Tíminn - 21.03.1976, Blaðsíða 8
8
TÍMINN
Agatha Christie dó alveg eins
og hún hafði óskað sér: i stóru,
útskornu trérúmi frá Viktoriu-
timabilinu, heima hjá sér i
„Winterbrook-House”, glæsilegu
setri skammt frá Oxford.
Fyrir skömmu sagði hún i
gamansömum tón: — Ég er búin
að vera i nánum kunningsskap
við dauðann undanfarna háifa öid
og komið áttatiu manns fyrir
kattarnef. Verið þvi i guðs bænum
ekki að gera neitt veður út af þvi,
þegar ég dey.
Samt voru fánar dregnir i hálfa
stöng á dánardegi hennar, 12.
janúar 1976. Hundruð manna
söfnuðust saman fyrir utan háa
járngrindahliðið á sveitasetri
hennar. Og þegar „Músagildran”
var sýnd I 9611. sinn í St. Martins
leikhúsinu um kvöldið, risu leik-
húsgestir lotningarfullir úr sæt-
um sinum að lokinni sýningu.
Þetta hefði alls ekki verið að
skapi Agöthu Christie, sem var 85
ára, er hún lézt. Hún hataði að
vekja á sér almenna athygli.
— Ég ætlaði aldrei að verða
fræg. Ég er á móti þvi að teknar
séuafmér myndir eða verið sé að
spyrja mig spurninga. Ég viður-
kenni, að ég gat ekki stillt mig um
að myrða. En mér fannst ekki
nærri eins gaman að skrifa og að
finna út morðaðferðirnar. En
hvað átti ég að gera, þegar
stormur og rigning var úti og
maðurinn minn vildi endilega
leysa krossgátuna i „Times”? Ef
ég hefði vitað, hvað það er erfitt
að finna sifellt slungnari morðað-
ferðir, hefðiég haldið áfram i tón-
listinni.
Hún hefði án efa ekki náð eins
góðum árangri á þvi sviði eins og
kom i ljós, þegar hún kom fram i
fyrsta og siðasta sinn, fyrir um
það bil 70 árum.
t tónleikasal tónlistarskólans i
Paris gengur hin unga og granna
Agatha Miller upp á pallinn.
Skólasystkin og ættingjar skipa
salinn. Agatha kinkar kolli til
pianóleikarans, forspilið hefst og
lagið byrjar, „Silungurinn” eftir
Schubert. Tónarnir koma auð-
veldlega, en þýzku orðin ekki á
sama hátt. Nokkrar stúlkur i
áheyrendasalnum flissa lágt.
Agatha, sem enn er örugg með
sig, reigir höfuðið og syngur lagið
til enda.
Kurteist lófatak, sem hún tekur
hjartanlega á móti. Hún er búin
að æfa sig sex klukkustundir á
dag undanfarna mánuði. Kennar-
inn er lika hrifinn af sópranrödd
hennar. En hann reynir
árangurslaust að fá hana ofan af
þvi að syngja hetjusöngva. Hún
syngur Wagner-ariu sem auka-
lag. Þar á hún vissulega ekki
heima. Flissið i salnum verður
stöðugt meira áberandi. Hún yfir-
gefur sviðið, blóðrauð i framan.
— Ég hefði helzt viljað sökkva I
jörðina, ég skammaðist min svo
mikið. En ég sá á þessum mistök-
um, að ég hafði ekki hæfileika til
aö vinna fyrir mér sem söngkona.
Reyndar þurfti hún ekki að hafa
neinar áhyggjur af lifinu. Faðir
hennar, af bandarisku bergi brot-
inn, hafði orðið efnaður á kaup-
hallarviðskiptum og lét eftir sig
nóg til þess að ekkja hans og
dæturnar tvær gátu lifað
áhyggjulausu lifi.
— Ég var sjö ára, þegar pabbi
dó. Eftir það lifðum við þrjár á
landsetri okkar „Greenway
House” iDevonshire. Það vardá-
litið ógnvekjandi hús i óhugnan-
legu umhverfi. Sérstaklega i
þrumuveðri.
Þetta hús i hallarstil, undir
risastórum laufkrónum, gæti ver-
iðklippt út úr sakamálasögunum,
sem Agatha Christie skrifaði
seinna . Það gnæfir á grænni hæð,
sem hallar afliðandi niður að
smáfljótinu Dart.
— Ég hafði mjög auðugt
imyndunaraflstrax sem barn. Ég
hljóp oft i þrumuveðri út i skóg,
settist undir tré og fann upp
morðsögur, meðan eldingum
laust niður allt i kring. Svo sagði
ég vinnustúlkunni og móður
minni sögurnar á kvöldin.
Vinnustúlkan var lengi vel eini
áheyrandinn. Eldri systir Agötu
gekk i heldri manna skólann
Hún varð
frægari
oa ríkari
með hverju
morðinu
Siðasta myndin af drottningu sakamálasagnanna tckin af mcðiimi brezku konungsfjölskyidunnar, Lord
Snowdon. Agatha hafði verið gift fornleifafræðingnum Max IVIallowan i 45 ár.
Sunnudagur 21. marz 1976
„Rodean-College”, og mamma
vildi alls ekki heyra neinar hryll-
ingssögur.
— Ég ræð einkakennara. Þá
hættirðu ef til vill að hugsa um
þetta! sagði hún. Agatha vildi
heldur fara i venjulega skóla.
— Kemur ekki til mála! sagði
móðirin. — Eða viltu verða eins
nærsýn og systir þin?
Móðir hennar hafði fengið þá
flugu i höfuðið, að systir hennar
sæi illa, vegna þess hvað lexiurn-
ar hefðu verið erfiðar.
— Þú verður að vera eins mikið
oghægt er i fersku lofti, svo að þú
verðir heilbrigð.
Agatha var lengi heilbrigð. Hún
var móður sinni ætið þakklát fyrir
það. En hún gat aldrei alveg fyr-
irgefið henni að hún átti aldrei
nein skólaár og engar vinkonur.
Á óperusýningu uppgötvaði hún
skyndilega áhuga sinn á tónlist,
og taldi móður sina á að leyfa sér
að fara til Parisar. Þar bjó hún
hjá ættingjum, sem gættu hennar
og hugsuðu um hana, og henni
leiddist afskaplega.
— Ég lifði lifi vel upp alinnar
dóttur betri borgara. Það voru
haldin teboð, þar sem dansað var,
og ég æfði mig á pianó, fékk
málamyndakennslu og fór i söng-
tima. Ég var óánægð og þráði
eitthvert atvik, sem myndi breyta
lifi minu.
Atvikið kom. 1914, þegar
Agatha var !24 ára, brauzt fyrra
striðið út.
— Ég bauð mig fram sem sjálf-
boðaliða við hersjúkrahúsið i
Chartres. Þar fékk ég hlutverk,
sem gerði mig i fyrsta skipti
ánægða.
Einn af hermönnunum, sem
hún annaðist, var glæsilegur flug-
foringi, Archibald Christie að
nafni.
Agatha var heilluð af persónu-
töfrum hans, sem komu meira að
segja fram i sjúkrarúminu.
Archibald hreifst fyrst af mjúku,
svölu höndunum hennar, siðan af
öllu öðru.
Aður en hann fór aftur á vig-
stöðvarnar, kvæntist hann Agötu.
Það var lika eins gott, þvi að fjór-
um vikum eftir að hann var far-
inn, tókhún eftir þvi, að hún átti
von á barni. Hún pantaði simtal
til Englands.
— Eftir átta mánuði verður þú
amma, sagði hún umsvifalaust,
eins og hennar var vandi við
móður sina.
Mömmu hennar varð svolitið
bilt við: — Þurfti þetta nú að
koma fyrir, barnið gott?
Agatha gat ekki svarað þvi.
Archibald var fyrsti karlmaður-
inn i lifi hennar. Hvaðan átti hún
að hafa fengið reynslu?
— Láttu nú ekki meiri flónsku
henda þig! sagði móðir hennar i
viðvörunartón, og sendi systur
hennar til Chartres til að vera til-
vonandi móður til aðstoðar.
Oafvitandi lagði mamman
grundvöllinn að rithöfundarferli
dóttur sinnar með þessari ráð-
stöfun. Það atvikaðist þannig:
Agatha naut trausts á sjúkra-
húsinu, og var þvi látin hafa lykil
að meðalaskápnum. Þetta átti
heldur en ekki vel við auðugt
imyndunarafl hennar, og hún sat
á nóttunni og ihugaði
gaumgæfilega
utanáskriftirnar, sérstaklega
þegar hauskúpa var lika á glas-
inu. Hún las sér lika til um alls-
kyns eiturtegundir, og varð brátt
vel að sér á þessu sviði.
Systir Agöthu fékk starf sem
aðstoðarstúlka i sjúkrahúsinu, og
þær komu þvi þannig fyrir, að
þær væru sem oftast saman á
næturvakt. Eyddu þær þá timan-
um i að lesa allar sakamálasögur,
sem þær náðu i, og voru mjög
ergilegar, þegar þær sáu augljós-
lega eftir nokkrar siður, hver
morðinginn var.
Einu sinni sagði systir min við
mi: —Ég þori að veðja, að þú get-
ur skrifað svona bækur betur en
Conan Doyle.
Agatha hafði ekkert út á Sher-
lockHolmesaðsetja,en hún hafði
gaman af að veðja, svo að hún tók
áskoruninni.
En hvaðan átti hún að fá efni i