Tíminn - 28.03.1976, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.03.1976, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Sunnudagur 28. marz 1976 liiiii mmi !i Sakamál: Eru játningar andlega vanheilla manna gild sönnunargögn ? Bílaframleiðslan hefur aukizt um 35% á 5 árum Gary Shields, sex ára gamall drengur var myrtur i ágúst 1974, eftir að hafa orðið fyrir kynferðis- árás. Lik hans fannst i skóglendi ekki langt frá heimili hans, i North Shield, Newcastle. Morðið á honum mun liklega verða mið- depill i umræðum um það, hvort vanheilt fólk eigi að hljóta sér- staka vernd, ef það lendir i yfir- heyrslum hjá lögreglunni og hvert gildi framburður fólksins hefur. Lögreglan yfirheyrði nokkur hundruð manns vegna morðsins. Það hefur heldur alls ekki verið neinn hrögull á játningum. Fyrst- ur til að játa á sig sökina var Paul Hails, 23 ára andlega vanþroska verkamaður, — með þroska á við 10 ára gamlan krakka og greindarvisitöluna 67. Skömmu siðar fékk lögreglan aðra játningu. Hún var frá A.N. Other, fjörtán ára pilti, sem einnig var andlega vanheill. Sex vikum áður hafði hann haft i frammi ósæmilegt athæfi við Gary. Þá yfirheyrði lögreglan einnig S.O. Else, en hann neitaði allri aðild að morðinu þá. 1 febrúar á siðasta ári var Paul Hails sóttur til saka vegna morðs- ins. Hann var ekki dæmdur fyrir morð, heldur sekur fundinn um manndráp af óyfirlögðu ráði, og hlaut skilorðsbundinn dóm og er nú i Rampton. Við réttarhöldin neitaði dómar- inn að taka til greina játningu A.N. Others, en sakfelling Hails var næstum eingöngu byggð á játningu hans. Þá var það, að siðastliðinn nóvember játaði Else, sem þá sat i gæzluvarðhaldi ákærður um kynferðisárásir, að hafa drepið Gary. Hann dró siðar játninguna til baka, en lögreglan skráði hann og sendi saksóknara hana til athugunar. Skömmu sið- ar var Else dæmdur i fangelsi fyrir árásirnar. Paul Hails dró einnig játningu sina tilbaka og áfrýjaði dómnum. Hann biður þess nú, að málið verði tekið upp að nýju. Lög- fræðingar hansmunu þá að öllum likindum leitast við að sýna fram á, að dómarinn hefði ekki átt að leyfa, að játning hans yrði tekin gild sem sönnunargagn, og hann hefði gert rangt i að útiloka játn- ingu Others. I Confait málinu svonefnda, þar sem þrir drengir voru dæmdir fyrir að myrða — gleðimann” i South-East London, var dómur- inn einnig að mestu byggður á iátningu drengjanna sjálfra, en einn þeirra var andlega van- þroska. Hann hafði verið yfir- heyrður i einrúmi á lögreglustöð- inni. Foreldrum hans hafði þó verið leyft að vera viðstöddum, — að þvi tilskildu að þau steinþegðú á meðan. Drengurinn Colon Lattimore, kunni hvorki að lesa né skrifa. Hann kunni ekki á klukku og þekkti jafnvel ekki hægri hönd sina frá þerri vinstri. Málið var tekið upp að nýju og skotið til áfrýjunarréttar, eftir að Christopher Price þingmaður Verkamannaflokksins hafði bent á nauðsyn þess og eftir að aðal- vitnið i málinu hafði framið sjálfsmorð. Afrý junarréttur ógilti dóminn á þeim forsendum, að ekki væri hægt að taka játningu drengjanna sem gilt sönnunar- gagn. t Newcastle málinu neitaði Paul Hails fyrstu 12 klukkutim- ana eftir handtökuna, að hafa ráðiztá Gary og myrt hann. Siðan kom hann með allmargar fullyrðingar, og ýmist játaði hann eða neitaði sekt sinni. Við réttar- höldin sagði Francis Irwin, aðal- verjandi Hails, að svona yfir- heyrslur væru mjög kerfisbundn- ar og ákveðnar og miðuðust við heilbrigt fólk, og hefði lögreglan þvi ekki yfirheyrt hann með tilliti til þess, að hann væri andlega vanþroska. Yfirheyrslurnar stóðu yfir tim- unum saman, og fór hluti þeirra fram i rökkvuðum klefa. Aðeins einu sinni var gert hlé. Af og til brotnaði Hails saman og beygði af. Hann breytti svörum sinum æ ofan i æ og komst i mótsögn við sjálfan sig, sérstaklega hvað varðaði föt Garys. t fyrstu hélt hann þvi fram aðhann hefði kast- að þeim fram af klettunum og i sjóinn. — Þið finnið þau aldrei, sagði hann. Lögreglan: — Ertu viss um, að þú hafir hent fötunum i sjóinn? Hails: — Nei, ég gróf þau i sandinn. Lögreglan: — Ég trúi þér ekki Paul, segðu mér hvar fötin eru. Hails: — Ég skammast min svo. Lögreglan: — Eru þau heima hjá þér? Hails: — Já, á botninum i fata- skápnum hans pabba. En ekki fara heim til min, ég skammast min svo. Fötin voru ekki á heimili hans og ekki heldur, á neinum öðrum stað sem hann nefndi siðar. Verjandi hans sagði, að það væri hæpið að taka játningu hans sem gilt sönnunargagn, þar sem honum væri algjörlega ótreyst- andi. Og geðlæknir sem verjandi neitaði sem vitni, og benti á að ósamræmið, sem kæmi fram i svörum hans stafaði af þvi, að Hails ætti við andlegan van- þroska að striða, sem gerði hann ósjálfbjarga og óöruggan undir miklu álagi. Hann ætti það til að Sovétrikin framleiða nú 450 bila á móti hverjum 100 sem fram- leiddir voru árið 1970. Á þessum fimm árum hafa 50 nýjar gerðir ★ segja ýmsa hluti sem ættu sér enga stoð i raunveruleikanum eingöngu til þess að fá frið. Þá vitnaði verjandinn i starfsreglur hæstaréttar, sem kveða á um að læknar geti borið um það fyrir rétti hvort ákærði sé andlega van- heill, þá ætti ekki að taka til greina neins konar játningu af hans hendi. Réttardómarinn var aftur á móti þeirrar skoðunar, að það væri dómarans að dæma um það á hvaða hátt sakborningurinn gæti verið vanheill og á þeirri for- sendu ákvæði hann að taka játn- inguna sem gilt sönnunargagn. Sækjanda hafði tekizt að sýna fram á að Hails væri fær um að greina rétt frá röngu og vissi þvi, hvaða setningar gætu skaðað málstað hans. Dómarinn hafnaði svo játningu Others af þvi að hann taldi piltinn svo áhrifagjarnan að hann segði hvað sem væri bara ef hann héldi að það gleddi einhvern, og þar sem hann hélt að játning gleddi lögregluforingjana, játaði hann á sig morðið. Réttmæti dómsins verður endurskoðað af áfrýjunarréttin- um og mun hann þá taka með i reikninginn játningu Else. Skiptar skoðanir eru á þvi, hvernig bezt sé að koma i veg fyrir að fólk, sem á einhvern hátt er andlega vanheilt, játi á sig við yfirheyrslur alls kyns ódæði, sem það hefur ekki komið nærri. Sumir lögfræðingar halda þvi fram að það þurfi að endurskoða kerfið, þvi vitað er, að hefðbundin yfirheyrsluform eru á engan hátt miðuð við þetta fólk. Þessir lög- fræðingar kysu helzt, að vangefið fólk væri ekki skylt að mæta fyrir rétti, heldur væri það yfirheyrt af dómara með aðstoð læknisfræði- legra og sálfræðilegra ráðunauta. Enn aðrir telja, að betra væri, að lögfræðingur fengi að vera viðstaddur yfirheyrslur hjá lög- reglunni og hefur komið fram frumvarp um að þetta verði gert að lögum i Englandi. Annars eru þessi mál öll i athugun þar núna og munu niðurstöður brátt liggja fyrir um, hvað til bragðs eigi að taka. ( ÞýttogendursagtJ.B.) komiðá markaðinn. 1980, þegar núverandi fimm ára áætlun lýk- ur, mun framleiðslan komin upp i yfir tvær milljónir fólksbila og vörubila á ári. Sovézkir bilar eru nú fluttir út til Bretlands, Finnlands, Dan- merkur, "-Frakklands, Vest- ur-Þýzkalands og nokkurra fleiri landa. A bifreiðasýningu i Brussel nýverið sýndu Sovétrik- in átta mismunandi tegundir af Lada, Volga og Moskvitsj. Bif- reiðaverksmiðjurnar i Togliatti við Volgu, sem framleiða 660 þúsund bila á ári, munu innan skamms setja tvær nýjar gerðir af Ladabilum á markaðinn auk þeirra sjö, sem fyrir eru. ★ Nýjar rannsóknir á frjósemi eyðimerkurinnar Sérfræðingar hafa lokiö viðtæk- um rannsóknum á náttúruauð- lindum Kara-Kum eyðimerkur- innar. Kara-Kum er stærsta eyðimerkursvæði Sovétrikj- anna, og mestur hluti þess ligg- ur í sovétlýðveldinu Turkmemu i Mið-Asiu. Rannsóknir hafa sýnt, að u.þ.b. 70 þúsund ferm af eyðimörkinni eru fallnir til áveitu. Gerð hefur verið áætlun um aukna nýtingu þess lands, sem þegar hefur verið ræktað, og um hagnýtingu hinna dauðu sandsvæða. Með tæknilegum aðferðum við jarðrækt má þre- falda eða fjórfalda framleiðsl- una á Kara-Kum, jafnvei þar sem skilyrðin eru hvað lökust. Þetta þýðir, að hægt er að stunda kvikfjárræktog fá aukna uppskeru af bómullarrækt, grænmetis- og ávaxtarækt. Kara-Kum skurðurinn, sem þegar er orðinn nálega 900 km langur, getur flutt vatn á viðáttumikil landsvæði. Enn- fremur er hægt að dæla vatni frá landsvæðum, þar sem er þéttur leirjarðvegur,' til áveitu um 3500 rúmm vatns á hvern ferkilómetra. Allt að milljón rúmmetrum vatns má safna saman og geyma i gljúpum lög- um i jarðveginum. Um 5 milljón dýr eru á beit á Kara-Kum svæðinu. Þá hefur fundizt verulegt magn af gasi og oliu i Kara-Kum og jafnframt fer þar fram viðtæk rannsókn á nýtingu sólarorku. DENNI DÆMALAUSI „Hvernig getur oröið of inikið af köttum? Það er fullt af fólki sem á engan ennþá.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.