Tíminn - 28.03.1976, Blaðsíða 30

Tíminn - 28.03.1976, Blaðsíða 30
30 TÍMINN Sunnudagur 28. marz 1976 Hins vegar ætluðu þeir ekki að gera. hana aö countrysöng- konu, heldur vakti fyrir þeim að ÞÓTT svo inargir kannist við nafn söngkonunnar Lindu Konstadt hérlendis, munu samt fæstir trúa þvf, aö á vestur- strönd Bandarikjanna i dag seijist jafn margar plötur með hcnni og með Elton John. Stað- reyndin er samt sú. Efalitjð munu flestir Is- lendingar, sem eitthvað kannast við söngkonuna telja að hún hafi byrjað söngferil sinn fyrir nokkrum árum. Þannig er þvi samt ekki farið, þvi Linda Konstadt hóf söngferil sinn fyrir rúmlega tiu árum. Linda Ronstadt er af þýzk-mexikönskum ættum og ólst hdn upp hjá foreldrum sin- um i Tucson Arisona, þar sem hún fæddist 15. júli 1946. Faðir hennar, sem einnig er tónlistar- maður, beindi áhuga hennar snemma inn á brautir tónlistar- innar og á sinum yngri árum hlustaði Linda töluvert á söng- konurnar Peggy Lee og Billy Holiday — og gætir áhrifa frá þeim i söngstil Lindu enn þann dag i dag. 1964 — þegar Linda Ronstadt var átján ára gömul yfir gaf hún Tucson og fór til Los Angeles, þeirra erinda, að hitta gamlan vin sinn, Bob Kimmel, að nafni. Á þeim tima var Kimmel þessi i sambandi við náunga að nafni Ken Edwards, og iéku þeir félagar báðir á hljóðfæri. Þeir ákváðu að bæta Lindu i hópinn og þau þrjú stofnuðu siðan hljóm sveitina The Stone Poney’s. Fyrsta plata hljómsveitarinn- ar kom út snemma árs 1967 —en vakti enga athygli. Tónlistin á þeirri plötu átti ekkert skylt við country-rokk, eins og menn gætu álitið, heldur var hér um að ræða nokkurs konar þriðja klassa útgáfu á tónlist Peter, Paul og Mary. — Það eina sem var frambærilegt á plötunni var söngrödd Lindu. Alls gáfu þau i The Stone Poney’s út þrjár LP-plötur, en þar sem þær tvær siðari voru i sama dúr og hin fyrsta, urðu undirtekir sama og engar. A sama tima og hljómsveitin gefur út sina þriðju plötu árið 1968, fóru forráðamenn Capitol — sem gefið höfðu út plötur hljómsveitarinnar — loks að vitkast. Þeir gerðu sér loks grein fyrir þvi, að Linda Ronstadt hafði meiri sölumögu- leika heldur en Kimmel og Edwards, og þvi vildu þeir fá Lindu til aö gerast sólósöng- kona. gera Lindu að nokkurs konar Sandie Shaw Bandarikjanna (Sandie Shaw var á þessum tima þekktbrezk söngkona, eins og lesendur rekur efalaust minni til). t þessu augnamiði gaf fyrirtækið út tveggja laga plötu með Lindu, þar sem hún söng lagið „Different Drum” eftir Michael Nesmith, sem þá var meðlimur i The Monkees. Lag þetta náði nokkrum vinsældum og þar með var isinn brotinn fyrir Lindu. Fljótlega eftir þetta gerðu forráöamenn Capitol sér grein fyrir þvi, að Linda Ronstadt gæti aldrei orðið Sandie Shaw Bandarikjanna ogvar þvihorfið frá þeim fyrirætlunum. Capitol fyrirtækið stóð fyrir þvi, að fá Lindú eigin hljóm- sveit, sem hét The Corvettes, — og fóru þau i hljómleikaferð. Árið 1969 kom fyrsta sólóplata Lindu Ronstadt út og ber hún heitið „Hand Sown Home Crown”. Sú plata þótti ekki neitt sérstök, en á henni er að finna upphafið að þeirri tónlistar- stefnu, sem Linda hefur haldið sig við siðan — countryrokkið. Næsta plata hennar kom út árið eftir, 1970, og bar nafnið „Silk Purse”. Á þeirri plötu þótti Linda Ronstadt sýna stór- kostleg framför frá fyrri sólóplötu sinni.A plötun'nú situr countryrokkið algjörlega i fyrirrúmi, þótt platan sé að þvi leyti til blönduð, að á henni voru lög allt frá hinu klassiska popp- lagi „Will You Still Love Me Tomorrow” eftir Goffin-King, til frumstæörar countryrokk-út- setningar á lagi Bernie Ledons og Gene Clark’s ,,He Dark The Sun”. Þrátt fyrir miklar fram- farir vakti platan ekki mikla at- hygli og er taliö að sökin sé að verulegu leyti sú,að útsetningar laganna voru ekki sem skyldi, stofnuðu þeir ásamt Bernie Leadon hljómsveitina The Eagles, sem nú er löngu heims- kunn. Þrátt fyrir það, að þeir yfir- gæfu hljómsveit Lindu Ronstadt léku þeir allir fjórir með henni á þriðju sólóplötu hennar, sem ber nafn söngkonunnar. A plöt- unni koma eingöngu fram hljóð- færaleikarar frá Kaliforniu, og þrátt fyrir það, að platan hafi ekki orðið eins góð og efni stóðu til — stóð hún fyrri plötum Lindu langtum framar. Um út- setningar laga á plötunni sáu þeir Glenn Fray og upptöku- stjórnandinn, John Boylan, að mestu, en einnig lagði söngkon- an sjálf þar hönd á plóg. Þótt þetta vær: bezta sóló- plata Lindu Ronstadt, var þetta einnig siðasta plata hennar hjá Capitol-fyrirtækinu i bili a.m.k. henni, en auk þess hafa plöturn- ar að geyma lög af öllum fyrri plötum Lindu, sem gefnar voru út af Capitol, að plötunni, „Heart Like A Wheel” undan- skildri. Þessar plötur þykja ekki mjög merkilegar, enda aðeins hugsaðar sem gróðafyrirtæki af hálfu Capitol, eftir að Linda var orðin heimsfræg. Þegar litið er yfir fortiö Lindu Ronstadt sem söngkonu má auðveldlega álykta sem svo að án kænlegrar sölumennsku Asylum fyrirtækisins, og án Peter Asher’s — sem hefur stjórnað upptöku á siðustu tveimur plötum hennar — væri hugsanlegt að Linda Ronstadt væri ennþá óþekkt nafn. Og myndu margir telja það miður. ( Þýttog endursagt úr NME —SþS). upptökustjórn plötunnar harla léleg —ograunaröll tæknivinna hroðvirknisleg. Linda gerði samning við hljómplötufyrirtækiðAsylum og sú breyting átti eftir að verða upphafið að velgengni hennar. 1973 kom út platan „Don’t Cry Now” og hlaut hún góöar viö- tökur i Bandarikjunum, en nafn Lindu Ronstadt var eftir sem áöur aö mestu óþekkt i öðrum löndum. Þaö var ekki fyrr en árið 1974 þegar Capitol gaf út plötuna „Heart Like A Wheel” að nafn Lindu Ronstadt öðlast einhverja viðurkenningu annars staöar en i Bandarikjunum. Og liklega er,,HeartLikeA Wheei” fyrsta platan með Lindu Ronstadt sem eitthvað selst hérlendis, enda i alla staði mjög góð plata. 1971 ræður Linda Ronstadt þrjá unga ogóþekkta hljóðfæra- leikara i hljómsveit sina, Glenn Frey, Don Henley og Randy Meisner. Þessir félagar höfðu ekki verið með hljómsveit Lindu Ronstadt meira en sex mánuði, er þeir ákveða að hætta. Þá Stjörnuljós og Sólskins daqar koma út um heli Á siðasta ári kom svo út plat- an „Prisoner In Disguise” og hlaut hún frábærar viðtökur og einróma lof gagnrýnenda. A plötunni kennir margra grasa, þar eru lög eftir m.a. Neil Young James, Taylor, Smokey Robinson, John David Souther, Holland-Dozier-Holland, og ýmsa fleiri. öll eru lögin mjög góð, útsetningar að sama skapi góðar, — og söngur og hljóð- færaleikur i hæsta gæðaflokki. 1 fyrra kom einnig út tvöfalt albúm frá Capitol fyrirtækinu með Lindu, en án hennar vilja. Plötur þessar heita einu nafni „Different Drum” eftir fyrsta laginu sem þekkt varð með I VIKUNNI bauð hljómplötufyrirtækiö Steinar hf„ sem Steinar Berg veitir forstöðu, blaðamönnum á samkomu, og var tilefnið þaö, að um þessa helgi koma á markaðinn tvær nýjar hljómplöt- ur frá útgáfunni — „Starlight”, sólóplata frá Einari Vilberg og „Sólskinsdagar” plata B.G. og Ingibjargar. Blaðamönnum var gefinn kostur á að hlýða á þessar plötur — og án þess að hér sé kveðinn upp nokkur endanlegur dómur, veröur að segjast, að báðar plöturnar létu vel i eyrum, þótt þær séu gjörólikar að efni til. Plata Einars Vilbergs er rokkplata, en plata B.G. og Ingibjargar dægurlagaplata. Vonandi gefst tækifæri til að fjalla frekar um þessar plötur i næsta eða þarnæsta þætti Nú-timans. Einar Vilberg Piisoner In Disguise Plötur Lindu Ronstadt: STONE PONES (Capi- tol) 1967 EVERGREEN (Capi- tol) 1967 STONEY END (Capitol) 1968 HAND SOWN HOME GROWN (Capitol) 1969 SILK PURSE (Capitol) 1970 LINDA RONSTADT (Capitol) 1972 DON'T CRY NOW (Asylum) 1973 HEART LIKE A WHEEL (Capitol) 1974 PRISONER IN DISGUISE (Asylum) 1975 DIFFERENT DRUM (Capitol) 1975

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.