Tíminn - 28.03.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.03.1976, Blaðsíða 1
Aætlunarstaðír: Blönduós — Sigiuf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bildudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- ■ hólmur—Rif .Súgandafj! Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 24 ásiglingar Tuttugu og fjórum sinnum hefur Bretum tekizt að sigiu ú Islenzk varðskip i landhelgisstriðinu til þessa. A bls. II er birt yfirlit yfir ásiglingar Breta og getiö um tjón hvcrju sinni. Stefnið á myndinni hér til vinstri er stefni varð- skipsins Þórs, sem hefur orðið harðast fyrir barðinu á ásigl- ingarstefnu Breta. Myndirnar hér fyrir ofan og neðan sýna svo eina ásiglingu á varðskipið Þór.lTImantyndir: Gunnar og Flosi Asmundsson) Þaö skal tckið fram að yfirlitiö inni í blaðinu var unnið fyrir siðustu ásiglingu á Baldur, þannig að þaö nær aöeins til 23ja ásiglinga. Engin síldveiði í Norðursjó í vor? gébé Rvik — Það stefnir allt að þvi að skipin verði bundin i höfn i sumar, sagði Kristján Ragnars- son framkvxmdastjóri l.iú, þegar hann var spurður um hvað yröi gert ef sildveiðikvóti sá sem islendingum var úthlutaö i Norðursjó fyrstu 6 mánuði ársins l!)7t> verði fluttur til haustsins. — Við kunnum engin svör við þvi livað gert verður við skipin, — sagði hann, — sjávarútvegs- ráðherra heur verið að tala um veiðar á loðnu, kolmunna og spærlingi i sumar, en þaö eru ntiklir annntarkar á slikri veiði þar scnt kostnaður fer langt fram úr aflavcrðmæti. Oliueyösla er mikil á þessum veiðum vegna þess hve ntikill togkraftur er notaöur og oliuverðið hátt og er þvi útilokað að gera út á stíkar veiðar, sagði hann. Eins og kunnugt er, var islend- ingum úthlutað fimm þúsund tonna kvóti til sildveiði i Norður- sjó fyrstu sex mánuði ársins 1976 á fundi Norður-Atlantshafs- fiskveiðinefndarinnar seint á s.l. ári. Þar tókst ekki samkomulag um kvóta fyrir allt árið. Ákveðið var að halda þriggja daga auka- fund nefndarinnar og hefst hann 21. april n.k. og þangað til er ekki hægt að segja neitt ákveðið um hvernig málum þessum lyktar. Kristján Ragnarsson sagði að sennilegt væri að þeir myndu mæla með að 5 þús. tonna sild- veiðikvótinn yröi fluttur til hausts, þar sem reynslan af sild- veiðunum s.l. vor var slæm. —- Hinsvegar er það sjávarútvegs- ráðuneytisins að taka endanlega ákvörðun i þvi máli, sagði hann. bórður Ásgeirsson skrifstofu- stjóri i sjávarútvegsráðuneytinu sagði i gær að of snemmt væri að spá nokkru um þetta, en það væri brýnt vandamál sem biði úr- lausnar hvað gera ætti við skipin. Sagði hann að ákvörðun um heildarveiðikvóta fyrir 1976 yrði tekin á aukafundi Norðaustur- Atlantshafsfiskveiðinefndar- innar, sem eingöngu myndi fjalla um sildveiðarnar i Norðursjó. bar hefði áður komið fram tillaga visindamanna um algjört bann við sildveiöi en að eftir væri aö reyna á það, hvort það yrði sam- þykkt. Ef tillögur þessar verða felldar, verður ákveðið hvort kvótinn fyrstu 6 mánuði þessa árs verði fluttur til hausts, ef ekki, hefðu menn samt sem áður nægan tima til aö veiða þessi 5 þús. tonn til 1. júli. bórður sagði að mikið hefði verið talað um loðnuveiðar fyrir Norðurlandi i sumar, svo og kol- munnaveiöar. bá benti hann einnig á loðnuveiðar við Ný- fundnaland, en þar var eitt islenzkt skip við veiðar s.l. sumar, Sigurður RE, sem landaöi i Norglobal, en afli skipsins var fimmtán þúsund tonn i fyrra á þessum veiðum. Sagði bórður að ekki væri ótrúlegt að fleiri skip myndu sækja þau mið en hingað til hefur verið. Venjulegast hafa islenzku skipin hafið sildveiðar sinar i Norðursjó i maimánuði, — sum jafnvel byrja seinni hluta april- mánaðr. Ofært um Holtavörðu- heiði og Hólfdón - annars sæmileg eða góð færð á vegumvfðast hvar ó landinu SJ-Reykjavik— bað er ágæt færð um allt Suðurlands- undirlendið og allt austur á firði, sagði Hjörleifur Ölafs- son vegaeftirlitsmaður Tim- anum i gærmorgun. bá var . komið gott veður á Hellis- heiði og ágætis færð, en varla hafði verið ferðaveður á heiðinni dögum saman áður. Ágæt færð var um Hval- fjörð, Borgarfjörð og Snæ- fellsnes. Fært var um Hey- dalsveg vestur i Dali, en færð hafði þyngzt litillega i Svina- dal. Úr nágrenni Patreksfjarð- ar voru þær fréttir helztar, að i gær var verið að ryðja Kleifaheiði og gert var ráð fyrir að siðdegis yröi fært milli Patreksfjarðar og Barðastrandar. Fært var á milli Patreksf jarðar og Tálknafjarðar, en ófært til Bildudals um Hálfdán vegna snjóþyngsla. Nokkuð greiðfært var milli bingeyrar og Flateyrar. Fært var frá Isafirði til Bolungarvikur og sömuleiöis til Súðavikur. Holtavörðuheiði var opnuð siðdegi sá fimmtudag en lok- aðist aftur i fyrrinótt. Ekki var búizt við, að hún yröi rudd fyrr en eftir helgi. Fært var um allt Norður- land. A öxnadalsheiði hafði Frh. á bls. 39

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.