Tíminn - 04.04.1976, Side 6
6
TÍMINN
Sunnudagur 4. apríl 1976.
Stýrimannastlgur 10
■ ■
' «J* ■■19
' SSB III
■■■
III
III
Stvrimannaskólahúsiö viö öldugbtu (1976) (framhuö)
Ingólfur Davíðsson:
Byggt og búið
í gamla daga
117
Göngum vestur öldugötu i
Reykjavík. Þar fékk Stýri-
mannaskólinn (stofnaður 1891,
skólastjóri Markús F. Bjarna-
son) til afnota nýtt og veglegt
timburhús, fyrir enda Stýri-
mannastigs, er nafn dregur af
skólanum. Þetta var árið 1898,
og starfaði skóiinn þarna unz
hann fékk rýmra húsnæði i hinu
mikla, turnprýdda sjómanna-
skólahúsi i Austurbænum.
Gagnfræðaskóli Reykjavikur
(skólastjóri þá Ágúst H. Bjarna
son, en eftir hann Knútur Arn-
grimsson, Guðni Jónsson og
Óskar Magnússon) flutti árið
1945 i húsið við öldugötu og var
þar til 1958. Nú er þar barna-
skóli. Hafa þannig tilvonandi
skipstjórnarmenn, gagnfræö-
ingar og börn notið fræðslu i
hinu aldna húsi. Dálitið breytt
er það hið ytra, lokað dyrum og
tekin burt trappan öldugötu-
megin. Gengið er inn úr garðin-
um bakvið. A bakhlið uppi eru
grænar svalir og svalahurð, en
litur hússins grár að öðru leyti.
Gólf garðsins er nú steypt að
nokkru og reynitrjánum heldur
fækkað. Viö framhlið skólans
blasir Stýrimannastigur, ein
fegursta gata i Reykjavik og oft
sýnd ferðamönnum. Það er svo
mikil reisn yfir mörgum gömlu
húsunum þar, með tréskurði
-sinum og flúri. Hefur verið
reynt að halda þeim sumum i
sinni upprunalegu mynd, enda
fer bezt á þvi. Athugið dyr og
gluggabúnað, tröppur og út-
byggingar („bislag”). Þeir hafa
sannarlega haft gott fegurðar-
skyn gömlu byggingameistar-
arnir og valið góðar fyrirmynd-
ir.
Bættur efnahagur, samfara
aukinni tækni og þekkingu upp
úr aldamótum og fram að fyrri
heimsstyririld gerði skipstjórn-
endum og fl. framkvæmda-
mönnum fært að byggja þessi
myndarlegu hús. Atti
stýrimannaskólinn þar drjúgan
þátt, þvi að mennt er máttur.
Litum á nágrennið. Verða,
fyrst fyrir tvö höfðingleg hús á
mótum öldugötu og Stýri-
mannastigs. Gegnt skólanum
t.h. á öldugötu 14 blasir við
rautt hús með hvitum glugga-
búnaði og rákum. Mun Jens
Eyjólfsson hafa teiknað það o.fl.
hús á þessum slóðum. Hinum
megin á horninu, Stýrimanna-
stig 14 stendur hús ljóst yfirlit-
um, með útbyggingar og sér-
kennilegum gluggum. Færum
okkur ögn neðar á Stýrimanna-
stiginn i áttina að Vesturgötu. Á
Stýrimannastig 10 verður þá
fyrir sjónum „Ellingsenshús”
ljósleitt með miklu og fögru
flúri. Þau eru sviplétt þessi
gömlu hús. Minnzt verður á
fleiri hús á þessum slóðum.
Stýrimannastlgur 14 ( 1974)
Öldugata 14 (gamla Mullershúsið)
atl