Tíminn - 28.03.1976, Blaðsíða 19

Tíminn - 28.03.1976, Blaðsíða 19
Sunnudagur 28. marz 1976 TÍMINN 19 Ctgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulitrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduluis- inu viö Lindargötu, slmar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingaslmi 19523. Verð I iausasölu kr. 40.00. Áskriftar- gjald kr. 800.00 á mánuði. Blaðaprenth.L „Eggjaði skýin öfund svört" Þessa dagana spennist verðlag upp i kjölfar kjarasamninganna, sem gerðir voru fyrir skemmstu. Láglaunafólk, sem vissulega var illa sett fyrir samningana, sér nú ávinning sinn, fenginn eftir hálfsmánaðarverkfall, hverfa að miklu leyti vegna verðhækkananna. Kvörnin snýst eins og vita mátti fyrirfram. Þegar þannig er ástatt hljóta menn að svipast um og ihuga, hvort ekki megi einhvers staðar létta það, sem kalla má dauðan kostnað — draga úr útgjöld- um heimilanna með betra og skynsamlegra fyrir- komulagi en tiðkazt hefur. Sé það unnt, væri það al- þýðu manna hagfelldara heldur en tilsvarandi hækkun kaups um einhvern hundraðshluta, þar eð þvi fylgdi raunverulega aukinn kaupmáttur hverrar krónu, en ekki útþynning eins og reyndin verður um beina kauphækkun, er orkár á svo ótal marga kostnaðarliði i þjóðfélaginu. Nú vill svo til, að samvinnumenn i höfuðborginni hafa haft uppi ráðagerðir um mikilvæga nýbreytni i verzlunarháttum, og lögð hefur verið fram áætlun, sem ekki hefur verið vefengd og þaðan af siður hrundið, er leiðir i ljós, að tiltækilegt er að lækka al- mennt vöruverð um 6-10%. Hugmyndin var sú að koma upp stórmarkaði svonefndum i nágrenni Sundahafnar, reknum með fyllstu hagræðingu og eins litlum tilkostnaði og við má koma. Að óreyndu hefði mátt ætla, að þorri fólks fagnaði þessu stórlega, og sérstaklega hefði sýnzt einboðið, að borgarstjórnin, forsjá borgarbúa, tæki slikri hugmynd tveim höndum.-Henni ber öllum öðrum fremur að vilja hag Reykvikinga i einu og öllu, og henni ætti að vera það sérstakt kappsmál að styðja þann aðila, sem treystir sér til þess að lækka vöru- verðið i borginni til muna. En svo undarlega brá við, að meirihluti borgar- stjórnarinnar beitti afli atkvæða til að bregða fæti fyrir framkvæmd þessarar hugmyndar, sem átti að verða þúsundum heimila til hagsbóta. Af annar- legum hvötum neitaði hún samvinnumönnum um þá aðstöðu, sem var forsenda þess,að þeir gætu komið upp stórmarkaði, er lækkaði almennt vöru- verð til muna. „Eggjaði skýin öfund svört”, var einu sinni kveðið, þegar stjarna skein of glatt. Það er engu likara en borgarstjórnarmeirihlutanum i Reykjavik hafi ægt sú tilhugsun, ef samvinnu- mönnum ætti að lánast að trufla verðbólguskrúfuna með þvi að lækka vöruverð. Það lætur að likum, að hér þykir mörgum súrt i brotið. Ófáir vilja ekki una þessari furðulegu og óþjóðhollu valdbeitingu borgarstjórnarmeiri- hlutans. Fólk vill fá sinn vörumarkað i húsakynnum Sambands islenzkra samvinnufélaga við Elliðavog með þeim vonum, studdum glöggum röksemdum, sem enginn hefur hnekkt, um hagkvæmari viðskipti en áður. Það vill fá að njóta þeirrar hagkvæmni, sem skynsamlegt fyrirkomulag getur haft i för með sér. Af þessum sökum eru nú uppi þær raddir að hleypa af stokkunum söfnun undirskrifta meðal alþýðu manna i Reykjavik og freista þess að rjúfa^ með þeim hætti þá skjaldborg, sem borgarstjórnar- meirihlutinn hefur slegið um hærra verðlag en nauðsynlegt er. Húsmæðurnar, sem vita bezt, hvað krónan gerist nú vanmáttugur kaupeyrir, munu áreiðanlega skilja nauðsyn þess að gera matarpen- ingana dálitið drýgri. Og ekki þær einar, heldur þorri borgarbúa. — JH Forkosningarnar í Bandaríkjunum: Áróðursmeistararnir hafa mikið að segja um úrslit Eitt sinn var sagt, að bak við hvert stórmenni væri kona og þá jafnframt látið að liggja, að þeirri konu væri velgengni mannsins ekki siður að þakka en honum og hæfileikum hans. Þær hugsuðu ekki aðeins um stórmennin og ýttu þeim áfram út i hringiðu stjórnmála og landvinninga, heldur aug- lýstu þá kynntu og væru i einu og öllu sem áróðursmeistarar af fyrsta flokki. Nú er þetta nokkuð breytt og þótt ekki sé ástæða til að gera litið úr hlut kvenna að vel- gengni karlmanna, þá hafa aðrir tekið sæti áróðursmeist- arans. t forkosningum þeim, sem nú standa yfir i Bandarikjun- um, þar sem keppt er um út- nefningu tveggja helztu stjórnmálaflokkanna til for- setaframboðs, leika áróðurs- meistarar þessir stór hlutverk og viðamikil, enda getur gengi frambjóðenda oltið á þvi, hvernig þeir inna sin störf af hendi. Einkennandi dæmi um áhrif og mikilvægi áróðursmeistar- anna getur að lita i forkosn- ingaferli Ford Bandarikjafor- seta nú á undanförnum vikum. Þar má sjá hvernig skipulagn- ing, þekking á stjórnmála- heimi hins almenna borgara og, ef til vill ekki sizt miskunn- arlaus notkun peninga til auglýsingastarfsemi og kaupa á starfskröftum, getur gjör- breytt niðurstöðum einstakra kosninga og horfunum i heild- arbaráttunni. t upphafi baráttunnar þótti F'ord forseti ekki liklegur til afreka i þessum forkosningum og stuðningsmenn helzta and- stæðings, hans, Ronald Rea- gans, voru bjartsýnir á, að sig- urinn yrði þeirra. Enda virtust þeir hafa ástæðu til að lita flokksþingið björtum augum, þvi litil reisn var yfir Ford, og baráttu hans i upphafi. I fyrsta lagi gekk Ford ekki vel i ræðustól framan af, hann stamaði, hik sást á honum við og við, og hann var greinilega taugaóstyrkur. Hann virtist óviss um stöðu sina og þrátt fyrir kosningaloforð þau, sem hann i krafti embættis sins getur borið kjósendum, virtist hann stundum vantrúaður á gengi sitt. t öðru lagi átti Ford við að glima vandamál i efnahagslifi landsins, utanrikisstefna hans hafði beðið nokkra hnekki og skuggi hneykslismála hvildi enn yfir forsetaembættinu. Allt þetta, ásamt atriðum eins og dularfullri heimsókn Nixon fyrrverandi forseta, til Kina, virtist gera forsetann óstyrk- an og hafa slæm áhrif á gepgi hans i forkosningum. 1 þriðja lagi var kosninga- barátta hans að meira eða minna leyti i molum, illa skipulögð og viða fumkennd. t sumum fylkjum höfðu ,,her- sveitir” stuðningsmanna hans valið sér til forystu menn sem ekki þekktu nógu vel til kosn- ingabaráttu, eða menn sem ekki höfðu til að bera þá skipu- lagsgáfu sem til þarf. Það var þvi ekki að ástæðu- lausu aðstuðningsmenn helzta andstæðings Fords i forkosn- ingunum, Ronald Reagans, voru bjartsýnir á að þeim tæk- ist að klekkja á forsetanum. En þá kom þrennt forsetan- um til bjargar. eða öllu heldur tvennt, sem siðan skapaði þriðja bjarghringinn. Þar ber fyrst að telja skán- andi horfur i efnahagslifi og Spencer var sá þcirra félag- anna, sem fyrr kom til starfa fyrirFord og liefur hann unnið að undirbúningi frá þvi siðast- liðið haust. Roberts kom siðar inn i spil- ið, en það var liann sem á fá- einum vikum gjörbvlti kosn- ingabaráttu Fords i Florida og tókst að draga sigur i land þar. atvinnumálum Bandarikj- anna, sem nokkuð slógu á áróður gagnrýnenda forset- ans. Áhrif þess eru augljós. Annað kom til, sem liklega hefur haft mun meiri áhrif á gengi hans, en það var yfir- taka tveggja af snjöllustu áróðursmeisturum Banda- rikjanna á kosningabarattu hans. Á fáéinum vikum, þeim siðustu fyrir fyrstu kosningarn ar, gjörbyltu þessir tveir menn allri kosningabaráttu Fords, kaffærðu mótfram- bjóðendur hans og lyftu honum sjálfum upp úr meðal- mennskunni. Þessir tveir menn eru Stuart Spencer og William Roberts, sem báðir hafa sérhæft sig i skipulagningu og framkvæmd kosningabaráttu. eins og hún er háð i Bandarikjunum. Þeir Spencer og Roberts eiga langan og litrikan feril að baki sem stjórnmálalegir ráð- gjafar. Þeir hittust fyrst þegar þeir voru báðir i sjálfboða- vinnu fyrir Repúblikanaflokk- inn i Kaliforniu, uppgötvuðu þá hæfileika sina til starfa af þvi tagi og settu upp ,,ráð- gjafafyrirtæki" fyrir stjórn- málamenn. Fljótlega skipuðu þeir sér i fremstu röð slikra manna i Bandarikjunum og unnu sér orö sem harðir og ákveðnir at- vinnumenn. til þjónustu reiðu- búnir fyrir hæstbjóðenda inn- an Repúblikanaflokksins. Fyrir tiu árum. þegar Ron- ald Reagan bauð sig fyrst fram til rikisstjóraembættis. réð hann þá Spencer og Ro- berts til að sjá um kosninga- baráttu sina og þeir komu honum i embætti. Arið 1970 störfuðu þeir svo á ný fyrir Reagan og fengu hann endur- kjörinn, en hafa nú snúizt gegn honum. Þeir hafa séð um kosninga- baráttu fyrir marga Repúbli- kana á þessum árum, bæði i kosningum til þings, rikis- stjóraembætta, héðaðsstjórna og annarra embætta, og oft hefur sigur þeirra sem þeir hafa starfað fyrir verið talinn að miklu leyti þeim að þakka. Nú eru þeir komnir i slaginn um útnefningu til forsetaem- bættis og hafa þar snúizt gegn Reagan, enda mun hann ekki hafa sýnt þeim það þakklæti fyrir störf þeirra i kosningum hans, sem þeir hafa ef til viil átt skilið. Þeir Spencer og Roberts hafa áunnið sér orð fyrir að vera nákvæmir og allt að þvi smámunasamir skipuleggj- endur. Allt það er varðar kynningu á frambjóðanda þeirra, hvert smáatriði bar- áttunnar, allt frá umsjón með sjónvarpsþáttum niður til dreifingar á nælum með nafni og mynd frambjóðandans, er undir þeirra umsjá og þeir liða ekkert annað en full og skil- yrðislausa hlýðni. Frambjóðandinn sjálfur verður jafnvel að hlýða þeim að vissu marki, taka fullt tillit til ráðlegginga þeirra um ræðuefni, svör við árásum andstæðinganna, árásir á and- stæðinga og svo framvegis. Þegar þeir Spencer og Roberts tóku við kosninga- baráttu Ford, byrjuðu þeir i nokkrum fylkjum á þvi að skipta um yfirstjórn kosninga- baráttunnar þar, eða öílu heldur að hliðra veikum og ráfandi yfirstjórnum til hlið- ar, en setja sina menn i sæti þeirra. Þessu næst fylgdi mik- il aukning áróðurs, kannanir á viðhorfum kjósenda i gegnum sima og nákvæm skipulagning á öllum atriðum baráttunnar Þeir juku i flestum tilvikum við launað starfslið stuðnings- mannahópanna i fylkjunum og settu i baráttuna hörku. sem ekki hafði verið þar áður. Árangurinn liggur nú fyrir. Ford forseti, sem fyrir fáein- um vikum var álitinn l'remur veikburða — miðað við styrk þann sem forsetaembættið sjálft veitir i kosningum af þessu tagi — stendur nú sem tvfmælalaus sigurvegari i þeim forkosninguni sem fariö hafa fram. Reagan aftur á móti hefur orðið fyrir hverju áfallinu á • fætur öðru og eftir kosningarn- ar i Florida, var hann af mörgum talinn úr sögunni. Það hefur nú synt sig vera rangt. þar sem siðustu fregnir benda til þess að enn sé tölu- verður töggur i honum, en engu að siður hafa áróðurs- meistararnir breytt stöðunni mjög til hins betra fyrir Ford. Þessir sigrar hafa svo einn- ig rétt Ford forseta það sem nefna má þriðja bjarghring- inn. Þéir hafa stvrkt hann sjálfan og trú hans á gengi sitt. Hann stamar ekki lengur i ræðum. hikar ekki og sýnir ekki af sér taugaóstyrkleika. Velgengnin hefur gefið honum raunverulegan forsetasvip og gert honum kleift að standa framrni fyrir kjósendum og flytja mál sitt af sannfæringu. sem ef til vill skorti ofurlitið á fram til þessa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.