Tíminn - 28.03.1976, Síða 15

Tíminn - 28.03.1976, Síða 15
Sunnudagur 28. marz 1976 TÍMINN 15 Með og móti 200 mílunum engin viðurkenning á 50 milna landhelgi. Með samningun- um var helztu veiðisvæðunum lokað til langframa, eða hluta úr ári. Fyrir rúmlega einu ári hófu Bretar tilraunir til að komast að áframhaldandi samningum um veiðar innan 50milnanna. Þær tilraunir báru engan árangur, svo að ljóst var að striðið myndi hefjast aftur, hvort sem við myndum færa út i 200 milur eða ekki. Það hefur ekki eitt einasta riki viðurkennt einhliða út- færslu okkar. Meirihluti þjóðanna, sem sitja hafréttarráð- stefnuna, hafa lýst sig hliðholla 200 milna landhelgi, en flest riki önnur en Island vilja biða úrskurðar alþjóðaráð- stefnunnar. Hafréttarráðstefnan mun komast að niðurstöðu um að lögleiða 200 milna landhelgi. En það er ekki rökrétt að taka það sem lög og fara að framfylgja þeim, sem ekki er enn orðið að lögum, en gæti orðið það eftir stuttan tima. Það er fullkomin lögleysa og rakalaust. Til dæmis má nefna það, að ef i bigerð væri að skipta aftur yfir i vinstri akstur hér og vegna þess færu nokkrir menn þegar á þann kant, væru þeir engu siður brotlegir. Þótt fyrir dyrum stæði breytingin. 200 milna landhelgi er ekki komin i lög, og þar af leiðir að við erum að fremja lögbrot. Ályktanir Hafréttarráðstefnunnar hafa verið ein af aðalröksemdum okkar. Þar bendum gið á tvö atriði, i hverjum kemur fram að lögleiða eigi 200 milur og að strandriki skuli hafa þar nokkurn forgang með nýtingu beirra. En það er ekki rökrétt að taka svona tvö atriði út fyrir, án þess að viðurkenna um leið allt annað sem Hafréttar- ráðstefnan kom með. Sum atriði þar eru okkur ekki i hag. Eitt atriði er til dæmis um að deilum þeim, sem risa kunna um hafréttarmál, skuli visa til Alþjóðadómstólsinsi i Haag. Við höfum nú þegar lýst þvi yfir, að sá dómstóll hafi enga lögsögu um málið. Þessu atriði munum við þvi berjast á móti. Það hefur engin alþjóðasamþykkt verið gerð, sem segir að svæðið utan 12 milna sé ekki alþjóðaleið, svo lengi sem slik samþykkt hefur ekki verið gerð er Bretum frjálst að veiða allt inn að 12 milum. Brezkir togarasjómenn og útgerðarménn eru brezkir skattborgarar, og hafa þann rétt að biðja yfirvöld um hjálp. Brezkur togari á Islandsmiðum er hluti konungs- rikisins Bretlands. Samkvæmt brezkum lögum ber yfir- völdum að verja þegna sina á alþjóðaleiðum ef þeir verða fyrir áreitni. Af þessu leiðir að yfirvöld voru skyldug að senda hingað flota sinn. Við megum ekki vera blindir. Aðildin að Nato á ekkert skylt við fiskveiðideiluna. Þetta eru tvö mál. Það að við hugsanlega myndun biðja Nato um vernd væri aðeins merki um að við erum okkur ekki þess meðvituð að við höfum rétt fyrir okkur. Við erum að reyna að koma okkar málstað fram með þving- unum, vegna þess að aðgerðir okkar eiga sér enga stoð i lögum og eru að mestu röklausar, þó að við gerum okkur grein fyrir að við þurfum að vernda fiskistofnana. Bretar hafa engan áhuga á að veiða á bilinu 50 til 200 milur, heldur einungis innan fimmtiu milna, þ.e. á bilinu 12 til 50 milna. ★ Siðastur ræðumaður af hálfu Verzlunarskólanema i fyrstu umferð var Sigurður Snæberg Jónsson.Hann vitn- aði fyrst i brezka skáldið Shakespeare og orð sem hann lagði i munn Hamlet: ,,Að vera eða vera ekki, það er spurningin” Hamlet var ekki i vafa, sagði Sigurður. — Viljum við vera Islendingar, ein göfugasta þjóð heims, eða viljum við bara vera Danir eða Bandarikja- menn. Sem betur fer er likt á komið með Islendingum og Hamlet forðum, þeir eru ekki i vafa, — þeir vilja vera. — Hvi háðum vér Islendingar sjálfstæðisbaráttu i meira en 5 aldir? Ekki til þess að láta einhverja erlenda sjóræningja, sem þjást af nýlenduskorti, veiða frá okkur sjálfstæðið á nokkrum árum. Eins og allir vita, byggist lifsafkoma þjóðarinnar á fiskveiðum og fiskiðnaði. Ef Síðari umferð Keppendur af hálfu Verzlunarskólans óska M.R.ingum til hamingju ineö sigurinn. Einar Kristinn Jónsson (V.l.) fjallaði einkum um tvö at- riði i ræðu sinni i annarri umferð, b.e. annars vegar að 200 milurnar hafi skapað okkur óvini og hins vegar að hún hafi verið ólögleg. Hann taldi hafréttarráðstefnuna bezta mælikvarðann á fyrra atriðið. Oll stærstu strandrikin væru hlynnt 200 milum, Bandarikin, Rússar og Austur- Evrópurikin, einnig EBE með þjóðir eins og Breta og V- Þjóðverja innan sinna vébanda. Ræddi hann siðan um hafréttarmál Breta og kvað engan hlusta á röksemdafærslu þeirra, eins og nú væri komið. Varðandi siðara atriði, benti hann á, að Bretar og V- Þjóðverjar hefðu lýst útfærsluna ólöglega. Haag-dóm- stóllinn hefði hins vegar visað þessari kröfu þeirra á bug og þar tekið tillit til samþykktar allsherjarþings SÞ. frá 18. des. 1972, um forgang og yfirráðarétt strandrikis yfir fiskimiðum við landið. í siðari ræðu sinni lagði Björn Lindal itrekaða áherzlu á fyrri rök sin, siðan sneri hann sér að rökfærslu andstæð- inganna og taldi hana litilvæga. Björn benti á, að allt tal um ofveiði fiskistofna utan 50 milna væri tilhæfulaust hjál. Benti hann aftur á að af helztu fiskistofnum okkar veiddist aðeins um 3% utan 50 milna. Tiltók Björn sérstaklega notkun andstæðinga sinna á svörtu skýrslunni, máli sinu til stuðnings og taidi allt benda til þess, að þeir hefðu lesið formála skýrslunnar og fyrirsagnir i henni, en sleppt þvi að kynna sér innihald Magnús Nordal (M.R.) hampar rökræðubikarnum, sem skólinn lær nú til varðveizlu í eitt ár. Til vinstri er Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra, sem gelur sigurvegurunum gott klapp. . Timamynd: Gunnar. þeim grundvelli er kippt undan islenzku þjóðlifi er eins ör- uggt, að þjóðin missir sjálfstæði sitt og verður að ganga öðru riki á hönd. Það var þvi engin heimsvaldastefna eða neitt þvi um likt, sem bjó að baki útfærslu landhelginnar, heldur var hér um að ræða enn eitt skrefið i baráttunni fyrir fullu sjálfstæði islenzku þjóðarinnar. Sigurður las siðan innganginn að „hinni frægu „svörtu skýrslu” Hafrannsóknarstofnunarinnar, og benti á niður- stöður skýrslunnar. Helztu rök Sigurðar voru þau, að með útfærslunni væri von til þess að Islendingar næðu fullkom- inni stjórn á öllum fiskstofnum við landið. Þá nefndi hann dæmi um mikilvægi þess að hafa fulikomna stjórn á fisk- stofnunum, annars vegar varðandi þorskgöngur frá Grænlandi, og kvað hann það geta haft slæmar afleiðingar ef þær yrðu fyrir „einhvers konar truflun” á leið sinni til Islands, og hins vegar varðandi loðnuna, sem hanr. sagði, að væri veiðanleg löngu áður en hún næði 50 milna mörk- unum. — Hugsið ykkur hvaða afleiðingar það gæti haft, ef t.d. Japanir sendu hingað stóran flota ryksuguskipa til loðnuveiða, eins og heyrzt hefur, sagði Sigurður. Að lokum benti Sigurður á það, að ýmsar fisktegundir á svæðinu milli 50 og 200 milna gætu hugsanlega orðið nytja- fiskar, þótt þeir væru litt kunnir enn sem komið væri, — en lokaorð hans voru þessi: — Með útfærslunni i 200 milur rákum við endahnútinn á sviptisama sjálfstæðisbaráttu. ★ Þriðji á mælendaskrá menntaskólanema og jafnframt siðasti ræðumaður i fyrstu umferð, var Pétur Þorsteins- son. I ræðu sinni sagði Pétur að útfærsla landhelginnar i 200 milur hefði ekki aðeins verið ótimabær, heldur hefði hún lika valdið íslendingum skaða. 1 fyrsta lagi hafði alls ekk- ert áunnizt með henni og i öðru lagi hefði ástandið á miðunum innan við 50 milurnar versnað til muna. Benti Pétur á að með útfærslunni i 50 milur hefði verið stefnt að lokun þýðingarmikilla bátaveiðisvæða, auk frið- unarsvæða þeirra sem um ræðir. Þetta hvorttveggja hefði beðið nokkra hnekki siðan fært var út i 200 milurnar. Sagði Pétur að þar kæmi aðallega tvennt til, hvort um sig jafn tengt deilunni við Breta. í fyrsta lagi kappkostuðu Bretar nú að hafa hér við land sem ílesta-togara, þrátt fyrir mikið tap á rekstri þeirra og svo það að útfærsluna við Island veiddu Bretar ekki einu sinni þann kvóta sem þeim væri úthlutað á öðrum miðum heimshafanna. Þetta hefði þau áhrif, að Bretar veiddu nú meir á friðuð- um svæðum en áður, auk þess að útfærslan i 200 milur hefði gert þeim kleift að senda hingað herskip og dráttar- báta til að vernda togaraflotann við rányrkju sina innan 50 milna. itrekaði Pétur siðan rök samherja sinna, sem fyrr höfðu talað, og sagði að lokum, — Allar tilraunir til þess að rjúfa baráttuna um að verja fimmtiu milna landhelgi okkar eru vitaverðar. Brýnasta mál okkar Islendinga nú á næstunni er að ná þvi takmarki að hafa fuil yfirráð yfir þeirri landhelgi. Að þvi marki eigum við að einbeita okkur og sameinast um, svo sigur vinnist, öldnum og óbrotnum hil gæfu i þessu landi okkar, — íslandi. —- Með og móti 200 mílunum

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.