Tíminn - 21.03.1976, Blaðsíða 20
20
TÍMINN
Sunnudagur 21. marz 1976
Sunnudagur 21. marz 1976
TÍMINN
21
Þá var búið stórbúi
»
á Vífilsstöðum
— Rætt við Björn Konráðsson, fyrrum ráðsmann
á Vífilsstöðum, og Signhild konu hans
eiginlegum þörfum, svo að segja í
einni svipan: skólum, heilbrigðis-
þjónustu, barnaleikvölium og
öðru sliku, sem óhjákvæmilegt er
að sé til staðar i bæjum, að ekki sé
minnzt á jafnsjálfsagða hluti og
sameiginlega vatnsleiðslu og
skolpræsakerfi. Allt kostar þetta
mikið fé, og það reynir lika mikið
á árvekni þeirra sem með völdin
fara i slikum bæjarfélögum, að
vera alltaf viðbúnir hinu öra að-
streymi fólks.
Hofsstaðaætíin
— Þú nefndir áðan hestaverk-
færin, sem þið notuðuð á Vifils-
stöðum. Voru þá ekki alltaf all-
mörg hross á búinu?
— Það voru alltaf til sex góðir
dráttarhestar, sem voru notaðir
til vinnu flesta daga ársins, nema
rétt um háveturinn. Með þeim
var unnið að heyskapnum á
sumrin, og við jarðvinnsluna
haust og vor. — Þegar dráttarvél-
arnar komu til sögunnar, ger-
breyttist allt, Siðustu árin voru
þrir til fjórir traktorar á búinu.
— Fækkaði þá ekki starfsfólki?
— Jú, jú. Dráttarvélarnar voru
svo fljótar og stórvirkar, að fólki
sem vann að heyskap fækkaði um
helming, eða rösklega það.
En nú er allt þetta liðin tið, og
enginn búskapur lengur á Vifils-
stöðum.
— Þú værir kannski vis að segja
méreitthvað um sjálfan þig, fyrst
við eruin búnir að fylgja bú-
skapnum á Vifilsstöðum á leiðar-
enda?
— Það er nú fljótgert. Ég er
Skagfirðingur að uppruna, fædd-
isti Oslandshlið 6. desember 1894,
fór i búnaðarskólann á Hólum og
útskrifaðist þaðan árið 1919. Svo
nam ég búfræði i Noregi og
Danmörku árin 1920 til 1922, með-
al annars i búnaðarháskólanum á
Asi i Noregi, eins og ég gat um
hér að framan.
Ég er af hinni kunnu Hofsstaða-
ætt i Skagafirði. Móðir min var
Sigriður Björnsdóttir frá Hofsstöð
um. Björn afi minn, sem ég var
skirður i höfuðið á, átti allmörg
börn, en sum þeirra dóu i æsku,
Auk móður minnar komst upp
stúlka, sem Pálina hét, og giftist
Jónasi bónda á Syðri-Brekkum,
Þau voru foreldrar Hermanns
heitins Jónassonar, fyrrum for-
sætisráðherra. Þannig vorum við
Hermann systrasynir. Fleiri voru
systkin móður minnár, og bjuggu
tvöþeirra i Hofsstaðaseli i Skaga-
firði, sitt i hvoru lagi. Þau hétu
Anna og Sigurður. Sigurður eign-
aðist aðeins eina dóttur barna.
Hún heitir Björg og giftist hingað
til Reykjavikur, Sigurði Gisla-
syni. Hann var lögreglumaður i
Reykjavik um langt skeið. Mikill
mannkostamaður ognaut trausts
og virðingar i störfum sinum.'
Hann er látinn fyrir nokkrum ár-
um. — Það þýðir annars varla að
ég sé að rekja ættina lið fyrir hð,
þvi að fáir hafa not af sliku nema
þeir.sem vita þetta hvort sem er.
Móðir móður minnar hét Mar-
grét Pálsdóttir, og var dóttir Páls
bónda á Syðri-Brekkum, þess er
mikið komst i kast við
Bólu-Hjálmar á sinum tima, enda
var Páll hreppstjóri sveitar sinn-
ar.
— Eitthvað mun þaö hafa hald-
izt i ættinni að vera i fyrirsvari á
opinberum vettvangi?
— Ja, ef þú átt við mig, þá er
það svo,. að ég var kosinn i
hreppsnefnd Garðahrepps árið
1931, og var þar þangað til 1970,
en hætti þar það ár. Nú heitir
þetta bær en ekki hreppur.
Ég var oddviti hér frá
1931—1958, og i sýslunefnd Gull-
bringusýslu frá 1931. Svo hef ég
verið i stjórn Búnaðarfélags
Garðahrepps og lika i stjórn Bún-
aðarsambands Kjalarnesþings,
— hvort tveggja vist i ein þrjátiu
ár, eða svo. — En þótt ég pvari
svona, af þvi að þú spurðir, þá
máttu samt ekki halda að sam-
skipti min og sveitunga minna
hafi verið eitthvað lik skiptum
þeirra Páls langafa mins og
Bólu-Hjálmars forðum. Timarnir
hafa breytzt, — og sem betur fer
að mörgu leyti til batnaðar.
Húsfreyja með tuttugu
manns i heimili
— Við erum nú búnir að spjalla
svo margt, Björn, aö ég má til
mcö aö segja fáein orö viö frúna,
Signhild Soffiu. Hvemig undir þú
Þetta er fyrir daga dráttarvélanna. Maöur, hestur og múgavél úti á túni. Hesturinn, sem dregur vélina, •
hét Tvistur og var meö beztu dráttarhestunum á Vifilsstööum um sina daga.
Vifilsstaðaspitali. Björn Konráðsson fræddi okkur á þvi, aö húsiö til hægri væri leguskáli, starfsmannahús til vinstri.en Ibaksýn sæii toppinn áVIfilsfelli.
Gamall Ford-bill, sem eitt sinn var notaöur i þágu sjúkrahússins á
Vifilsstööum, en gekk síöar til Vifilsstaöabúsins, þar sem lians naut
lengi viö.
—
Þau hafa búiö á Vifilsstöðum og i næsta nágrenni um hálfrar aldar skeiö, og rösklega þó. Frú Signhild
kom hingaö frá Færeyjum kornung stúlka, aðeins átján ára gömul, —og sannarlega hefur hún skilaö is-
landibæði miklu og góöu dagsverki. — Tlmamynd GE.
tóku mikinn túna. En eftir 1929
þurfti aldrei að kaupa mjólk að,
þvi aö þá voru kýr staðarins orðn-
ar á milli fimmtiu og sextiu og
urðu enn fleiri siðar, eins og ég
sagði áðan. Þegar flest var, voru
þar sjötiu mjólkandi kýr, en þá
voru um hundrað gripir i fjósi,
þegar ungviði er meðtalið.
Dráttarvélarnar ger-
breyttu öllu
— Þurfti ekki margt fólk til
þess að annast þetta stóra bú?
— Ég gerðist ráðsmaður á
Vifilsstöðum vorið 1923, nýkom-
inn ofan úr Borgarfirði. Þá var
ráðsmaður á Vifilsstöðum Þor-
leifur heitinn Guðmundsson, mik-
ill dugnaðarmaður. Það var hann
sem undirbjó þá miklu ræktun,
sem siöar átti eftir að verða
þarna. Hann lét ræsa fram Vetr-
armýrina og vinna ýmis önnur
undirbúningsverk að ræktun. —
Jú, það var alltaf margt kaupa-
fólk á sumrin, og aö vetrinum
þurfti þrjá til fjóra vetrarmenn til
þess að hirða fjósið og sjá um
mjaltir.
Ekki leið á löngu áður en vél-
ar fóru að létta undir, en framan
af árum var ekki um annaö að
ræða en hestaverkfæri, hvort sem
var til heyskapar eða jarðvinnslu.
Upp Ur 1920 fóru góöar heyvinnu-
vélar að koma, þá var Arni G.
Eylands starfandi hjá Búnaðarfé-
lagi Islands og SÍS, og starfsemi
hans er svo kunn, að óþarft er aö
ég sé að rekja hana hér. Góöar
sláttu- og rakstrarvélar flýttu á-
kaflega mikið fyrir og þóttu hinir
mestu kjörgripir, þótt þær væru
dregnaraf hestum en ekki knuöar
með bensini eins og seinna varö.
Siðan liðu tuttugu ár. Um 1940
fóru dráttarvélarnar að flytjast,
og þá gerbreyttist allt. Afköstin
jukust svo stórlega, að ekki er
hægt að kalla það neitt annað en
byltingu.
— Menn hafa fljótlega lært aö
fara meö þessar nýju vélar?
— Já. Ég var svo heppinn að
MARGT HEFUR verið rætt og
ritað um Vifilsstaði, bæði hér i
blaðinu og annars staðar. Eins og
lesendur Timans rekur ef til vill
minni til, hefur höfundur þessa
greinarkorns lagt þangað leið oft-
ar en einu sinni, og meira að
segja rætt við yfirlækni staðarins
i útvarpi.
— Þessar viðræður hafa átt það
sameiginlegt, að þar hefur nær
eingöngu verið f jallað um sjúkra-
húsið á Viflsstöðum og það
læknisfræðilega starf, sem þar
hefúr verið unnið á siðustu árum,
eöa er unnið á liðandi stund. Hins
vegar hefur ekki verið gerð grein
fyrir búskapnum á Vifilsstöðum,
— sem vissulega var ekki neitt
smár i sniðum — og þvi, hversu ó-
ræktuðu umhverfi staðarins var
breytt i blómleg tún, sem nú
blasa við augum vegfarenda.
Þegar Vetrarmýrin
varð að túni
En nú stendur til aö bæta að
nokkru fyrir téða vanrækslu.
Blaðamaður hjá Timanum var
svo heppinn að ná tali af Birni
Konráðssyni, ekki alls fyrir
löngu, og fá að leggja fyrir hann
nokkrar spurningar, hverjum
Björn svaraði vel og skilmerki-
lega. Og það var ekki komið að
tómum kofunum, eins og vita
mátti fyrirfram, þvi að Björn var
ráðsmaður á Vifilsstöðum ein
fjörutiu ár eða svo, og veit þvi
flestum mönnum betur það, sem
blaðamanninum lék hugur á aö
fræðast um.
Aö svo mæltu er bezt að byrja á
spurningunum:
— Hvenær geröist þú ráösmaö-
ur á Vifilsstöðum, Björn?
— Það var vorið 1923.
— Þá hefur veriö ööru visi um-
horfs þar en nú er?
— Já, það var eðlilega harla ó-
likt. Túnið er litið, en þó hafði
gamla Vifilsstaðatúnið veriö
endurbætt og stækkað dálitið, en
það haföi áður veriö talið gefa af
sér hálft annað kýrfóður. Rækt-
unaröldin var að ganga i garð.
Þúfnabaninn var nýlega kominn
til landsins, og hann var stórvirkt
jarðvinnslutæki. Þegarégkom að
Vífilsstöðum, var þúfnabaninn
nýbúinn að vinna Vetrarmýrina,
en svo hét landspilda á milli hæð-
anna norðan við hælið. Hún var
um þrjátiu hektarar að stærð.
Mýrin var ákaflega votlend, þar
þurfti að gera skurði, en annars
var erfitt um framræslu, þvi að
þetta er gamall vatnsbotn, sem
aðfok hefur gert að blautri forar-
mýri. Einu sinni eða tvisvar lenti
þúfnabaninn i diki, sem erfitt
reyndist að koma honum upp úr,
þvi að hann var mjög þungt tæki.
Og nú gerðist nokkuð merki-
legt: Þegar þessi mýrarsvakki
sleppti úr sér vatninu, sem hann
hafði geymt öldum saman, lækk-
aði yfirborð landsins stórlega,
talsvert á annan metra. Landið
seig. Frændi minn, Valtýr heitinn
StefánsSon, siðar ritstjóri, sem þá
vann hjá Búnaöarfélagi tslands,
mældi landspilduna og gerði kort
af henni, og sagöi, að hún hefði
sigið hálfan annan metra. Skýr-
ingin á þessu mun hafa verið sú,
að landið var i rauninni syndandi
plata ofan á tjörn. Þetta hafði
meðal annars þær afleiöingar i
för með sér, að ailtaf þurfti að
halda skurðunum við, til þess að
„Mýrin” væri viðunanleg um-
ferðar, svo mjög sem hún var
lægri en landið i kring.
Næstu árin var unnið sleitu-
laust að þvi að rækta Mýrina upp,
og um 1925—1926, var hún öll orð-
in að túni.
Þrjú þúsund hestar heys
— hundrað gripir i fjósi
— Hversu mikill var heyskap-
urinn á Vifilsstööum á þessum ár-
um ?
— Hann fór smám saman vax-
andi, eftir þvi sem meira var
ræktað, og þegar mest var, mun
láta nærri að hann hafi veriö
rösklega þrjú hundruð hestburð-
ir. Meginhluti þess heys var af
Vetrarmýrinni, þótt holtin og mó-
arnir i kring væru lfka tekin til
ræktunar.
— Var þetta gott land til rækt-
unar?
— Það var ekki svo slæmt, en
mjög mikið verk var að hreinsa
grjótið af melunum. Aður hefur
þetta allt verið kjarri vaxið land,
eins og enn má sjá i hæðunum i
kringum Vifilsstaði. Rofabörðin
þar i grenndinni sýna, að þar
hefur verið meira en meters
þykkur jarðvegur. Það voru svo
þessi blásnu börð og melar, sem
við tókum til ræktunar, og gafst
yfirleitt vel. Ræktað land i kring-
um Vifilsstaði er rétt um sextiu
hektarar, þegar allt er talið.
— Hvað höföuö þiö svo stórt
bú?
— 1 upphafi voru kýrnar á milli
tiu og tuttugu, á meðan Þorleifur
heitinn Guðmundsson var ráðs-
maður á Vifilsstöðum. Eins og
kunnugt er, tók búið til starfa áriö
1916, enda voru fyrstu gripahúsin
byggð það ár. Fyrstu árin varð að
kaupa þvi nær allt heyið, en rætt-
istúrþvismátt ogsmátt, eftirþvi
sem túnræktin óx og fleiri melar i
kringum hælið urðu að túni.
— Kúnum hefur svo lika farið
fjölgandi?
— Já, það liðu ekki mörg ár,
þangað til þær voru orðnar þrjá-
tiu. Fyrst var byggt fjós fyrir
átján kýr, en bráðabirgðahúsnæði
notað, þegar fleiri kýr voru, eink-
um að sumrinu. Seinna var þetta
fjós stækkað tvisvar. Arið 1925
var stærð þess tvöfölduð, svo það
tók þrjátiu og sex gripi, og 1928
var enn aukið við, svo eftir það
rúmuðust þar sjötiu og tveir naut-
gripir innan veggja. En þá var
heyskapurinn lika orðinn mjög
mikill, og langt frá þvi að nokkru
sinni þyrfti að kaupa hey eftir
það.
— Dugöi þessi búskapur til
þess aö fæöa alla sem á hælinu
voru, sjúklinga og starfsfólk?
— Fyrstu árin, og allt fram til
ársins 1928, þurfti að kaupa mikla
mjólk. Hún var aðallega keypt á
sveitabýlunum i grenndinni, og
henni ekiö á hestvögnum heim að
Vifilsstöðum. Þá var ekki farið að
gerilsneyða mjólk. Þessir
mjólkurflutningar voru erfiðir og
hafa kynnzt dráttarvélum Uti i
Noregi árin 1920 og 1921. Ég var
þá f búnaðarháskólanum á Asi, og
þar voru dráttarvélar notaðar, og
eins á hinum stærri bændabýlum
i landinu. Dráttarvélarnar á Ási
voru viðs vegar að, sunnan úr
Evrópu, og ein vestan frá Banda-
rikjunum, litill beltatraktor, sem
hét Cleveland. Með þessum vél-
um fengum við að vinna, strák-
arnir sem vorum i jarðræktar-
deild skólans.
— Við minntumst áöan á vetr-
arhirðingu i fjósi. Þurftuö þið
ekki lika aö handmjólka allar
þessar kýr?
— Fyrstu árin, jú, en árið 1928
fengum við mjaltavélar frá
Alfa-Laval i Stokkhólmi, — ein-
mitt árið sem kúnum fjölgaði
mest hjá okkur. Þetta gerði
mjaltirnar vitaskuld miklum
mun léttari.
Þá sást ekki til sjávar
fyrir skógi
— Var ekki lika einhver sauö-
fjárbúskapur á Vifilsstöðum?
— Nei, sauðfé höfðum við
aldrei. Landið i kringum Vífils-
staði, hraunið og hliöin, er með
talsverðum birkiskógi. Það var
allt girt og friðað, og þar fékk
engin sauðktnd að koma. Sauð-
fjárbúskapur kom þvi aldrei til
greina á Vffilsstöðum, eftir að ég
fór að þekkja til þar. — Þessi frið-
un hefur gert ákaflega mikið gott,
birkið er i stöðugum vexti, Skóg-
ræktarfélag Reykjavíkur hefur
plantað skógi i hliðina i stórum
stil, og ég er sannfærður um, að
eftir svo sem hálfa öld, eða
kannski tæplega það, verður
kominn þarna stórvaxinn skógur,
hæfur til húsagerðar.
Fyrr á timum voru Vifilsstaðir
taldir góð sauðfjárjörð, þvi að féö
gekk sjálfala meginhluta vetrar-
ins i hrauninu og hliðinni. Má
nærri geta, hvort það hefur ekki
komið niður á skóginum. Svo var
heilsuhælið byggt þar árið 1910.
Björn Konráösson. — Timamynd:
hag þinum á Vifilsstööum allan
þennan tima, Signhild?
— Agætlega, þar er prýðilegt
að vera, og hefur alltaf verið þar.
Þar var og er sérlega gott fólk.
— En var þetta ekki ákaflega
umsvifamikið og erfitt?
— Það voru sjaldan færri en
tuttugu manneskjur I heimili, og
stundum fleiri, Þegar fæst var
orðið um háveturinn, og fólkið
komið niður I tiu manns, eða um
það bil, fannst mér orðið fátt i
kringum mig! Við hjónin áttum
fjögur börn, og svo var vinnufólk-
ið þar fyrir utan.
— Varst þú aldrei neitt hrædd
viö aö vera meö ung börn i þessu
nágrenni viö sjúklinga, sem þjáö-
ust af hættulegum og smitandi
sjúkdómi?
— Nei, það var ég ekki. Þótt
það kunni að þykja undarlegt, þá
var ég aldrei hrædd um að börnin
min smituðust af berklum, enda
varð það ekki.
— Hvað varst þú gömul, þegar
þú komst hingaö til tslands frá
Færeyjum?
— Átján ára, —■ og hef verið hér
siðan, — næstum allan timann á
Vifilsstöðum. Húsið okkar, sem
við byggöum fyrir nokkrum ár-
um, — þar sem við erum núna
stödd — er ekki nema spölkom
fyrir neðan sjúkrahúsið. Eftir að
við fluttumst hingað fór ég að
vinna á Vifilsstöðum, og geri það
enn, þrjú kvöld i viku, svo ég er
alls ekki laus úr tengslum viö
þann ágæta stað, þótt ég eigi ekki
lengur heima þar. Mér finnst á-
kaflega gaman aö geta komið
þangað og unni þar þessi kvöld,
það er mér andleg heilsubót.
— Þaö er nú ekki neitt smá-
ræöi, sem þiö hjónin hafið komið i
Starfsmannahús Vifilsstaöabúsins var byggt 1926—1927. Til vinstri viö
starfsmannahúsið sést hluti af fjóshlööu.
GE.
verk um dagana. Finnst þér ekki
aö þetta hafi verið langur og
strangur starfsdagur, þegar þú
litur um öxl?
— Liklega hefur þetta verið
erfitt, en við fundum ekki mikið
til þess á meðan á þvi stóð. Okkur
fannst þetta gaman, við fundum
bæði að við unnum ekki til einsk-
is, og við vorum svo lánsöm að
eiga alltaf samvinnu við ágætt
starfsfólk.
— Þér hefur ekki fundizt þú
einmana i framandi landi?
— Ég fann ekki mikið til þess,
enda var alltaf mikið af Færey-
ingum á Vifilsstöðum, bæði á bú-
inu hjá okkur hjónunum, og eins á
sjúkrahúsinu. Þessi tengsl hald-
ast enn þann dag i dag. Núver-
andi forstöðukona á Vifilsstöðum
er frá Fææreyjum.
— Þú hlýtur að hafa tengzt
Vifilsstööum ákaflega sterkum
böndum, þar sem þú hefur átt þar
hcima siðan þú varst ung stúlka
innan viö tvitugt?
— Já, sannarlega, — bæði
Vifilsstöðum og fólkinu þar, Helgi
Ingvarsson, fyTrverandi yfir-
læknir á Vifilsstöðum, og Guðrún
Lárusdóttir kona hans, eru ein-
stakar afbragösmanneskjur, sem
hljóta að vekja virðingu og aðdá-
un allra, sem þeim kynnast. Börn
þeirra hjónanna léku sér með
börnum okkar, og enn finnst mér
næstum eins og ég sé að heilsa
börnunum minum, þegar ég hitti
börn þeirra Guðrúnar og Helga.
— Þú eri þá ánægö, þegar þú
litur yfir annasama starfsævi
þina hér á íslandi?
— Já, það er sannarlega ekki
ástæða til annars, eftir að hafa
fengið aö kynnast og vinna með
svona ágætu fólki.
—VS.
eins og kunnugt er, — það tók til
starfa i september um haustið
en þá voru Vifilsstaðir ekki taldir
nema eins og hvert annað smá-
kot. Nokrkir bæir voru i grennd-
inni, en þó ekki margir. Næstir
voru Hofsstaðir, þar sem sagan
segir að Vifill landnámsmaður
hafi byggt hof sitt. Og fyrst ég
minntist á Vifil sakar ekki að ég
rifji upp gömlu sögnina um að
hann hafi þurft að ganga upp á
hæðirnar fyrir ofan bæ sinn, —
sumir segja Vifilsfell — til þess að
sjá tii sjávar, hvort hægt væri að
róa. Hann sá nefnilega ekki til
sjávar að heima frá sér fyrir
birkiskóginum, sem þakti allar
hæðir og lautir i kringum bæinn.
Auðvitað er þetta þjóðsaga, en
hún þarf ekki að vera ósönn fyrir
það. Birkið hérna fyrir utan
gluggann hjá mér sýnir svo ekki
verður um deilt, að skógur getur
þrifizt vel hér á Flötunum ef hann
fær að vera í friði. Trén min eru
ekki nema þrjátiu ára, þau elztu,
og sum talsvert yngri, og þá má
nærri geta, hvemig gróðurinn
hérna hefur verið, þegar landið
hafði staðið ósnortið um þúsundir
ára.
Fyrir utan Hofsstaði voru bæ-
irnir Arnarnes, þar sem glæsileg-
ar byggingar hafa risið á siöari
árum,og Hraunsholt. Ekki em þó
þessar bæjarleiðir langar, að
minnsta kosti ekki þegar miðað
er við dreifbýli, eins og það gerist
viða annars staðar. A milli Vifils-
staða og Hofsstaða er ekki nema
einn kilómetri, frá Hofsstöðum að
Arnarnesi er örlitið lengra, og á-
lika langt að Hraunsholti. Siðan
voru Fifuhvammur eða Hvamm-
kot, og Digranes, en eftir það
vom ekki neinir bæir fyrr en i
Reykjavik.
— Þaö er oröiö harla ólikt um
að litast hér nú, en var þegar þú
komst fyrst á þessar slóðir.
— Já, heldur betur. Fallegir
bæir, eins og Kópavogur og
Garðabær, hafa risið þar sem
áður vom ber holt eða grjótflák-
ar. En svo snöggri uppbyggingu
þéttbýlis fylgja margir annmark-
ar. Það er hægara sagt en gert aö
sjá fjölda fólks fyrir öllum sam-