Tíminn - 28.03.1976, Blaðsíða 20

Tíminn - 28.03.1976, Blaðsíða 20
Þessi fallegi hestur hét Skörungur, og Kristján telur hann íneð beztu hestum sinum. Liklega hafa þeir verið að spjalla eitthvað saman, vin- irnir, áður en Ijósmyndarinn kom og truflaði þá. var fæddur á Úlfsbæ, en móðir min, Hólmfriður Sigurðardóttir, var fædd á Daðastöðum I Reykja- dal. Þau bjuggu allan sinn búskap áÚlfsbæ,ogeignuðustfjóra sonu. Elzti drengurinn dó áður en hann varð ársgamall, en hinir þrir komust allir til aldurs. Elztur þeirra, sem lifðu, var Sigurður Lúther, sem lengi bjó á Fosshóli, sem margir kannast við, næstur er Jón Vigfússon, sem bjó á Úlfs- bæ, en er nú fluttur tíl Akureyrar fyrir mörgum árum, og svo ég, yngstur. Þingeyskri menningu hefur lengi verið við brugðið, og ekki að ástæðulausu. Var ekki mikið menningarlif i kringum þig á upp vaxtarárunum ? — Satt áð segja held ég að menningarlif hafi verið ótrúlega mikið i sýslunni yf irleitt. Hjá okk- ur I Bárðardalnum var ágætt bókasafn, sem var mjög mikið notað. Ekki mun það alltaf hafa verið á sama bænum, en ég held ég muni það rétt, að siöustu árin sem ég var heima, hafi það verið á Arndisarstöðum. Skemmtanir voru tiltölulega fátiðar, en þó hittust menn og gerðu sér dagamun með ýmsum hætti. Ungmennafélagið Viðir starfaði þar i dalnum og hélt uppi félagslifi. Asumrin var alltaf far- ið i Vaglaskóg, þegar haldnar voru skemmtanir þar. — Attir þú kost á skólagöngu á unglingsárum þinum? — Barnaskóli var i sveitinni, og þar varégaðsjálfsögðu, en þegar honum sleppti, fór ég á unglinga- skóla á Breiðumýri til Arnórs Sigurjónssonar og var þar einn vetur frá áramótum og fram úr. Seinna, þegar búið var að byggja Laugaskóla, var ég þar hjá Arn- óri og fleiri ágætum kennurum, eins og til dæmis Konráði Erlendssyni. Þar nam ég bæði bóklegar greinar og smlðar, sem ég var snemma hneigður fyrir. Þessa vetur, sem ég var I Reykjadalnum, kynntist ég fé- lagsllfinuþar, tókheilmikinn þátt I því, og minnist þess tima alltaf siðan með mikilli ánægju, enda eignaðist ég þá marga góða og skemmtilega félaga. — Manst þú ekki eftir sér- kennilegum mönnum og girnileg- um til fróðleiks —og þar á ég alls ekki við þá manngerð, sem sumir kalla kynlega kvisti? — Það var mikið til af mönn- um, sem voru sjófróðir og stál- minnugir, svo unun var á þá að hlýða. Og þessminnist ég, aö fað- ir minn fékk alltaf bónda nokk- urn, Harald Ulugason I Heiöar- seli, til þess að koma, að minnsta kosti einu sinni á hverjum vetri, til þess aö kveða rimur fyrir sig og heimafólk sitt. Þessi siður hélztallt fram undir það að ég fór að heiman, árið 1926. Ég minnist lika Baldvins frá Viðaseli, Baldvins skálda, sem kallaður var. Hann kom oft heim til foreldra minna, og ég man hann vel. Baldvin var dálítið öðru visi en fjöldinn, en hann var greindur og ágætlega hagmæltur. Hagmælska var mjög almenn á æskustöðvum minum, þegar ég var að alast upp. Á flestum bæj- um voru menn, sem gátu ort, og sumir lausavisnasmiðirnir voru frábærir; enda lögðu þeir mikla rækt við þá iþrótt. — Viltu ekki fara með eitthvað af þessari framleiðslu? — Æ, nei, ekki svona i blaða- viðtali. Þaðgæti misskilizt, — og svo er ég lika búinn að gleyma sumu sem ég lærði i æsku. Ég vil heldur láta ógert að kenna mönn- um visur og eiga á hættu að fara skakkt með þær. Áður var verzlað á Akureyri og allt flutt á klökkum — Nú mun úlfsbær vera skammt frá Goðafossi. Var ekki Hérer Kristján með gæðinga sina tvo, hvorn öðrum glæsiiegri. Ilestur- inn, sem Kristján situr á, heitir hvorki meira né minna en Öðlingur, en sá stjörnótti heitir Stjarni. við vorum að leggja af stað, spurðu bændurnir nafna minn og frænda, hvort hann vildi vera fararstjóri suður að Laxamýri. Hann svaraði stutt og laggott: ,,Já, með því skilyrði, að þið smakkið ekki á vini, fyrr en þið komið suður á Laxamýrarleiti.” Þessu játuðu allir, og efndu vel. — Varekki isinn á Laxá stund- um ótryggur, ekki sizt á þvi svæði, sem leiðir ykkar lágu aðal- lega um? — Jú.þaðeralvegrétt. Þar eru kaldavermsl, sem gera isinn ó- tryggan. Einu sinni várö okkur lika hált á þvi. Það var undir lok fyrra striðsins 1914—’18. Við vor- um að fara yfir Laxána, og misst- um þá hest og sleða niður um is- inn. A sleðanum var strásykurs- poki, en slik vara taldist til mun- aðar á þeim misserum. Það vildi okkur til happs, að á öðrum sleöa var þvottabali, og nú var strá- sykrinum hellt i hann, og pokinn að lokum bundinn kyrfilega yfir. Þetta reyndist að lokum ágætur molasykur, — eftir að hafa renn- blotnað, runnið i harða og þykka hellu i balanum, og verið að sið- ustu brotinn upp og brytjaður nið- ur. En’ vitanlega kom ekki til mála að fleygja sykrinum á þess- um skömmtunartimum. fljót, þegar ég reið það, einu sinni sem oftar, einmitt á þessum skjótta hesti. Mjóna litla á ég þó enn eftir, og ég segi eins og er, að ég þori varla að taka hann út úr skápnum þar sem hann liggur. Ég vil ógjarna eyðileggja síðasta hlutinn sem ég á úr eigu móður- bróður mins, þótt það sé aðeins litill vasapeli. Hef átt hesta i Reykja- vik siðan árið 1937 — Er það ekki rétt, sem mér hefur verið sagt, aö þú hafir oft verið dómari á hestamannamót- um? — Það er nú dálitiö ofsagt. Ég hef ekki oft verið dómari, þótt nokkrum sinnum hafi það komið fyrir aö visu. Hins vegar hef ég mjög oft verið svokallaður ,,ræs- ir”. Ég tók við þvi starfi hjá Fák i Reykjavik árið 1939, og hélt þvi nokkurn veginn óslitið fram yfir 1965. Þaö er langur timi, enda er ég búinn að sjá margan glæsileg- Framhald á bls. 23 „Láttu mig aldrei sjá, að þú haldið þér i hnakk- nefið” — Grun hef ég um það, Kristján, að þú hafir átt mikið saman við hesta að sælda um dagana, og ekki einungis i sleða- ferðum. — Já, ekki get ég neitað þvi. Kynni min af hestum eru nokkurn veginn jafnlöng ævi minni, eins og algengast hefur verið um is- lenzk sveitabörn frá upphafi vega og fram á seinústu ár, þegar dráttarvélar urðu allt i einu þarf- ari þjónar en hestar. Heima hjá mér voru alltaf góðhestar, frá þvi að ég man fyrst eftir mér. Móður- bröðir minn, Kristján Sigurðsson var mikill hestamaður, hestelsk- ur með afbrigöum og tamninga- maður ágætur. Fyrstu kynni min af hrossum má rekja til þessa. Kristján átti rauðskjótta hryssu, afbragðshross og fjörháa mjög. Þá man ég fyrst eftir mér á hest- baki, að ég sat á lendinni á þeirri skjóttu fyrir aftan frænda minn. — Siðar, — ég mun þá hafa verið sjö ára, — stóð til, að við færum niður að Glaumbæ i Reykjadal til föðurbróður mins, bræður minir ogég, og einhver fleiri ungmenni. Þá kom Kristján frændi minn að máli við mig og sagði: „Heyrðu, nafni, ég ætla að lána þér þá skjóttu”. Ég varð harla glaður, en hafði þó vit á að segja: „Held- urðu að ég ráði nokkuð við hana?” Það sagði Kristján að ekki skipti neinu máli, en baðmig þess lengstra oröa að lána engum Skjónu, þótt ég réði ekki við hana sjálfur. Og hann bætti við, þegar hann hafði lagt á hryssuna og stytt I fstöðunum fyrir mig: „Láttu mig aldrei sjá það, nafni, að þú haldir þér I hnakknefið.” Þetta lét ég mér að kenningu verða, og ég minnist þess ekki að ég hafi nokkru sinni eftir þetta gripið i hnakknef til þess að halda mér. — Hvenær eignaðist þú svo þinn fyrsta hest? — Kristján móðurbróðir minn dó á afmælisdaginn minn, þegar ég varð fjórtán ára. Ég erfði eftir hann rauðskjóttan fola tvævetr- an, sömuleiðis hnakk, beizli, svipu og brennivinspela, — vasa- pela, mjög sérkennilegan i lögun, Hann mjókkar niður til botnsins og getur þvi ekki staðið, heldur verður hann alltaf að liggja á hliðinni. Timans tönn hefur unnið á þessum hlutum eins og öðru. Hnakkur og beizli eru löngu ónýt, ogsvipuna missti ég i Skjálfanda- MAÐUR ER NEFNDUR Kristján Vigfússon. Hann er Þingeyingur að uppruna, en hefur lengi átt heima i Reykjavik, þar sem hann hefur lagt gjörva hönd á margt og leyst vanda margra, sem á fund hans hafa leitað. Þegar skæri sljóvgast, eða sagir banghagra manna bita ekki lengur, er gott að leita til Kristjáns, þvi að hann hefúr um langt árabil lagt stund á að brýna svo deigt járn aö þaö biti, — I bókstaflegri merkingu þeirra oröa. — Svo öllu rósamáli sé sleppt, þá er það Kristján i Skerpi, sem hér er rætt við. En til þess að fyrirbyggja hugsanlegan misskilning, og enn fremur til þess að hræða ekki háttvirta les- endur að óþörfu, þá skal það tekið fram strax I upphafi, að orðræða okkar mun að minnstum hluta til fjalla um eggjárn. í skauti þingeyskrar menningar . — Fyrst iangar mig aö spyrja þig, Kristján: Er langt siðan þú fluttist hingað til Reykjavíkur? — Það er hálf öld og rösklega einum mánuði betur. Ég kom hingað til þess að setjast hér að fyrsta dag febrúarmánaðar fyrir réttum fimmtiu árum. — Hvar i Þingeyjarsýslu hafðir þú verið? — Ég fæddist I þennan heim 3. ágúst 1904 á Úlfsbæ i Bárðardal. Faðir minn, Vigfús Kristjánsson, (löinul mynd af Kristjáni Sigurðssyni. móðurbróðtir og uafiia Kristjáns, sem rætt er við i þessari grein. Ilér situr Kristján á skjóttri liryssu, afburðagóðri, sem ininnzt er á i samtalinu við Kristján Vigfús- son. Iliifuð Skörungs. Hverjunt detta ekki i hug orð Einars Benediktssonar: „Hesturinn, skaparans ineistaramynd....." TÍMINN Sunnudagur 28, marz 1976 Sunnudagur 28. marz 1976 TÍMINN EFTIR FIMMTIU ARA DVOL í Akrahreppi, kvaðst Bólu-Hjálmar myndu deyja sökum illrar meðferðar. Kristján Vigfússon hefur allt aðra sögu að segja um hálfrar aldar dvöl sína í Reykjavík Kristján Vigfússon á verkstæðinu sinu. Þar eru ntörg tæki og góð, þótt aðeins litill hluti þeirra sjáist á inyndinni. erfitt um aðdrætti hjá ykkur, sem bjugguð þetta langt inni i landi? — Jú, sérstaklega fyrr á árum, þegar ég var barn og unglingur. Þaö var allt flutt heim á klökkum, frá Akureyri og Svalbarðseyri. Á þeim tima var verzlunin miklu fremúr við Eyjafjörð en Húsavik, þótt leiðin væri löng. En þegar kom akfær vegur til Húsavikur, snerist þetta við, þá var aöallega verzlað þar. Svo var byggt slátur- hús á Breiðumýri og þá ger- breyttist allt. Þá var sláturfé allt- af rekið þangað. Ég vann þar við slöktun eitt haust, en auk þess vann ég lengi að staðaldri við að flytja afurðir frá sláturhúsinu á Breiðumýri á hestvögnum til Húsavikur. Þaö var gifurlega mikið verk og seinlegt, þvi að leiðin er löng, þegar silazt er á- fram með þunghlaðna hestvagna. Oftast varföðurbfóðir minn, Jón I Glaumbæ, með mér, en hann var frægur ferðamaður, Við vorum á ferðinni alla daga, annan daginn til Húsavikur, og hinn daginn heim. — Voru ekki lestaferðirnar til Akureyrar af lagðar fyrr en svo, að þær kæmu nokkru sinni I þinn hlut? — Nei, siður en svo. Ég fór oft slikar ferðir, en ég veit ekki, hvort við eigum að kalla það lestaferðir, þvi að lestin var ekki löng. Hins vegar er þetta að þvi leyti rétt, að allt var flutt á klyfja- hestum. Viðfórum oft á veturna með einn hest eða fleiri undir rjúpum og lögðum þær inn á Akureyri. En verulegur þunga- flutningur var ekki mikiö sóttur til Akureyrar, eftir að ég fór aö taka þátt i störfum fullorðna fólksins. Sleðaferðir til Húsavik- ur voru oft fjölmennar og skemmtilegar — Fóruö þið þá ekki meö hest og sleöa til Akureyrar? — Nei, aldrei yfir Vaðlaheiði, það var ekki talið fært. Aftur á móti fórum við oft með sleða til Húsavikur, og var þá oftast farið norður Köldukinn, svo eftir Sjálf- andafljóti út hjá Sandi, og þar þvert yfir að Laxamýri. Stundum var lika farið yfir Fljótsheiði, nið- ur í Reykjadal og norður eftir honum unz komið var að Laxá, og farið eftir isunum á henni á með- an til entist. — Var ekki sæmilega gott að fara þetta meðhest og sleða, hvor leiðin sem valin var? — Það var yfirleitt ekki farið, nema að færi væri heldur gott. Þegar hlákur höfðu gengið varð oft gott færi á eftir, þvi að sjaldan auðnast svo algerlega, að ekki séu svell i dældum og hjarnskafl- ar undir höllum, og oft voru mýr- arnar ein spegilgljá, þegar hlák- an var um garð gengin. — Já, ég man oft eftir þeim I kaupstað samtimis, Mývetningum, Bárð- dælingum, Reykdælum og Kinn- Timamynd Róbert ungum. Þá var oft þröngt á þingi fyrir framan kaupfélagiö, — sleði við sleða og maður við mann, hver að huga að sinum föggum. — Urðu ekki stundum ævintýr i þessum ferðum? — Mér er einna minnisstæðast fyrsta sleðaferðin min til Húsa- vikur, ég var þá ekki nema ellefu ára og hafði verið látinn fara með móðurbróður mlnum. Goðafoss var þá staddur á Húsavik i fyrstu ferð sinni þangað, og fullorðnu mennirnir i föruneyti okkar fóru um borð, ef til vill til þess að skoða nýja skipið, en liklega þó öllu fremur til þess að ná sér i ein- hverja brjóstbirtu. — Ég efast um aö mér hafi i annan tima fundizt ég vera nær þvi að vera konungur i riki minu, en þegar viö héldum úr hlaði á Húsavik, áleiðis heim, og ég var fremstur, sitjandi á sleða, sem brúnum hesti var beitt fyrir, en á eftir mér á milli tuttugu og þrjátiu hestar og sleð- ar I sporaslóð. Ég man, að þegar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.