Tíminn - 28.03.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.03.1976, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 28. marz 1976 Með og móti 200 mílunum hennar eins og það kemur fyrir. Itrekaði Björn siðan að útfærslan hefði verið með öllu ótimabær og þjónaði i engu hagsmunum Islendinga. Fannar Jónssoní V.I.) tók þvi næst aftur til máls og ræddi um það, að útfærslan hefði ekki verið i samræmi við albióðalög og vitnaði þar i orð M.R.-inga. Fannar færði siðan i sex liðum rök gegn þessum stað- hæfingum og vitnaði bæði til hafréttarráðstefnunnar, Genfarráðstefnunnar, Haagdómstólsins (sjá ræðu Einars Kristins hér á undan) og 200 milna efnahagslögsögu, sem EBE hyggst taka sér. Þá hrakti hann einnig hinn sögulega rétt, en i þvi sambandi sagði hann: — Jafnvel þó svo, að Bretar hefðu einhvern sögul. rétt til veiða hér við land, hafa þeir þegar fyrirgert þeim rétti, þvi að ein meginregla þjóðréttar segir, að valdniðsla I samskiptum þjóða sé fordæmd. Bannað sé að notfæra sér auðlindir þannig að það skaði mikilvægari hagsmuni ann- arra. Þarna framkvæmdu Bretar þvi réttarniðslu, sagði Fannar. ★ I siðari ræðu sinni lagði Magnús Nordal áherzlu á að nú- verandi deila stæði ekki um 200 milurnar, heldur væri hún áframhald fyrri deilu um 50 milna landhelgi. Rakti hann nokkuð rök andstæðinganna og visaði þeim til föðurhúsa. Siðan sagði Magnús: Við vitum að hér er ekki verið að vernda neinn fisk, heldur er hér um ótimabæra ráðstöfun að ræða, sem er okkur til tjóns. Okkur tókst með samningunum 1972 að ná stjórn á veiðum innan 50 milnanna. Nú, þrem árum siðar, horfum við upp á Breta skafa upp fisk af firðuðum sem ófriðuðum svæðum, vegna óbilgirni okkar og stjórnmála- legra stundarhagsmuna. Hið eina rétta, sem við hefðum áttaðgera, var að biða úrskurðar hafréttarráðstefnunnar i New York. Þá hefðum við ekki þurft að þola gegndar- lausar veiðar á friðuðum svæðum. I siðari ræðu Sigurðar Snæbergs Jónssonar(V.I.) gerði hann fyrst að umtalsefni, hvort útfræslan hefði verið nægilega vel undirbúin og hvernig málstaður íslands hefði verið kynntur. Hann gat um fulltrúa Islands i undirbúningsnefnd haf- réttarráðstefnunnar, sem eru tveir, og kvað ekki hægt að hugsa sér betri kynningu á málstað okkar en einmitt þar sem fulltrúar allra rikja væru samankomnir. Þá nefndi hann islenzka fulltrúann i Evensen-nefndinni. Þá ræddi hann um Landhelgisgæzluna, og hvort hún hefði verið nægilega vel undir það búin að verja hafsvæði 200 milnanna. Hann taldi, aö það hefði verið frumhlaup að stórefla Gæzluna fyrir útfærsluna, þar eð óvist hefði verið hvort til átaka kæmi — og vitnaði i þessu sambandi til samningsvilja rikisstjórnarinnar. Menntamálaráðherra óskar Pétri Þorsteinssyni til hamingju með unninn sigur.til hægri við Pétur er Björn Lindal fyrirliði MK-liðsins, og Magnús Nordal hcldur á bikarnum. Timamynd: Gunnar. Að endingu sagði Sigurður: — Við Islendingar höfum ætíð verið brautryðjendur Evrópuþjóða i hafréttarmálum, og við höfum ætið sýnt gott fordæmi. Höfum hugfast að fordæmi skapar þjóðar- rétt. ★ Pétur Þorsteinsson tók siðastur til máls I siðari umferð og iagði þá áherzlu á gildi þess að hafa lagalega samvinnu við aðrar þjóðir um nýtingu auðlinda hafsins. Sagði Pétur að útfærsla landhelginnar hefði verið lög- leysa, þar sem enga brýna nauðsyn hefði borið til hennar, likt og var þegar fært var i tólf og fimmtiu milur. Rakti Pétur siðan nokkuð fyrri rök, en gerði rök and- stæðinganna ekki að umtalsefni. Lagði Pétur þó áherzlu á, að landgrunnslögin frá 1948, sem Verzlunarskólamenn töldu að styddu útfærsluna, fælu einkum i sér þrjú atriði. 1 fyrsta lagi stækkun fiskveiði- landhelgi okkar, með það fyrir augum að friða landgrunn- ið allt, i öðru lagi alþjóðasamvinnu um visindarannsóknir til verndar auðæfum hafsins og i þriðja lagi friðun og vernda fiskistofna. Sagði Pétur rangt að útfærsla i 200 milur væri i sam- ræmi við þessi lög, þar sém 200 milur næðu yfir mun meira svæði en landgrunnið, útfærsla i 200 milur væri ekki i samræmi við gildandi alþjóðalög, og þvi ekki til þess fallin að stuðla að alþjóðasamvinnu, og með henni hefði alls ekki náðst nein markmið friðunar eða verndar fiskistofna. Þvi væri ekki hægt að beita landgrunnslögunum sem rökum fyrir útfærslu I 200 milur. Lokaorð Einar Kristinn Jónsson (V.t.) fyrirliði Verzlunarskóia- nema sagði i upphafi lokaorða sinna: — útfærslan var orðin fyllilega timabær og okkar rök eru ný og fersk, en ekki tekin upp úr Morgunblaöinu frá 1972. Arið 1972 var þegar ljóst hvert stefndi með okkar helztu nytjafiska. Svarta skýrslan svonefnda staðfesti ein- mitt að stórhætta væri á útrýmingu þorsks og ýsu. Nú vill svo til, að meginhluti þessara tegunda veiðist innan 50 milna markanna. Þar eru hrygningarstöðvarnar, en ung- viði þessara fiska kemur i stórum torfum frá Grænlandi hingað til hrygningar. Það liggur þvi i augum uppi, að þessar torfur ungviðs verður að friða til aö hægt sé að byggja stofnana upp. Það er ekki nóg að friða uppkomna fiskinn ef ekki er hægt að vernda þann fisk, sem kemur til endurnýjunar. Þá mundi uppkomni fiskurinn aöeins deyja úr elli og stofninn verða útdauður. Þess vegna var útfærsl- an i 200 milur timabær! Þá vek hann að loðnugöngum milli 50 og 200 mflna en sagði siðan: — Við höfum einnig hrakið það, að með útfærslunni I 200 milur höfum við verið að brjóta lög. Það er ekkert sem bannar okkur útfærsluna, ekki einu sinni Haag-dómstóll- inn. A hafréttarráðstefnunni i Genf 1975 var tillaga studd af miklum meirihluta allra strandrikja heims um 200 milna efnahagslögsögu og alger forgangur og yfirráð þeirra yfir auðlindum sinum I hafinu innan 200 milna. Þessi tillaga var studd i aprfl 1975, en það er ekki fyrr en i september 1975 sem við færum út i 200 milur. Þá þegar höfðu um 40 riki fært út i 200 milur. Okkar aðgerðir eru þvi i anda hafréttarráðstefnunnar. — En hvers vegna gátum við ekki beðið endanlegrar niðurstöðu hennar. 1. ráðstefnunni lýkur ekki fyrr en i fyrsta lagi i sept.-okt. 1976. Þá eiga allmörg riki eftir að staðfesta ályktun hennar, en sú staðfesting getur tekið mörg ár. 2. Vegna hrikalegs ástands fiskistofna okkar, svo og vegna rányrkju og smáfiskadráps getum við ekki beðið svo langan tima, heldur verðum við að hefjast handa um uppbyggingu fiskstofnanna vegna lifstilveruhagsmuna okkar. — Af framansögðu má augljóst vera, að útfærsla okkar i 200 milur var ekki aðeins fyllilega timabær, heldur einnig algjörlega lögleg og byggð á þjóðarrétti. Missum aldrei sjónar af lokapunkti baráttunnar fyrir lifstilveru okkar. ★ Fyrir hönd liðs menntaskólanema flutti Björn Lindal lokaorð og sagði hann þá: Við höfum i okkar málflutningi lagt áherzlu á rök, sem sýna að útfærslan i 200 milur var ótimabær. Við höfum lagt áherzlu á, aðútfærslan hafi verið pólitisk bomba. Við höfum lagt áherzlu á, að 200 milna útfærsla skiptir litlu sem engu máli fyrir friðun fiskistofna, til að mynda veiði útlendingar aðeins 3% af heildarafla þorsks á Is- landsmiðum utan 50 milna. Við höfum lagt áherzlu á, að 200 milna útfærslan bæti ekki stöðu okkar á hafréttarráðstefnu, heldur veiki hana. Einnig er ekki ósennilegt, að útfærslan valdi umræðum um gerðardómsákvæði, sem er Islendingum sizt til hags- bóta. Við höfum lagt áherzlu á að 200 milna útfærslan hafi tor- veldað störf landhelgisgæzlunnar að ástæðulausu. Auk alls þessa má ekki gleyma þvi, að ýmsar þjóðir hafa fengið veiðiheimildir innan 200 milnanna, sem hljóða upp á um 80 þúsund tonna ársafla, sem er heldur meiri afli en útlend veiðiskip hafa fengið undanfarin ár á svæðinu út frá 50 milum og að 200 milna mörkunum. Þetta atriði eitt sér ætti að nægja til að sýna hvers konar skollaleikur þessi útfærsla er. Ég held að ekki sé fjarri lagi að likja okkur Islendingum og 200 milna stefnu okkar við hundinn, sem missti af kjöt- bitanum, sem hann hafði uppi i sér, af þvi hann var að glefsa eftir myndinni af þessum sama bita, sem hann sá speglast i læknum. Vilhjálmur Hjálinarsson, menntamálaráðherra ræðir við fundargcsti.. Timamynd: Gunnar. AAeð og móti 200 mílunum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.