Tíminn - 28.03.1976, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.03.1976, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 28. marz 1976 Kjölur sf Tjarnargata 35 — Keflavik Simar: 92-2121 & 92-2041 OLlUFYLLTIR rafmagnsofnar Þessi ofnar eru orðnir lands- þekktir fyrir hinn mjúka og þægilega hita og sérlega hag- kvæmu rafmagnsnýtingu. Barnið finnur — reynslan staðfestir gæði þessara ofna. THERMOR & SAUTER hitavatnskútar Stærðir 15 til 1000 Itr. Margra ára ábyrgð. Þeir eru i sérflokki vegna gæða. verðið er hagstætt. Skrifið — hringið! Sími 8-15-88 Hallarmúla 2 Chevrolet Impala 1974 1750 þús. Dodge Charter RT 440 cc 1969 1150 þús. Ford Granada 1975 2,2 millj. Ford Mustang 1974 1700 þús. Ford Mustang Grandé 1972 1450 þús. Ford Mustang 1968 600 þús. Ford Mustang 1968 850 þús. Austin Mini 1974 560 þús. Austin Mini 1975 650 þús. Fiat 128 1974 720 þús. Fiat 127 1974 550 þús. Chevrolet Malibu 1972 1150 þús. Chrysier New Yorker 1973 1800 þús. Cortina 1600 XL 1975 1350 þús. Cortina 1600 XL 1974 1100 þús. Cortina 1600 L 1973 850 þús. Cortina 1600 L 1972 700 þús. Cortina 1300 XL 1971 550 þús. Citroen GS station 1974 1250 þús. Chcvrolet Vega 1972 850 þús. Chevrolet Camaro 1971 1200 þús. Dodge Dart Swinger 1972 1250 þús. Dodge Dart Swinger 1973 1400 þús. Dodge Sportsman 10 manna 1973 1550 þús. Datsun 100A 1972 600 þús. Datsun 1200 1972 670 þús. Mercury Monarc 1975 2,3 milij. Mazda 818 1974 ekinn 16 þús. km 985 þús. Mazda 929 1976ekinn 1 þús. km 1600 þús. Mazda 929 4ra dyra 1974 1350 þús. Mercury Cougar 1971 1250 þús. Toyota MK II 2000 1973 1150 þús. Toyota Corolla Coupe 1974 1100 þús. Volvo 144 1972 1150 þús. Volvo 144 1973 1400 þús. Volvo 145 1973 1570 þús. Volvo 144 1974 1750 þús. F jórh jóladrif sbilar: Ford Bronco 8 cyl. Sport 1974. , Blazer 1973 1900 þús. Range Rover 1973 2,1 millj. Alvöru sportbilar: Simca Matra Bagheera 1974 3ja sæta stórglæsilcg sport- bifreið 1980 þús. Chevrolet Corvette 1969 427 cup. Sá allra fljótasti. Nýr flokkur happdrættisskuldabréfa SJ-Reykjavik Miðvikudaginn 31. marz nk. hefst sala á verðtryggð um happdrættisskuldabréfum rikissjóðs H-flokki, samtals að fjárhæð 300 milljónir króna. Fé þvi, sem inn kemur fyrir sölu bréfanna skal varið til fram- kvæmda við Norður- og Austur- veg. Að sögn Sigurðar Jóhanns- sonar vegamálastjóra liggur ekki fyrir til hvaða framkvæmda við vegi þessa fénu verður var- ið, þar sem endurskoðun vega- áætlunar fyrir 1976 og vega- áætlun fyrir árin 1977—1978 hef- ur ekki verið afgreidd á Alþingi. 1 lögum um happ- drættisskuldabréfin frá 1975 seg- ir, að þriðjungi þessa fjár skuli varið til Austurvegar, þ.e. vegarins á milli Reykjavikur og Egilsstaða um Suðurland, og tveim þriðju hlutum til fram- kvæmda við Norðurveg, eins og þjóðbrautin milli Reykjavikur og Akureyrar er köllúð. Frekari upplýsingar um framkvæmdir fyrir það fé sem inn kemur fyrir sölu happdrættisskuldabréfanna að þessu sinni gat vegamálastjóri ekki gefið að svo stöddu. Áður hafa verið boðnir út sjö flokkar happdrættisskuldabréfa, samtals að fjárhæð 1.110 milljónir króna, og hefur fénu m.a. verið varið til að ljúka hringvegi um landið og fullgera Djúpveg. Allir þessir flokkar hafa selzt upp á skömmum tima. Happdrættisskuldabréfin nú eru að fjárhæð tvö þúsund krónur hvert og verða endurgreidd hand- hafa að 10 árum liðnum, ásamt verðbótum, i hlutfalli við þá hækkun, sem kann að verða á framfærsluvisitölu á lánstiman- um. Árleg fjárhæð happdrættis- vinninga nemur 10% af heildarút- gáfunni, og er dregið um þá einu sinni á ári, nú fyrst 20. mai nk. Alls verður dregið 10 sinnum en vinningar hverju . sinni eru 942 talsins, samtals aðAjárhæð 30 milljónir króna, og skiptast þann- ig: 6 vinningar á 1.000.000 kr. 6.000.000 6. vinningar á 500.000 kr. 3.000.000 130 vinningar á 100.000 kr. 13.000.000 800 vinningar á 10.000 kr. 8.000.000 Happdrættisskuldabréf rikis- sjóðs eru undanþegin framtals- skyldu og eignarsköttum, en vinningar svo og verðbætur, undanþegnar tekjuskatti og tekjuútsvari. Seðlabanki fslands sér um út- boðhappdrættislánsins fyrir hönd rikissjóðs, en sölustaðir eru bank- ar, bankaútibú og sparisjóðir um land allt. Félag framhalds- skólakennara: Hvetur opinbera starfs menn til samstöðu Fundur i Félagi framhalds- skólakennara i Reykjaneskjör- dæmi haldinn i Skiphóli 23. marz samþykkti eítirfarandi ályktun: Fundurinn telur launa og kjara- mál opinberra starfsmanna gjör- samlega óviðunandi enda hafi samtökin við núverandi aðstæður Hafnarf jörður — Iðnaðar- og verzlunarlóðir Vegna undirbúnings nýs iðnaðar- og verzlunarhverfis ofan Reykjanesbrautar hefur bæjarstjórn Hafnarfjarðar ákveðið að kanna þarfir og áhuga ábyggingu húsnæðis á þessu svæðj. Þeir, sem áhuga kunna að hafa á lóðum i þessu hverfi, þar með taldir eldri umsækjendur, eru þvi beðnir að útfylla þar til gerð eyðublöð, sem afhent verða á skrifstofu bæjar- verkfræðings, Strandgötu 6. Nánari upplýsingar verða veittar á sama stað. Athygli er vakin á þvi, að hér er ekki um að ræða endanlegar lóðaumsóknir, heldur forkönnun vegna skipu- lags. Svör skulu berast eigi siðar en 14. april 1976. Bæjarverkfræðingur. Opinber stofnun óskar að ráða skrifstofustúlku nú þegar. Starfið er einkum fólgið i vélritun, sima- vörzlu, launaútreikningi og afgreiðslu ýmiss konar. Nokkur málakunnátta nauð- synleg. Laun samkvæmt launakerfi opin- berra starfsmanna. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf, svo og meðmælum ef til eru, sendist afgreiðslu blaðsins merktar 1459 fyrir 6. april. Tilboð óskast i alsprautun á 24 Volkswagen bifreiðum. Tilboð skilist fyrir 31.3.1976 og miðist við að verkið sé unnið innan 8 vikna. ' "bV TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ ■ Á ÍSLANDI H.F. AUÐBREKKU 44-6 SÍMI 42600 KÓPAVOGI enga möguleika á að standa vörð um hagsmuni félaga sinna vegna ófullnægjandi samnings-, réttar. Fundurinn hvetur opin- bera starfsmenn til órofa sam- stöðu i réttindabaráttu sinni og fordæmir þar allan undanslátt. Fundurinn átelur harðlega þau dæmalausu vinnubrögð stjórn- valda að rifta þvi samkomulagi sem náðst hafi i samningsréttar- málinu. Fundurinn skorar á stjórn LSFS að beita sér fyrir verkfalli til að knýja fram viðun- andi lausn er sýnt þykir að sam- komulag náist ekki fyrir 1. april nk. — Þá telur FFR fulltrúum sinum á þingi LSFS að mæla fyrir og kanna vilja þingfulltrúa fyrir úrsögn LSFK úr BSRB náist ekki viðunandi lausn i samnings- réttarmálum opinberra starfs- manna. KVENNAFRl 24.0KT 1 tilefni þess, að framkvæmda- nefnd og starfshópar um Kvenna- fri eru að Ijúka störfum, verður efnt til fundar, sunnudaginn 28. marz kl. 3 e.h. i Atthagasal Hótel Sögu. Þar mun fara fram afhending til Kvennasögusafns Islands á gögnum varðandi framkvæmd Kvennafris, m.a. fundargerðir, vinnuskýrslur, bréfogbækur með blaðaúrklippum. Enn fremur mun forraðamönnum safnsins verða afhent fjárupphæð, kr. 800.000.00, sem er tekjuafgangur írá 24. okt. s.l. Þess er vænzt, að samstarfs- nefnd og starfshópar um Kvennafri, það fólk sem kom fram á útifundinum á Lækjar- torgi og i ,,opnu húsunum” þann sama dag, sjái sér fært að koma og vera viðstatt afhendinguna, þiggja veitingar og eiga saman ánægjulega stund. (Frá Framkvæmdanefnd um Kvennafri)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.