekki hvert um annað fyrr en leiðir iágu saman og þau báru saman bækur venjast, una þremenningarnir Sara Sigrún Harðardóttir hag sinum vel i Kollafirði. — Fólkið hér er svo undurgott og hjálpsamt við okkur, — þótt það sé alveg gerólikt okkur, sagði Sigrún fyrir skömmu i viðtali við Timann. Þau eruöll á þritugsaldri, syst- urnar Sara og Sigrún Harðardæt- ur, og Jón Sigurjónsson, sem nú búa að Kletti i Kollafirði. Systurnar fæddusti Paris. Sara hefur alið mestan sinn aldur erlendis og lauk fyrir tveim árum B.A. prófi i sögu, félagsfræði og kennslufræðum frá George Washington University i Washington DC. Hún gerðist að- stoðarráðskona i Reykhólaskóla i fyrravetur og fór siðan að kenna þar. Samkennari hennar var Jón Sigurjónsson, sem lagt hefur stund á liffræðinám. Sigrún Harðardóttir er mörgum kunn fyrir söng sinn, en nú er einmitt nýkomin út plata með lögum og textum eftir hana. Sigrún hefúr dvalizt meira á islandi en systir hennar. Hún stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri, og lauk siðan, B.A. prófi við Háskóla islands i frönsku og ensku. Aður en hún flutti vestur i Gufudalssveit, var hún kennari við Menntaskólann i Hamrahlið. — Ég hafði verið að leita fyrir mér að fá rikisjörð til ábúðar, en undirtektir, segir kom i ljós að Sara g Jón höfðu lika áhuga á búskap, og meðan þau dvöldust að Reykhólum, barst okkur þessi jörð upp i hendurnar, - sem við tókum á leigu til f jögurra ára sl. sumar. Þetta varnokkuð dýrt. Við urð- um að kaupa allar vélar og sauð- fé, ög svo höfum við tvær kýr og fimm kálfa. En við fengum lán i Kaupfélaginu eins og gengur. Aldrei hefur skort fólk siðan við fórumaðbúa,oghafa ýmsirvinir og kunningjar heimsótt okkur. Sonur minn Róbert, sem er fimm ára, er hér með okkur, og oft á tiðum sonur Jóns, tveggja ára. Auk þess höfum við þrjá hunda og tvo ketti. Min áhugamál i sambandi við búskap er einkum grænmetis- rækt, en við komum það seint hingað á siðasta sumri, að ég gat ekki tekið til við hana þá. Ég hef hug á að freista gæfunnar nú i sumar, en mér lizt ekki of vel á jarðveginn. Ég ætla mér að nota aðeins lifrænar aðferðir við ræktunina, þ.e.a.s. hafa hvorki um hönd tilbúinn áburð né skordýraeitur. Jón hefur hinsvegar áhuga á fiskirækt og gróðurhúsarækt, og e.t.v. eru möguleikar á sliku hér, þvi það er jarðhiti hér úti i firðin- um. Verkaskiptingin hefur orðið sú, að ég sé að'miklu leyti um störfin innanhúss ásamt Söru, sem m.a. bakar brauðin enda i meyjar- merkinu. En Jón og Sara hugsa um skepnurnar. Aðalstarf mitt er að sjálfsögðu kennslan, en hér eru ellefu börn. Farskóli var hér þangað til i vetur, og sakna ýmsir i sveitinni hans. Það er skiljan- legt, þótt börnin fái nú miklu meiri kennslu en áður. Þvi meðan farskólinn var, höfðu foreldrarnir börnin heima til tólf ára aldurs. Nú eru þau aðeins heima um helgar, en þegar þau eru orðin tólf ára, fara þau i Reykjaskóla, ogsiðane.t.v. i aðra skóla,ogfor- eldrarnir sjá þau ekki allan vet'- urinn, nema e.t.v. um helg ar og á hátiðum. Hér er ekkert sérstakt skóla- húsnæði, en við björgumst eins og við bezt getum, og i stað leikfimi kenni ég börnunum jóga, en ástundun þeirrar iþróttar krefst minna húsnæðis en leikfimi, auk þess sem hún stendur henni sizt að baki. Einnig förum við i borð- tennis. Þegar tómstundir gefast sinni ég stjörnuspeki, en hér er gott að fylgjast með himintunglum og er ég stanzlaust að skrifa niður hjá mér ýmislegt i þvi sambandi. Einnig spyr ég tarotspil og I-ching, sem er kinversk véfrétt. I lögunum á nýju plötunni minni er ég að gera tilraun með að koma á sambandi milli með- vitundar og undirmeðvitundar. Ég er sporðdreki, og það er mjög rikt I þeim, sem fæðast i þvi stjörnumerki, aöreyna að læra að þekkja sjálfa sig. Jón er i nauts- merkinu og Sara meyja. Þetta fer allt nokkuð vel saman enda er meyjan rikjandi hjá mér og einnig hjá Jóni, en sporðdrekinn rikjandi hjá Söru. — Hvers vegna vildir þú búa I sveit? — Mig langaði að komast burt frá menningunni, vera laus við firringuna, mat sem maður veit ekki hvemig hefur verið með- höndlaður. Skemmtanalif hefur ekki verið mér neins virði, svo þess sakna ég ekki. Ég vil vera nálægt náttúrunni og dýrum. Ég vil getað ræktað — bæði náttúr- una og sjálfa mig. SJ. Sigrún og annar kattanna á Kletti Jón Sigurjónsson og sonur hans ásamt smalahundinum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.