Tíminn - 28.03.1976, Blaðsíða 10

Tíminn - 28.03.1976, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 28. marz 1976 Fylfisl með verðlagi Verðsýnishorn úr HAGKAUP HAGKAUP VERSLUN A VERSLUN B Snap cornflakes510 g 205.- 1 Sveppir 425 g 220.- I Jackobs tekex 1 pk 85.- 1 Maggi súpur 1 pk 89.- i Sykur 1 kg 135.- B Sykur 50 kg 6.250.- Ath: Verö pr kg í 50 kg 1 sekkjum 125.- 1 Libby's tómatsósa 340 g 145.- s 1 Allt dilkakjöt á gamla 1 verðinu | Ef þér verslið annars staðar, þá hafið þér hér eyðublað til að gera verðsamanburð. AUSTFIRÐINGAR Er bókhaldið í lagi? Stjórnunarfélag Austurlands gengst fyrir bókfærslunámskeiði i barnaskólanum á Egilsstöðum 2. til 4. april nk. Námskeiðið hefst kl. 21.00 föstudaginn 2. april og stendur yfir laugard. og sunnud. frá kl. 9.00 báða dagana. A námskeiðinu verður fjallað um sjóðbókarfærslur, dagbókarfærslur, færslur i viðskiptamannabækur og vixiabækur og sýnt verður uppgjör fyrirtækja. Leiðbeinandi verður Kristján Aðal- steinsson viðskiptafræðingur. Þátttaka tilkynnist i síma 1379, Egilsstöðum. Þátttökugjald er kr. 7.500. Stjórnunarfélag Austurlands Hagsmunasamtök hrossabænda á Suðvesturlandi FUNDUR verður haldinn i Félags- heimili Fáks fimmtudaginn 1. april n.k. kl. 20,30. FUNDAREFNI: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Væntanlegur hrossamarkaður. 3. Stóðhestasýning. Allir velkomnir. Hlauptu af þér hornin. Leikendur ogstarfsfólk. Hlauptu af þér hornin á Seltjarnarnesi LEIKFÉLAG SELTJARNAR- NESS Hlauptu áf þér liornin eftir Neil Simon Þýðandi: Hjörtur Halldórsson Leikstjóri: Helgi Skúlason. Leikmynd: Steinþór Sigurðsson. Frumsýning. Sfðastliðinn þriðjudag frum- sýndi Leikfélag Seltjarnarness gamanieikinn „Hlauptu af þér hornin” eftir Neil Simon. Simon er tæplega fimmtugur Bandarikiamaður. Hann ritaði áður aðallega sjónvarpsþætti og mun „Hlauptu af þér hornin” vera fyrsta leikrit hans, en það var samið árið 1961. Auk þess hefur hann samið fleiri leikrit, sem njóta vinsælda. Hann hefur hlotið ýmsa viðurkenningu fyrir verk sin, þar á meðal „Emmy” — verðlaunin árið 1956. Hlauptu af þér hornin ber dálitinn keim af fyrri vinnu höfundar, hentar til flutnings i sjónvarpi og i raðir leikja eins og Læknir á lausum kili, svo eitthvað sé nefnt, en hann er að- eins betur skrifaður en flest af þvi sem við eigum að venjast af hinu svokallaða léttmeti, og hann er i rauninni ekki jafn innantómurogmargtaf þvi sem við höfum áður séð. Leikurinn gerist i Banda- rikjunum. Persónurnar eru miöaldra hjón, herra og frú Baker og tveir synir þeirra, en auk þess koma fram tvær stúlk- ur. Hr. Baker er iðnrekandi, framleiöir ávexti úr vaxi, ávexti sem geta enzt i hundrað ár, en synir þeirra hjóna vinna báðir við fyrirtæki föður sins. Alan Baker er svarti sauðurinn, hefur flúið aö heiman og búið um sig i piparsveinaibúð þar sem hann liggur i kvennafari og mætir illa i vinnuna, en yngri sonurinn er til fyrirmyndar, rækir sin störf af alúð og skyldu- rækni, þar til honum ofbýður tuskuæði móöur sinnar og yfir- gangsemi föðurins. Yngri sonurinn sezt að hjá þeim eidri og þar með á fjöl- skyldan tvo svarta sauði, en enga aðra. Leikurinn gerist all- ur i piparsveinaibúð Alans Bakers i New York. Hlauptu af þér hornin mun vera fimmta verkefnið sem Leikfélag Seltjarnarness tekur sér fyrir hendur, auk smámuna og einnig hefur það gengizt fyrir fjölda sýninga vestur á Nesi, þar sem innlendir og erlendir leikflokkar hafa komið fram. Leikfélagið var stofnaðárið 1971 og hefur svo sannarlega ekki setið auðum höndum siðan. Hlauptu af þér horniner sýnt i leikstjórn Helga Skúlasonar og hefur þessi reyndi leikhúsmað- ur og leikstjóri náð alveg ótrú- lega góðum árangri. Sýningin er óþvinguð með öllu og laus að mestu við þann þrúgandi vand- ræðagang sem þvi oft fylgir þegar áhugaleikfélög taka gamanleiki til bæna, og það er óhætt að segja það hér og er lik- lega öllum fyrir beztu, að „stóru” leikhúsin i höfuðstaðn- um meiga stórlega fara að vara sig á hinum betri áhugaleik- félögum landsins. Munurinn er nefnilega minni en margan skyldi gruna. Meðan allt hjakk- ar þar i sama farinu hjá at- vinnumönnum, virðist áhuga- fólkið vera að sækja sig svo um munar. Það er eitthvað svo upp- lifgandi að sjá ný andlit á sviði, eftir aö hafa haft þetta sama fólk árum saman fyrir augum og eyrum á leiksviöi, I s jónvarpi og útvarpi og á öllum möguleg- um stöðum. Nóg um það. Tveir kornungir menn leika bræðurna Alanog Buddy Baker. Þeir Jóhann T. Steinsson og Hilmar Oddsson og ekki varö annaö sagt en að þeir kæmust liðlega fráþvi. Jón Jónssonleik- ur gamla Baker af myndugleik og verður hvergi á i messunni i gervi hins heiðarlega, hégóm- lega og duglega ávaxtafram- leiðanda og Jórunn Karlsdóttir gerir konu hans sömuleiðis ágæt skil. Onnur hlutverk eru veiga- minni og gefa ekki eins mikil tækifæri. Leiktjöld Steinþórs Sigurös- sonar voru skemmtileg og hentug og auðvitað er okkur það ljóst að handbragð þeirra Stein- þórs og Helga Skúlasonar gefur sýningunni það faglega yfir- bragð sem svo oft vantar hjá áhugaleikflokkum. Hlauptu af þér hornin er gamanleikur. Hann frelsar ekki heiminn, enda liklega ekki markmiðið, en hann ber þó-af mörgu þvi léttmeti sem ætlað er hér á landi til þess að seðja tóma peningakassa leikfélaga landsins. Hinn ritaði texti er mjög skemmtilegur, en ekki verður það sagt að Seltirningar sýni leikfélagi sinu mikinn áhuga, né heldur leikhúsfólk i Reykjavik, þvi mikið vantaði á að húsið væri fullsetið á þessari fyrstu sýningu. Ekki var heldur mikið um svokallaða menning- ar frömuði, nema að Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráö- herra og kona hanslétu sig ekki vanta, en ég spái að aðsókn muni aukast þegar frá liður. Mér er það auðvitað ljóst að framgangur islenzkrar leiklist- ar ekki fólginn i þvi hvort einu eða tveim áhugaleikfélögum tekst að setja saman þolanlega sýningu á einhverju léttmeti, en skrif um leiklist i dagblöð eiga naumast fullan rétt á sér, ef ekki er vakin athygli á þvi sem vel er gjört. Jónas Guðmundsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.