Tíminn - 28.03.1976, Side 8

Tíminn - 28.03.1976, Side 8
8 TÍMINN Sunnudagur 28. marz 1976 Forstjóri Norræna-hússins. Liklega fer enginn titill ungri konu eins illa og að vera forstjóri, — inaður sér fyrir sér hálsdigran sköllóttan mann með óræðan svip, og vindlalykt leggur að vit- um sálarinnar. Forstjóri Nor- ræna-hússins er öðruvisi, það vita allir á islandi að minnsta kosti. Það er ung menntakona frá Svi- þjóð og nú er hún á förum eftir fjögur ár á islandi, sem er hinn eiginlegi ráðningartimi, þvi Norðurlönd hafa tekið upp siði Hansa-kaupinanna að hafa for- stjóra sina og staðarráðsmenn ekki of lengi á sama stað. Maj-Britt Imnander flutti með sér ferskan blæ i Norræna-húsið, og án þess að manni komi til hug- ar að gera samanburð á valdaár- um hennar og fyrrennara hennar sem voru þrir talsins, þá hefur húm mótað þar nýja stefnu, eða ný stefna hefur með einhverjum hætti skapazt. Norræna húsið er i dag almenningsstofnun, þar sem allir geta komið — ogeiga að gera það. t tilefni af þvi að Maj-Britt Imnander lætur af störfum þá hittum við hana að máli nú fyrir skömmu og meðan élin sigldu innyfir landið og börðu hús og freðna jörðina sagði hún okkur frá forsögu þess að hún réðist til starfa við Norræna-húsið og hvernig henni hefur likað árin á íslandi. Þess má geta pegar, að Maj-Britt talar ágæta islenzku, og það gerði hún reyndar lika áður en hún kom hingað til starfa. Við spurðum hana fyrst hvenær hún hafi fyrst haft kynni af Norræna- húsinu. Komast að þvi fyrir tilviljun að hún gat lesið islenzk blöð — Það mun hafa hafa verið sumarið 1968 en þá var ég hér við nám i sumarháskólanum svo- nefnda. Húsið var reyndar ekki fullbyggt þá; en það var þó vigt i ágústmánuði það ár. Þetta hús er mikið listaverk, teiknað af hinum fræga Alvar Alto og við fengum að skoða. Ivar Eskeland sýndi okkur húsið og ég man að t.d. bókasafnið var fullgert, þótt ekki væru neinar bækur komnar þangað þá. — Þú hefur þá kannski þegar getað hugsað þér að ráða þarna rikjum? — Ekki held ég að ég hafi hugsað mér það þá. Ég var þá við nám, ég er eiginlega kennari að mennt og hefi sérhæft mig á há- skólastigi i landafræði og sænsku. — En svo lærir þú Islenzka tungu Hvernig stóð á þvi? — Það er nú eiginlega tilviljun. Hluti af sænskunámi mlnu var sænska fornmálið og fornis- Kjell Gústafsson, eiginmaður Maj-Britt Imnander. Hann býr i Sviþjóð, þar sem hann er nú við nám. Annars er hann námsstjóri i Stokkhólmi. Ég sé ekki eftir því að hafa tekið að mér þetta starf Rætt við Maj Britt Imnander, forstjóra Norræna hússins, sem lætur af störfum í sumar eftir fjögurra óra starf lenzka. Svo var það einhvern timann mér til mikillar undrunar að ég komst að þvi að ég gat les- ið Islenzk blöð, þvi málið hafði ekkert breytzt eða svo til ekkert. Þetta vakti áhuga minn og ég fór til íslands i skóla árið 1963—1964 og hóf islenzkunám fyrir erlenda stúdenta við háskólann hér og bjó á Garði. Þá var ekkert Norræna- hús og ég man reyndar ekki eftir neinni umræðu um þá stofnun, þó vera kunni að eitthvað hafi þá verið byrjað að orða hana meðal stjórnmálamanna.' Eg hafði ágæta kennara, Steingrim heitinn Þorsteinsson, Halldór Halldórsson og Bjarna Guðnason, en hjá Bjarna hafði ég reyndar lært meðan hann var lektor i Uppsölum. Sótti tvisvar um stöðuna — vann við bókaútgáfu — En svo kemur þú að Nor- ræna-húsinu. Hvernig bar það til? — Starfið var auglýst og ég ákvað að sækja um. Ég starfaði þá hjá bókaútgáfufyrirtæki og mér var veitt staðan. Að visu hafði ég áður sótt um stöðuna en fékk hana þá ekki, heldur Finni, en svo i seinna skiptið sem ég sótti um var mér veitt hún. Þetta var árið ’72. Ég fór til Islands i heimsókn um sumarið og tók svo við starfinu þá um haustið. — Hvernig hefur reksturinn gengið? — Það hefur bara gengið vel. Ég er reyndar ekki mikil búkona svo ég ér mest hissa sjálf, en óneitanlega þá hjálpaði starfið hjá bókaútgáfunni nokkuð við fjárhagslegu hliðina. Ungar stúlkur hugsa ekki mjög bók- haldslega um fjármál, en þetta hefur bara gengið vel. Við fáum fjárframlög i mynt hinna ýmsu Norðurlandaþjóða og þessu verður að breyta i ákveðna mynt og margs er að gæta, en ég tel að þetta hafi gengið mjög vel. Húsið hefur ekki orðið þjóðunum nein byrði umfram það sem þvi var ætlað. — Er vel búið að Norræna-hús- inu fjárhagslega? — Já ég tel að svo sé. Auðvitað gætum við gert meira ef við hefð- um meira fé, en ég tel að húsinu sé ekki svo naumur stakkur skor- inn að undan þvi þurfi að kvarta. — Hverjir koma i Norræna-hús- ið og er það sama fólkið og kom þegar þú byriaðir störfin hér? — Það er dalitið erfitt að svara þessu. Við höldum ekki beinar skýrslur yfir gesti, þó tel ég að þetta hafi breytzt að einu leyti. Á vetrin eru Islendingar i meiri- hluta en i mai skiptir um, þá fara ferðamenn frá hinum Norður- löndunum að koma hingað og þeir koma mikið i Norræna-húsið. Við reynum lika að hafa sérstaka dagskrá fyrir þá hér. Það eru haldnar ráðstefnur, t.d norræna- lögfræðingaþingið. Það er hér yfirfullt af fólki fra hinum Norðurlöndunum. Ferðamannastraumurinn hing- frá Skandinaviu, hefur auk- izt mikið, og það á sinn þátt i aukinni aðsókn að stofnuninni. Þess er svo lika a gæta, að Nor- ræna-húsið er núna miklu þekkt- ara á Norðurlöndum en það var þegar starfsemin var að byrja. 'A þvi er enginn vafi. — Það má einfalda þetta með þvi að segja að á vetrin kynnum við hin Norðurlöndin fyrir Is- lendingum, en svo snýst þetta við i mai, þá byrjum við að kynna Is- land fyrir frændum okkar. Húsið er mikið notað. Örðugleikar miklir vegna fjarlægðar — Hvernig hefur rekstur bóka- safnsins gengið? — Það gengur vel. Otlána- aukningin er stöðug og nú erum við byrjaðir að lána út hljómplöt- ur og grafikmyndir, sem fólk getur hengt upp á veggi hjá sér. Safnið er núna um 13.000 bindi. Þetta er ekki visindabókasafn eins og margir halda, ekki i hin- um venjulega skilningi a.m.k., heldur hugsað sem almennings- bókasafn, og ég tel að veruleg not séu af þvi fyrir landsmenn. Lestraraðstaða er ekki góð, hér er of mikill ys og þys, en sumir koma þó hingað til þess að glugga ieittogannað.sena þeir hafa ekki heima hjá sér. Maj-Britt með soninn Sven.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.