Tíminn - 28.03.1976, Blaðsíða 14

Tíminn - 28.03.1976, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 28. marz 1976 Með og móti 200 mílunum Nýlega lauk rökræöukeppni framhaldsskólanna, en þaft voru samtökin Junior Chamber i Heykjavik, seiu stófm að keppninni. Til úrslita kepptu lift Verzlunarskóla tslands og liö Mcnntaskólans i Heykjavik og fór úrslita- keppnin fram i hátiðasa! Verzlunarskólans að viðstödduin skólastjórum beggja skólanna, svo og Vilhjálini Hjálmarssyni, menntamála- ráðherra, sem afhenti verðlaunin. Umræðuefnið á úrslitakeppninni var: KH ÚTFÆRSLAN i 200 MILUR TIMÁBÆH? Lið Menntaskólans i Heykjavik átti að rök- stvðia það, að útfærslan hefði vcrið ótimabær, en lið Verzlunarskólans átti að rökstyðja það, að hún hefði verið timabær. Þrir keppendur voru frá hvoru liði, Björn Lindal, Magnús Nordal og Pctur Þorsteinsson frá M.R. og Einar Kristinn Jónsson, Fannar Jónsson og Sigurður Snæbcrg Jónsson frá Vi. Hökræðukeppnin cr útsláttarkeppni, og dómarar eru frá Junior Chamber. Dómararnir gel'a stig fyrir ræðurnar og hafa þeir þá fjórtán atriði i liuga, cn þau eru þessi. 1. Byrjun ræðu. 2. Upþbygging ræðu. 3. Undirbúningur.4. Efnis- legur inálflutningur. 5. Pekking á málefni. 6. Svör við rökum mótherja. 7. Hökfimi. 8, Sannfæring. 9. Haddbeiting. 10. Málfar. II. Augnaráð. 12. Frainkoma.13. Málflutningur án handrils. 14. Endir ræðu. Ilér fer á eftir útdráttur úr ræðum keppenda. M.R. sveitin sigraði þrótt fyrir það að þar töluðu allir gegn sinni skoðun Fyrri umferð Einar Kristinn Jónsson (V.i) tók fyrstur til máls og rakti f upphafi ræðu sinnar sögu landhelgismálsins, allt frá mið- öidum, en þá kom fyrst til árekstra á milii islendinga og brezkra sjómanna. — Það gerðist einmitt árið 1415, að nokkrar enskar duggur komu upp að ströndum islands og liófu hér fiskveiðar. islendingar risu upp sem ein hcild gegn fiskveiðuni útlendinga.. sagöi Einar. — íslenzkir fiskimenn mótmæltu og Alþingi islendinga mótmælti og krafðist harðra aðgerða konungsgegn Englendingum, þar sem fiskveiðar útlendinga höfðu aldrei verið stundaðar við islanil i þær 5 aldir sem landið hafði verið byggt. Eirik- ur af Pommern brá skjótt við og sendi fulltrúa sinn á fund Englandskonungs, ineð þau boö aö 1) hefðu isleningar einir ráðið yfir og átt öll fiskimiö kringum landið frá upphafi — og 2) hefðu útlend fiskiskip enga heimild til að veiða við island og lægi við þvi, skv. lögum, dauðarefsing og eignaupptaka. Einar greindi siðan frá þvi, að Bretakonungur hefði brugðið skjótt við og lagt algjört bann við fiskveiðum enskra skipa á islandsmiðum. — En þessi skynsami konungur Breta var ekki ódauð- legur frekar en við hin. Eftir hans daga hafðá Bretar æ siðan stundað hér fiskveiðar, og oft rányrkju i skjóli her- valds, en einnig vegna undanlátssemi danskra stjórn- valda, þ.e. fram að lýðveldistökunni, þrátt fyrir mótmæli islenzkra fiskimanna og margitrekuð andmæli Alþingis Ræðumaður nefndi siðan dæmi um undanlátsemi danskra stjórnvalda, en benti siðan á, að við stofnun lýð- veldisins hefði fyrst farið að rofa til i landhelgismálum okkar með setningu landgrunnslaganna 5. april 1948, en þar er kveðið á um alger yfirráð íslendinga yfir fisk- veiðum innan endimarka landgrunnsins. — Arið 1952 færðum við landhelgina úr 3 sjómilum i 4 sjómilur og lagfærðum stórlega allar landgrunnslinur. Arið 1958 færðum við fiskveiðilögsögu okkar út i 12 milur og árið 1972 i 50 milur. Einar gerði siðan útfærslu i 50 milur nokkuð að umtals- efni, en sagði siðan: — En útfærsla fiskveiðilögsögunnar i 50 milur var aðeins áfangi að enn stærra marki.Hún var aðeins sann- girniskrafa okkar og málamiðlun á þeim tima. Tilvonandi stefnumörkun Hafréttarráðstefnunnar lá ekki ljós fyrir fyrr en undirbúningsfundum fyrir hana var lokið i ágúst- mánuði 1973. Þá var ljóst, að mikill meirihluti þjóða var fylgjandi 200 milna auðlindalögsögu. 1 dag liggur máliö þannig fyrir, að af 130—140 rikjum, sem sitja Hafréttar- ráðstefnuna eru um 100 riki fylgjandi 200 milna auðlinda- lögsögu, sem sagt meira en 2/3hlutar strandþjóða heims- ins. Rök Einars Kristins fyrir þvi að útfærslan i 200 milur hefði verið timabær voru þess i: 1. Vegna þess, hve mikilvægir fiskstofnar eru i hafinu innan 200 milna markanna. 2. Vegna þess mikilvægis að hafa fullkomna stjórn á öll- um fiskveiðum innan 200 milna markanna. í þessu sam- bandi nefndi Einar rányrkju Sovétmanna á grálúöu milli 50 og 200 milna markanna, og nauðsyn þess fyrir Islend- inga að sitja einir að veiðum á loönu ,,á timum rýrnandi aflamagns annarra fisktegunda". 3. Stefnumörkun Hafréttarráöstefnunnar lá þegar fyrir, en staðfesting stefnunnar getur tekið langan tima. Vegna lifsnauðsynjar islenzku þjóðarinnar gátum við þvi ekki beðið með útfærsluna i 200 milur. Lokaorð Einars: — Við skulum minnast þess, að fiskveiðar eru undir- staða okkar lifstilveru, og ofveiði og rányrkju, t.d. i Barentshafi eða t.d. á norsku vorgotssildinni hér við tsland, eru okkur viti til varnaðar. ★ Annar á mælendaskrá og jafnframt frummælandi menntaskólaliðsins var Björn Lindal. Honum fórust svo orð: „Sfðan landhelgi tslendinga var færð út i 200 milur hefur það þótt ganga landráðum næst að tæpa á þvi að útfærslan hafi ekki veriö timabær. Rök okkar fyrir úrfærslunni, þau, að hún sé til aö foröa helztu fiskistofnum okkar frá ofveiði og hindra veiðar útlendinga á Islandsmiðum, þykja okkur sjálfum svo góð, að við höfum ekki hirt um að athuga þau nánar. Á Islandi kom hugmyndin um 200 milna lögsögu fyrst fram á tima vinstri stjórnarinnar — auðvitað hjá stjórnar- andstöðunni. Þó gætti hennar ekki, þegar útfærslan i 50 milur stóö fyrir dyrum. Stjórnmálamenn deildu þá um, hvort miða ætti fiskveiðilögsöguna við 50 milur, en að öðru leyti við 400 m jafndýpislinu, þar sem hún liggur utan 50 milna markanna, þ.e.a.s. við landgrunnið allt, eða hvort miða ætti útfærslu eingöngu við 50 milur. Um þetta var deilt i ljósi þess, að á landgrunninu eru hrygningar- og uppvaxtarsvæði helztu fiskistofnanna sem útlendingar veiða, þorsks, ufsa, karfa og ýsú. Einnig eru þar fengsæl- ustu fiskimiðin. Af framantöldum fiskistofnum hefur þorskurinn mest gildi fyrir afkomu tslendinga. Hann veiðist nær eingöngu innan 50 milna. 011 þau svæði sem i Svörtu skýrslunni svonefndu er lagt til að verði friðuð, fimm að tölu, eru inn- an 50 milna markanna. Ufsi er veiddur smávegis utan 50 milna af erlendum tog- urum, eða aðeins um 13—15% af heildaraflamagni. Helmingur karfaaflans við tsland veiðist utan 50 milna og veiða útlendingar 62—65% þess afla, um 22 þúsund tonn. Ýsan lifir á 10—200 metra dýpi, þ.e.a.s. vel innan 50 milna markanna. Smáýsan heldur sig einkum innan 150 m jafndýpislinunnar. Af þessu má sjá, að einungis 8—11% af heildarafla þess- ara fisktegunda, sem friða átti með útfræslunni, veiða út- lendingar utan landgrunnsins og 50 milna markanna. Þess vegna er ég þeirrar skoðunar að skynsamlegra hefði verið að færa fiskveiðlögsöguna út yfir þær land- grunnsræmur sem eru utan 50 milna, fremur en i 200 mil- ur. Þessi niðurstaða leiðir lika i ljós, að einhliða útfærsla i 50 milur og að landgrunnsbrúnum, sem miöast við 400 m jafndýpislinu, er i samræmi við skoðanir, sem við tslend- ingar höfum haldið fram á alþjöðavettvangi, Hið sama er vart hægt að segja um 200 milna útfærslu. Við höfum m.a. á þingi Sameinuðu þjóðanna lagt áherzlu á rétt strandrikis til að ákveða einhliða lögsögu sina innan sanngjarnra marka. Að minum skilningi hljóta hæfileg eða sanngjörn mörk hvað tsland varðar, að af- marka svo stórt hafsvæöi, sem nauðsynlegt þykir til að Islendingar geti sjátfir nýtt fiskistofnana umhverfis land- ið og hindrað um leið veiðar erlendra togara. Þetta sjónarmið styöur einhliða útfærslu i 50 milur og að landgrunnsbrúnum, þar sem þær liggja utan 50 milna. Það er hins vegar andstætt einhliða útfærslu i 200 milur, þvi að á svæöinu frá 50 milum til 200 milna heldur hverf- andi litill hluti fiskistofnanna sig. Ekki eru þar heldur hrygninga- eða uppvaxtarsvæði. En fleira kemur til, sem gerir 200 milna útfærslu ótima- bæra. Við útfærsluna stækkaði lögsagan um 540 þúsund ferkilómetra, og geröi þvi gæzlu erfiðari. t þessu sam- bandi er oft nefnt, að almenningsálitiö i Bretlandi og viðar séað snúastokkur i hag, og erfiðleikar við gæzlu séu aðeins timabundnir. Þetta kann að vera rétt, en þá sem þessu halda fram vil ég spyrja á móti, hvort þeir séu ekki þeirrar skoðunar að við stæðum enn betur að vigi, ef við værum aðeins að verja landgrunnið og stæðum auk þess við yfirlýsingar okkar um sanngjörn eða hæfileg mörk. Útfærslan hefur dreift kröftum landhelgisgæzlunnar og orðið til þess að hún ekki getur friðað þau svæði sem nauð- synlegt er. Að lokum: Pólitiskir lukkuriddarar hafa kallað þessa útfærslu lokasigur i sjálfstæðisbaráttu okkar. Slik um- mæli sanna einungis að i hópi hinna blindu verður sá ein- eygði konungur. ★ Þegar Björn Lindal hafði lokið ræðu sinni tók Fannar JónssonlV.Í.) til máls. I upphafi ræðu sinnar vék hann að landgrunnslögunum og greindi frá þvi, á hvaða forsendum þau væru byggð. Benti hann á, að tsland hefði i meira en aldarfjóröung barizt fyrir viötækari efnahagslögsögu. — Ljóst er að þau riki, sem börðust fyrir viðtækari fiskveiðimörkum en 12 milum sem hluta efnahagslögsögu, á fyrstu og annarri Hafréttarráðstefnunni á árunum 1958 og 1960, voru þá i fámennum minnihluta. Nú hafa orðið mikil umskipti, og þeir sem styðja 200 milna efnahagslög- sögu sjá nú fram á verðlaun fyrir sina löngu og erfiðu bar- áttu. Þegar á Hafréttarráðstefnunni i Caracas árið 1974 höfðumeira en 100 sendinefndir stutt hugtakið-efnahags- lögsaga allt að 200 milum — og varla liður nú sú vika að ekki berist yfirlýsing einhvers lands þess efnis að það styðji 200 milurnar og þar með aðgerðir tslendinga. Næg- ir i þessu sambandi að nefna yfirlýsingu forsætisnefndar Norðurlandaráðs um fiskveiðideiluna við Breta. Siðan sagði Fannar: — Útfærslan i 50 milur var vissulega merkur áfangi á brautinni að 200 milna efnahagslögsögu. Innan 50 milna markanna eru margir mikilvægir fiskstofnar og m.a. stór hlutiaf þorskstoíni okkar. En þessi bráðabirgðaefnahags- lögsaga hlaut fljótlega að vikja fyrir þeirri lögsögu er næði yfir alla verndun og allt grunnsvæðið — það er 200 milurn- ar. Fannar tindi til fleiri rök og sagði, að sökum gegndar- lausrar ofveiði þorskstofnsins og annarra mikilvægra teg- unda undanfarna áratugi, væri svo komið, að bráðra aðgerða var þörf. — Útfærslan mátti ekki dragast, sagði Fannar, minnka varð stórlega veiðar innan 50 milnanna, ef ekki átti að fara fyrir þorskinum eins og norsku vor- gotssildinni á 6. áratugnum. Það liggur i augum uppi, að þjóð, sem byggir afkomu sina að meira en 3/4 hlutum á fiskveiðum má ekki við miklum skakkaföllum á fiskiðnaði sinum. Nú eru komin á markaðinn veiðarfæri, sem leyfa veiðar á hinum auðugu djúpsjávarfiskimiðum milli 50 og 200 mflnanna. Fannar benti þvi næst á dæmi um djúpsjávarfiska á þessu svæði, og athygli fiskveiðiþjóða að þessum ónýttu fisktegundum. Sagði hann, að rannsóknir Rússa á þessum tegundum heðu gefið mjög góðan og jákvæðan árangur og „virtist þvi ekkert þvi til fyrirstöðu að þeir hefji innan tiðar umafngsmiklar veiðar á djúpfiski til manneldis” — Viðtækar rannsóknir Norðmanna á kolmunnastofn- inum hafa leitt i ljós, að stofnstærð kolmunna er mest allra fisktegunda i NA-Atlantshafi og hrygningarstofninn einn saman, þ.e. kynþroska kolmunni er um 10 milljónir tonna. Til samanburðar má geta þess, að áætluð stofn- stærð kynþroska þorsks er áætluð aðeins 108 þúsund tonn árið 1979 með sama veiðimagni og undanfarin ár, eða eðins 1,08% kolmunnastofnsins. Að lokum sagði Fannar: — Gætum hófs i hvivetna og nýtum með skynsemi og ráðdeild þær auðlindir, sem hin nýja^og nauðsynlega út- færsla vor býður upp á. ★ Fjórði á mælendaskrá var Magnús Nordal (MR) og mæltist honum meðal annars svo: Útfærslan i 200milur var ótimabær og hefur orðið okkur til skaða. Höfuðröksemd tslendinga fyrir henni er að við séum að vernda fiskistofnana og þar með að tryggja af- komu islenzku þjóðarinnar. Morgunblaðið segir, 1. september 1972... „Strandriki hefur rétt til að ákveða takmörk lögsögu sinnar innan sanngjarnra marka, meö hliðsjón af land- fræðilegum og jarðfræðilegum, efnahagslegum og öðrum sjónarmiðum sem þýðingu hafa”... Þegar þetta var skrifað hafði lögsaga tslands verið færð úr 12 milum i 50. Allir tslendingar eru sammála um að sú útfærsla var fullkomlega réttlætanleg. En ég get ómögulega fallizt á að útfærslan i 200 milur hafi verið sanngjörn ráðstöfun. Við göngum feti of langt með þvi að helga okkur svæði, sem við höfum ekki brýna þörf fyrir. En hverjar eru þá raunverulegar ástæður útfærsl- unnar? t Að meginhluta til er her um kosningamál að ræða. Vinstri menn nota herinn og hægri menn nota landhelgina. I þvisambandi hefur alls kyns loðmollu rignt yfir þjóðina. Núverandi deila stendur ekki um 200 milurnar. Þetta er einungis framhald deilunnar um 50 milur. Samningurinn 1972 var ekki til langframa, heldur til bráðabirgða. Vopnahlé. 1 samningnum kemur skýrt fram, að hann sé Með og móti 200 mílunum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.