Tíminn - 28.03.1976, Blaðsíða 17

Tíminn - 28.03.1976, Blaðsíða 17
Sunnudagur 28. marz 1976 TÍMINN 17 FUNDUR UM HREPPSMÁL OG LANDSMÁL í HVERAGERDI Siðastliðinn fimmtudag hélt Framsóknarfélag Hveragerðis og ölfuss fund þar sem ýmis mál voru til umræðu og þá fyrst og fremst framkomnar tillögur i hreppsnefnd um álagningu gatnagerðagjalda i hreppnum samkvæmt lögum no 51 frá 1974. Þórður Snæbjörnsson las þessar tillögur og skýrði þær frá smu sjónarmiði og þörfum sveitar- félagsins á álagningu þeirra i ein- hverri mynd ef um verulegt átak i gerð varanlegra gatna i hreppn- um ætti að verða i náinni framtið. Eftir fjörugar og almennar um- ræður um málið var samþykkt eftirfarandi áskorun til hrepps- nefndar. „Félagsfundur i FHÖ skorar á hreppsnefnd Hveragerðis um að halda borgarafund um nefnt gatnagerðargjald áður en sam- þykkt verður að leggja það á. Ef hreppsnefnd sér sér ekki fært að halda slikan fund tilkynnist hér með, að FHÖ mun halda almenn- an fund um málið. Svar óskast af- hent Þórði Snæbjörnssyni á þeim fundi hreppsnefndar sem málið verður tekið fyrir.” Undir málaliðnum um önnur mál var á ýmsu briddað m.a. hvort hreppsnefndin nýtti alla tekjustofna sveitarfélagsins og i þvi' sambandi var samþykkt áskorun til hreppsnefndar að hún noti sér þann rétt i lögum um sveitarfélög 23. gr. bls. 5 sem seg- ir, að vinni maður hjá sjálfum sér og telji ekki fram sambærilegar tekjur og ef hann ynni h já öðrum i sömu starfsgrein megi áætla hon- um tekjur. Að beiðni formanns Páls Þor- geirssonar var ákveðið að heimila stjórn félagsins að fresta aðalfundi eitthvað eða þar til áður ákveðnum fundum á starfsárinu yrði lokið. 1 framhaldi af þvi var stjórn félagsins falið að undirbúa sem fyrst almennan fund um hitaveitu og atvinnumál i byggða- laginu. Einnig var ákveðiö að bjóða Sjálfstæðisfélaginu Ingólfi enn eitt tækifæri til sameiginlegs fundar og nú um efnið — Er rikis- stjórnin á réttri leið. Var undir- búningur þess fundar einnig fal- inn stjórninni. Þá var samþykkt að kjósa þá Þorstein Bjarnason og Bjarna Snæbjörnsson til að gangast fyrir og undirbúa alm. fund um um- hverfismál Hveragerðis og halda hann nú fyrir vorið. Stjórn FHÖ var falið að óska eftir þvi við stjórn kjördæmis- sambands Framsóknarmanna i Suðurlandskjördæmi, að næsti aðalfundur þess yrði haldinn i Hveragerði. í lok fundarins kom fram eftir- farandi tillaga. „Félagsfundur i Framsóknar- félagi Hveragerðis og ölfuss lýsir yfir furðu á hinum miklu verð- hækkunum strax í kjölfar samninga og telur að rikisstjórn- in hafi með þessu komið aftan að launþegum landsins og eigi eftir að koma i ljós að sliku uni verka- lýðshreyfingin alls ekki. Enda trúlega einsdæmi að nýumsamd- ar kjarabætur fengnar með erfiðu verkfalli séu horfnar einum mán- uði eftir gerð samninga. Enn- fremur lætur fundurinn i ljós furðu sina á skilningi stjórnvalda á merkingu orðsins verðstöðvun. Fundurinn harmar að Fram- sóknarflokkurinn skuli eiga aðild að rikisstjórn sem þannig kemur fram við lægst launuðu þegna þjóðfélagsins og varar forustu flokksins eindregið við þvi að samþykkja slik vinnubrögð i nú- verandi rikisstjórn.” Tillaga þessi olli miklum og al- mennum umræðum sem allar snerust á einn veg, enda var hún samþykkt samhljóða. Útboð Bygginganefnd félagsheimilisins Hlaðir á Hvalfjarðarströnd óskar eftir tilboðum i að byggja og gera fokhelt félagsheimilið Hlaðir á Hvalfjarðarströnd. Útboðsgagna má vitja á verkfræðistofu okkar, Ármúla 4, Reykjavik, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað miðviku- daginn 24. april kl. 11 f.h. Verkfræðistofa Sig. Thoroddsen í Vín Af sérstökum ástæðum eru nokkur sæti laus i páskaferð Framsóknarfélaganna i Reykjavik til Vinarborgar 10. april. Komið heim aðfaranótt 20. april. Upplýsingar á skrifstofu Framsóknarfé- laganna, Rauðarárstig 18. Simi 2-44-80. PÁSKAR TD 275 — TD 400 — TD 400 R tauþurrkarar 2,75 og 4 kg jafnan fyrirliggj- andi. Eru ódýrastir i sinum gæðaflokki. Ennfreniur útblástursbark- ar og veggfestingar fvrir TD 275. ARMULA 7 - SIMI 84450 Ferðaútvarp og segulband 3 bylgjur Verð: 28.980 BUÐIRNAk / Skipholti 19, við Nóatún sími 23-800 Klapparstíg 26 simi 19-800 Sólheimum 35 simi 33-550 Sendum hvert ó land sem er Tækið er hægt að stilla þannig að það taki upp eftir ákv. tíma. Crown CRC 502 vekur yður með útvarpinu eða segulbandinu. Þér getið sofnað út frá tækinu, því það getur slökkt á sér þegar þér óskið. Hægt er að taka beint upp á segulbandið úr út- varpinu án aukatenginga. Crown CRC 502 er hægt að tengja við plötuspilara og taka beint upp. Inn- b/ggður spennubreytir f. 220 volt. Gengur einnig f. rafhlöðum. Innbyggður hljóðnemi. Innbyggður, mjög næmur hljóónemi. Sjálfvirkt stopp á segulbandi. Sjálf- virk upptaka. Rafhlöðumælir. Lang- oylgja, miðbylgja og FM bylgja. Crown stendur fyrir sínu. Verð: 38.950.- Br*mr'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.