Tíminn - 28.03.1976, Blaðsíða 24

Tíminn - 28.03.1976, Blaðsíða 24
TÍMINN Sunnudagur 28. marz 1976 2A Á FLÓTTA FRÁ ÁSTINNI Eftir Rona Randall 18 - " Harwey....en: það var satt. Harwey hafði tekið vaktina fyrir han.a- Skyndilega gerði Mark sér grein fyrir, að hann hafði hugsað mikið um Myru Henderson undanfarna daga og velti f yrir sér hvers vegna. Hún var hvorki sérlega falleg né áberandi. Kvenleg, snyrtileg — og eins og Estelle hafði bent á — hlédræg. Frænka hafði líka sagt að hún væri aðlaðandi, var hún það? Hann vissi það ekki, hann hafði engan áhuga á konum, hvers vegna þá að vera að velta þessari fyrir sér? Gljáandi bílum var lagt f raman við dyrnar. Greinilegt var að veizlan stóð þegar sem hæst. Ef til vill tækist hon- um að læðast út fljótlega, án þess að nokkur tæki eftir því. Já, veizlan var alveg eins og hann hafði átt von á....yf- irfullur reyksalurinn, ilmvatnslyktin, bylgjur af röddum og hlátri, glasaglamur....ekkert benti til að þetta yrði öðruvísi en venjulega. Og þarna kom Estelle á móti hon- um með útbreiddan faðminn. — Elsku Mark, þú ert seinn, en ég verð víst að fyrirgefa þér eins og venjulega. Það er undur að þú skulir yf irleitt koma, ekki satt? Hlæj- andi kyssti hún hann á vangann. Hann fékk glas i hönd og Estelle ýtti honum gegn um reyksalinn. Þar hafnaði hann í litlu útskoti milli tveggja hárra glugga. Þar var fyrir ung kona. Hár hennar glóði í lampaljósinu — hár sem lá í glóandi bylgjum niður á herðarnar. Hún var í hlíralausum kjól með löngum, þröngum ermum, þröngur í mittið og með víðu efnis- miklu pilsi. Hann tók ósjálfrátt eftir þessu öllu, meðan hann hugsaði um að aðstoðarlækninn við St. Georges væri eins og önnur manneskja án hvíta sloppsins. — Já, það þarf ekki að kynna ykkur, sagði Estelle. — Ég læt ykkur um að hafa ofan af hvort fyrir öðru...hún brosti til þeirra og hvarf í mannþröngina. Mark og Myra stóðu þögul, eftir að hún fór. Hann tók eftir að f ingur hennar héldu fast um fótinn á glasinu og honum skildist, að hún var óstyrk. Myra Henderson hafði ekki til að bera þetta heimsvana öryggi, sem konur á hennar aldri höfðu svogjarnan. I fyrsta sinn velti hann fyrir sér, hvernig heimili hennar væri og hvernig uppeldi hún hef ði hlotið og hann gat rétt— að hún væri einkabarn f rá rólegu heimili, þar sem ekki hefði verið hlegið mikið. Hann brosti einu af sínum sjaldgæfu brosum og sá að augu hennar stækkuðu af létti. Þau voru falleg — hugs- aði hann — grá, hreinskilin og skær. Og þau komu upp um hana. Þótt hlédrægnin og gríman skýldu tilfinning- um hennar vel, gátu augun það ekki. — Skemmtið þér yður? spurði hann. — Að vissu leyti, viðurkenndi hún. — Mér f innst gaman að velta öllu þessu fólki fyrir mér....það er svo heims- vant og öruggt...ég er ekki vön veizluhöldum og sam- kvæmislífi. Heima voru aldrei haldnar veizlur, hvorki miklar né litlar. — Segið mér eitthvað frá heimili yðar. — Æ, það var ósköp venjulegt. Dæmigert enskt og frið- sælt. Pabbi er læknir, mamma dó, þegar ég var lítil. Eft- ir það lifði pabbi aðeins fyrir staff sitt. Síðan bætti hún f Ijótmælt við: — Það var ekki af eigingirni, skiljið þér. Hann tilbað mömmu og vinnan varð bjargvættur hans, þegar hann missti hana. Hann sá fyrir sér barnæsku þessarar konu — einmana? svolitið gleymd, barn hjóna, sem höfðu aðeins lifað hvort s fyrir annað. — Hvað varð til þess að þér lærðuð læknisfræði? Var það faðir yðar, sem vildi það? — Já og ég hugsaði aldrei um neitt annað. — Hlýðin, skyldurækin og vel upp alin, sagði hann, að mestu við sjálfan sig, en sá þá, að hún roðnaði. Hún hafði skap! — Það er óþarf i að gera gys að því. Ég hef alltaf haft áhuga á læknisfræði. — Vina mín, ég var ekki að gera gys. Ég var aðeins að reyna að skilja. Áður en hún náði að svara, heyrði hún aðra rödd. — Nú, svo þarna ertu, eftirlætislæknirinn minn. Ég er búinn að leita að þér alls staðar. Lafði Lowell sagði mér, að þú kæmir...þess vegna kom ég. Það var Justin Brooks. Hann greip hendur Myru og kyssti þær. — Þetta er f ranskur siður, sagði hann hlæj- andi. — En þetta er minn siður. Hann kyssti hana á báðar kinnar. — Justin! Greinilegt var, að henni f annst gaman að sjá hann. — En hvað þú lítur vel út, þú ert St. Georges sjúkrahúsinu til sóma — ekki satt dr. Lowell? Mark, sem langaði mest til að senda þennan unga mann öfugan niður stigann, brosti í staðinn og kinkaði kolli, en áður en nokkur gat sagt meira, fór kliður um hópinn, rétt eins og tjaldið væri í þann veginn að dragast Sumir aftur á móti, sem vilja halda sig við gamla tfmann, ræna og rupla úti i sveitunum. Þeir eru fjöJmennir og verða bráðlega fleiri og nefna sig Nomadic-flokkinn. Þeir ógna öllu frelsi á I Mongo____________________________________________ lillt iiili SUNNUDAGUR 28. mars 8.00 Morgunandakt. Séra Pétur Sigurgeirsson vigslu- biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. (Jtdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). a. Kansóna eftir Johann Kaspar Kerll. Ernst Gunthert leikur á org- el. b. Messa i F-dúr eftir Jo- hann Sebastian Bach. Wally Staempfli, Claudine Perret og Philippe Huttenlocher syngja með kór og kammer- sveit Lausanne, Mishei Co- boz stjórnar. c. Hornkonsert nr. 2 i D-dúr eftir Joseph Haydn. Hermann Baumann og Concerto Amsterdam hljómsveitin leika, Jaap Schröder stjórnar. d. Pianó- sónata i f-moll op. 8 eftir .Norbert Burgmuller. Adri- ' i'LOAvMfessa i Dómkirkjunni. PrestuA: Séra Þórir Stephenseöv Organleikar^; Ragnar Bj)irnssöh. 12.15 Dagskráin. T^nleiká^' 12.25 Fréttir og veðurfregnif. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Þættir úr nýlendusögu. Upphaf siglinga Evrópu- manna til Afriku og Asiu: Portúgalir. Jón Þ. Þór cand. mag. flytur fyrsta hádegis- erindi sitt. 14.00 Fatlaðir l starfi. Þáttur um starfsaðstöðu fatlaðra, tekinn saman af Sjálf- sbjörg, i tilefhi alþjóðadags fatlaðra. Umsjónarmaður: Arni Gunnarsson. 14.45 Miðdegistonleikar: Frá tónlistarhátiðinni i Salzburg i fyrrahaust.Sintöniúhijóm- sveit Lundúna leikur. Stjórnandi: Karl Böhm. Einleikari: Emil Gilels. a. Sinfónia I C-dúr (K338) og Menúett i C-dúr (K409) eftir Wolfganga Amadeus Moz- art. b. Pianókonsert i a-moll og Sinfónia nr. 4 i d-moll eftir Robert Schumann. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Framhaldsleikritið: „Upp á kant við kerfið”. Olle Lansberg bjó til flutn- ings eftir sögu Leifs Panduros. Þýðandi: Hólm- friður Gunnarsdóttir. Leik- stjóri: Gisli Alfreðsson. Persónur og leikendur i fimmta þætti: Davið/ Hjalti Rögnvaldsson, Effina/ Guð- rún Stephensen, Traubert/ Helgi Skúlason, Schmidt/ Ævar R. Kvaran, Mari- anna/ Helga Stephensen. 17.00 Létt-klassisk tónlist. 17.40 Utvarpssaga barnanna: Spjali um indiána. Bryndis Viglundsdóttir heldur á- fram frásögn sinni (11). 18.00 Stundarkorn með fiðlu- leikaranum Nathan Mii- stein. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 „Hjónakornin Steini og Stina”, gamanleikþáttur eftir Svavar Gests. Persón- ur og leikendur i sjöunda þætti: Steini/ Bessi Bjarna- son, Stina/ Þóra Friðriks- dóttir. Maddy/ Valgerður Dan og Karl Einarsson. 19.45 Þórarinn Guðmundsson tónskáld og fiðluleikari átt- ræður (27. marz).Þorsteinn Hannesson ræðir við Þórar- in og leikin verða lög eftir hann. 20.25 Frá ráðstefnuum fþrótt- ir ogfjölmiðla.Umsjón: Jón Ásgeirsson. 21.10 Pablo Casals leikur á sellótónlist eftir Granados, Saint-Saens, Chopin og Wagner. 21.45 „Geggjaðar ástrlður”, ljóð eftir Birgi Svan Simonarson. Höfundur les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. Sigvaldi Þorgilsson dans- kennari velur lögin og kynn- 23.25 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.