Tíminn - 28.03.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.03.1976, Blaðsíða 9
Sunnudagur 28. marz 1976 TÍMINN 9 — Svo vikið sé að sýningar- salnum i kjallaranum. Hvernig gengur að fá út- lendinga til þess að sýna þar, eða listamenn frá hinum Norðurlönd- unum? — Það hefur nú gengið mis- jafnlega. Aþvieru ótrúlega mikl- ir örðugleikar. T.d. flutnings- vandamálið, en kostnaðurinn er mikill. Núna er t.d. fyrirhugað að sýna verk eftir sænsku listakon- una Derkert, sem nú er látin. Við gerum ráð fyrir að kostnaður við að flytja verk hennar hingað til Islands geti kostað 6-700.000 krónur, islenzkar og þá er auðvit- að átt við að búa um myndirnar tilsendingarhingað, flytja þærog skila þeim svo aftur til Sviþjóðar. Þetta er dæmi um örðugleikana. Nokkuð er um að listamenn skrifi okkur og bjóðist til að sýna, en slikt verður að gerast með margra mánaða fyrirvara og kostnaður vex fólki i augum. Annars gerist þetta oft þannig að við lesum um athyglisverðar sýningar, sem við reynum að fá hingað, eða sjáum sýningar er- lendis, sem okkur þykja áhuga- verðar. Þá kemur það einnig fyrir ' að við komum höndum yfir sýningar sem eru á leið yfir At- lantshafið, en það er nú fremur sjaldgæft. Annars er sýningarhaldið hér dálitið flókið, a.m.k. ekki eins einfalt og menn Jcynnu að halda. Við verðum að skipuleggja þetta ár framl timann, en megum þó ekki binda okkur alveg ef eitthvað sérlega áhugavert kæmi upp i hendurnar á okkur. Minnisstæðar sýningar. Grænlenzk vika fram- undan — Hvað sýningar eru þér minnisstæðastar? — Það er nú erfitt að segja. Hér hafa verið svo margar ágætar sýningar. Sérstaklega vildi ég þó minna á Sama-sýninguna, sem hér var haldin og eins-færeysku sýninguna. Báðar þessar sýning- ar þóttu mér takast sérstaklega vel og þær efldu einnig kynni meðal manna. Hingað kom fólk, Samar og Færeyingar og þetta fólk kynntist Islandi og tslending-, ar kynntust þeim. Sama má segja um Alandseyjavikuna, sem heppnaðistreglulega vel. Svo vik- ið sé að menningu Sama, þá er það einu sinni svo, að mörg atriði i menningu Skandinaviu eru kunnari en menning noröur- héraðanna, hún vill oft hreinlega gleymast. Þéttbýlissvæðin með öllum sinum iðnaðarvörum og mannvirkjum hreinlega yfirstig- ur hljóðlátari hluti i mannlifi þessara landa. Núna erum við að undirbúa grænlenzka sýningu, Grænlands- viku.og er verið að leggja siðustu hönd á dagskrána núna. Við eig- um von á flokki frá Grænlandi og ég er viss um það að þessi vika mun vekja athygli hér. Það verða nemendur úr kennaraskólanum i Gotthaab, sem hingað koma og vafalaust margir fleiri Græn- lendingar T.d. eigum við von á Moses Olsen, fv. þingmanni á danska þjóðþinginu, en hann tal- ar islenzku, var i háskólanum um leið og ég. Þetta er þó ekki alveg ákveðið ennþá. Ég var að pósta bréf i dag og leggja endanlegar tillögur fyrir þá i Grænlandi. Munir koma frá Grænlandi og við fáum kajak og fl. úr þjóð- minjasafninu hér. Annars má skjóta þvi hér inn i sambandi við það sem sagt var áðan, að við megum ekki gleyma fólkinu sjálfu, við verðum að reyna að byggja upp varanlegt samband milli þjóða og manna viðsvegar um hin norræna heim. Er Norræna húsið orðið of litið? — Hvað um aðra starfsemi? — Við höfum lánað salinn herna á hæðinni og fundarherbergi. Þarna heíur farið fram margvis- leg starfsemi, fyrirlestrar, tón- leikar, fundir, bókmenntakynn- ingar og kvikmyndasýningar. Ég held að það liði vart sá dag- ur að ekki sé eitthvað um að vera. Notkunin á fundarherberginu hefur aukizt mjög mikið og ég tel að svo sé nú komið að okkur vanti fleiri slik herbergi og stærra skrifstofurými. Norræna húsið. „Norræna húsið verður liklega ekki stækkað. Það er i rauninni sérstakt listaverk, þess vegna kemur viðbygging naumast til greina”, sagði Maj-Britt þegar rætt var uni að húsið væri að verða of lifið fyrir starfsemina. — Er Norræna-húsið þá orðið of litið. Stendur kannski til að stækka það? — Norræna-húsið verður lik- lega ekki stækkað. Það er i raun- inni listaverk, sérstakt listaverk og bara þessvegna er viðbygging að minu viti hæpin. A hinn bóginn hefur verið um það rætt að taka ibúð forstjórans Undir starf- semina og fá honum húsnæði úti i bæ. Með þvi móti fengist aukið húsrými, en það eru auðvitað aðrir sem ákveða það, en ekki ég. Verður „bara” húsmóðir — Nú svo vikið sé að persónu- legri spurningum. Nú ert þú gift kona I Sviþjóð og móðir. Tekur þú nú til við húsmóðurstörfin, þegar þú kemur aftur til Sviþjóðar? — Já ég er gift og maðurinn minn er námsstjóri i Stokkhólmi. Hann heitir Kjell Gústafsson. Reyndar er hann núna við nám fór i kennaraháskóla til þess að bæta viðsig. Við eigum einn son, Sven, en hann er 16 mánaða og býr hjá mér. — Já, ég verð „bara” húsmóðir til að byrja með þegar ég fer utan, annars tel ég húsmóður- hlutverkið ekki vera neitt „bara” heldur mikilvægt starf. Annrs er ég nú liklega ekki mikil húsmóðir, þvi ég hefi litla reynslu i þvi. Siðan geri ég ráð fyrir að taka við fullu starfi utan heimilis. — Hvaða mái talar strákurinn? — Ja hann talar nú ekki mjög mikið ennþá hann er svo ungur, en hann virðist ætla að fylgja samnorrænni stefnu. Það er is- lenzk stúlka sem passar hann fyrir mig þegar ég er að vinna og.^ hún talar við hann islenzku, svo” tala ég við hann sænsku, en svo velur hann úr þauorð, sem eru lik eða svo til eins, bæði i sænsku og islenzku og hann notar þau mest. T.d. að „detta” og ótalmargt fleira. Hann notar þvi fyrst og fremst sameiginlegan orðaforða þessara tveggja mála. — Nú lætur þú af starfi i Nor- ræna-húsinu. Koma engin önnur störf til greina fyrir Norðurlönd eða samstarf Norðurlandanna? Koma menn bara og fara? — Jú það eru ýmsar norrænar 1 stofnanir sem hafa fólk i vinnu. t svipin held ég að þar sé nóg af góðu fólki svo ég geri ekki ráð fyrir að ég taki að mér nein störf i næstu framtið. — Ertu ekki feigin að vera laus? — Nei. Ég mun sakna þessa starfs. Þetta er mikil vinna og maöur getur ekki staðið i þessu allt of lengi. Það ynði lika stofn- uninni til tjóns að hafa sama for- stjórann of lengi. Það myndi að- eins hafa stöðnun eða hrörnun i för með sér fyrir stofnunina. Ég held að það sé nauðsynlegt aö skipta um forstjóra með ákveðnu millibili, eins og gert hefur verið. Eitt er ég þó viss um, að ég sé ekki eftir þvi að hafa tekið að mér þetta starf, sagði Maj-Britt Imnander að lokum. J.G. Fæst hjó kaupmönnum og kaupfélögum víða um land Suðurlandsbraut 8 Slmi 8-46-70 er fullkomin, sjálfvirk saumavél með lausum armi og innbyggðum fylgihlutakassa HÚN VEGUR AÐEINS UM 12 KG. MEÐ TÖSKU Necci Lydia 3 er sérlega einföld í meðförum Auk þess má gera hnappagöt festa á tölur og sauma út eftir vild. Fullkominn íslenzkur leiðarvisir fylgir. Verð aðeins krónur 43.350 Býöur nokkur betur? Góð greiðslukjör. Með aðeins einum takka má velja um 17 sporgerðir: Beint vanalegt spor Beint feygjanlegt spor Zig-zag Satínsaum Skelfald Blindspor til að sauma tvöfalda efnisbrún við leggingarborða Teygjanlegan skelfald Overlock Parísarsaum Þrepspor Teygjufestispor Blindfaldspor Rykkingarsaum Oddsaum Tungusaum Rúðuspor Þræðingarspor. NECCHI w

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.