Tíminn - 28.03.1976, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.03.1976, Blaðsíða 5
Sunnudagur 28. marz 1976 TÍMINN 5 Hrædd við að vera ein — Hver sem vill vita hvernig ég er i raun og veru, verður að heimsækja mig hér, — á þessum stáð. Audrey Dotti lætur augun hvarfla yfir heiðarnar og strýk- ur hendi yfir hrufóttan bol æva- forns óllfutrés. — Hérna nýt ég þess hverja einustu sekúndu að vera til. Konan sem segir þetta, er gra nnvaxin og fingerð, 46 ára að aldri. Það er ótrúlegt, að hún sé komin á fimmtugsaldurinn, og manni er næst að halda, að skilriki hennar séu fölsuð þegar litið er I frisklegt andlit hennar. Nokkrar hrukkur i kringum augun eru eina visbendingin um að aldurinn sé að færast yfir hana. Annars erhún sama heill- andi og dulftið feimna stúlkan og hún var fyrir tuttugu og fjór- um árum, þegar hún lék á móti Gregory Peck i kvikmyndinni „A Heart and a Throne” og öðl- aðist heimsfrægð fyrir. Tvö hjónabönd hafa ekkert breytt henni frá þvi. Ari eftir að hún hlaut frægö, giftist hún Mel Ferrer og eign- aðistmeð honum einnson, Sean, sem er stolt hennar og eftirlæti. Hjónaband þeirra entist i 14 ár. Eftir skilnaðinn giftist hún fljót- lega aftur, og i það skiptið dr. Andrea Dotti, itölskum geð- lækni, sem er niu árum yngri en hún. Þegar þau giftust, lagði hún kvikmyndaleik á hilluna til að geta helgað fjölskyldunni all- an tima sinn. Hún deilir nú lifi sinu með þremur körlum, eigin- manni sinum og tveimur son- um. Hún segist fremur kjósa að lifa úti I sveit heldur en i skarkala stórborganna, og kveðst hafa náð meiri árangri i hlutverki sinu sem eiginkona og móðir heldur en nokkru öðru. — Ég átti aldrei neitt sameiginlegt með persónunum, sem ég lék i kvikmyndunum. Hún tálar oft um eiginmann sinn og segist alltaf muna það, þegar þau sáust fyrst I bátsferð um grisku eyjarnar. — Það var ást við fyrstu sýn. Hún kom eins snögglega og þak- steinn, sem dettur i höfuðið á manni. — Þrátt fyrir að þetta væri stóra ástin, stóð i byrjun margt i vegi fyrir að af hjóna- bandi gæti orðið. Það mikilvæg- asta var ekki aldursmunurinn, heldur spurningin um, hvort það gæti ekki skaðað starfsferil Andrea, ef hann bindi trúss sitt við meinta léttúðuga kvik- myndadis. En vandamálið leystist að lokum af sjálfu sér. Hún sagði einfaldlega skilið við starf sitt, og hefur aldrei iðrazt þess. Hamingjusöm kona? Mað- ur þarf aðeins að lita á hana til að fá svarið. Tilhugsunin um að eldast þjakar hana ekki, segir hún. — Svo lengi sem ég er elsk- uð og elska. Það eina sem hún kviðir er að hún verði einhvern tima að vera ein, — að eigin- maðurinn yfirgefi hana og börn- ★ in vilji ekkert hafa af henní að segja. Myndirnar eru af henni 1) eins og hún litur út nú, 2) þar sem hún hampar óskarnum 1957. 3) með Richard Harris sem Eliza i My fair Lady og 4) i myndinni „Tvö á sömu leið''. ★ Skyndiskoðun reykinga manna t Litháen eiga allir reykinga- menn, sem eru komnir yfir fertugt, framvegis að fara i eftirlitsrannsókn á öndunar- sjúkdómadeildir heilsuverndar- stöðva eða sjúkrahúsa a.m.k. tvisvar á ári. Sama regla gildir einnig um fóik, sem stundar störf, sem fela i sér hættu á krabbameini i öndunarfærunum A ráðstefnu, sem haldin var i Vilnu, höfuðborginni i Litháen, var lögð áherzla mikil á það, að þær fjöldagegnumlýsingar. sem til þessa hafa verið gerðar. hafi ekki farið fram nógu oft.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.