Tíminn - 28.03.1976, Blaðsíða 23
Sunnudagur 28. marz 1976
TÍMINN
23
® „Eftir fimmtíu ára dvöl
að Skerpir minn sé búinn að fá
svo gott orð á sig, að ég muni ekki
þurfa að kviða atvinnuleysi á
meðan ég held einhverri starfs-
orku.
an gæðing hefja keppnissprett og
koma i mark á þessum áratugum.
— Hvernig merki gafstu, þegar
þeir áttu að taka til fótanna?
— Stundum bjöllu, en stundum
lét ég nægja að kalla til þeirra,
enda dugði það alveg.
— Hefur þú þá sjálfur átt hesta
hér i Reykjavik, fyrst þú hefur
verið i svona náinni snertingu við
félagsskap hestamanna?
— Já,éghef átthest — og hesta
— sfðan árið 1937, og tel það hafa
verið mikla gæfu fyrir mig, ekki
sizt hin siðari ár.Ég er einn hinna
svokölluðu innisetumanna, og
vinna min er þannig, að henni
fylgir talsvert ryk, jafnvel þótt
reynt sé að vanda loftræstingu
eins vel og unnt er. Þarna hafa
hestarnir minir og útiveran með
þeim komið til skjalanna og bætt
mér upp inniveruna. Það eru ekki
ýkjur þótt ég segi, að heilsa min
og hreysti, andleg og likamleg, sé
að verulegu leyti hestunum min-
um að þakka.
— Þú átt þá hest ennþá?
— Já, það á ég, og ég vona að
ég haldi áfram aö eiga hesta á
meðan ég kemst á bak. A siðustu
árum hef ég alið upp hesta handa
sjálfum mér og er nú sem stendur
að temja nokkur trippi, sem ég
hef alið upp sjálfur.
Tamningartiminn ætti
fremur að vera tvö ár en
tveir mánuðir
— Er ekki miklum vandkvæð-
um bundið að njóta hesta og eiga
þó heima i Reykjavik, svo mjög
sem byggð hefur þanizt út hér á
siðari árum?
— Þvl ber ekki að neita, að
stundum eru útreiðar hér litil
skemmtun, einkum á sumrin, en
vetrarferðirnar eru miklu betri.
Að sumrinu ausa bilarnir ryki
yfir reiðmanninn og hesta hans,
ef hann er á ferð nálægt akveg-
um, en að vetrinum verður ryks-
ins miklu minna vart. Annars er
ég h ættur að hafa hesta m in a hér i
nágrenni Reykjavikur á sumrin,
en er kominn með þá austur i
Flóa, þar sem ég fæ að hafa þá
hjá ágætum kunningja minum og
umgangast þá eins og mér sýnist.
Ég skrepp þá austur á bil minum,
en það er fljótfarið, og malbikað-
ur vegur svo að segja alla leið.
Þegar ég hef sýslað við hestana
svo sem mér likar hverju sinni,
tek ég bilinn og ek heim. Þetta er
ágætt.
— Og þarna hefur þú hestana
ailt sumarið?
— Já. Þeir fara beint úr húsinu
á vorin og eru i sveitinni þangað
til mál er að taka þá á hús á
haustin.
— Ferð þú langferðir um land-
ið, ef þú átt kost á lengra frii en
einni helgi?
— Ég gerði það oft i gamla
daga, en er næstum hættur þvi.
Hin siðari ár hef ég ekki farið
neina öræfaferð. Arið 1954 riðum
við hjónin norður yfir hálendið til
Eyjafjarðar og vorum þar á
landsmóti hestamanna.
— Ekkihafið þið verið tvö ein á
ferð?
— Nei, það voru niu manns i
hópnum, og hestarnir voru sextiu
og fimm. Þar af vorum við hjónin
með átján. Ekki áttum við þá þó
alla sjálf, heldur voru þar með
sex hestar, sem ég hafði verið
beðinn að flytja norður, en hina
tólf áttum við. Tvo undir töskum
og tiu til reiðar.
— Þú minntist áðan á tamning-
ar. Ilefúr þú iagt skipulega stund
á tamningar fyrir aðra en sjálfan
þig?
— Nei, aldrei skipulega. Hins
vegar hef ég tamið einn og einn
hest, aðallega fyrir kunningja
mina,ogsvomineigintrippi, eins
og ég gat um þarna áðan. — Ég
hlýt að játa, að tamningar, eins
og þær eru stundaðar núna, eru
ekki að minu skapi. Nú er sagt,
að hestur sé fulltaminn eftir tvo
mánuði eða svo, en mér hefði
fundizt nær lagi að nefna tvö ár,
ef um góða tamningu ætti að vera
að ræða.
— Hefur þú notað einhvern
vissan tamningastil?
Frið fylking. Hestamenn l'ara fyrir fylkingu barna úr .Melaskóianum
Biómadrottningin situr i kerru, hin íylgja fast á el'tir. Slika skeinin
börnum okkar, þegar þvi verður við komið.
I Reykjavik á sumardaginn fyrsta.
tan ættum við sem oftast að veita
— Nei, það held ég að mér sé ó-
hætt að segja að hafi ekki verið.
Ég hef alltaf lagt kapp á að kom-
asteftir þvi hvað hverju trippi er
eðlilegast, og siðan reynt að gera
mér grein fyrir þvi hvað ég gæti
gertbezt fyrir þau. Ég held, að ég
hafi aldrei reynt að móta einn
hest eftir einhverjum öðrum, en
hins vegar hefur sjálfsagt eitt-
hvað af sjálfum mér orðið eftir i
þeim öllum.
Hestum er útivera eðli-
leg
— Hefur ekki meðferð á hestum
farið mjög batnandi á siðari ár-
um ?
— Jú, alveg tvimælalaust.
Uppeldi á trippum og meðferð á
hrossum yfirleitt, héfur tekið
miklum framförum. Oft er sagt,
að sumir bændur i miklum
hrossasveitum eigi ekki hús yfir
öll hross sin. Sjálfsagt er það al-
veg rétt, en ég segi fyrir mig, að
ég er ekkert sérlega hlynntur þvi
að hestar séu alveg aldir upp á
húsi. Auðvitaðþurfa þeir alltaf að
hafa nægilegt og gott fóður, en
þeim likar útiveran vel, og þess
vegna held ég að ekki eigi að
svipta þá henni. Islenzki hestur-
inn er ákaflega vel út búinn frá
náttúrunnar hendi til þess að þola
útiveru, þótt þeir eiginleikar
minnki að visu til mikilla muna,
ef hanri elst alveg upp i húsi. Viða
er gott skjól i högum, enda hefur
það sýnt sig, að þótt byggð hafi
verið hús handa þeim og þau
látin standa opin svo að þeir geti
gengið út og inn, þá fara þeir ekki
inn I þau nema til þess að éta.
Þeir standa heldur undir veggj-
um eða undir næsta hól. Þarna
held ég að það sé eðli hestanna —
náttúran sjálf — sem er að
verki. Og eitt er einkennilegt:
Hestar, sem aldir eru upp alger-
lega undir mannshendinni, eru
allt öðru visi skapi farnir en þeir
sem hafa alizt upp á útigangi.
Mannvana hestinn er miklu erfið-
ara að temja, og það tekur
lengri tima. Flestir halda að
þessu sé öfugt farið, en þeir gæta
ekki að einu: Ef þú hefur haft hest
fyrir leikfélaga i ein tvö eða þrjú
ár, og ætlar svo allt í einu að fara
að siða hann og temja, — það er
ekki von að hann skilji þig. Þetta
eruekki skynlausarskepnur, þótt
sumir hafi látið sér slika heimsku
um munn fara.
Störf hins rúmhelga
dags
— Þetta, sem við höfum verið
að tala um — blessaðir hestarnir
— er það sem kalla mætti tóm-
stundaiðju þina. En þá eigum við
eftir að tala urn hitt. — það sem
þú hefur gert til gagns.
— Já, þú segir nokkuð. Sann-
leikurinn er sá, að ég hef fengizt
við ýmislegt siðan ég kom til
Reykjavikur fyrir hálfri öld, og
kannski bæði til gagns og ógagns.
Fyrstu árin eftir að ég kom
hingað vann ég nær eingöngu við
húsasmiðar. Ég vann hjá Sigfúsi
Jónssyni i trésmiðjunni Fjölni,
meðal annars við að smiða
„boddýin” á bilana sem fluttu
fólkið á alþingishátiðina á Þing-
völlum 1930. Þá var bilakostur
landsmanna harla ólikur þvi sem
hann er núna.
Eftir 1930 varð mikil kreppa og
atvinnuleysi i Reykjavik. Þá tók
ég það ráð að fara að aka bil, og
stundaði ég siðan leigubilaakstur
fram til 1940. Þá fór ég aftur að
byggja hús, en siðan vann ég við
bilayfirbyggingar. Arið 1947 sá ég
um allar verklegar framkvæmdir
við landbúnaðarsýningu, sem þá
var haldin i flugskýli á Reykja-
vikurflugvelli. Siðan má heita að
ég hafi eingöngu verið minn eigin
herra. Fyrst i stað stundaði ég
bilaviðgerðir, sjálfstætt, en fyrsta
dag febrúarmánaðar 1951, stofn-
api ég fyrirtæki sem heitir
Skerpir. Þar skerpi ég og brýni
alls konar tæki, sem notuð eru á
verkstæðum, við iðnað,m á heim-
ilum o.sirv.
— Þú hefur þá stjórnað þessu
fyrirtæki þinu nákvæmlega heim-
ing þess tima, sem þú hefur átt
lieima i Reykjavik?
— Já, rétt er það. Að visu var
starfsemin ekki meiri en svo
fyrstu tvö árin, að ég þurfti að
hafa annað starf meðfram, hluta
úr deginum, en að tveim árum
liðnum þurfti þess ekki lengur.
— Var það af ásettu ráði, að þú
stofnaðir fyrirtæki þitt fyrsta
febrúar, þegar aldarfjórðungur
var liðinn frá þvi að þú fiuttist til
Reykjavikur?
— Nei, það var hrein tilviljun,
að þetta skyldi bera upp á sama
daginn. Ég hafði keypt tæki til
verkstæðisstofnunar um haustið
eða siðla sumars 1950, eftir að
hafa þá um sumarið séð um
fyrsta landsmót hestamanna,
sem haldið var á Þingvöllum.
— Þig hefur verið farið að
ianga til þess að vera sjálfs þin
húsbóndi?
— T>essi ákvörðun min stafaði
ekki af þvi að mér hefði likað neitt
illa við yfirboðara mína eða sam-
starfsmenn, þar sem ég hafði
áður unnið. En ég var réttinda-
laus sem smiður, og mér datt i
hug, að verið gæti að einhverjum
kynni að detta i hug að reka i mig
fótinn, ef eitthvað færi að þrengj-
ast um á vinnumarkaðinum aft-
ur. Þá gæti verið gott að reka
eigin fyrirtæki og þurfa engan
leyfis að biðja. Reyndin hefur lika
orðið sú, að ég hef aldrei iðrazt
þeirrar ráðabreytni. Ég held lika,
Flestum þykir vænt um
fleira en eitt
— Þú ert þá ánægður á þessu
tvöfalda afmæli, þegar fimmtiu
ár eru liðin siðan þú komst til
Reykjavikur, og tuttugu og fimm
ár siðan þú stofnaðir fyrirtæki
þitt?
— Já, ég er það. Ég tel, að ég
hafi verið gæfumaður alla ævi
mina, og ekki sizt siðan ég kom
hingað til Reykjavikur. Ég
kvæntist afbragðskonu, Unni
Þorsteinsdóttur, frá Bugðustöð-
um i Höröudal, Dalasýslu. Við
eignuðumsttværdætur, sem báð-
ar eru giftar og búsettar i
Reykjavik. Mesta hamingja min
var heimilið og fjölskyldan, en nú
hefur þann skugga borið á, að
kona min lézt fyrir tæpu ári.
Mér finnst Reykjavik hafa farið
vel með mig, og mér þykir vænt
um Reykjavik, þótt ég á hinn bóg-
inn eigi djúpar rætur i heimahög-
um minum fyrir norðan. Menn-
irnir eru nú einu sinni þannig
gerðir, að þeim getur þótt vænt
um fleira en eitt i einu. Mér fyrir
mitt leyti gengur ekki neitt illa að
samræma það, þótt mér þyki i
senn vænt um Reykjavik og Þing-
eyjarsýslu, hestana mina og
verkstæðið, þar sem ég vinn
dagsverk mitt.
—'VS
Halogen-ljós
fyrir J-perur -
ótrúlega mikið
Ijósmagn
PERUR í ÚRVALI
NOTIÐ
tAÐBESIA
BIiOSSI
Skipholti 35 ■ Simar:
8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrifstofa
Eggjaframleiðendur
Hinir gömlu, góðu timar eru komnir aftur
og Teigur býður aftur upp á landsins beztu
hænuunga — nýtt norskt kyn.
Aukin framleiðsla. Tryggið ykkur ,unga
hið allra fyrsta.
TEIGUR S.F. Mosfellssveit. Simi 91-66130.
Auglýsið í Tímanum