Tíminn - 28.03.1976, Page 32

Tíminn - 28.03.1976, Page 32
32 TÍMINN Sunnudagur 28. marz 1976 III. Leiðin liggur upp með Kongófljóti 1. Kongófljógið er annað vatnsmesta fljót heimsins, en það er lika eitt af lengstu fljótum veraldar. Frá upptökum til ósa er vegalengdin 4650 km. En þótt Kongo- fljótið sé svona langt og vatnsmikið, þá hefur það ekki nærri eins mikla þýðingu fyrir verzlun, siglingar og samgöngur og mörg önnur miklu minni fljót. Það kemur til af þvi að viða i Kongófljótinu en þó einkum næst hafinu, á leiðinni frá Matadi til Leopoldville, er mikill fjöldi fossa og hávaða, sem hindrar áframhald- andi skij)aferðir um fljótið. Skip, sem sigla á þessu fljóti verða þvi að afferma vörurnar, þar sem fossar og hávaðar hindra siglingar, og svo eru vörurnar fluttar með járnbrautum, sem lagðar hafa verið um frumskógana milli helztu borganna. Þetta allt gerir samgöngur um Mið-Afriku miklu dýrari en annars staðar. Ama- sonfljótið, sem lika fell- ur gegnum hitabeltis- skóga, er fært haf- skipum langt inn i land, eða yfir 1600 km og smærri skip komast alla leið upp til Iquitos i Perú eða um 3700 km frá ós- um fljótsins. Upp eftir Kongo komast hafskip aðeins upp til Matadi, sem er um 150 km frá hafinu. Strax ofan við Matadi, byrja fossamir. Þeir eru taldir 32 alls. Enginn þeirra er sérlega hár, en straumfallið er pungt og flúðir og stórir klettar i farvegi fljótsins hindra allar siglingar á þvi svæði. Það er talið, að eini hviti maðurinn, sem hingað til hefur farið eftir Kongofljóti frá Leopoldville og út til sjávar, sé Henry Morton Stanley. (Á leiðinni missti hann i fljótið fjölda af burðarmönnum sinum og eina hvita manninn, sem lagði með honum i þessa glæfra- för. Þetta var árið 1877). Stanley hefur i hinni glæsilegu bók, „Hið myrka meginland”, lýst Útgerðarmenn Athugið! Höfum á skrá fjölda aðila, sem óska eftir að kaupa fiskiskip af flestum stærðum Þorfinnur Egilsson lögmaður Vesturgötu 16 Reykjavik Simar: 2-19-20 & 2-26-28 ttUSANflUST! SKIPA-FASTEIGNA OG VEROBREFASALA __VESTURGÖTU Ió - REYKJAVÍK 21920 22628 Málverka- og mynda- AAARKAÐUR Komið og gerið góð kaup. Umtalsverður' afsláttur gegn staðgreiðslu. SÝNINGARSALUR f | TIL LEIGU m Vöruskiptaverslun f\ Laugavegi 178 simi 25543 * þessari ferð af mikilli snilld. Þar sem Kongófljótið er þannig ófært til sigl- inga á löngu svæði, var þegar árið 1890 byggð jámbraut milli Matadi og Leopoldville. Járn- brautín er um 400 km löng, og liggur brautin alla leiðina i gegnum frumskóga. Hæðarmun- ur er ekki mjög mikill, en þó hefur viða þurft að sprengja göng i gegnum klettabelti og hæðir. Af þvi að jámbrautin ligg- ur alllangt frá fljótninu, sér aldrei i fljótið. Alla leiðina sér maður aðeins skóg, endalausan skóg. Nú hefur mannshönd- in lagt þennan skóg undir sig. Allar trjá- tegundir hafa verið upphöggnar og útrýmt, nema oliupálmanum. Er það auðugt sápugerðar- fyrirtæki i Englandi, sem hefur reist þarna nokkrar sápugerðar- verksmiðjur (Lever Brothers Co.) í þessum verksmiðjum er unnin feiti og olía úr ávöxtum oliupálmans. Þessir ávextir eru álika stórir og hænuegg og vaxa i þéttum hvirfingum upp undir blaðkrónu pálm- ans. Geta ávextirnir orðið 800 til 4000 talsins. Næstum allar enskar sáputegundir eru blandaðar oliu úr þessum pálmaávöxtum frá Kongo eða öðrum hitabeltislöndum. Svertingjar eru líka mjög sólgnir i þessa ávexti og nota þá eins og við notum smjör. Það var ekkert skemmtilegt á þeim tímum að ferðast með járnbrautarlestum á sjóðheitum sumardög- um I hitabeltinu. Hrað- inn er litill, og þessi óendanlegi, þétti skógur meðfram járnbrautinni er þreytandi og tilbreyt- ingarlaus. Sérkennilegt er það við þessa járn- brautarlest, að eim- reiðin er ekki kynt með kolum, heldur með eins konar oliukökum, sem búnar eru til úr grottan- um, sem sezt á botninn, þegar olía er hreinsuð. Þessar kökur eru fluttar alla leið frá Kákasus og eru notaðar þarna, vegna þess að á þeim timum höfðu ekki fundizt kol i Kongolönd- um. Anton Mohr: Árni og Berit Ævintýraför um Afríku Siðla dags daginn eftir komu þau Árni, Berit, Vic og Songo til Leopold- ville, sem er höfuð- borgin i belgisku Kongó. Hér gistu þau, en bráðsnemma næsta morgun stigu þau út i stóran, flatbotnaðan fljótabát, sem eftir áætl- uninni átti að vera 14 daga upp eftir fljótinu til Stanleyville. Þvi næst þurftu þau að fara all- langa leið með járn- braut, vegna grynninga og flúða i fljótinu, og svo aftur með fljótabát og siðasta spölinn aftur með járnbraut, og þá yrðu þau loks komin til Kongolo. Borgin Leopoldville er reist rétt fyrir ofan foss- ana „þrjátiu og tvo”, sem loka siglingaleið um Kongofljót. Þar breikkar fljótið mjög mikið og myndar eigin- lega griðarmikið stöðu- vatn, sem kallast „Stanleypollur” eftir hinum fræga landkönn- uði, er sá það fyrstur Evrópumanna. 2. Það var stór og þægi- legur bátur, sem þau systkinin voru komin út i, ásamt föruneyti sinu. Hvitu fagþegamir, sem voru 23 I þessári ferð, fengu allir hreinlega, loftgóða kvenklefa og dvöldu á daginn uppi á efra þilfari, sem var hvitþvegið daglega. Svörtu farþegarnir, negrarnir, sem voru mörg hundruð i þessari ferð, voru allir á neðra þilfari. Skipið átti að koma viða við á leið sinni upp fljótið. Viðstöðutiminn var oft margir klukku- timar og stundum heill dagur. Þau Árni og Berit fengu þvi nóg tækifæri til að athuga frumskóginn nánar. Þessir frumskógar með- fram Kongo eru þeir stærstu I heimi, næstir frumskógunum við am- sonfljótið. 1 stórum dráttum má segja, að frumskógar séu með tvennu móti. Á lágslétt- unum, sem liggja næst

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.