Tíminn - 28.03.1976, Blaðsíða 18

Tíminn - 28.03.1976, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 28. marz 1976 Fátækleg lofgerð um meta- morfósu íslenzkunnar Menn og Kartöflur frá Mexi'kó koma eftir viku ■*« fit i &<»*;»&*» >»* >,ý < íc»#» 1 fMÚf (« (,», ttíiy -tt iiif i !»»**» «ku<i;:* I f fl>%J Fáein hjáipargögn Málblendifélagsins við metamorfósu islenzkuunar sem á gamla málinu útleggst myndbreyting. Vonandi cr myndefni þannig valið, að hugsanlegar ákvarðanir um hlutdrægni fá ekki staðizt. Málblendi- félagið Hér á dögunum varð blöðunum tiðrætt um málmblendiverk- smiðjuna, sem fyrirhuguð hefur verið á Grundartanga i Skil- mannahreppi. t einhverju þeirra varð þá sú prentvilla, að taláð var um málblendifélagið. Nú teljast prentvillur i blöðum ekki til slikra tiðinda, að menn reki upp stór augu, þótt þeir sjái slangur af þess konar rúsinum i sinum daglega graut. Engum tið- indum sætir, þótt stafur falli nið- ur — allir eru orðnir vanir þvi, sem verra er. En einhvern veginn hefur þessi prentvilla ekki farið fram hjá fólki á sama hátt og aðrar — ekki öllum að minnsta kosti. Orsökin ersú að þetta er prentvilla, sem hittir i mark. Þarna rak óviljandi á fjörur timabært heiti — nafn- gift, sem beðið hefur verið eftir og hlaut að verða til eins og af sjálfu sér, sambærileg við það, er Hall- dór Laxness nefndi annað þjóð- lifsfyrirbæri Jófriðarfélagið. Einhvern veginn hefur þó farizt fyrir fram að þessu, að festa þetta ágæta nafn i sessi. Sjálfir hafa þeir ritrófsmenn og málskrafs, sem einboðið er, að hreppi skir- teini upp á það, að þeir séu innstu koppari búri i Málblendifélaginu, ekki aðeins á ársgrundvelli, heldur til frambúðar, leitt þetta hjá sér, trúlega af eðlislægri hóg- værö og litillæti. En þá getur lika komiö til kasta hinna, sem ekki eru tækir i hina nýju akademiu þjóðtungunnar, að votta henni virðingu sina i gervi hins þjón- ustusamlega anda. Endurfæðingin mikla 1 helgri skrift er okkur tjáð, að margar vistarverur séu i húsi föður okkar. Eins er það i Mál- blendifélaginu, að þar eru salar- kynni margvisleg, og þó vfirleitt hátt til loft í; og vitt til ve 'gja i musteri þess, svo að háfieygir andar geti notið sin, hvort heldur þeir taka flugið i opnu nútimaljóði eða kjósa sér annars konar tján- ingu. Heiðursbekk i heiðurssal skipa þeir, sem helga sig háleitum list- um og skilgreiningu á þeim i þágu fákænnar alþýðunnar og er ekki litils vert, að þvilikir fræðarar séu i senn með þess konar rönt- gen-augu, sem skynja lendur 'andrikisins fyllri skynjun en aðrir menn, og hafi þó tiltækt það tungutak, sem gerir flóknar út- listanir auðskildar þeim, sem börn eru i lögum. Þessa menn fá- um við annað veifið að sjá og heyra i sjónvarpi og útvarpi, og hnitmiðaðar greinar þeirra lesum viö i blöðum og timaritum. Þar er allt útlægt gert, sem er óljóst og þvoglulegt eöa hefðbundið og út- þvælt. Þar streyma fram hinar tærustu uppsprettulindir Mál- blendiielagsins. Þar verðum við vitni að upphafningu þessa forn- fálega örbirgðarmáls útnesja- fólks og afdalakarla, sem drott- inn var svo harðbrjósta að láta okkur fæðast til, og þar sjáum við það endurfæöast og risa upp til nýs óg auðugra lifs i skinandi brúðkaupsklæðum lærdóms, mannvits og frjálsrar fram- þróunar undir blikandi stjörnu þeirrar kenningar álitlegs hóps hinna beztu málfræðinga, að hvorki sé til rétt mál né rangt. Við, sem nú tórum, erum svo þrælheppin, þótt óverðskuldað kunni að teljast, að verða vitni að sjálfri metamorfósu islenzkunn- ar, og geta sótt i hana uppbót á smæö okkar og mannfæð hér á út- skerinu og yfirleitt afsökun fyrir þvi að vera til. Parabólan og hinar bólurnar Ekki er vert að þrugla meira á máli haugbúanna, án þess að fá að láni eitt hinna logskæru blysa Málblendifélagsins. Fyrir valinu verður leifturijós úr leikdómi frá siðasta hausti. Hann getur þénað sem dæmi þess, hve leiðsögu- menn á menningarsviðinu geta samtimis flogið hátt og skyggnzt vitt of heima og þó verið skil- merkilegir i orðum sinum, er þeir miðla alþýðu af vizku sinni. Kafl- inn er hnitmiðuð gegnumlýsing á sjónleik á reykvisku sviði — les- endurnir fá að stinga nefi i hand- arkrika hins skyggna leikdómara og sjá það, sem hann sér með arnaraugum sinum: „Allt um það eru dæmisagan, parabólan, allegórian, táknakerf- ið svo óljós og þvogluleg — þrátt fyrir ágæt einstök atriði — að ég finn þar ekki nema hefðbundna, útþvælda slagara, engan sens, hneigð eða meginhugsun i þeim skilningi sem Chrétien de Troyes gaf þessu orði á siðara hluta 12. aldar, fyrstur Vesturálfumanna. Oftar en ekki er þetta einungis vaðall, þar sem sum skeyti hittu i mark, en önnur hurfu út i busk- ann ásamt, að sjálfsögðu, þeim phallamanisku skirskotunum sem engin leikrit virðast geta án verið á þessu margþvælda kvennaári. Að ráða i parabóluna læt ég áhorfendum eftir, enda samkvæmt viljayfirlýsingu höf- undar”. I fáum orðum sagt: Allt hlýtur að liggja fólki i augum uppi eftir svona lesningu, og er þvi þó til dæmis sleppt hér, er segir um „berlinska, piscatoriska tækni”. Nema hvað leikdómarinn neitaði sér um að stinga á ólukkans para- bólunni og kanna i henni gröftinn, svo að fáfrótt fólk hafi eitthvað til þess að grufla i sjálft, sér til þjálf- unar i fræðunum. Traðarkots- deildin Náttúrlega fást ekki allir i Mál- blendifélaginu við svona háfleyg- ar skilgreiningar á göfugum list- um. „Það liggur sem sagt Ijóst fyrir”,að þetta er „alhliða” félag —- og „jákvætt” þar að auki. Þar er meira að segja sérstök Traðar- kotsdeild, sem virðist sérstaklega samvizkusöm i verkum sinum. Hún kemur svo reglulega á fram- færi i blöðunum alls konar fróð- leik um traðir, að einna helzt sýn- ist farið eftir strangri stundaskrá eins og gerist i skólum, þar sem stjórn er styrk og allt i föstum skorðum. Traða hefur að sönnu fyrr heyrzt getið i sögu þjóðarinnar, og voru þær viða á bæjum fyrir daga vélaaldar, þar sem umhirða var sæmileg. Heim slikar traðir riðu gömlu karlarnir oft geyst á glaðri stundu, svo að allir gætu séð, að maður og hestur höfðu nokkuð til brunns að bera. Nú eru það aftur á móti „martraðir”, sem snöfurmannlegir piltar úr Traðarkotsdeild Málblendifé- lagsins gera sér tiðförult um, og nú siðast hafa þeir lika komið sér upp „örtröðum”. Virðast „ör- traðir” þessar einkum liggja að búðum kaupmanna, þegar verzlunaræði gripur mannskepn- una, sem og að dyrum skattstof- unnar, þegar i eindaga er fallið að skila framtölum eða kærufrestur er I þann veginn að renna út. Er nú svo komið, að ekki má á milli sjá, hvorar traðirnar eru „vin- sælli” hjá Málblendifélaginu — „martraðirnar” eða „örtraðirn- ar”. En vafalaust má staðhæfa, að þeir séu á góðum vegi, er troða þessar nýju traðir. „AAilljarðir" og millajarðir Sumir Málblendifélagsmanna eru gefnir fyrir tölvisi, og er slikt sizt að lasta, nú þegar tölur hafa tekið út mikinn vöxt eins og annað, sem vel dafnar. Þessir menn gera sér tiðrætt um „mill- jarðir”. Þeirri nafngift má fáfrótt fólk og ihaldssamt, sem bundið er i báða skó af gömlum og úreltum málvenjum, alls ekki blanda fyrirvaralaust saman við milla- jarðir, sem eru annað fyrirbæri, þótt peningar komi við sögu i báð- um tilvikum. „Milljarðir” eru i stuttu máli sagt morð fjár, and- virði fjöldamargra millajarða, og um þess konar fúlgur fjalla einna helzt „fésmálaráðherrar” i „fés- málaráðuneytum” eða aðrir slik- ir hundraðshöfðingjar. Um „milljarðirnar” er þó það að segja, að sú nafngift kann, þótt undarlegt sé, að vera eins konar óvitað afturhvarf til þeirrar sið- venju, þegar eignir voru taldár i fiskum og hundruðum, nema hvað nú verður allt að vera stærra i sniðum. Þess vegna er mælieiningin ekki hundrað i ein- um kotrassi, heldur samanlegt verðmæti allra laxveiðijarða og annarra milljarða á landinu. Hin blæðandi und Sennilega er merkileg uppgötv- un eins Reykjavikurblaðsins nú fyrir skemmstu nátengd þessum áhuga sumra Málblendifélags- manna (meðlima væri þó liklega huggulegra orð) á stærðfræðileg- um efnum og endurnýjun heita á þvi fræðisviði. Hér er átt „reiknisár” Reykjavikurborgar, sem kom i leitirnar i góulokin, hvort sem það er nú einhvers kon- ar atvinnusjúkdómur á tölvuöld eða uppfallandi ákoma, sem að þvi leyti kann að likjast krabba- meini, að orsökin er torfundin. En hvað sem um það er, þá minnir þetta sár, sem virðist kennt við einhvers konar reiknitól eða reiknilist á vegum Reykja- vikurborgar, sterklega á hina frægu, blæðandi und Jónasar Svafárs, morgun-sárið. Verður nú trúlega rýnt i þetta „reiknisár” af þeim mönnum Málblendifélags- ins, sem bezt eru til þess fallnir, krakað i það og krukkað, otað og potað. Kannski er það eitthvað i ætt við parabóluna, sem leikdómar- inn krufði ekki eða skar i — hver veit? Fleiri undur og stórmerki Ein er saga úr Kópavogi um „klóakið, sem rennur út i sjó”. og verður liklega helzt að visa þvi máli til einna sérfræðinganna enn. önnur sagan er um íyrir- brigði eitt vestfirzkt — þá ný- lundu, að „gæftir hamla ekki veiðum” á fiskislóðum þess landskjálka. Það mætti segja manni að gömlu formennirhir á Látrum og Bolungavikurmölum hefðu rekið upp stór augu, ef önn- ur eins undur hefðu gerzt um þeirra dag. Og þannig mætti lengi telja. En við getum andað rólega. Þetta verður allt „krufið til mergjar”, eins og það heitir á ný- máli akademiunnar og þess vita- skuld gætt, að „ákvarðanatakan verði tekin á réttum stað”, eins og oft hefur verið brýnt fyrir landslýðnum og itrekað nýlega i prýðilegu útvarpserindi. Lifi músatýfusinn Þvi miður verður að láta hér staðar numið, þótt harla fátt og litið hafi verið tiundað af afrekum Málblendifélagsins, sem án efa er afkastamesta félag landsins, svo að Slysavarnafélagið kemst ekki i hálfkvist við það né heldur þau önnur félög, sem blómlegust eru. Það tekur örum framförum með hverju misseri, iðni meðlimanna er óbrigðul og þvi hefur stórum vaxið fiskur um hrygg siðan hér um árið er presturinn lét þess getið i predikun sinni, hve var- hugavert væri fyrir syndugt fólk að fresta iðrun og yfirbót til þeirr- ar stundar, er dauðinn seilist til þess yfir rúmstokkinn: Þá væri nefnilega of seint að „naga sig i handarkrikana”. Málblendifélagið vinnur sitt verk vel og dyggilega og ann sér engrar hvildar. Enginn leggur stein i götu þess, svo að enginn þarf siðar meir að „naga sig i handarkrikana” fyrir þess konar þvergirðingshátt og tilræði við „þróun” málfarsins. „Metamor- fósan” gengur sinn gang, guði sé lof, og enginn staglast lengur á þvi, sem Einar gamli Benedikts- son hélt fram, að islenzkan, þessi ógamla ómyndbreytta, ætti orð um allt, sem hugsað er á jörðu. Það er orðið úrelt, að menn geri þess háttar kröfur til sjálfra sin eða annarra, og ragar þá ekki heldur stórt, hvort þær leifar is- lenzks tungutaks, sem ekki verða kveðnar niður á skömmum tima, brenglast meira eða minna i munni manna eða penna. Upp með skrumskælinguna, firrurnar og flónskuna, áfram með afbakanirnar og endileys- una. Músatýfusinn grasseri. — jh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.