Tíminn - 28.03.1976, Blaðsíða 29

Tíminn - 28.03.1976, Blaðsíða 29
Sunnudagur 28. marz 1976 ftMINN 29 { r ■ ■ o ÖKKVA Mjoijjorou r M.1Ó U J Uil« \1Í1IHK1,I,I 1! 't 1)1 H• \11 I \SVSI.I Lýsing einnar sveitarinnar hefst meö þessari mynd. Hún er tekin i júli 1951 að afloknum einum mesta snjóavetri, sem nokkru sinni hcfur kom- ið á Austurlandi. Nýtt bindi af Sveitum og • •• X / joroum i AAúlaþingi vartá vænleik fjár i Kelduhverfi, heldur en i hinum hreppunum. Byrjað var að flytja mjólk úr Kelduhverfi til innleggs á Húsa- vik fyrir 12 árum. Hafa bændur stundað mjólkurframleiðslu sem aukabúgrein siðan. Flestir urðu þeixyum 30, sem það gerðu, en þeim hefur fækkað siðustu árin, siðastliðið ár (1975) voru þeir 17. Enginn þeirra hefur gert nokkrar varanlegar ráðstafanir til framleiðsluaukningar og er útlit fyrir, að búgreinin fjari út. Astæðan er hnignandi vegasam- band og vonleysi um úrbætur. tbúar Kelduhverfis losuðu töluna 240, þegar þeir voru flestir, nú eru þeir um 200. Sá sem lifir á sauð- fjárrækt nú, þarf af kunnum ástæðum að hafa þrefalda tölu búf jár miðað við það, sem fyrir 50 árum dugði til sæmilegrar af- komu. Stafar þetta af tilföllnum útgjöldum, sem áður voru óþekkt, svo sem vegna tækni, tilbúins áburðar, kraftfóðurgjafar og fleira. Ibúatala i Kelduhverfi er komin nærri þvi lágmarki, sem Hóls- fjallamenn henti nýlega, þegar svo leit út, að ekki yrði lengur hægt að bjarga fé af fjalli undan vetri. Siðastliðinn áratug byggðist áætlun um aukinn bústofn i Kelduhverfi á eflingu mjólkurframleiðslu. Hér er gnægð ræktanlegs lands, en eins og nú horfir er litill áhugi á þvi. Nægileg grasnyt er fyrir hendi vegna sauðfjárins. Menn leggja ekki i að festa milljónatugi i mjólkurframleiðslu, meðan sam- gönguöryggi er ekki fyrir hendi. öryggisleysi á samgöngum við Húsavik hefur farið jafnt og hægt vaxandi siðasta áratuginn. Mönn- um er ljóst, að það er þetta öryggisleysi, s.em ýtt hefur unga fólkinu burt úr sveitinni á sama tima. Bændur i Kelduhverfi voru við siðustu áramót 39, þar af voru 19 komnir yfir fimmtugt og aðeins tveir innan við þritugt. Jarðskjálftarnir og heita vatnið. Staðreyndir, þær, sem hér hafa verið dregnar fram eru engan veginn uppörvandi. Þó er það svo, aðá þeim vetri, sem nú er aðliða, hafa gerzt þeir atburðir, sem furðu mikla birtu leggur af. 1 sambandi við jarðskjálftana i Kelduhverfi hefur komið fram mikið magn af heitu vatni i býggðakjarna i miðri sveit. Vatnið kemur fram i jarðsprung- um, sem opnazthafa á all-breiðu svæði. Alitið er að hcita valnið renni djúpt i jörð niðri langt að sunnan, jafnvel alla leið sunnan frá Leirhnjúk. Jarðfræðingar , telja likur til að hitinn aukist en engar til þess að hann minni. Mestur hiti 50 stig C hefur mældur verið i lygnum polli i um metra breiðri sprungu i túni jarðarinnar Framnes, en sprungur eru margar með svipuðum hita. t slakka i hraunbrúninni er litið vatn, sem kallað er Brunnar. Uppsprettulindir eru með bökkum þess allt i kring. Voru sumar þeirra áður volgar en flestar kaldar. Vatnsmagn hefur aukizt i þessum lindum og eru þær nú allar orðnar heitar, margar með yfir 40 stig C. Vatns- magn nothæft tií húshitunar i nágrenni hefur enn ekki verið mælt, en ætla má að það sé nægjanlegt til að hita tugi eða hundruð ibúða. Auk þess vatns, sem nothæft er til húshitunar er um og yfir 20 stiga heitt vatn sem skiptir þúsundum sekúndulitra. Þetta vatn er mjög álitlegt til fiskeldis i stórum stil. Til þessa er þarna kjörin aðstaöa að öðru leyti. Veiðifélag er verið að endurreisa i Kelduhverfi, vaína- svæði þess nær til Brunna. Ætla má, að það gangist fyrir framkvæmd þessari. Hagkvæmt mundi vera, að stofna þarna til framleiðslu á fiskifóðri, en hrá- efni i það ætti að verða auðfengið frá Húsavik og Kópaskeri. Frystihús mundi verða byggt þar einnig. Þá vil ég benda á, að athuga bæri um aðra stórframleiðslu á þessum sömu slóðum, en það er i'ramleiðsla á kjarnfóðri úr grasi handa búfé. Þarna eru i námunda okkur hundruð hektarar af auðræktuðu landi.sem auðflutt er af. Jarðhitinn yrði vafalaust til mikilla þæginda i sambandi við slika framkvæmd þó sennilega nýttist hann ekki sem vinnslu-orka. Langt ersiðan framleiðsla, sem hér um ræðir var hafin hér á landi. Jafn lengi hefur ljóst verið, að um þjóðþrifamál var að ræða, bæði frá búfræðilegu og hagfræði legu sjónarmiði. Nú bætist það við.aðtekizt hefur að bæta þessa framleiðslu, svo að hun stenzt fyllilega samanburð við þá fóður- vöru, sem viðhöfum um áraraðir keypt frá útlöndum fyrir ærið fé. Það er orðið brennandi spursmál að koma þessum hlútum i lag, lik- lega það allra þarfasta, sem hægt er að gera fyrir landbúnaðinn og þjóðina eins og nú standa sakir. Nægir i þessu efni að visa til álits siðasta Búnaðarþings. Rétt. er að drepa á þróun þessa máls i hugskoti forystumanna landbúnaðarins gegnum árin. Fyrsta fóðurverksmiðjan var byggð i Gunnarsholti sem til- raun. Sú tilraun spáði góðu. Var þá álitið hæfilegt að koma upp tveim slikum verksmiðjum, byggja verksmiðju nr. 2 á Norðurlandi. Áður en það kæmist i verk, varð ljóst, að tvær verk- smiðjur mundu ekki anna eft- irspurn, var þá áætlun gerð um fjórar á landinu, sina i hverjum landsfjórðungi. Þá skeði það, að fóðurverksmiðja nr. 2 var reist á Suðurlandi skammt frá verk- smiðju nr. 1. Þegar kom i ljós, að þessar tvær verksmiðjur til samans áttu fullt i fangi með að fullnægja sinu umhverfi. Núhafa bætzt við verksmiðja nr. 3 á Vesturlandi og nr. 4 á Suðurlandi. Siðan kemur upp vitneskja um endurbætta framleiðslu i þessum verksmiðjum. Þá verður mönn- um ljóst, að full þörf muni reynast fyrir fóðurverksmiðju i hverri sýslu landsins. Litið dæmi varpar ljósi yfirþessa niðurstöðu. Þegar heyskapur féll niður i Norður-Þingeyjarsýslu á kalár- unum, var það eitt af fangaráðum bænda að kaupa heyköggla sunn- an frá Gunnarsholti. Þetta kom að góðu gagni, fóðrið reyndist vel, verðið var sanngjarnt, en flutn- ingskostnaður varð fullt eins hár og kaupverð vörunnar. Og þetta var löngu áður en olian hækkaði. Það mun vera samróma álit heimamanna og fræðimanna, að afréttarlönd i NorðurÞingeyjar- sýslu austan Jökulsár þoli til muna meira beitarálag en nú er þar, i sumum sveitum helm- ingi meira eða vel það. Ekkert hérað á landinu, hefur slik verð- mæti fram að bjóða. Mjög viða á landinu eru sumarlönd sauðfjár i hnignun vegna ofbeitar. Langt er siðan þurft hefði að taka i taumana á þessu sviði en ekkert verið gert nema að dreifa áburði á ofbeitt svæði, sem iik- lega hefur öfug áhrif við það, sem til er ætlazt. Væri ekki skynsam- legt að byrja hér á sk'pulagningu landbúnaðar? Væri það ekki vit- urleg tilhögun að stofna til framleiðslu á góðfóðri af ónotuðu ræktunarlandi þeirrar sveitar, sem þegar fullnotar sin sumarlönd, handa nágranna- byggð, með úrvals skilyrðum til atvinnuaukningar? Þetta mundi þýða ibúafjölgun og arðmeiri bú- skap i þessum sveitum. Er þetta ekki betra ráð til eflingar sveitun- um heldur en sú uppástunga þjóðhagsstofnunar, að fækkað verði fólki i sveitunum vegna nauðsynjar á aukinni þjónustu i sýslunni? Ég svara jákvætt þess- um spurningum. Kunnugt.er, að lengi heur verið á döfinni áætlun um bvggingu fóðurverksmiðju i Saltvik við Húsavik. Fljótlega mundi koma i ljós,eftir að súverksmiðja tækitil starfa, að hún fullnægði ekki báðum sýslunum. Tillaga um fóðurverksmiðju i Kelduhverfi er ekki fram sett til höfuðs verk- smiðju i Saltvik, en sanngjarnt væri vegna krapprar sérstöðu Norður-Þingeyinga, að þeirra verksmiðja mætti byggjast á undan, ef ekki væru tök á að gera þær samtimis. Þó ég geri ráð fyrir, aö fóðurverksmiðja i Kelduhverfi fengi fljótt nægilegan markað lyrir framleiðslu sina austan Tjörness, mundi hún lyrstu árin svara einnig eftir- spurn úr Suðursýslunni. Fiskeldi og ióöurverksmiðja Ég hef aðeins minnzt á tvenns- konar atvinnusköpún i sambandi við heita vatnið i Kelduhverfi, fiskeldi og fóðurframleiðslu, en fleiri möguleikar koma vissuíega tii greina t.d. ylrækt. Jafnan hef- ur verið litið á jarðvarma til hús- hitunar sem mikil hlunnindi. Við hækkun oliuverðs skoðast þau hlunnindi i enn sterkara ljósi. Þessi hlunnindi ein út af fyrir sig eru sterk meðmæli við staðarval hvers konar iðnaðar. Kelduhverfi ætti að standa jafnfætis öðrum heitum stöðum, sem staður lýrir ýmiskonar léttan iðnað svo sem saumaskap, vinnslu úr ull og margt fleira. Æskilegt væri að hiti vatnsins i Kelduhverfi mætti aukast og er von til þess. Þó svo verði ekki bætir vatnsmagnið hitann upp svo að hitunarskilyrði verða þar i góðu lagi. Ég ætlast til, að sauðf járrækt i Kelduhverfi haldist i horfi. Þeir, sem hana stunda i nokkurri fjar- lægð frá heita svæðinu, ættu auðveldlega að geta búið innan þess, þegar vegurinn gegnum byggðina hefur verið endur- byggður. Orkulina i sýsluna frá Kröflu- virkjun er að sjálfsögðu ein af forsendum þeirra framfara, sem hér hafa verið ræddar. Rikislán — en ekki styrkur Ég fer ekki fram á styrki eða fórnarfé frá þvi opinbera, fram yfir það sem lög mæla fyrir um, til þessarar framfaraáætlunar sveitanna. Ég tel hana, þó enn sé hún litið útfærð, það sterka, að hún muni standast án meðgjafar. En ég fer fram á annað og vitna ég þá enn til vanrækslunnar margumtöluðu. Ég fer fram á það, að rikissjóður láni nægilegt fé til umræddra framkvæmda gegn veði i framkvæmdunum sjálfum. Að sjálfsögðu þurfa þessi framkvæmdalán að vera til langs tima og vextir i hóf stilltir, hvort tveggja miðað viö varlega áætlaðan arð af fyrirtækjunum. Þessi grein er ádrepa til stjórn- arvalda. Eins konar opið bréf til Alþingis og rikisstjórnar. Af þvi það er i formi blaðagreinar, er þvi þröngur stakkur skorinn. Af þeim sökum hef ég margt orðið að fella niður af þvi, sem mér liggur á hjarta viðkomandi Norður- Þingeyjarsýslu og fólkinu, sem þar býr. Við þetta verður að sitja. Þá vil ég einnig snúa máli minu til fulltrúa sýslunnar á Alþingi, sex að tölu. Það er um tvennt að velja, að hrökkva eða stökkva. Þriðji kosturinn að biða er ekki lýrir liemii. Verði nú ekkert gert, hljóta Norður-Þingeyingar að taka það sem uppgjöf. 14.3. 1976. VS—Reykjavík. — Komið er út annað bindið af ritinu Sveitir og jarðir i Múlaþingi, sem Búnaðar- samband Austurlands gefur út. Þetta bindi nær yfir Fljótsdal, Skriðdal, Skóga, Velli, Egils- staðahrepp, Eiðaþinghá, Hjalta- staðaþinghá, Borgarfjörö, Loð- mundarfjörð, Seyðisfjörð og Mjóafjörð. Þetta er mikil bók, i sama broti og fyrsta bindi, en telur nokkru fleiri blaðsiður eða 545. Hver kapituli bókarinnar hefst með lýsingu viðkomandi sveitar, en siðan er lýst einstökum jörö- um, ábúendur taldir upp og birtur búskaparannáll. Abúendatalið er unnið af Eiriki B. Eirikssyni, en sveitarlýsingar skrifa eftirtaldir höfundar: Röngvaldur Erlings- son (skrifar um Fljótsdal), Jón Hrólfsson (Skriðdalur), Sveinn Einarsson (Skógar og Vellir), Björn Sveinsson (Egilsstaða- hreppur), Armann Halldórss., (Eiðaþinghá og Loðmundar- -fjörður), Eirikur B. Eiriksson (Hjaltastaðaþinghá), Þorsteinn Magnússon (Borgarfjörður). Svanbjörg Sigurðardóttir (Seyðisfjörður) og Vilhjálmur Hjálmarsson (Mjóifjörður). Ritstjórn annast Armann Hall- dórsson, og hefur hann einnig skrifað jarðalýsingarnar. Þó get- ur Armann þess i eftirmála.aö ýmsir fleiri hafi lagt hönd að jaröalýsingum, og þannig séu til dæmis jarðalýsingar i Mjóafirði. i þeirri mynd sem þær birtast i bókinni, að mestu verk Vilhjálms Hjálmarssonar. Fjölmargar myndir eru i bók- inni, bæði af ábúendum og um- hverfi jaröa. Eru þær flestar skýrar og til mikillar prýöi. Pappir og prentun eru enn f remur með ágætum. Þessu bindi af Sveitum og jörðum i Múlaþingi fylgir laus miði, þar sem ritstjórinn Armann Halldórss. fer þess á leit. að þeir sem verða varir viö misfellur eða umtalsveröar skekkjur láti sig vita um þær. Heimilisfang Ar- manns Halldórssonar er nú Út- garður 6, Egilsstöðum, og sima- númer hans er 1441. Þessiósk ritstjóranser hér með komið á framfæri. Jörð til sölu Jörðin Hvalnes i Skefilstaðahreppi fæst til kaups og/eða ábúðar-n.k. vor. A jörðiiini er 23ja hektara tún, nýlegt steinhús, silungs- veiði i vötnum, reki og grásleppuveiði. Vélar og bústofn getur fylgt. Nánari upplýsingar gefa Búi Vilhjálmsson. Hvalnesi, simi Skefilstaði, og Egill Bjarnason, Sauðárkróki, simar 5181 og 5224.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.