Tíminn - 21.03.1976, Blaðsíða 31

Tíminn - 21.03.1976, Blaðsíða 31
Sunnudagur 21. marz 1976 TÍMINN 31 HUOMPLOTUDOAAAR NÚ-TÍMANS Ford vörubílar Höfum fyrirliggjandi FORD vörubíla 7, 9 og 14 tonna frá Bretlandi og Bandaríkjunum. HAGSTÆÐ VERÐ. SVEINN EGILSSON HF FORD HÚSINU SKEIFUNNI 17 SIMI85I00 REYK JAVIK Vinsœldalisti LP-plötur Bandaríkin •••••• •••••♦ :::::: •••••• ••«»•• •••♦•» •••••• •♦•«•• •«•••• •••••* •••••* •••••• •••••♦ ♦••••• •••••• •••••• •••••• •••••• •••••• •••••• ••♦♦•• ••••♦• ♦••♦•• •••••• *♦♦••• •••••• •••••• •••••• •••••• «••♦•• •••••• •••••• ••♦♦•• ♦♦♦♦♦• *♦♦♦♦• •♦•••• 1 1 2 2 3 4 4 6 5 3 6 5 7 7 8 9 9 11 10 12 11 10 12 14 13 8 14 15 15 17 16 16 17 18 18 25 19 21 Eagles — Their Greatest Hits 1971-1975.... Peter Frampton —Frampton Comes Alive Fleetwood Mac......................... Carole King — Thoroughbred............ Bob Dylan — Desire.................... David Bowie — Station To Station...... Paul Simon — Still Crazy, After All These Years.................... Bad Company — Run With The Pack.......... Queen — A Night At The Opera............. Gary Wright — The Dream Weaver........... America—History (Greatest Hits).......... Waylon Jennings, Wiilie Nelson, Jesse Colter, Thompa\ Glaser — The Outlaws Rufus Featuring Cheka Khan.......... BeeGees — MainCourse..................... PhoebcSnow — SecondChildhood............. Earth, Wind & Fire — Gratitude........... Janis Ian — Aftertones................... The Eagles —One Of These Nights.......... Nazareth — Hair Of The Dog.... V......... The Salsoul Orchestra.................... . 3 . 8 .34 . 7 . 9 . 9 ..22 .. 6 ..13 ..31 ..18 eö O >>? SEM meðlimur Grateful Dead hef- ur Jerry Garcia haslað sér völl i sögu rokksins sem einn mesti git- arleikari aldarinnar. Jerry Garcia, hefur verið óumdeilanlegur leið- togi Grateful Dead, enda aðal- lagasmiður og söngvari þeirra. Hinn sérstæði og oft flókni gitar- leikur hans er lika eins konar vöru- merki Grateful Dead. Þó svo að Garcia hafi verið og sé iðinn með Dead, hefur hann þó haft nægan tima til að vinna að sólóplötum og var sú þriðja að koma út og heitir Reflections.Sú plata er án efa bezta plata hans fram að þessu, þvi að á henni er hann á- kveðinn og veit með vissu hvað hann vill fá fram. Það er ekki hægt að segja um hinar, alla vega ekki þá næstu á undan, sem betur hefði aldrei komið út. Tónlistin á Reflections er hrein og ósvikin Grateful Dead-tónlist, þannig að engan ætti að undra þótt Garcia viti upp á hár, hvað hann er að gera. 1 fjórum af átta lögum taka allir meðlimir Grateful Dead þátt i flutningnum, og eru þau lög i anda Dead-platnanna Marz Hotel og Blues For Allah. A hinum fjórum eru aðstoðarmennirnir Nicky Hopkins pianó, Ron Tutt trommur og John Kahn bassi, synthesizer og orgel. Það einkennilegast við þessi lög er það, að þau eru engu minni Dead-lög heldur en hin, þó svo að Garcia sé eini Dead-meðlimurinn, sem .y þar kemur við sögu. Það ætti að sanna, að Jerry Garcia er Grateful Dead og án hans væri hljóm- sveitin ekki til. Það sem ber af á plötunni er git- arleikur Garcia, sem er i einu orði sagt stórkost- legur. Hann leikur átta sóló, sem eru leikin svo tæknilega ólikt, að halda mætti að átta mismun- andi gitarleikarar væru á ferðinni, og þeir ekki af verri endanum. » OS L, .O n -fC <V rg n F*- Js gu M. VIÐ SEM skrifum hljómpiötudóma i Nú-timann, skilgreinum einatt þá tónlist, sem við erum aö fjalla um hverju sinni. i sjálfu sér ættu slikar skilgreiningar aö vera óþarfar, en þar sem stór hiuti lesendahóps okkar hefur ekki tækifæri til að hlusta á plöturnar, neyðumst við til að af- marka tónlistina og flokka hana, ef ske kynni að það hjálpaði einhverjum. Þvi hef ég þennan formála, að slikar skilgreiningar geta verið varasamar, vegna þess að i mörgum tilvikum er harla erfitt að skilgreina tónlistina, fyrir ut- an það að skilgreiningin ein seg- ir aldrei nema hluta sannleik- ans, — og þannig er farið með plötu Phoebe Snow, sem hér er tekin til umfjöllunar. t rauninni eru bara til tvær > gerðir af tónlist — góð og slæm — og ég set tónlist Phoebe Snow strax i fyrri flokkinn. Eigi ég hins vegar að skilgreina tónlist hennar frekar, er mér vandi á höndum. Ég get fullyrt, að jazz- áhrif eru mikil i tónlistinni , að bluesáhrif séu nokkur, og að það örli á souláhrifum. Þó segir þetta ekkert — eða er það? Til enn frekari áréttingar skal upp- lýst, að tónlist hennar er óraf- mögnuð. Skýrir það myndina? Sjálfum finnst mér allar þess- ar skilgreiningar segja mjög takmarkað um tónlistina á þessari plötu • Phoebe Snow, Second Childhood, þvi tónlist hennar er það sérstæð. (Þó er þetta engin framúrstefnutónlist, ef einhver kynni að álykta svo.) Það eru margir samverkandi þættir, sem gera plötuna merki- lega — ég vil fyrst nefna söng- inn: — Phoebe Snow hefur mikla rödd, kann að beita henni og beitir henni á sérstæðan hátt. 1 öðru lagi er hljóðfæraleikurinn á plötunni mjög fágaður og fell- ur vel að heildarmynd laganna. 1 þriðja lagi má svo nefna „stil- inn”, sem fellur mér afskaplega vel. Second Childhood er mjög róleg plata, lögin eru öll, utan þrjú, eftir söngkonuna sjálfa, svo og textar við eigin lög eftir hana sjálfa. Þótt mér finnist lög hennar vera góð, þá verð ég að viðurkenna, að tvö af þremur utanaðkomandi lögum plötunn- ar falla mér sérstaklega vel i geð. Lögin eru bæði komin til ára sinna og tilheyra perluflokki jazztónlistarinnar. Þetta eru lögin „There’s A Boat That’s Leaving Soon For New York” eftir Gershwin-bræðurna og „No Regrets” eftir H. Tobias og R. Ingraham. Túlkun Phoebe Snow á þess- um gömlu og góðu jazzlögum er einstök, og ég efast um að fram hafi komið á siðustu árum jafn hæf ileikamikil jazzsöngkona. — G.S. KONI höggdeyfar nýkomnir i Mercedes Benz 200-280 (aftan). Birgðir takmarkaðar. Pantana óskast vitjað. ARMÚLA 7 - SÍAAI 84450

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.